Fréttablaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 24
 27. nóvember 2005 SUNNUDAGUR24 Listamenn, ólíkt mörgum öðrum menningarhópum, virðast lítið fyrir að skipa sér í klíkur. Menn segja að þeir eigi ansi erfitt með að ná sam- stöðu, ólíkt tónlistarmönnum og rithöfundum, og fái sjaldan pen- inga og styrki vegna þess að þeir hreinlega standa aldrei saman. Sagt er að þegar þeir ná svo loks- ins samheldni þá séu þeir allir að baktala hvern annan. Þeir skipast í einhverskonar pólitískar fylk- ingar, eru kannski í fagfélögum en geta sjaldan starfað saman að neinu sem stærri hópur. Skammt er í öfundina þegar einhverjum gengur betrum en öðrum, þeir prumpa yfir listfræðinga og skilja ekki tilgang þeirra og þeir agnúast út í hina og þessa fyrir að notfæra sér fjölskyldu eða pólitísk tengsl til að koma sér á framfæri. Kannski liggur einmitt lykillinn að sköpuninni í því að listamenn séu alltaf að berjast? Fréttablaðið rýndi í heim listarinnar á Íslandi til að athuga hvort þessi alhæfing væri sönn og reyndi að finna út úr því hvers konar klíkur ráða ríkjum á orrustuvelli pensla og blýanta. Þetta er hugsuð sem græskulaus samantekt sem byggir á röddum listaheimsins: listamanna,list- fræðinga, safnara og spekúlanta, og hafið í huga að ummælin hafa verið verulega tónuð niður miðað við ýmislegt sem fékk að fjúka. Gallerí i-8 klíkan Mjög valdamikil klíka en kjarni henn- ar er Fríða Ingvarsdóttir menningar- skríbent, Örn Jóhannsson, fjármála- stjóri Morgunblaðsins, og eiginkona hans Edda Jónsdóttir eigandi i-8. Inn í þessa klíku tengjast ýmsir lista- menn sem sýna í i-8 eins og Ólafur Elíasson sem Fríða hefur hampað stórfenglega í Morgunblaðinu. Elín Hansdóttir listakona (sjá hipp og kúl klíkuna) er einmitt dóttir Fríðu. Angi af gamla kolkrabbanum segja sumir, sem væntanlega hefur áhrif á fjárveitingar til ákveðinna l i s t a m a n n a eða stofnana. Ameríski ljós- m y n d a r i n n Roni Horn tengist líka klíkunni þar sem hún og Styrmir Gunn- arsson eru afbragðsgóðir vinir. Gall- eríið er rekið af Eddu Jónsdóttur sem er ekki starfandi myndlistarmaður lengur og allir eru sammála um að hafi unnið framúrskarandi starf. i-8 er eina galleríið sem hefur það mark- mið að koma íslenskum listamönn- um á framfæri erlendis. Ekki beint samstæður klíkuhópur en galleríið hefur tekið inn virkilega góða lista- menn sem oft hópast saman. Meðal þeirra eru Ólafur Elíasson, Sigurður Guðmundsson, Finnbogi Péturs- son, Kristinn Hrafnsson, Þórir Vig- fússon og margir virtir erlendir lista- menn. Þessi hópur tengist líka Tótu 2000, öðru nafni Þórunni Sigurðar- dóttur sem er víst svokölluð yfirgrýla allra listamanna. SÚM-ararnir Upprunalega grasrótarklíkan og telur saman Kristján Guðmunds- son, Sigurð Guðmundsson, Hrein Friðfinnsson, Magnús Pálsson og Magnús Tómasson. Allir höfðu horn í síðu þeirra á sjöunda áratugnum þegar þeir voru að byrja, en eftir að þeir öðluðust viðurkenningu erlend- is urðu þeir ráðsettir hér heima. Sitja kannski ekki við kjötkatlana en njóta mikillar virðingar. Nú er hópurinn ansi sundurslitinn og þessir menn fást við ólíka hluti. Sigurður Guðmundsson er til dæmis kominn í margar aðrar klíkur og er talinn hafa sterk pólitísk tengsl innan borgarinnar sem hafa notað verk hans óspart til skreytinga, og svo komst hann meira að segja inn í heilsuræktarstöðina Laugar með skúlptúra, hugmynd sem sumir fussa yfir. NIÐURSTAÐA: Byltingin étur börnin sín. Safn-klíkan Listaverkasafnarinn Pétur Ara fékk styrk frá Reykjavíkurborg til að setja þetta safn á fót og fékk Nýlistasafnið upp á móti sér sem setti þetta allt undir hatt pólitískra tengsla og að það hefði átt að fá peningana í staðinn. Hvað sem því líður