Fréttablaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 36
Ásgeir Örn Þórarinsson er einkaþjálfari hjá Wor- ld Class í Laugum. Hann segir starfið vera mjög skemmtilegt og gefandi. Ásgeir er búinn að vera einkaþjálfari síðan í júní sumar. Hann lærði í einkaþjálfaraskóla World Class en námið þar tekur þrjá mánuði. „Í skólanum lærum við meðal annars líffræði, næringarfræði, líffærafræði, lífeðlisfræði og þjálfunarfræði,“ segir Ásgeir. Hann segir að einkaþjálfarar séu ekki allir skólagengnir. „Það eru sumir sem hafa bara verið það lengi í þessu að þeir fá að vera þjálfarar. Þeir sem koma nýjir inn verða hins vegar að vera lærðir til þess að fá vinnu.“ Ásgeir segir að einka- þjálfarar vinni bæði með fólki sem þarf að ná sér líkamlega eftir slys og fólki sem þarf að léttast. „Við byrjum á því að hjál- pa fólki að setja sér mark- mið. Við búum til prógram og ákveðum með því hvað það vill gera. Hugarfar- ið skiptir miklu máli til þess að árangur náist. Ef fólk þarf að léttast læt ég það skrifa niður hvað það borðar og bendi því á hvað mætti betur fara. Það er betra að reyna að laga upprunalegt matar- æði en að láta fólk skipta alveg um mataræði því þá fer það aftur í sama farið þegar einkaþjálfuninni er lokið.“ Ásgeir segir að venju- lega sé fólk með einka- þjálfara þrisvar sinnum í viku í einn til þrjá mánuði. „Þegar við erum með fólki er það í tækjum en svo er ágætt að það fari sjál- ft svona tvisvar sinnum í viku í brennslu.“ Ásgeir fór sjálfur að fara í ræktina fyrir tveim- ur árum síðan og fékk þá áhuga á því að starfa sem einkaþjálfari. „Þetta er mjög gefandi starf því að við hjálpum fólki að breyta lífi sínu og ná þeim mark- miðum sem það setur sér,“ segir hann. emilia@frettabladid.is Mjög gefandi starf Ásgeir Örn Þórarinsson er einkaþjálfari hjá World Class í Laugum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ATVINNA 8 27. nóvember 2005 SUNNUDAGUR Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Áhugaverð störf í boði Menntasvið annast starfsemi og rekstur grunnskóla og leikskóla. Í því felst þróun grunnskóla- og leik- skólastarfs, undirbúningur stefnumörkunar, mat og eftirlit með skólastarfi og upplýsingamiðlun fyrir menntaráð og starfshópa á vegum ráðsins. MENNTASVIÐ - GRUNNSKÓLAR Grunnskólakennarar Borgarskóli, í síma 577-2900 • Forfallakennari óskast nú þegar í 100% stöðu í 1. til 10. bekk Fossvogsskóli, í síma 568-0200 • Umsjónarkennari óskast í 100% stöðu frá 1. janúar 2006 í 5. bekk Háteigsskóli, í síma 530-4300 • Tónmenntakennari óskast í 50% stöðu frá og með 1. mars 2006 Klébergsskóli, í síma 566-6083 • Myndmenntakennari óskast í 50% stöðu vegna fæðingar- orlofs frá og með 1. janúar 2005 til skólaloka. Hæfniskröfur: Kennarapróf Hæfni í mannlegum samskiptum Faglegur metnaður Reynsla og áhugi á að starfa með börnum Stuðningsfulltrúar Háteigsskóli, í síma 530-4300 • Stuðningsfulltrúar óskast í 50% stöður Seljaskóli, í síma 557-7411 • Stuðningsfulltrúi óskast í 75% stöðu Helstu verkefni eru: • Að vera kennara til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð • Að auka færni og sjálfstæði nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum Hæfniskröfur: Nám stuðningsfulltrúa æskilegt Mikil hæfni í samskiptum Reynsla og áhugi á að vinna með börnum Frumkvæði í starfi Auðvelt að vinna í hópi Skólaliðar Árbæjarskóli, í síma 664-8122 eða 567-2555 • Skólaliðar óskast í 100% stöður Korpuskóli, í síma 411 7828 • Skólaliði óskast