Fréttablaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 12
 27. nóvember 2005 SUNNUDAGUR12 MIKILVÆGT GAGNSÆI það er mikilvægt að vel sjáist bæði inn og út á fjármálamarkaði. Það er auðveldara að kveikja orðróm en að kveða hann niður. Áhyggjur af stoðum bankanna og fjármálakerfisins eru ástæðulausar. Taktfastur slátturinn í lestinni er svæfandi og tíminn líður hratt þegar maður er önnum kafinn. Tom Jenkins situr í lestinni og hamast við að klára síðustu kafl- anna í stuttri greiningu sem á að senda viðskiptavinum bankans. Veröldin þýtur hjá utan lestar- gluggans og tíminn líka. Hann verður að ná að klára þetta. Bankinn sem hann er að skoða er íslenskur, reyndar þokkalega stór. Útkjálkabanki sem hefur vaxið nokkuð hratt, kannski ekki ósvipað bankanum sem hann vinnur hjá, Royal Bank of Scot- land. Lestin nálgast stöðina og hann lýkur við skýrsluna. Hefði kannski þurft að tékka nokkur atriði, en ákveður að setja punkt- in aftan við og skýrslan er til. Hann finnur til feginleika um leið og hann bítur í neðri vörina og það er eins og hann verði skömm- ustulegur um stund. Síðan tekur straumur mannfjöldans hann með sér á næsta áfangastað. Af litlum neista Kveikja greiningarinnar er af tvennum toga. Annars vegar hafði álag á skuldabréf íslensku bank- anna verið að hækka á eftirmark- aði og menn vildu finna á því skýr- ingar. Hins vegar var þrálátur orðrómur um að KB banki hygðist kaupa veitingakeðjunna Compass á einn milljarð punda, eða á annað hundrað milljarða íslenskra króna. Það er mikið fé fyrir ekki stærri banka og veruleg áhætta með því bundin í einu fyrirtæki. Forsvars- menn bankans höfðu reyndar verið spurðir út í þennan orðróm. Þeir gáfu lítið út á það, en náðu ekki að eyða honum að fullu. Þeir sem þekkja til KB banka gátu sagt sér það sjálfir að bank- inn stæði ekki í slíkum kaupum einn ef einhver fótur væri þá fyrir þessum orðrómi. Bankinn hefur reyndar náð góðum árangri í að fjármagna fyrirtækjakaup. Aðferðafræð- in hefur reyndar alltaf verið sú sama. Sterkir stjórnendur sem brenna fyrir verkefnið og skýr framtíðarsýn. Standist verkefnið kröfur bankans fjármagnar hann kaupin og kaupir sjálfur hlut í fyrirtækinu, sem síðan er seld- ur í áföngum. Baugur, Bakkavör, Össur og Pharmaco sem nú heitir Actavis eru dæmi um slík verk- efni sem hafa skilað sér í öflug- um fyrirtækjum og góðum hagn- aði fyrir bankann. Matsfyrirtækin gefa góða einkunn Tom Jenkins átti reyndar ekki von á því að þessi skýrsla myndi vekja mikla athygli, en það gerði hún og Royal Bank of Scotland sendi frá sér nýja skýrslu tólf tímum eftir að forsvarsmenn KB banka gerðu alvarlegar athuga- semdir við þá fyrri. Það varð talsvert havarí þegar því var slegið upp að álag á skuldabréf íslensku bankanna væri að hækka á eftirmarkaði. Bankarnir hafa sótt sér töluvert fé á markað með útgáfu skulda- bréfa í Evrópu. Athyglin beindist að KB banka og skýrsla full af rangfærslum varð tilefni mikils uppsláttar og umfjöllunar. Rétt áður en frétt- irnar birtust hafði alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch gefið KB banka einkunnina A og metur horfur fyrir bankann góðar með þeim fyrirheitum að enn sé von á betri einkunn gangi samþætting við breska bankann Singer og Friedlander vel. Miðað við þungann í umfjöll- un hér heima vegna greining- ar Royal Bank of Scotland og greiningar Dresdner Kleinwort Wasserstein mátti draga þá ályktun að bráður vandi væri á höndum í bankakerfinu og að loksins væri að koma í ljós að hin mikla útþensla bankakerf- isins væri á sandi byggð. Þessi mynd var dregin upp þrátt fyrir að alþjóðleg matsfyrirtæki sem leggja mikla vinnu í skoðun á fjármálafyrirtækjum hefðu ekki gert neinar