Fréttablaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 61
SUNNUDAGUR 27. nóvember 2005 29 FRÉTTIR AF FÓLKI Framleiðendur þáttanna The Simpsons munu bjóða aðdáendum upp á sérstakan jólaþátt í ár og er vonandi að við hér á landi fáum að sjá hann. Jólaþátturinn mun vera þannig uppbyggður að Bart mun leika Jesúbarnið, Lísa mun leika Gabríel erkiengil og Hómer og Marge verða Jósep og María mey. Kyle sonur Clint Eastwood er að skilja við konu sína til fjórtán ára, Lauru Gomez. Kyle var sjálfur miður sín þegar faðir hans skildi við móður hans Maggie Johnson þegar hann var einungis tíu ára. Honum brá því ansi mikið þegar eiginkona hans tjáði honum þær fréttir fyrr í mánuðinum að hún vildi skilnað. Rokkararnir í Strokes áttu erfiða tíma þegar þeir tóku upp nýju plötuna sína undir stjórn framleiðandans David Khane. Þeir höfðu hlakkað mikið til að vinna með kappanum þar sem hann vann með Paul McCartney og Tony Bennett en Khane var harðari en þeir bjuggust við. „Hann var frekar harður. Stundum þegar ég gerði gítarsóló þá horfði hann á mig og sagði: „Þetta var mjög hallærislegt, þú þarft að endurhugsa þetta,“ sagði Nick Valensi gítarleikari. KVIKMYNDIR [UMFJÖLLUN] Árið 1973 kom sr. Merrin út úr þokunni og frelsaði Regan Mac- Neil undan andsetningu hins illa. Heimsbyggðin varð aldrei söm á eftir en fjöldi fólks beit það í sig að illir andar gætu setið um líkama þeirra. Ekki dygðu einhver geðlyf heldur þyrftu kaþólskir prestar að beita fornum aðferðum til að reka út illa anda. Í kvikmyndinni The Exorcism of Emily Rose er stuðst við raun- verulega atburði sem áttu sér stað í Þýskalandi við upphaf áttunda áratugarins. Atburðirnir eru heimfærðir upp á bandarískan raunveruleika og teygðir í átt að þarlendri kvikmyndagerð. Hand- ritshöfundarnir fá hrós fyrir hug- mynd sína að búa til réttardrama og láta andsetninguna svífa í kring. Hin metnaðargjarna Erin Bruner er fengin til að taka að sér mál sr. Moore sem á yfir höfði sér langa fangelsisvist eftir að hafa verið kærður fyrir morð af gáleysi. Hann var fenginn til að hjálpa Rose en fjölskylda henn- ar réð ekkert við dóttur sína og grunaði að hún gæti verið and- setin. Moore beitir því særing- arritúali en hefur ekki sigur því Emily Rose lætur lífið. Erin er hins vegar lögfræðingur af Guðs náð og ætlar að beita öllum brögð- um til að fá prestinn sýknaðan en þegar líður á réttarhöldin fer hana að gruna að ekki sé allt með felldu. Í fyrstu lítur myndin ágæt- lega út. Það skemmir ekki fyrir að gæðaleikararnir Laura Linney og Tom Wilkinson standa sig sem lögfræðingurinn og presturinn. Sorglegri mynd er brugðið upp af Emily en hún var stúlka í blóma lífsins þegar hún veikist. Mynd- in er því í góðum gír framan af. Síðan kemur útúrdúr sem nær engri átt. Hinir illu andar fara að herja á lögfræðinginn og prestur- inn sér skrattann í hverju horni. Kannski hafa framleiðendur myndarinnar óttast að hún væri ekki nógu hryllileg og ákveðið að skella þessari smásögu inn í miðja mynd til að hrista eitthvað frekar upp í áhorfendum. Þetta misheppnast algjörlega og dregur myndina niður í svaðið. Leikstjór- inn Scott Derrickson hefði ekki annað en þurft að vera trúr við- fangsefni sínu og hefði þá verið með prýðilega hrollvekju