Fréttablaðið - 27.11.2005, Síða 30

Fréttablaðið - 27.11.2005, Síða 30
[ ]Bílastæði eru sjaldnast nógu mörg við stóra vinnustaði. Það getur verið gott að mæta tímanlega í vinnuna til að fá stæði og til að hafa tíma til að ganga frá bílnum ef þarf að leggja honum í lengra í burtu. Ungir femínistar hafa látið útbúa barmmerki í líki ís- lenskrar krónu sem 35 prósent vantar í og er henni ætlað að vekja athygli á launamuni karla og kvenna. „Konur kaupa krónu konunnar á 65 krónur en karlmenn á 100 krónur. Við vildum vekja athygli á því að annað hvort ættu konur að fá sömu laun og karlmenn eða þær ættu að fá 35 prósenta afslátt á öllu,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, ráðskona ungra femínista. „Þetta er bæði mjög sýnilegt og tákn- rænt.“ Krónan er úr málmi og lítur út rétt eins og venjuleg króna, nema að það vantar rúman þriðjung í hana. Krónan er gerð að erlendri fyrir- mynd, en svipað hefur verið gert við evruna. Ætlunin var krónan yrði tilbú- in fyrir Kvennafrídaginn, en það dróst. Það er þó ekki verra, því nú heldur króna konunnar áfram að minna fólk á launamisréttið, að sögn Steinunnar. Félagið gaf Halldóri Ásgríms- syni forsætisráðherra krónuna og var hann með hana í barminum við afhendingu Edduverðlaunanna á dögunum, sem Steinunn segir ungliðahópinn hafa glaðst yfir. Ungliðahópur Feminístafélagsins samanstendur af ungu fólki, jafnt strákum sem stelpum, sem telur að jafnrétti kynjanna sé ekki náð og vill leggja sitt af mörkum í barátt- unni. „Fyrsta pöntun af krónunni er að verða uppseld og við bíðum því eftir þeirri næstu,“ segir Steinunn. Þá verður hún væntanlega fáanleg víðs vegar um Reykjavík, en sem stend- ur fæst krónan í Kaffi Hljómalind á horni Klapparstígs og Laugavegs. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, ráðskona Ungra femínista. Króna konunnar til sölu Vinnueftirlitið veitti nýlega fimm fyrirtækjum viðurkenn- ingu fyrir gott starf og góðar lausnir sem miðuðu að því að draga úr hávaða og bæta hljóðvist. Viðurkenningarnar voru afhent- ar á morgunverðarfundi Vinnu- eftirlitsins og Vinnuvistfræði- félags Íslands sem haldinn var í tilefni evrópskrar vinnuvernd- arviku. Mörg fyrirtæki hafa verið að gera góða hluti, bæði til að fyrir- byggja hávaða strax á hönnun- arstigi og eins til að bregðast við hávaða þar sem hann er til staðar. Þó er ljóst að víða er pottur brotinn í þessum efnum og því full ástæða til að vekja fólk og fyrirtæki til umhugsun- ar um hávaða á vinnustöðum og í umhverfinu. Viðurkenningarnar sem Vinnueftirlitið veitti fyrirtækj- unum fimm eru til þess að vekja athygli á því hvernig fyrirtæki geta beitt sér til þess að skapa starfsfólki sínu þægilegra vinnuumhverfi og betri hljóð- vist. Þessi fyrirtæki hafa gert sér ljóst að hávaðavarnir skila sér í ánægðara starfsfólki sem aftur skilar sér í betri starfs- anda, heilsu og framleiðni. Fyrirtækin sem hlutu viður- kenningar eru: Bifreiðaverk- stæði Bernhards ehf. fyrir að bæta hljóðvist verulega á bif- reiðaverkstæði, Hitaveita Suð- urnesja fyrir að vinna mark- visst að því að dempa hávaða í orkuverum, Leikskólinn Glað- heimar fyrir að beita sér fyrir hugarfarsbreytingu innan vinnustaðarins til að starfsfólk og börn leggi sitt af mörkum við að draga úr hávaða, Lund- arskóli fyrir að bæta hljóðvist í kennslustofum með því að setja upp hljóðkerfi og loks Orkuveita Reykjavíkur fyrir að gera sér- stakar ráðstafanir til að hávaði yrði ekki truflandi þáttur í opnum skrifstofurýmum. Vinnueftirlitið vonar að þetta megi verða öðrum fyrirtækjum hvatning til þess að draga úr hávaða og bæta hljóðvist. Hljóðvistvæn fyrirtæki fá viðurkenningar Góð hljóðvist er mikilvæg fyrir unga sem