Fréttablaðið - 27.11.2005, Page 8

Fréttablaðið - 27.11.2005, Page 8
 27. nóvember 2005 SUNNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 www.lyfja.is - Lifið heil ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S L YF 2 95 05 09 /2 00 5 Líttu eftir húðinni! Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási FEDTCREME® • Á þurra og sprungna húð • Inniheldur ekki ilm- eða litarefni REPAIR® • Á mjög þurra og illa farna húð • Inniheldur ekki rotvarnar-, ilm- eða litarefni Þegar líða tekur að þakkargjörðar- deginum fer ég að hugsa um fyll- inguna sem er sett inn kalkúninn áður en hann er látinn inn í ofninn. Ég er reyndar ekki vanur að setja fyllingu í þá fugla sem ég steiki en þar sem ég þarf að undirbúa borð- hald fyrir tuttugu manns og kalk- únn verður aðalrétturinn velti ég fyrir mér þeim möguleikum sem ég á í stöðunni. Ég gæti búið til fyllingu með kastaníuhnetum en þá þyrfti ég að flysja hneturnar og steikja þær og það er afar þreytandi aðgerð. Ég gæti búið til fyllingu með þurrk- uðum ávöxtum og brauðmylsnu, en það er óspennandi að borða ávexti með kjöti. Mér finnst gott að nota brauð úr maísmjöli í kalkúnafyll- ingu, en það kostar mikla fyrirhöfn að baka það og það er mikil áhætta að kaupa það. Mér finnst uppskrift- in með kjúklingalifrinni og ricotta- ostinum vera sérlega ljúffeng en Helenu frænku minni finnst það ekki. Hvað á ég eiginlega að gera? Val mitt á fyllingu inn í kalkún- inn sem við fjölskyldan borðum á þakkargjörðardaginn hefur áhrif á skoðanir mínar á þessum hátíðis- degi. Líkt og um aðra hátíðisdaga snýst þakkargjörðardagurinn um að fara fram úr leyfilegu hámarki. Það er ætlast til þess að við drekk- um okkur full á gamlárskvöld og á púrímhátíðinni fyrr á árinu og jólin eiga að vera einhvers konar orgía gjafmildi. Þrátt fyrir þetta finnst mér ég aldrei fá eins mikið leyfi til þess að sleppa fram af mér beisl- inu í neyslunni eins og þegar ég sit fyrir framan vænan kalkún á þakk- argjörðardaginn. Fuglinn minnir mig á hversu margt jákvætt er hægt að finna við hið feitlagna, sem er eiginleiki sem ekki er í miklum hávegum hafður nú á dögum. En hver elskar ekki feitt læri kalkúnsins sem er glamp- andi og á litinn eins og brons? Og svo er það fyllingin sem er hin eina rétta vísbending um hversu mikið át er leyfilegt til hátíðabrigða þetta árið. Með samþykki og samsekt allr- ar fjölskyldunnar leyfist fólki að borða meira á þakkargjörðardag- inn en það getur í sig látið; það á að gleyma allri hófsemi, öllum hindr- unum og þeirri slæmu samvisku sem fólk er iðulega með þegar það tekur til matar síns. Fyrirmælin eru þau að troða sig algerlega út og helst að hefja átið á feitri fyllingu sem er svo saðsöm að manni líður eins og maður sé við það að springa af seddu. Þeir sem hafa áhyggjur af heilsu almennings í landinu munu birta aðvaranir sínar við ofáti áður en þakkargjörðardagurinn er liðinn. Samkvæmt rannsókn sem birt var í síðasta mánuði verða níu af hverjum tíu karlmönnum of þungir á seinni hluta ævi sinnar og sjö af hverjum tíu konum. Að fá sér aftur á diskinn af fyllingunni hefur áhrif á það sem áhugamenn um heilbrigðismál kalla „offitufaraldinn í Bandaríkjunum.“ Þetta hugtak, „offitufaraldur“, er villandi því það lætur fólk halda að um sé að ræða smitsjúkdóm sem breiðist hratt út og kalli á róttækar aðgerðir. Fyllingin á þakkargjörðardaginn mun ekki drepa þig en samkvæmt farsóttarfræðingunum getur hún stytt líf þitt með því að auka lík- urnar á því að þú deyir ungur. Það er hins vegar ekki vitað um hversu langan tíma hún getur stytt ævi þína. Nýlega endurskoðuðu samtök sem sérhæfa sig í að fylgjast með tíðni sjúkdóma tölur sínar vegna dauðsfalla sem rekja má til offitu, úr 40 þúsund og niður í 25.814. Ef þú velur þér að taka áhættuna á því að verða of feitur vegna ofáts skaltu líka taka kosti þess með í reikning- inn. Það hlýtur að vera ástæða fyrir því að öll samfélög gefa grænt ljós á