athugasemdir. Einn- ig liggur fyrir að Seðlabankinn fylgist grannt með fjármögnun bankanna og lætur vita ef hætta er á að ójafnvægi skapist. Þan- nig fengu bankarnir á sínum tíma opið bréf frá Seðlabank- anum vegna þess að skuldabréf bankanna á erlendum mörkuðum væru til of skamms tíma. Bank- arnir brugðust við þeirri gagn- rýni með því að lengja í skulda- bréfum á erlendum mörkuðum. Áhyggjur Seðlabankans lutu að því að ef að aðstæður á mörk- uðum versnuðu skyndilega gæti slíkt leitt til fjármálakreppu ef ekki væri borð fyrir báru. Innlán á undanhaldi Bankar fjármagna sig með tvennum hætti. Annars vegar eru það innlán viðskiptavina sem bankinn lánar út með vaxtamun. Hitt er að gefa út skuldabréf og lána svo og fjárfesta fyrir það fé sem þannig aflast. Forsendan er sú sama og með innlánunum; að hærri vextir fáist fyrir féð í útlánum og fjárfestingum. Bankar hafa mismunandi stefnu hvað varðar hlutfall inn- lána og skuldabréfa í fjármögn- un sinni. Allt eftir eðli starfsemi þeirra. Samanburður á milli þeirra getur því verið villandi. KB banki keypti danska bankann FIH í fyrra. Sá banki er virtur fjárfestingarbanki sem nýtur góðs orðspors. Ekki ein dönsk króna er í bankanum í formi inn- lána. Bankinn fjármagnar öll verkefni sín með útgáfu skulda- bréfa á markaði. Svipað gildir um BN bank í Noregi sem Íslands- banki keypti. Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri KB banka, segir reyndar þróunina þá að bankar fjármagni sig í síauknum mæli með skulda- bréfaútgáfu. Innlán séu nánast hvergi að vaxa. Ástæðan er ein- föld. Gamla bankabókin er ekki lengur höfuðsparnaðarformið í heiminum. Sparnaður fólks er í gegnum lífeyrissjóði, verðbréfa- sjóði og tryggingafélög sem auk þess fjárfesta fyrir trygginga- sjóði sína. Evrópskir bankar eru íhaldssamari í þessum efnum en til að mynda bandarískir. Þar kann að liggja hluti skýringa þeirra efasemda sem kveiktu greiningar þessara tveggja banka. Ýmiss konar lærdóm má draga af atburðum vikunnar. Bankarn- ir þurfa að standa vel að allri upp- lýsingagjöf og bregðast við orðr- ómi með skýrum hætti. Það er líka ljóst að þegar einn íslenskur banki lendir í vandræðum finna hinir fyrir því líka. Þannig versn- uðu kjör þeirra allra á einu bretti á erlendum mörkuðum. Þar sem líklegast er að þetta tiltekna ástand sé skammvinnt og fjárþörf þeirra ekki brýn er ólík- legt að það verði þeim til tjóns í þetta sinnið. haflidi@frettabladid.is Skýrsla skrifuð í lest veldur látum Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna boðar hér með til sjóðfélagafundar, sem haldinn verður miðvikudaginn 28. desember nk. kl. 17 á Grand Hóteli, Sigtúni 38, Reykjavík. Dagskrá fundarins: Gerð grein fyrir tillögum stjórnar til breytinga á samþykktum sjóðsins. Sjó›félagar og lífeyrisflegar sjó›sins eiga rétt til setu á fundinum. Tillögur stjórnar liggja frammi á skrifstofu sjóðsins. Reykjavík 27. nóvember 2005 Stjórn Lífeyrissjó›s verzlunarmanna Sími: 580 4000 • Netfang: skrifstofa@live.is Sjóðfélagafundur nánar á visir.is Umsjón: Ýmiss konar lærdóm má draga af atburðum vikunnar. Bankarnir þurfa að standa vel að allri upplýsingagjöf og bregðast við orðrómi með skýrum hætti. Það er líka ljóst að þegar einn íslenskur banki lendir í vandræðum finna hinir fyrir því líka. Þannig versnuðu kjör þeirra allra á einu bretti á erlendum mörkuðum. Hroðvirknislega unnin skýrsla Royal Bank of Scotland olli talsverðu fjaðrafoki sem varð að nokkrum hænum. Íslensk- ir bankar eru vel metnir af fagaðilum en hafa lítillega feng- ið að kenna á því að þegar neikvæður og rangur orðrómur fer á stjá þarf að kveða hann niður með sannfærandi hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.