eru menn að mestu leyti sammála um að Pétur Ara eigi mjög mikilsvert safn listaverka, sem þó sumir telja upphafna list, og að þau hjónin Pétur og Ragna Róbertsdóttir listakona hafi sterka sýn á það sem þau eru að gera. Hvað pólitísk tengsl varð- ar við Reykjavíkurborg og Stefán Jón Hafstein hafa sumir á orði að það séu frekar pólítikusar sem sæki í Pétur heldur en hann í pól- itíkusana. Margir hafa það á móti honum hvað hann hefur hreinlega mikið áhrifavald, og aðrir kalla hann gallabuxnasalann eins og að fortíð hans sem verslunareigandi hafi eitthvað að segja um vit hans á list. Klíkan í kringum Safn teygir anga sína um aðrar klíkur og telur Ólaf Elíasson, Finnboga Péturs- son og Sigurð Guðmundsson meðal meðlima, en einnig eru mikil samskipti við i-8 veldið og ýmsa prófessora í listaháskólan- um. Kling og bang liðið Gallerí Kling og bang er fyrirbrigði sem alltaf hefur verið til á ýmsum áratugum, og tók við t.d. af gallerí SÚM og Suðurgötu 7. Eðlilegt framlag listamannanna til listarinnar - sem sagt gallerí rekið af listamönnum sem sýna það sem þeim dett- ur í hug hverju sinni. Nýló gengið (Nýlista- safnið) er eig- inlega runnið saman við þetta gengi. Kling og Bang er mjög áhugavert gallerí sem sýnir grasrótina og óestablíseraða listamenn. Þetta er sama fólkið og stóð fyrir Klink og Bank, sem þótti þrekvirki nema bara fyrir það að fá listamenn til að vinna saman. Fengu Landsbankann til að styrkja sig og lána sér húsnæði í Brautarholti sem var í tvö ár miðstöð og aðstaða fyrir unga lista og tónlistarmenn og fékk talsverða athygli, bæði hér heima og erlendis. Þau misstu húsnæðið fyrir skömmu þar sem borgin er að byggja á svæðinu, en Landsbankinn hefur lýst yfir áframhaldandi stuðn- ing til þess að finna nýtt húsnæði fyrir starfsemina. Eru með mikið af samböndum við listamenn í Evrópu, og sérstaklega Berlínargrasrótina. Forsprakkar Kling og Bang eru Erling Klingenberg, Sara Björnsdóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir, Nína Magn- úsdóttir og Daníel Björnsson. ÆÐSTIPRESTUR: Goddur. Þessi goðsagnakennda persóna skiptir um vettvang eftir því hvað er nýjast og ferskast að gerast. Hann er sagður nærast á ungu blóði og vill alltaf vera í ólgandi grasrótinni sama hversu gam- all hann verður sjálfur. Er í raun hafinn yfir flestalla gagnrýni og klíkur. Gullpenslarnir Þetta eru málararnir sem hafa gildi málverksins í hávegum. Þeir kalla sjálfa sig gullpenslanna og sennilega í tvíræðri merkingu þess orðs, því þeir eru allir orðnir mjög viðurkenndir á sínu sviði og selja vel. Þessir menn eru oft einhvers staðar á hálendinu að mála lands- lag eða spá í trúarleg og heim- spekileg málefni. Eru oft í sandöl- um. Nenna ekki að setja sig mikið inn í klíkuskap og leiðist myndlist- arpólitík og leiðindi. Meðal gull- pensla eru Georg Guðni, Helgi Þorgils, Guðrún Einars, Valgarð- ur Gunnarsson, Birgir Andrésson og þar voru Jón Óskar, Hulda Hákon og Steingrímur Eyfjörð áður en þau færðu sig yfir í gall- erí 101 klíkuna. Húbert Nói er líka á góðri leið inn í þessa klíku. STÆRSTI GALLI: Sumir virðast fastir í því að mála sama málverkið aftur og aftur. Hipp og kúl krádið Þetta eru þeir listamenn sem þykja, eins og nafnið gefur til kynna, heitast- ir, eða mest hipp og kúl þessa stund- ina. Eru flest að sýna mikið erlendis eða búa jafnvel í erlendum hipp og artý borgum. List þeirra er oft á tíðum afar djörf og mikið sjónarspil, hvort sem það er að ata fólk út í drullu eða rúnka sér í beinni. Að fara svo á Feneyja- t v íær inginn er hin full- komna viður- k e n n i n g . Sumir vilja meina að þessir lista- menn myndu aldrei lifa af ef þeir kæmust ekki í fjölmiðlana, og þá þyrftu þeir fyrst verulega að