aldna. Mesta vinnutörn ársins hjá afgreiðslufólki er framundan og í tilefni þess minnir Versl- unarmannafélag Reykjavíkur félagsmenn sína á réttindi þeirra og skyldur, en oft er fólk óvisst um þessi atriði. „Við erum að minna fólk á að þegar svona mikið er að gerast þá þarf það hvíldartíma, að menn eigi rétt á ellefu stunda hvíld á milli vinnu- daga og rétt á einum lögbundnum frídegi í viku hverri,“ segir Elías Magnússon, forstöðumaður kjara- sviðs VR. Margir þekkja hreinlega ekki, eða eru óvissir um, réttindi sín og skyldur á þeim háannatíma sem jólin eru, og því bendir VR fólki á þau. Elías segir það góða vinnu- reglu að skrá niður vinnutíma sinn í jólamánuðinum. „Í mörgum tilvikum er um talsverða auka- vinnu að ræða og mikilvægt að halda vel utan um tímaskráningu svo komast megi hjá misskilningi og mistökum við útreikning launa. Þar sem flestar verslanir ráða tímabundið til sín skólafólk yfir háannatímann er einnig mikil- vægt að hnykkja á þessu atriði við nýtt samstarfsfólk,“ segir Elías. Starfsfólk VR dreifir póstkort- um til flestra stærstu fyrirtækj- anna fyrir jólin, þar sem minnt er á rétt starfsfólksins. „Við erum aðallega að vekja fólk til umhugsunar um þetta, og þá kannski ekki síst atvinnurek- endur,“ segir Elías. „Auk þess má minna á að fyrsta vinnudag eftir jól skal dagvinna í verslunum hefjast klukkan tíu,“ segir Elías og bætir við að þegar unnið er á laugardögum og sunnu- dögum ber að greiða starfsfólki fyrir minnst fjögurra tíma vinnu, jafnvel þó unnið sé skemur. Starfsfólk á rétt á að minnsta kosti hálftíma vinnuhléi á hverj- um degi, en annar réttur til vinnuhléa er mismunandi eftir því hvort viðkomandi samningur fellur undir SA eða FÍS. Jafnframt skal desemberupp- bót til félagsmanna VR greið- ast ekki síðar en 15. desember. Desemberuppbót í ár fyrir fullt starf á árinu er kr. 45.000, skv. kjarasamningi VR og SA, en kr. 60.000 skv. kjarasamningi VR og FÍS. VR veitir frekari upplýsingar á heimasíðu sinni, www.vr.is, sem og á skrifstofunni. Allir eiga rétt á hvíldartíma Mikil jólaös er hafin í verslunum og starfsfólk þeirra hefur mikið að gera. Það verður þó að gæta þess að hvílast vel. Stefnt að fullri sameiningu eftir árs reynslutíma. Verslunarmannafélög Reykja- víkur og Hafnarfjarðar hafa gert með sér samkomulag um samstarf félaganna og stefna að sameiningu eftir eins árs reynslutíma. Þetta kemur fram á vef VR, www. vr.is. Í samkomu- laginu er kveðið á um að félagsmenn V e r s l u n a r - m a n n a fé l a g s Ha fna rfja rð - ar öðlist full réttindi miðað við reglur VR frá gildistöku samnings um næstu áramót. Nýir félagsmenn VH ávinna sér rétt í samræmi við reglur VR. Félögin verða rekin sem eitt félag á reynslutímanum að undanskildum eignum félag- anna en komi til sameiningar verða þær jafnframt sameinað- ar. Í samkomulaginu er kveðið á um fulla sameiningu félaganna eftir eins árs reynslutíma, sé vilji fyrir því hjá báðum aðilum. Undir lok reynslutímans munu bæði félögin því taka afstöðu til sameiningar. Samkomulagið verður kynnt á almennum félagsfundi VH í Gaflinum við R e y k j a n e s - braut á morg- un kl. 20.00. Kosning hefst daginn eftir og stendur hún til 6. desember. Kosið verður á skrifstofu VH á skrifstofu- tíma, kl. 9.00 til kl. 16.00. VR og Versl- u n a r m a n n a - félag Vestmannaeyja undirrituðu fyrr í þessum mánuði samstarfs- samning þar sem stefnt er að sameiningu félaganna eftir tvö ár og nýlega sameinuðust VR og Verslunarmannafélag Akraness eftir tveggja ára samstarf. VR og VH sameinast Flest afgreiðslufólk í verslunum er í VR en mörg önnur verslunarmannafélög hafa sameinast því að undanförnu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.