ofneyslu almennings á ákveðnum tímabilum á ári hverju. Kannski eiga einstaka orgíur, þar sem við leyfum okkur of mikið, að gera það að verkum að við höldum aftur af okkur bróðurpart ársins - líkt og maður lærir að kunna sér hóf í áfengisneyslu með því að detta að minnsta kosti einu sinni ærlega í það. Kannski ættum við ekki að líta á gnægtaborðið á þakkargjörðar- daginn sem hindrun sem við verð- um að ryðja úr vegi heldur sem tækifæri til að rannsaka okkur sjálf með því að neyta meiri matar en við vitum að við eigum að gera. Það er vel hægt að færa rök fyrir því að það sé siðferðileg og borgaraleg skylda sérhvers manns að borða fyllingu á þakkargjörð- ardaginn. Jafnvel vísindalegar rannsóknir á offitu þurfa að lúta í lægra haldi fyrir þörf mannsins til leyfa sér algera sóun endrum og eins, að henda peningum í vitleysu eða neyta í óhófi. Það má ekki líta á slíka túra sem ógæfuspor heldur sem skemmtun sem er okkur nauð- synleg til að við höldum geðheils- unni. Venjulega stjórnum við lífi okkar eftir hugsuninni um gróða og tap: Við vegum og metum möguleg- an hag okkar af einhverri aðgerð og berum hann saman við þann skaða sem mögulega hlýst af aðgerðinni. En það er hægt að beita annars konar hugsun í dæminu: hugsuninni um hreina sóun en í stað hennar ætlumst við ekki til að fá neitt til- baka. Þessi hugsun hvetur okkur til að neyta meira en við höfum efni á að gera, að fara fram úr því sem er nægilegt fyrir okkur, að sleppa fram af okkur beislinu, gefa eftir, taka stærri bita en við getum tugg- ið. Að fara fram úr eigin takmörk- unum, að fara út úr sjálfinu til þess að endurheimta sjálfið, getur gert okkur meðvitaðari um getu okkur til að eiga ánægjulega stund. Auðvitað hættum við alltaf á það að taka af stóran skammt. Fyllingin í kalkúninum á þakkargjörðardag- inn er eins konar fíkniefni. Það er líklega þess vegna sem þeir sem bera umhyggju fyrir okkur og heil- su okkar líta besta frídag ársins svo grunsamlegum augum. En mundu það að fjölskyldan er samsek í þess- ari orgíu. Fjölskyldan hefur komið saman til að leyfa þér að gera það sem þú myndir aldrei gera einn þíns liðs: Borða risastóra máltíð, en enda samt sem áður einhvern veginn á sófanum fyrir framan sjónvarpið, en ekki á gólfinu. Höfundur er prófessor í frönsku við Cornell-háskóla. Hann er höf- undur bókarinnar „Eat Fat“. Grein- in birtist áður í New York Times. Þú ert það sem þú ofétur UMRÆÐAN OFÁT RICHARD KLEIN Jafnvel vísindalegar rannsókn- ir á offitu þurfa að lúta í lægra haldi fyrir þörf mannsins til leyfa sér algera sóun endrum og eins, að henda peningum í vitleysu eða neyta í óhófi. Það má ekki líta á slíka túra sem ógæfuspor heldur sem skemmt- un sem er okkur nauðsynleg til að við höldum geðheilsunni. Fyrsta sunnudegi í aðventu fylgir jafnan mikill hátíð-leiki því það er þá sem margir skynja í raun og veru nálægð jólanna, þeirrar miklu hátíðar kristinna manna. Því verður ekki neitað að nú á dögum verða menn fyrr varir við nálægð jólanna en á aðventunni því löngu áður erum við minnt á þau í verslunum og víðar. Finnst mörgum nóg um hve snemma er farið að minna á jólin en það er með þetta eins og svo margt annað að straumar að utan hafa þessi áhrif og því verður ekki breytt. Kirkjunnar menn verða að lifa með þessu og laga sig að breytingunum. Á aðventunni er gjarnan blómlegt kirkju- og tónlistarlíf. Hún er eins konar uppskeruhátíð kirkjukóra og annarra sem halda uppi tónlistarlífi í kirkjum landsins. Þar kemur gjarn- an fram tónlistarfólk sem er að feta sig áfram á listabraut- inni og er það mikilvægur vettvangur fyrir marga. Það er yfirleitt sammerkt með aðventusamkomum og tónleikum í kirkjum landsins á þessum tíma að þar koma listamenn fram í sjálfboðavinnu og aðgangur er frjáls. Þetta er í anda kirkj- unnar svo allir geti notið þess sem á borð er borið. Það er yfirleitt sammerkt með aðventusamkomum og tónleikum í kirkjum landsins á þessum tíma að þar koma listamenn