Fréttablaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 74
 27. nóvember 2005 SUNNUDAGUR42 baekur@frettabladid.is Góður maður sagði mér að ástæðan fyrir því að þeim Gunnari Gunnarssyni og Halldóri Laxness kom yfirleitt vel saman hafi verið sú, að þeir voru hvor um sig algerlega sannfærðir um að hinn væri næstbesti höfundur Íslands. Þess vegna hafi þeim verið útlátalaust að víkja góðu hvor að öðrum: Halldór Laxness skrif- aði hlýlega um Gunnar, einkum Fjallkirkjuna, og Gunnar veitti Halldóri ómet- anlegt lið þegar hann var að stíga sín fyrstu skref á framabrautinni erlendis. Hann þýddi Sölku Völku á dönsku, og Halldór þakkaði fyrir sig með því að þýða Fjallkirkjuna og fleiri verk Gunnars á íslensku. Og sjálfstraust þeirra hvors um sig hefur valdið því að þeir hafa umgengist á heilbrigðum grundvelli - svona af rithöfundum að vera. Rithöfundar þurfa iðulega að heyja eins manns styrjaldir við umheiminn og það skýrir margt í þeirra fari. Starfið er einmanalegt árið um kring og svo þegar kemur að útgáfu verða menn að treysta á hæfileikann til að koma sér á framfæri, rétt einsog frambjóðendur í prófkjörsslag. Frægasti gagnrýnandi Þýskalands, Marcel Reich-Ranicki, segir frá því í endurminningum sínum hvern- ig hann varði eitt sinn heilum degi með þekktum rithöfundi frá ættlandi sínu, Póllandi. Þeir fóru langar gönguferðir og allan fyrri part dags ræddu þeir um höfundinn og verk hans. Uns höfundurinn sneri sér allt í einu að gagnrýnand- anum og sagði upp úr eins manns hljóði: Þetta er nú ekki hægt! Hér erum við búnir að ræða um mig allan daginn. Tölum aðeins um þig! Hvað finnst þér um mínar bækur? Þórbergur Þórðarson, sem lengi vel tregðaðist við að tala um sjálfan sig sem rithöfund, skrifaði árið 1922 í tilefni af útkomu kvæðabókar sinnar, Hvítir hrafnar: „Og hví skyldum vér amast við bókinni? Hún neyðir þig ekki til að lesa sig. Hún lætur persónu þína afskiftalausa. Hún liggur þarna einmana í horninu í bóksölubúðinni eins og þrítug piparjómfrú. En sá voði vofir yfir þér alla ævi þína, að rithöfundur setjist inn til þín og þylji yfir þér heila syrpu af óprentuðum ljóðum. Bækur eru saklausir hlutir, en rithöfundar eru ægilegar verur.“ Hið síðast nefnda þótti víst líka fjölskyldu Charles Dickens um H. C. And- ersen, sem heimsótti Dickens tvisvar í Englandi. H. C. Andersen dáði Dickens að eigin sögn, bæði sem höfund og mann. Seinna skiptið sem Andersen kom var árið 1857 og dóttir Dickens sagði síðar um danska ævintýraskáldið: Hann var þrautleiðinlegur, og hann ætlaði aldrei að fara. Einn sona Dickens sagði að strax fyrsta morguninn hefði Andersen látið senda eftir eldri bróður sínum til að láta hann raka sig, og að þeir bræður hefðu aldrei kynnst annarri eins tilætl- unarsemi. Svo stóð líka illa á hjá Dickens fjölskyldunni, erfiður hjónaskilnaður var í uppsiglingu og ekki bætti úr skák að Daninn gat varla gert sig skiljanlegan á ensku. En sjálfur skrifaði Andersen í minningum sínum: „Ég var svo ham- ingjusamur! Dvölin hjá Dickens hlaut að verða og varð einn af hápunktum lífs míns.