Fréttablaðið - 27.11.2005, Side 13

Fréttablaðið - 27.11.2005, Side 13
Vöxtur verslanakeðjunnar Tesco hefur ekki verið minni í tvö ár en aðstæður á breskum smásölu- markaður eru erfiðar um þessar mundir. Með miklum vexti á erlendum mörkuðum jókst þó velta félagsins um tæp fjórtán prósent á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Uppgjörið þykir gott miðað við aðstæður. Á heimamarkaði hefur söluaukning einkum orðið í varningi sem er ótengdur matvælum, eins og í snyrtivörum og raftækjum. Tesco hefur tvöfalt meiri mark- aðshlutdeild en næsta verslana- keðja og helmingur þess vaxtar sem hefur orðið á breskum mat- vörumarkaði á undanförnum fimm árum hefur fallið fyrirtæk- inu í skaut. - eþa Hvernig vissu þeir að ég var ekki heima? Fjölskyldutrygging TM Dæmi um hvað Innbústrygging TM bætir: // Ef brotist er inn í læsta íbúð þína og hlutum stolið, færðu tjónið bætt, svo framarlega sem ummerki um innbrot séu greinileg. // Tjón vegna bruna, eldsvoða, eldingar, sprengingar, skyndilegs sótfalls og skyndilegs sótfalls frá kynditækjum færðu bætt. // Tjón vegna skemmda sem verða af völdum vatns eða annars vökva sem skyndilega streymir úr leiðslum hússins og tækjum tengdum þeim svo og vatnsrúmum og fiskabúrum færðu bætt. Dæmi um hvað Innbústrygging TM bætir ekki: // Innbústryggingin bætir ekki tjón af völdum utanaðkomandi vatns, svo sem grunnvatns, úrkomu, flóða eða snjóbráðar eða vatns sem þrýstist upp úr skolpleiðslum. // Bætir ekki skaða sem verður af völdum glóðar vegna tóbaksreykinga eða frá eldstæði. // Bætir ekki tjón sem verður vegna þjófnaðar á eða úr tjöldum eða tjaldvögnum. Við sumum spurningum fást bara engin svör. Óhöpp henda okkur og við því er ekkert að gera. En þú getur brugðist við strax með því að tryggja hjá tryggingarfélagi sem gefur þér skýr svör og leggur áherslu á hraðvirkan frágang tjónamála. Það er vonlaust að ætla sér að skilja hugsunarháttinn hjá innbrotsþjófum að störfum. Það eina sem þú getur reitt þig á, ef þú verður fyrir barðinu á þeim, er að rétt trygging bætir fjárhagsskaðann. Fjölskyldutrygging TM er jafnt fyrir fjölskyldur og einstaklinga og veitir mjög víðtæka vernd. Hún bætir m.a. tjón af völdum bruna, vatns og innbrots og það tekur enga stund að ganga frá henni. Það er góð regla að lesa vel tryggingaskilmálana, þeir eru sá grundvöllur sem samskipti þín og TM byggjast á. Hringdu í síma 515 2000 eða farðu á www.tryggingamidstodin.is og fáðu skýr svör. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T M I 28 60 5 1 1/ 20 05 TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tryggingamidstodin.isGreiningardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga á þessu ári verði 3,8 prósent. Verðbólgan muni hjaðna nokkuð á allra næstu mánuðum en hækka svo hressi- lega þegar líður á næsta ár, 2006. „Reiknum við með um 6,4 prósent verðbólgu yfir næsta ár og 8,2 prósent verðbólgu yfir þarnæsta ár. Um er að ræða tímabundið verðbólguskot sem fylgir hápunkti og lokum þeirrar uppsveiflu sem við göngum nú í gegnum,“ segir í riti greiningar- deildar um verðbólguhorfur. Segir að þensla og ójafnvægi einkenni hagkerfið. Það sjáist á miklum hagvexti, hverfandi atvinnuleysi, methalla í utanríkis- viðskiptum og verðbólgu sem sé ofan þolmarka Seðlabankans. Gengi krónunnar mun svo lík- lega lækka síðari hluta næsta árs. Ástæðan fyrir lækkandi verð- bólgu nú er kólnun á fasteigna- markaði, lækkandi eldsneytis- verð í heiminum, sterkt gengi krónunnar og svo útsölur sem hefjast eftir áramótin. Tímabundið skot DAVÍÐ ODDSSON, BANKASTJÓRI SEÐLABANKANS Bregðast þarf við neikvæðri umfjöllun erlendis með öflugri kynningu. Tesco vex hægar Seðlabankastjóri segir mikilvægt að varðveita traustið alveg eins og gullið í bönkunum. Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir að þegar nýr banki ryðji sér til rúms á nýjum mörkuðum snerti hann sam- keppnisaðila. „Bankinn stígur á tær og hann þarf að átta sig á því að það eru ekki allir bræður í þeim leik. Því þarf upplýsingagjöf að vera mjög ákveð- in, en auðvitað sanngjörn, eðlileg og sönn um leið. Traust á þessum mark- aði er það sem öllu máli skiptir. Það á sérstaklega við um lítið land eins og okkar, sem byggir ekki á langri hefð að bankar séu með umsvif á erlendum skuldabréfamörkuðum.“ Davíð segir að Seðlabankinn hafi tekið eftir að álag á bréfum bankanna hefði hækkað á erlendum mörkuðum. Í kjölfar umfjöllunar Royal Bank of Scot- land hafi verið óskað upplýsinga frá íslensku bönkunum. Mikilvægt sé að vera vakandi fyrir allri gagnrýni þó hún sé ekki alltaf sett fram af sanngirni. Tiltölulega lítill en áhrifamikill hópur fylgist með þessum umræðum. Það sé þekkt á þessum markaði að það myndast ákveðið hjarðeðli, eins og talað er um, sem geti reynst hættulegt. Því þurfi að kynna stöðu og styrk KB banka og annarra íslenskra banka til að koma réttum upplýsingum á fram- færi. Mat alþjóðlegra stofnana, sem sérhæfa sig í að meta rekstur banka, sem og eftirlitskerfi íslenskra stjórn- valda, bendi til að íslensku bankarnir fari með gát. „Við teljum að bankarnir séu færir um að fjármagna sig áfram og séu ekki í neinni nauðvörn með það. Þeir ráði yfir nægjanlega öflugu skammtímafé til að standa af sér einhverjar sveifl- ur og tal. Það á allt að vera í góðu lagi. Við og Fjármálaeftirlitið höldum auðvitað áfram að fylgjast með mjög nákvæmlega og leggjum áherslu á að vera í góðu sambandi við bankastofn- anir hér því það er þýðingarmikið fyrir landið í heild að enginn hnökri komi á. Við þurfum að hafa gott mat á okkar fjárhagslegu stöðu, ekki bara ríkið heldur líka mikilvægar stofnanir. Menn þurfa að varðveita traustið, alveg eins og gullið,“ segir Davíð. - bg Traustið skiptir okkur miklu máli TESC0 VEX HÆGAR Uppgjör Tesco þykir gott miðað við erfiðar aðstæður á breskum smásölumarkaði.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.