í hönd- unum en stendur í staðinn uppi með meðalgóða B-mynd. The Exorcism of Emily Rose hafði allt til brunns að bera til að geta orðið frambærileg mynd þó að vissulega hefði hún aldrei getað orðið það stórvirki sem The Exorcist er. Miðkaflinn eyðilegg- ur of mikið fyrir henni og á köfl- um er eins og hún viti ekki alveg að hverju er stefnt. The Exorcism of Emily Rose var ekki hryllilegri en svo að ég svaf við opinn glugga og ljósin slökkt. Freyr Gígja Gunnarsson Í mesta lagi B-mynd THE EXORCISM OF EMILY ROSE Leikstjóri: Scott Derrickson Aðalhlutverk: Laura Linney, Tom Wilkinson og Jennifer Carpenter Niðurstaða: Útúrdúrinn frá eiginlegum söguþræði eyðileggur mikið fyrir The Exorcism of Emily Rose og veldur því að hún er ekki nema í mesta lagi B-mynd. Akureyri 25.nóvember. Ég sofnaði um leið og við vorum búnir að rusla öllu draslinu í bílinn í morgun. Ekkert skrítið þar sem ég svaf ekki mikið í gær. Ég svaf framí kengboginn eftir að vera búinn að reyna að finna mér stellingu sem gerði mig ekki að krypplingi til æviloka. Ég svaf vært fyrir utan að ég rumskaði aðeins þegar strákarnir stopp- uðu í Brú til að fá sér pUlsu og franskar. Eða eins og Ragnar sinnep og smá pUlsu, mig hafði aldrei órað fyrir því að á einni pUlsu væri hægt að sprauta heilli túpu af SS pUlsu sinnepi, en Ragnar fær bara ekki nóg af þessu gumsi. Ekki misskilja, ég elska sinnep en ég meina... Það er ekkert skrítið að drengurinn rekur við eins og hvalur allan daginn... sem sagt Sinneps- gas. Ég er viss um að það hafa einhverjir mælar farið í gang hjá Almannavörnum ríkisins á ákveðnum tímapunkti. Ég vaknaði við þvílíkan hlátur í strák- unum að ég vissi ekki hvort þetta væri hlátur eða grátur fyrr en ég leit aftur í. Við vorum að keyra í gegnum ónefnt bæjarfélag, Addi G. var allsber búinn að opna gluggann hjá sér og slengja rananum út. Á fleygiferð keyrðum við stoltir með „hafnabolta kylfuna“ hans Adda út um gluggann og í þessu frosti... Fólk gapti á okkur undrunaraug- um. Ástæðurnar örugglega margþættar. Í fyrsta lagi: Það er enginn að flassa í þessu bæjarfélagi. Í öðru lagi: Það var svo kalt, af hverju er drengurinn ekki í kraftgalla og í þriðja lagi: Sjá stærðina á kvikindinu!!! Þegar við komum á Akureyri var okkur komið fyrir á fínu gisti-heimili með öllum græjum, meira að segja rafmagnsstillan- legum rúmum. Við Silli erum búnir að sjá út ótal möguleika og er stefnt að því að reyna á þetta við hátíðlega athöfn. EÐALLLLL. „Giggið“ gekk eins og best var ákosið fullt af fólki sem var tilbúið að gefa okkur allt sitt eins og við vorum tilbúnir að gefa okkar síðasta blóðdropa til þeirra. Eina sem kom uppá var að mér tókst að brjóta fetil sem slær á bassatrommuna, sem er alls ekki algengt þar sem þetta er búið til úr járni... En svona er að vera í rokk grúbbu... Það er allt óöruggt. Akureyri við elskum ykkur!!! Eftir að við vorum búnir að spila niðri í Sjalla fórum ég og Silli upp á Dáta að DJ- ast... Magnað hvað stelpur eru tilbúnar að gera fyrir óskalög. Við fengum allavega eitt par af brjóstum beint í „grím- una“ bara af því að við erum svo töff.... Nei, nei við spiluðum óskalag. SIGN BLOGGAR Eitt par af brjóstum í „grímuna“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.