Fréttablaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 6
6 27. nóvember 2005 SUNNUDAGUR ������������� ������������ ������������������� UMFERÐARMÁL Ungum ökumönn- um á aldrinum 17-18 ára, sem eiga aðild að slysum, hefur fækkað mjög mikið á síðustu sex árum, um tæp 27 prósent. Ungar konur eiga hins vegar jafn oft aðild að slysum og áður. Ungum ökumönnum í slysum hefur fækkað um tólf prósent á tímabilinu 1999-2004 á meðan heildarfjöldi ökumanna sem eiga aðild að slysum hefur aukist um rúm átta prósent. Sambærilegar breytingar hafa orðið á söfnun refsipunkta í öku- ferilskrá. Löghlýðni ungra karla hefur aukist frá árinu 2000 en langflestir þeirra sem fá refsi- punkta eru á aldrinum 17-25 ára. Ekki er verulegur munur milli kynja hvað varðar tíðni að teknu tilliti til þátttöku karla og kvenna í umferðinni. Einnig er óveruleg- ur munur á alvarleika slysa milli kynja. Eldri ökumenn eru þó í áhættuhópi í umferðinni, sérstak- lega konur sextíu ára og eldri. Þær greinast fyrr í áhættuhópi en karlar. - ghs Söfnun refsipunkta í ökuferilskrá: Ungir karlar löghlýðnari KONURNAR JAFN OFT Í SLYSUM OG ÁÐUR Ungir karlar, sérstaklega á aldrinum 17-18 ára, eiga sjaldnar aðild að slysum en áður en ungar konur eiga jafn oft aðild að þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR SAMEINING „Markmiðið er að félög- in sameinist eftir eins árs trúlof- unartímabil. Þetta er þó þannig að það er hægt að bakka út ef mönn- um líkar ekki sambúðin, ef svo má að orði komast,“ segir Gunnar Páll Pálsson, formaður Verslun- armannafélags Reykjavíkur, um fyrirhugaða sameiningu VR og Verslunarmannafélags Hafnar- fjarðar. Verslunarmannafélag Hafnar- fjarðar mun kynna samninginn fyrir félagsmönnum á mánudag- inn og halda atkvæðagreiðslu um sameininguna. Á aðlögunartímanum munu félagar í VH öðlast sömu réttindi og félagar í VR. Félögin verða rekin eins og eitt en þó verða allar eignir aðskildar þangað til aðlögunartímanum lýkur. Þegar þar að kemur munu bæði félögin taka afstöðu til þess hvort af fullri sameiningu verður. Gunnar Páll segir að viðræður um sameininguna hafi staðið um nokkurt skeið og séu núna að skila árangri. Á nýafstöðnu þingi Landssam- bands íslenskra verslunarmanna- félaga var samþykkt að kanna hvort vilji væri til aukins sam- starfs og mögulegra sameininga versunarmannafélaganna. - saj Verslunarmannafélög Reykjavíkur og Hafnarfjarðar stefna að sameiningu: Í eina sæng eftir árs aðlögun GUNNAR PÁLL PÁLSSON, FORMAÐUR VR Gunnar segir að endanleg sameining gangi í gegn í byrjun árs 2007 að því gefnu að bæði félögin séu sátt við framkvæmdina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLAN Átján ára piltur var handtekinn í Kringlunni seinni- partinn föstudag þar sem hann fór um veifandi loftskammbyssu. Áður en hann var handtekinn hafið hann skotið stúlku í fótinn með plastkúlu. Pilturinn var yfirheyrður og honum gerð grein fyrir alvar- leika málsins en lögreglan í Reykjavík segir að ekki sé tekið á því af neinni lindkind séu menn með einhvers konar skotvopn eða eftirlíkingar af slíku á almanna- færi. Var piltinum sleppt að yfir- heyrslum loknum. Í fyrstu var hann afar ósáttur með afskipti lögreglu en hafði áttað sig á alvarleika málsins þegar á leið að sögn lögreglu. - jse Vopnaður piltur: Handtekinn í Kringlunni AKUREYRI Á næsta ári hefjast fram- kvæmdir við uppbyggingu mið- bæjarins á Akureyri. Stefnt er að því að innan fárra ára verði hann þungamiðja mannlífs og menning- ar í bænum. Umfangsmesta breyt- ingin er fólgin í gerð sjávarsíkis að danskri fyrirmynd, eins konar Nýhöfn, sem