fram í sjálfboðavinnu og aðgangur er frjáls. Þetta er í anda kirkjunnar svo allir geti notið þess sem á borð er borið. Á fyrsta sunnudegi í aðventu kveikja margir á fyrsta kertinu á aðventukransinum. Þótt aðventukransinn með sínum fjórum kertum sé orðinn fastur liður í jólahaldinu á fjölmörgum heimilum er hann síðari tíma siður, að ekki sé talað um sjö arma jólaljós í gluggum margra húsa. Tilkomu þeirra ljósa hér á landi má rekja til Gunnars Ásgeirssonar stórkaupmanns, sem flutti slík ljós inn frá Svíþjóð á sínum tíma. Kerti og ljósaskreytingar tilheyra aðventu og jólum en í þeim efnum eins og svo mörgum öðrum hafa sumir farið offari. Það er ákaflega vinalegt að sjá á þessum tíma ljósaskreytingar á almannafæri og í og við heimahús, ef þar er gætt hófsemi. Sérstaklega er ánægjulegt að sjá í sveit- um landsins ljósum skreytta og upplýsta sveitabæi í vetrar- myrkrinu, það styttir skammdegið hjá mörgum og lífgar upp á tilveruna. Annað orð fyrir aðventu er jólafasta en samkvæmt göml- um sið áttu menn þá að halda í við sig í mat og drykk. Jóla- fasta er nú hins vegar orðin að öfugmæli, því margir munu sjaldan eða aldrei sporðrenna meiri mat og gera betur við sig í þeim efnum en á aðventunni. Jólahlaðborð og jólamál- tíðir af ýmsum toga eru núverið fastur liður hjá mörgum á aðventunni svo maður hefur stundum á tilfinningunni að jólamáltíðirnar sjálfar hverfi í skuggann af veisluhöldunum á jólaföstunni. Það er full ástæða til að njóta aðventunnar og gæta hófs í öllu. SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Kirkju- og tónlistarlíf blómstrar fram að jólum. Aðventan Velvilji Velvilja alþingismanna í garð okkar samborgaranna eru lítil takmörk sett. Í gær sögðum við frá hugmyndum um að setja lög eða reglur um það hve lengi fólk þyrfti að bíða eftir að síminn svaraði hjá helstu þjónustufyrirtækjum. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og félagar hennar í Samfylkingunni fylgja nú fast á eftir og flytja frumvarp á Alþingi um að bannað verði að auglýsa óholla matvöru. Þannig vilja þau sporna við offitu, sérstaklega meðal barna og unglinga. Heiðrún Lind Marteinsdóttir fjallaði um þessa hugmynd í pistli á NFS í vikunni, en hann má líka lesa á vefritinu Tíkinni. Hún er út af fyrir sig sátt við markmið flutningsmanna: „Þeim er það að sjálfsögðu til hróss að vilja veg Íslendinga, fallegasta og sterkasta fólks í heimi, sem mestan. Fallega og sterka þjóðin má að sjálfsögðu ekki hafa afturendann lafandi niður fyrir pilsfald- inn og undirhökuna reyrða saman við bindishnútinn.“ En bíðið við! Heiðrún Lind finnur hins vegar ýmsa annmarka á tillögunni: „Aðgerðirnar yrðu kannski til þess að börn höguðu neyslu sinni á annan hátt en nú og þau færu að drekka mjólk í stað sykraðs svaladrykks. En bíðið við! Ætti kannski að banna auglýsingar á nýmjólk? Hún er jú miklu fitumeiri en undanrenna. Þá vitum við að sykurlausir gosdrykkir innihalda kolsýru, sem er slæm fyrir tannglerunginn. Á að banna slíkar auglýsing- ar? Og úr því komið er á þessar slóðir, þarf þá ekki að banna auglýsingar á jólaham- borgarhryggnum vegna þess hversu saltaður hann er? Lýsið - jú, lýsið verður að fara, enda getur óhófleg neysla d-vítamíns valdið skaða og þunguðum konum er ráðlagt að neyta ekki mikils d-vítamíns. Sultur eru heldur ekki hollar, út með þær. Vilkó vöffludeig - út. Ljúffengir ostar - út. Smjör - út. Kjötfars - út.“ Forræðishyggja? Heiðrún Lind telur að tillagan sé af ætt forræðishyggju: „Það hlýtur að vera á ábyrgð foreldra en ekki stjórnmála- manna að ákveða hvað skuli inn fyrir varir heimilismanna. Ég hef ekki heyrt dæmi þess að börn fái Burger King við matarborðið á meðan foreldrarnir borði soðna ýsu vegna þess eins að börnin hafi verið ginnkeypt af sjónvarpsauglýs- ingu! Ef sú er hins vegar raunin held ég að uppeldið sé að bregðast, fremur en auglýsingin. Valdið er foreldranna!“ gm@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.