spýta í lófana og láta hendur standa fram úr ermum. Sumt af þessu þykir þó framúrskarandi gott jafnvel þó að það gæti kólnað eftr einhver ár. Meðal þessarra listamanna eru Gabríela Friðriksdóttir, Egill Sæbjörnsson, Ragnar Kjartansson og Elín Hans- dóttir. Jón Sæmundur Auðarsson hangir líka þarna inni þó að hann sé eiginlega aðallega orðinn fatahönn- uður og verslunareigandi. FYRIRMYND: Ólafur Elíasson er takmark hipp og kúlsins. Stofulistin Gallerí Fold var nú af flestum ekki einu sinni talin sem listakategoría, heldur gjafavöruverslun, sem ætti fullan rétt á sér sem slík. Listfræðing- ar stundu þó yfir meginþorra lands- manna sem er að hugleiða listaverka- kaup og sér ekki muninn á gallerí i-8 og Gallerí Fold og að það sé á engan hátt hægt að líkja þessu saman. En myndlistin er lagskipt segja fróðir menn og að þetta er allt myndlist. Eins og að bera saman Halldór Lax- ness og Arnald Indriðason, það er pláss fyrir bæði. Þarna eru svona kommersjal listamenn eins og Sossa og Tolli, en inni á milli leynast mynd- listarmenn eins og Karólína Lárus- dóttir og Daði Guðbjörnsson sem duttu líka í framleiðslulínuna. NIÐURSTAÐA: Leiðin inn í listina fyrir almenninginn sem er ekki tilbú- inn til þess að kaupa útstillingarverk með klósetti. Krossararnir Nei, við erum ekki að tala um eitur- lyf, heldur eru þetta þeir lista- menn sem fara úr einu galleríi í annað og úr einni klíku í aðra. Sumir vegna hags- munatengsla, aðrir hreinlega vegna þess að þeir eru bara vinir allra. Dæmi um krossara eru Haraldur Jónsson, Gjörningaklúbburinn, Sigurður Guð- mundsson og Steingrímur Eyfjörð. Einfararnir Hafa lent í ófáum deilum við lista- menn, eru viðurkenndir en eru ekki í neinum klíkum. Sumir hafa brennt allar brýr að baki sér og eru utangarðs alls staðar. Dæmi um slíka eru nafnarnir Hannes Sigurðsson listfræðingur og for- stöðumaður Listasafns Akureyrar og Hannes Lárusson listamaður og listrýnir. Gömlu kempurnar Lítil klíka þriggja listamanna sem allir hafa yndi af því að tjá sig í Morgunblaðinu. Þeir Bragi Ásgeirs- son (myndrýnir hjá Morgunblað- inu) Einar Hákonarson og Kjartan Guðjónsson sem rita aðsendar greinar, eru í raun einu virku list- gagnrýnendurnir á Íslandi þar sem önnur dagblöð eru því miður ekki að standa sig í menningarumfjöll- uninni. Sumum þykir afar súrt að þessir sjálfskipuðu gagnrýnend- ur séu listamenn sjálfir og að það skerði hlutleysi þeirra. Þeir eru þekktir fyrir að vera neikvæðir út í alla list sem er ekki málverk. Þeir eru æfir yfir því að sumt fólk fái að stunda list yfirleitt og finnst lista- menn í dag ekki einu sinni kunna að teikna. Úthrópa listfræðinga- stéttina og vilja ráða því hvað lista- söfnin sýna, og helst eiga þau að sýna þá sjálfa. Eru mjög óvinsælir yfirleitt hjá bæði listamönnum og listfræðingum, sem telja þá hafa unnið mikinn skaða, en þetta er vafalaust vanþakklátt starf... Listfræðingarnir Þessir fræðimenn vinna merkt starf við litlar þakkir stéttarinnar. Samtök myndlistarmanna djöflast oft á tíðum í þeim og það þykir alveg fáranlegt og óþolandi, því að þessi hópur skiptir mjög miklu máli. Þetta er jú eina fólkið sem skrifar eitthvað af viti um efnið, og hefur verulegan áhuga á myndlist. Jón Proppe, Hannes Sigurðsson, Halldór Björn og Gunnar Árnason eru dæmi um listfræð- inga sem vinna þetta mjög svo vanþakkláta starf. Það þýðir víst ekki að hatast út í eina fólk- ið sem hefur alvöru áhuga á list. Pólitík, öfund og paranoja KORTLAGNING HINS ÍSLENSKA LISTAHEIMS P ÉT U R A R A Ó LA FU R G A B R ÍE LA ED D A M A G N Ú S ER LI N IG G O D D U R G EO R G G U Ð N I R A G N A R TO LL I H A R A LD U R B R A G I H A N N ES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.