liggja mun frá Torfu- nefi að Skipagötu. Núverandi miðbær á Akureyri er byggður á landfyllingum en sík- inu er ætlað að endurheimta þau nánu tengsl sem bærinn og Pollur- inn höfðu fyrir tíma landfyllinga. Við framkvæmdina skapast nýtt rými í miðbænum sem liggur vel við sól, nýtur skjóls í norðanátt og tengir og opnar sjónlínu milli mið- bæjar og sjávar. Veitingastaðir og kaffihús verða beggja vegna sík- isins, sem er ætlað að laða að bæði bæjarbúa og ferðamenn. Samkvæmt tillögu sem hlaut fyrstu verðlaun í alþjóðlegu hug- myndasamkeppninni um upp- byggingu miðbæjarins átti síkið að ná að Hafnarstræti, göngugöt- unni, en ákveðið var að stytta það um einn þriðja. Með því sparast um 800 milljónir króna í fjármun- um og mikill tími því ella hefði þurft að rífa húsnæði Símans og endurbyggja fjarskiptasamband bæjarins við umheiminn. Kostnaður við gerð síkins og nauðsynlegar framkvæmdir tengdar því er áætlaður um hálfur milljarður króna. Á móti kemur að verðmæt byggingarsvæði verða til á bökkum síkisins og gera bæj- aryfirvöld ráð fyrir að opinber gjöld vegna bygginganna sem þar rísa muni dekka allan kostnað við gerð síkisins. Vegna framkvæmdanna við síkið þarf að breyta lögnum veitu- kerfa í miðbænum og brúa Gler- árgötu fyrir akandi umferð. Þar með verður til gönguleið á bökk- um síkisins sem liggja mun undir Glerárgötu og að sjávarsíðunni þar sem menningarhús bæjarins mun rísa. kk@frettabladid.is Sjávarsíki að danskri fyrirmynd Miðbæ Akureyrar verður umbylt á næstu árum í því augnamiði að glæða hann lífi. Verkefnið í heild mun taka mörg ár en fyrstu sýnilegu framkvæmdirnar verða við sjávarsíki sem ekki á sér hliðstæðu á Íslandi. Flutningur eftir áramót Lands- samband kúabænda flytur í húsnæði Osta- og smjörsölunnar við Bitruháls í Reykjavík um áramótin vegna þess að nýr framkvæmdastjóri, Baldur Benjamínsson, tekur þá við af Snorra Sigurðssyni. LANDBÚNAÐUR Barnaklám hindrað Tilraunir tugþúsunda barnaníðinga til að skoða barnaklám á netinu hafa verið stöðvaðar á hverjum degi upp á síðkastið. Átak hefur verið í Svíþjóð upp á síðkastið þess efnis að stöðva þessa starfsemi og hefur það skilað svo góðum árangri að Svíar eru farnir að breiða aðferðina út til annarra þjóða, þar á meðal Norðmanna og Finna. SVÍÞJÓÐ SJÁVARSÍKIÐ Á rauðleitu reitina beggja vegna síkisins koma nýbyggingar en líklega munu þær ekki þekja reitina að fullu. Hafist verður handa við gerð síkisins strax á næsta ári en kostnaður því tengdur verður um hálfur milljarður króna. FRÉTTABLAÐIÐ/KK Sprengjugabb á flugi Þrír menn voru handteknir á flugvellinum í Malaga á Spáni eftir að einn þeirra sagðist í flugi frá Stokkhólmi hafa sprengju meðferð- is. Flugvélin var rýmd umsvifalaust við lendingu en engin sprengja fannst. Talið er að um gabb hafi verið að ræða. KJÖRKASSINN Á að leggja Byggðastofnun niður? JÁ 52,9 NEI 47,1 Á AÐ LEYFA HUNDA Á LAUGAVEGIN- UM? SEGÐU ÞÍNA SKOÐUN Á VISIR.IS STJÓRNMÁL Ólafur Þór Gunnarsson varð efstur í forvali Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs í Kópavogi sem var haldið í gær. Kosið var um fjögur efstu sætin og hafði verið ákveðið að listi flokks- ins skyldi verða fléttulisti. Aðeins fullgildir flokksmenn í VGK höfðu kosningarétt í forvalinu. Vinstri grænir hlutu 6,1 prósent atkvæða í síðustu bæjarstjórnarkosningum og eiga því engan fulltrúa. Í öðru sæti í forvalinu lenti Guð- björg Sveinsdóttir, Emil Hjörvar Petersen varð í því þriðja og Lára Jóna Þorsteinsdóttir endaði í fjórða sæti. - fb Forval VG í Kópavogi: Ólafur Þór í efsta sæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.