í 75% stöðu Helstu verkefni eru: • Að sinna nemendum í leik og starfi • Að sjá um daglegar ræstingar • Að sinna tilfallandi verkefnum Hæfniskröfur: Hæfni í mannlegum samskiptum Reynsla og áhugi á að starfa með börnum Nákvæmni í vinnubrögðum Starfsmaður skóla Fossvogsskóla, í síma 568-0200 • Starfsmaður óskast í 75% stöðu Helstu verkefni eru: • Að sinna nemendum í bekk • Að hafa umsjón með nemendum á göngum og leiksvæði skólans • Að sinna tilfallandi verkefnum Hæfniskröfur: Hæfni í mannlegum samskiptum Reynsla og áhugi á að starfa með börnum Nákvæmni í vinnubrögðum Upplýsingar veita skólastjórar og aðstoðarskólastjórar í viðkomandi grunnskólum. Umsóknir ber að senda til viðkomandi skóla. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttar- félög. Nánari upplýsingar um laus störf er að finna á www.grunnskolar.is Ráðgjafi um skólamötuneyti Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Menntasvið annast starfsemi og rekstur grunnskóla og leik- skóla. Í því felst þróun grunnskóla- og leikskólastarfs, undirbún- ingur stefnumörkunar, mat og eftirlit með skólastarfi og upplýs- ingamiðlun fyrir menntaráð og starfshópa á vegum ráðsins. MENNTASVIÐ Menntasvið Reykjavíkurborgar leitar að ráðgjafa til að styrkja starf skólamötuneyta í leik- og grunnskólum borgarinnar. Staðan er til tveggja ára. Í Reykjavík starfa 38 grunnskólar og 79 leikskólar. Í flestum þeirra er framreidd heit máltíð í hádeginu og eru rúmlega 20 þúsund börn sem njóta þessarar þjónustu. Reykjavíkurborg leggur metnað sinn í að framreiða hollan og lystugan mat fyrir börnin. Helstu verkefni • Að fylgjast með og veita ráð varðandi næringarinnihald matseðla • Að koma á fót skilvirku innra eftirliti í skólaeldhúsum • Að vinna með Menntasviði að frekari stefnumótun varð andi mötuneytin, fræðslu starfsfólks, innkaup, búnað og fleira Hæfniskröfur • Háskólamenntun á sviði næringarfræði, matvælafræði eða önnur sambærileg menntun • Reynsla af vinnu við eða rekstri mötuneyta • Lipurð í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt • Áhugi á mikilvægi hollrar næringar Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsókn- um fylgi yfirlit yfir nám og störf. Umsóknarfrestur er til 15. desember 2005. Umsóknir sendist til Menntasviðs Reykjavík- ur, Fríkirkjuvegi 1, 101 Reykjavík. Upplýsingar veita Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri, netfang: ingunn.gisladottir@reykjavik.is, Anna Kristín Sigurðardóttir skrifstofustjóri grunnskólaskrifstofu, netfang: anna.kristin.sigurdardottir@reykjavik.is og Hildur Skarphéðinsdóttir, skrifstofustjóri leikskólaskrifstofu, netfang: hildur.skarphedinsdottir@reykjavik.is í síma 411-7000. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélag. Útilíf Glæsibæ óskar eftir starfsmanni í hlutastarf fyrir jólin og um helgar í vetur. Um er að ræða starf í sportdeild og á kassa, viðkomandi þarf að vera orðin 18 ára eða eldri. Starfslýsing: • Kassa afgreiðsla. • Afgreiðsla og þjónusta í sportdeild. • Daglegar áfyllingar á vörum. Hæfniskröfur: • Reynsla í þjónustu • Skipulagshæfi • Lipurð í mannlegum samskiptum • Frumkvæði í starfi Umsóknir fylltar út á staðnum eða sendar á utilif@utilif.is fyrir 1. des. Skólaskrifstofa S E LT J A R N A R N E S B Æ R A ug l. Þó rh ild a r 2 2 0 0 .2 8 7 Grunnskóli Seltjarnarness Valhúsaskóli Laus staða skólaliða Upplýsingar veitir Þröstur Leifsson í síma 822 9125.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.