Fréttablaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG Sími: 550 5000 SUNNUDAGUR 27. nóvember 2005 — 321. tölublað — 5. árgangur www.postur.is 5.12. Síðasti öruggi skiladagur á jólapökkum til landa utan Evrópu! Við erum það sem við ofétum Vísindalegar rannsóknir á offitu þurfa að lúta í lægra haldi fyrir þörf mannsins til að rasa út stöku sinnum eigi hann að halda geðheilsunni, segir Richard Klein. Í DAG 8 Nýtt jóladagatal Sjónvarpsins Dolli og Rabbi bjarga jólunum frá öfundsjúkum töfrakarli. FÓLK 54 Vill fá marga pakka María Reyndal, leikstjóri og leikkona, er 35 ára í dag. Hún er mikið afmælis- barn og heldur jafnvel margfalt upp á það. TÍMAMÓT 16 ÁSGEIR ÖRN ÞÓRARINSSON Einkaþjálfun er gefandi starf atvinna Í MIÐJU BLAÐSINS YFIRLEITT BJART EN stöku él allra austast. Hiti 0-5 stig sunnan og vestan til en vægt frost á landinu norðan- og austanverðu. VEÐUR 4 ÚTIVIST Hundar viðruðu mannfólk- ið sitt í gær þegar Hundaræktar- félag Íslands stóð fyrir árlegri gönguferð niður Laugaveginn. Hundar eru yfirleitt bannaðir á Laugaveginum en einu sinni á ári fá þeir undanþágu til að skoða jólaljósin. Lagt var af stað frá Hlemmi og gengið eins og leið lá að Ráðhúsinu í Reykjavík þar sem Vöffluvagninn beið eftir göngu- görpum og bauð upp á rjúkandi heitar vöfflur og kakó. Um kvöldið fagnaði mannfólkið svo árangri hunda sinna í göng- unni með veisluhöldum en þá voru hundarnir fjarri góðu gamni. - bb Ganga niður Laugaveg: Vikið frá hundabanni NOREGUR, AP Það gerist ósjaldan að flugfarþegar taki sér blund á meðan á ferðinni stendur. En það hendir fáa sem kom fyrir Norð- manninn Tor Martin Johansen. Hann var á leið með innanlands- flugi frá Þrándheimi heim til Namsóss í norðanverðum Þrænda- lögum. Vélin millilenti í Rørvik. Hann sofnaði fljótlega eftir flugtak og þegar hann vaknaði aftur var hann kominn aftur til Þrándheims. Flugfélagið gaf Johansen nýjan miða heim til Namsóss og lýsti því yfir að farþegar sem sofnuðu um borð myndu framvegis geta treyst því að vera vaktir á áfangastað. - aa Sofnaði í flugvél: Vaknaði aftur á upphafsstað BESTU VINIR Á LEIÐ NIÐUR Í BÆ Hundarnir sýndu af sér góða hegðun og prúðhundsku í hvívetna í blíðskaparveðrinu á Laugaveg- inum í gær. VINNUMARKAÐUR „Mönnunum þykir að sér vegið og það er alveg ljóst að Íslendingar erlendis myndu ekki sætta sig við svona afskipti líkt og þessir menn hafa þurft að þola hér,“ segir Hjörleifur Jóns- son, eigandi verktakafyrirtækis- ins H. Jónssonar. Nú stendur yfir lögreglurann- sókn á starfsmannamálum fyrir- tækisins að beiðni Verkalýðs- félags Akraness en þar vinna nú níu Litháar og leikur grunur á að ekki sé löglega að málum þeirra staðið. Laufey Sigurðardóttir, heil- brigðisfulltrúi á Akranesi, gerði nýlega úttekt á húsakosti starfs- mannanna. „Aðstaða þeirra er í raun og veru ekki svo slæm en vinnuveitandi þarf að sækja um sérstakt starfsleyfi til að nota það í þessum tilgangi og þar sem þetta var iðnaðarhús áður þarf hann að sýna okkur fram á að hann hafi fengið það samþykkt sem íbúðar- húsnæði,“ segir hún. Húsnæðið er um 300 fermetrar og voru þar