Tíminn - 24.10.1976, Blaðsíða 32

Tíminn - 24.10.1976, Blaðsíða 32
32 TÍMINN Sunnudagur 24. október 1976 Anton Mohr: Árni og Berit Ævintýraför um Afríku Þetta varð löng og köld nótt fyrir ferða- fólkið. Verst leið Berit, þvi að hún gat ekki hreyft sig. Þegar kom fram á nóttina, fékk hún vondan hósta og hafði bersýnilega orðið fyrir ofkælingu. Undir morguninn hafði hún fengið hita. Til allrar hamingju kom strax i birtingu hjálparsveit úr klaustr- inu. Hjálparsveitin kom með sjóðheitt kaffi, mat og þurran fatnað. Það var ofurstinn, sem hafði stjórnað þessu. Hann hafði búizt við hinu versta, er fólkið kom ekki á tilsettum tima um kvöldið, en einkum leizt honum illa á, er veðrið versnaði. Fyrir Berit voru búnar út eins konar sjúkrabörur, og svo var hún borin niður fjallið með mikilli varúð. Þegar i klaustrið kom, athugaði læknislærður maður fótinn og taldi hann, að nokkurra daga hvild myndi bæta úr þessari tognun. Það leit ver út með ofkælinguna. Berit hafði dvalið svo lengi i hitabeltinu, að hún þoldi illa nætur- kuldann uppi i fjöllun- um. Læknirinn ráðlagði þvi, að hún skyldi sem fyrst komast i hlýrra loftslag. Þessu ráði var hlýtt, og daginn eftir var lagt af stað niður til strand- arinnar, oghinn 12. april voru allir komnir heilu og höldnu til Kairo. 5. Berit batnaði skjótt fótarmeiðslið, en hún varð illa kvefuð. Hún hafði vphdan hósta og var guggin i útliti. Ofurstinn var hálf- hræddur við það, að hún legði upp i hina löngu sjóferð svona lasin. Hann hélt, að loftslagið i Kairo væri of rakt fyrir hana, svo að hann ákvað að þau systkinin skyldu flytja út i ágætt gistihús rétt við pýramidana. Þar var loftið þurrt og hlýtt. Þetta var strax fram- kvæmt og kvefið batnaði fljótlega. Ofurstinn kom næstum daglega að heimsækja systkinin. Hann hafði tekið miklu ástfóstri við þau og vildi allt fyrir þau gera. Hann vildi varla viðurkenna það fyrir sjálfum sér, en hann kveið fyrir þeim degi, er þau legðu upp i sina löngu sjóferð til frændans á Hawaiieyj- um. Honum hafði oft dottið það i hug siðustu dagana, að hann skyldi ættleiða þau og hafa þau hjá sér alla ævi. Hann féll þó frá þessu aftur. Hann var farinn að eld- ast og eyddi oft hálfu árinu i ferðalög viða um heim. , Hvers konar heimili gæti hann veitt þeim með sliku framferði? Nei, það yrði vissulega betra fyrir þau að kom- ast til frænda sins, sem hlakkaði til að fá þau. Á Hawaii fengju þau gott heimili og gætu haldið áfram skólanámi sinu. Ef það kæmi fyrir, að þau kynnu ekki við sig hjá frænda sinum, þá gæti hann ef til vill, — en þá koma dagar og þá koma ráð. 6. Gistihúsið, sem þau Árni og Berit dvöldu i, var rétt hjá hinum frægu pýramidum og „meyljóninu mikla” (Sfinksinum). Vitanlega notaði Árni timann til að skoða þessi fomu mann- virki og listaverk. Eftir nokkra daga taldi hann, að hann þekkti þetta eins vel og fjöllin kring- um fæðingarbæ sinn i Noregi. Hann hafði oft skoðað Cheops — taldi hann að hann þekkti þetta eins vel og fjöllin kringum pýramidann, sem er þeirra allra- stærstur, og „sfinksinn” og