Fréttablaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 4
4 27. nóvember 2005 SUNNUDAGUR edda.is Dularfullir atburðir, krakkar í hættu og raunar allur heimurinn ... æsispennandi saga með skemmtilegum litmyndum og sjálfstætt framhald bókanna Týndu augun og Frosnu tærnar. BELGRAD, AP Saksóknarar í tíma- mótaréttarhaldi yfir meintum stríðsglæpamönnum í Serbíu fóru á föstudag fram á að sakborn- ingarnir sextán yrðu dæmdir til hámarksrefsingar fyrir glæpi sína. Þeir eru sakaðir um að hafa verið í liði serbneskra skæruliða sem myrtu 192 króatíska stríðs- fanga árið 1991. Stríðsfangarnir voru teknir er Serbar hertóku króatíska bæinn Vukovar í nóvember 1991. Saksóknarinn, Dusan Kneze- vic, sagði sakborningana enn hafa tækifæri til að játa sekt sína, en gerðu þeir það ekki „hæfði þeim ekkert nema hámarks- refsing fyrir það hatur, hroka og grimmd sem þeir sýndu með verkum sínum. Dauðarefsingar voru afnumdar í Serbíu-Svart- fjallalandi árið 2000 en hámarks- refsing er fjörutíu ár í fangelsi. Búist er við að dómur verði kveð- inn upp í næstu viku. Í uppgjöri núverandi stjórn- valda í Serbíu-Svartfjallalandi við stríðsglæpi sem framdir voru í stjórnartíð Slobodans Milosevic gerðist það einnig í gær að jarðn- eskum leifum 41 Kosovo-Albana, sem fundust í fjöldagröf í Serbíu, var skilað til greftrunar í Kos- ovo. - aa Sextán Serbar ásakaðir um stríðsglæpi gegn króatískum stríðsföngum: Hámarksrefsingar krafist fyrir glæpina LÍKUM SKILAÐ Kosovo-Albanar votta virðingu sína er jarðneskum leifum 41 Kosovo-Albana sem fannst í fjöldagröf í Serbíu var skilað til greftrunar í Kosovo á föstudag. MYND/AP SVÍÞJÓÐ Karlmaður skar konu sína á háls og ætlaði að senda höfuð hennar í poka til tengdamóður sinnar því að konan vildi skilja við hann. Þetta kemur fram á vef- útgáfu Aftonbladet en réttarhöld standa yfir núna. Hjónin áttu tvo drengi saman, fjórtán og fimmtán ára. Þegar yngri drengurinn kom heim sá hann móðurina liggjandi í blóði sínu inni á hjónarúmi. Hann hljóp grátandi til bróður síns. Frétt- irnar komu eldri drengnum á óvart þó að faðir hans hefði áður lýst fyrirætlan sinni á gönguferð þeirra. Drengirnir vitna nú gegn föður sínum í málinu. ■ Skar konu sína á háls: Vildi senda höf- uðið til tengdó HEILBRIGÐISMÁL Um 140 starfsmenn í landvinnslu Brims á Akureyri hafa undanfarna daga tekið þátt í sérstöku heilsuátaki með það að markmiði að efla heilsuvitund starfsfólksins og stuðla að bættri líðan. Dagskrá átaksins var mjög fjölbreytt en á meðal þess sem boðið var upp á í vinnutíma var jóga, nudd og fræðsla af margvís- legum toga. Andrea Waage, starfsmaður Brims, hafði umsjón með átakinu og segist hún vænta þess að bætt lík- amleg og andleg líðan starfsmanna skili fyrirtækinu betri vinnukröft- um. - kk Heilsuátak hjá Brimi: Betri vinnu- kraftar Félagar BSRB fá eingreiðslu Skrif- að hefur verið undir samkomulag við fjármálaráðuneytið um að félagsmenn í BSRB í starfi hjá hinu opinbera fái 26 þúsund króna eingreiðslu í desember eins og starfsmenn á almennum vinnu- markaði. Einnig verður áfangahækkun kjarasamninga um áramótin 2006-2007 2,9 prósent í stað 2,25 prósenta eins og áður hafði verið samið um. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ MEÐ SÓL Í SINNI Andrea Waage hefur umsjón með heilsuátakinu en á meðal þeirra sem veittu starfsmönnum fræðslu var Ingimar Guðmundsson sjúkraþjálfari. GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 25.11.2005 Gengisvísitala krónunnar 63,06 63,36 108,43 108,95 9,929 9,987 7,794 7,84 9,405 9,461 0,5282 0,5312 89,67 90,21 74,08 74,5 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 104,5603 BERLÍN, AP Þotur á vegum banda- rísku leyniþjónustunnar, CIA, með grunaða hryðjuverkamenn innanborðs, hafa lent að minnsta kosti fimmtán sinnum á evrópsk- um flugvöllum á síðasta ári. Þetta kemur fram í dagblaðinu Berliner Zeitung. Segir þar að hugsanlega hafi slíkar vélar lent á flugvellin- um í Frankfurt. Til að mynda sagði austurríski herinn nýverið að þota frá CIA, sem líklega hefði verið með fanga um borð, hefði flugið yfir landið á leið frá Frankfurt til Aserbaídsj- an árið 2003. Frank-Walter Steinmeier, utan- ríkisráðherra Þýskalands, hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna þessa. „Sem utanríkisráðherra þarf ég að vega og meta staðreyndir í málinu, ekki það sem stendur í blaðagreinum,“ sagði Steinmeier í viðtali við Bild. „Það sem stend- ur í blaðinu er engu að síður eitt- hvað til að hafa áhyggjur af. Þess vegna tel ég að það væri gott fyrir Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, að grennslast fyrir um málið fyrir hönd Evrópusam- bandsins,“ sagði hann. Í greininni í Berliner Zeitung kemur einnig fram að Ramm- stein-flugstöðin í Þýskalandi sem er í eigu Bandaríkjamanna hafi verið notuð fyrir flug CIA á árun- um 2002 til 2004. Steinmeier mun á þriðjudag funda með bandarískum ráða- mönnum, þar á meðal utanríkis- ráðherrandum Condoleezzu Rice. Ekki er vitað hvort hann muni taka fangaflugið fyrir á fundinum. Bandaríkjamenn hafa viður- kennt að til séu leynileg fangelsi á þeirra vegum. Flest lönd í Austur- Evrópu hafa neitað því að slík fangelsi sé þar að finna, eins og orðrómur hefur verið uppi um. Talið er að Bandaríkjamenn hafi flutt grunaða hryðjuverka- menn í fangelsi út fyrir landstein- ana þar sem lög gegn pyntingum eru ekki við lýði. Fyrir vikið hafi þeir þurft að millilenda vélum sínum í hinum ýmsu Evrópulönd- um, þar á meðal í Þýskalandi og á Íslandi. freyr@frettabladid.is Lentu fimmtán sinnum í Evrópu á síðasta ári Utanríkisráðherra Þýskalands er áhyggjufullur vegna fangaflugs CIA og vill að málið verði kannað nánar innan Evrópusambandsins. Berliner Zeitung segir fimmtán fangaflugsþotur hafa lent í Evrópu á síðasta ári. FLUGVÉL CIA Flugvél af Gulfstream-gerð sem CIA hefur notað til að flytja fanga á milli landa. FRANK-WALTER STEINMEIER Utanríkisráðherra Þýskalands vill fá svör við orðrómi um að flugvöllurinn í Frankfurt hafi verið notaður í fangaflugi bandarísku leyniþjónustunnar. LÖGREGLA Lögreglan í Keflavík handtók fimm í tveimur fíkniefna- málum á föstudagskvöldið. Voru fjórir handteknir í húsi í Kefla- vík, þar af tveir með amfetamín í fórum sínum. Húsleit var gerð með aðstoð leitarhunds og fundust fjög- ur grömm af meintu amfetamíni í ískáp. Játaði einn af hinum hand- teknu að eiga það. Þeim var öllum sleppt að lokinni yfirheyrslu. Í hinu málinu var einn handtekinn og við leit í bifreið hans fannst bútur af meintu hassi. Manninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. ■ Fíkniefnamál í Keflavík: Fimm handteknir AFGANISTAN, AP Sænskur hermaður lést af sárum sínum í gær eftir að hann lenti í sprengjuárás í Afgan- istan á föstudag. Þrír sænskir hermenn til við- bótar særðust í árásinni. Einn þeirra var alvarlega særður en hinir tveir sluppu með minnihátt- ar meiðsl. Hermennirnir voru í bíl sem var á ferð um borgina Mazar- e-Sharif í norðurhluta Afgan- istans þegar sprengjan sprakk. Tveir óbreyttir borgarar særðust einnig í árásinni. - fb Sorg í Svíþjóð: Sænskur her- maður lést
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.