áður skrifstofur og sólbaðstofa. Hjörleifur segir að hann hafi fengið það samþykkt hjá skipu- lagsnefnd sem íbúðarhúsnæði árið 1999. Þar búi sex manns sem matist annars staðar en áður hafi búið þar níu manns. „Hann hefur frest til mánudags að útskýra sín mál,“ segir Laufey. Tveir af þeim starfsmönnum sem kallaðir voru til yfirheyrslna hjá lögreglu reyndust vera án til- skilinna leyfa. „Ég sendi inn öll gögn til að endurnýja leyfi þeirra en Útlendingastofnun sendi mér bréf og taldi einhvern formgalla á. Ég var ekki eins vel að mér í þessum pappírsmálum og konan mín, sem var vön að sjá um þetta, en hún féll frá fyrr á árinu. Ég taldi leyfin vera í lagi svo þetta er spurning um formsatriði en ekki viljandi brot,“ segir Hjör- leifur. „Ég hef ekkert að fela, ég hef sýnt alla þá pappíra sem mér ber og þetta mál á sér því ein- hverjar aðrar rætur. Það versta er að starfsmönnum mínum er algjörlega misboðið en þeir vilja aðeins fá frið til að vinna. Flestir þeirra hafa verið hjá mér í sex ár, við erum orðnir góðir vinir allir saman og ég geri vel við þá. Tvisv- ar áður hefur verið gerð svona atlaga að fyrirtækinu og ekkert kom út úr því og ekkert mun kom út úr þessu heldur,“ segir hann að lokum. - jse Óviðunandi afskipti af verkamönnum Vinnuveitandi segir starfsmönnum sínum misboðið vegna ágangs yfirvalda. Húsnæðið sem þeir búa í var áður sólbaðstofa. Heilbrigðisfulltrúi Akraness segir aðstöðu starfsmanna ekki svo slæma. Tveir starfsmenn hafa ekki tilskilin leyfi. GAZA-SVÆÐIÐ, AP Rúmlega 1500 manns frá Gaza-svæðinu flykktust yfir landamærin til Egyptalands í gær án þess að þurfa að fara í gegnum öryggisstöðvar Ísraela. Palestínumenn ráða nú yfir landamærastöðinni í Rafah í fyrsta sinn síðan Ísraelar hertóku svæðið fyrir 38 árum. Landamær- in hafa verið lokuð síðan Ísraelar yfirgáfu Gaza-svæðið í sumar og komust færri yfir þau en vildu við opnunina í gær. Voru landamærin aðeins opin í fjórar klukkustund- ir. Fleiri breytingar eru fram undan fyrir Palestínumenn því um miðjan næsta mánuð fá þeir leyfi til að ferðast á milli Vesturbakk- ans og Gaza-svæðisins í fyrsta sinn í fimm ár. Fyrst um sinn þurfa þeir þó að ferðast í rútum í fylgd Ísraela. Bandaríkjamenn hafa einnig hvatt Ísraela til að ná samkomulagi við Palestínumenn um að opna alþjóðlega flugvöllinn í Gaza-borg á nýjan leik. Breytingarnar koma á góðum tíma fyrir Mahmoud Abbas, leið- toga Palestínu, því þingkosningar í landinu eru fyrirhugaðar hinn 25. janúar. - fb Landamæri undir stjórn Palestínumanna opnuð: Færri komust yfir en vildu REYNT AÐ ÞRÖNGVA SÉR Á ÁFANGASTAÐ Mikil örtröð myndaðist við landamærin að Egyptalandi þegar þau voru opnuð í fyrsta sinn síðan í sumar. MYND/AP HREGGVIÐUR HREGGVIÐSSON Karlar gráta allt of sjaldan VIÐTAL 22 PÓLITÍK, ÖFUND OG PARANOJA Hinn íslenski lista- heimur kortlagður HELGIN 24 Misstu niður unninn leik Íslendingar voru þremur mörkum yfir þegar skammt var eftir gegn Norðmönnum að Varmá í gær, en Norðmönnum tókst að jafna leikinn eftir klaufagang íslenska liðsins. ÍÞRÓTTIR 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.