musterin kringum hann höfðu þau systkin- in skoðað margsinnis. Siðast þegar Ámi kleif upp á stærsta pýra- barnatíminn midann, var hann aleinn. Það er þó mjög erfitt. Hvert þrep er um einn metri á hæð, en pýramidinn allur er 137 metrar á hæð, eða álika hár og Péturskirkjan i Róm. Venjulega vom ferða- menn dregnir eða studd- ir upp á toppinn af tveim til þrem arabiskum hirðingjum, sem gera sér þetta að atvinnu, en Árni fór þetta aleinn og var mjög hreykinn af þessu afreki sinu. Hon- um fannst sem hann ætti þessar fimm og hálfa millj. smálesta grjóts, er farið höfðu i pýramidann. (Til samanburðar má geta þess, að allur norski siglingaflotinn gat árið 1939 flutt i einu 4,8 milljónir smálesta). Árni átti þó ennþá nokkuð eftir, og það var að skoða þennan stærsta pýramida að innan. Hann hafði oft átt þess kost að skoða pýramid- ann i félagi við ýmsa ferðamannahópa, en honum fannst það ódrengilegt af sér að láta ekki Berit njóta ánægjunnar með sér, en hún var fyrst ekki vel hress, og vildi hann þvi geyma sér þetta þangað til hún hresstist. Hann þurfti heldur ekki að biða mjög lengi. £ R kfí£) F\L 1/E. & 5/7TT LdÚ FfíKl M IA/. fí D l/ÍÐ CríkÐ Fj R MRÐURÍA/A/ HRFÍ R-D LiTÚKH 1/£«.K i 5 ÍA/U? l/£RÍt) ÖOIVV Berit hresstist dag frá degi. Hóstinn var nærri þvi horfinn, og hún varð aftur kjarkmikil og dug- leg. Ferðamenn frá Dan- mörku, sem bjuggu á sama gistihúsi, höfðu eggjað hana á að fara ekki inn i pýramidann fyrr en hún væri orðin vel hress, þvi að það væri mjög erfitt. Lcrftið væri þungt og allt fullt af ryki, og oft yrði að skriða á f jórum fótum til að komast áfram. Það varð þvi ekki fyrr en siðasta daginn, sem hún lagði út i þetta ævintýri. Árna þótti leiðsögu- mennirnir ógurlega dýr- ir. En einn daginn hitti hann Sýrlending, sem bauðst til að fylgja þeim um pýramidann fyrir hálft venjulegt gjald. Ámi hafði tekið þessu tilboði, og nú stóð Sýr- lendingurinn við dymar og beið eftir þeim. Berit geðjaðist ekki að honum við fyrstu sýn, en hún nefndi það ekkert við Árna, og svo gleymdi hún þvi aftur. Þetta var erfið leið og óþægileg. Fyrst gekk þetta sæmilega, en bráðlega þrengdist gangurinn og urðu þau þá að leggjast á fjórar fætur og skriða. Loftið var ungt og lyktin upp úr gólfinu ógeðsleg. Það bætti heldur ekki úr skák, að ljóskerið, sem Sýrlendingurinn skreið með á undan þeim, ósaði hræðilega. Viða lágu göng út til hliðanna, en maðurinn þekkti leiðina og hélt ótrauður áfram. Að lokum komu þau inn i rúmgóða grafhvelfingu. En þar var ekki margt að sjá. Eins og flestar konungagrafir i Egypta- landi, hafði þessi verið rænd að öllum merkileg- um gripum, aðeins tóm steinkistan utan af liki konungsins stóð þar i einu hominu. Um alla veggi höfðu hundruð ferðamanna rispað nöfn sin á undanfömum ára- tugum og jafnvel öldum. Þau systkinin urðu fyrir vonbrigðum i þess- ari ferð. Þau höfðu hugsað sér pýramidann allt öðm visi að innan. Ljósið var dauft, og þeim fannst þetta graf- hýsi ógeðslegt. Berit var rennsveitt og rykug og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.