“ Þetta er einn af kostum sjálfhverfunnar: Sá sem hefur hana í nógu ríkum mæli verður ekkert mikið var við hvernig fólkinu í kringum hann líður. Að þessu leyti er sjálfhverfan ekki bara eiginleiki þess sem þarf að koma sjálfum sér á framfæri, hún getur líka verið nauðsynleg vörn. „Skáldið er tilfinn- ing heimsins, og það er í skáldinu sem allir aðrir menn eiga bágt,“ segir í Heims- ljósi. Þegar bókmenntunum tekst að tjá drauma okkar og þrár, angist okkar og áhyggjur, fyrirgefum við höfundinum sjálfhverfuna - án hennar væri hann opin kvika. Þess vegna er það og verður mælikvarði á hvert samfélag hvort það sýni rithöfundum sínum virðingu - eins þótt þeir séu „ægilegar verur“. Af rithöfundum Kjarval 1885 - 1972 nefnist ný bók sem komin er út í tilefni þess að 120 ár eru liðin frá fæðingu Jóhannes- ar Kjarvals. Þetta er yfir- gripsmesta verk sem ritað hefur verið um málarann. Í bókinni eru listferli Kjarvals og persónu gerð ítarleg skil í máli og myndum. Bókin er mikil að velli; alls 640 blaðsíður að stærð í stóru broti og í henni birtast 516 lista- verk og 150 ljósmyndir, margar sem ekki hafa komið fyrir sjónir almennings áður. „Ætli ég hafi unnið að þessari bók í tæp fimm ár með hléum,“ segir Kristín G. Guðnadóttir, sem ritar meginkafla bókarinn- ar. Henni til halds og trausts voru Silja Aðalsteinsdóttir, Gylfi Gísla- son, Arthur C. Danto, Matthías Johannessen og Eiríkur Þorláks- son. Silja fjallar um manninn og skáldið; Gylfi um teiknarann út frá sjónarhorni listamanns; Danto, sem er heimskunnur bandarískur listheimspeking- ur, um Kjarval séð með augum útlendings; Matthías skrifar út frá persónulegum kynnum sínum af meistaranum og Eiríkur rit- stýrir æviannál og skrám. „Bókin byggir á nýjum rann- sóknum,“ segir Kristín. „Við nýtt- um okkur efni sem hefur aldrei verið notað áður og bregður ljósi á marga þætti í lífi hans sem áður voru ekki þekktir. Það er því dregin upp ný heildarmynd af honum sem manni og listamanni sem er að vissu leyti öðruvísi en við töldum.“ Kristín hafði lengið unnið á Kjarvalsstöðum og stúderað list Kjarvals þegar Einar Matthías- son hjá Nesútgáfunni kom að máli við hana og lagði til að þau gæfu út viðamikla bók um hann. „Hann átti frumkvæðið að þessari útgáfu og ég er mjög ánægð og stolt yfir því hvað hann lagði mikinn metn- að í hana.“ Kristín segir að ógjörningur sé að áætla hversu mikil vinna hafi farið í gerð bókarinnar, en hún var aldrei við það að fallast hend- ur. „Kjarval er svo spennandi listamaður. Það er alltaf hægt að koma auga á eitthvað nýtt í verk- um hans og það hvetur mann til að halda áfram. Þótt hann sé sá myndlistarmaður sem Íslending- ar þekkja best, á hann tvímæla- laust enn þá erindi.“ bergsteinn@frettabladid.is Alltaf eitthvað nýtt í Kjarval MÁLVERK EFTIR KJARVAL Bókin er byggð á nýjum rannsóknum og Kristín segir að margt nýtt komi í ljós um Kjarval. HALLDÓR GUÐMUNDSSON > SKRIFAR UM BÓKMENNTIR „Allir Svíar eru kommar, hommar eða aumingjar, teik jor pikk. Margir meiraðsegja kommar og hommar og aum- ingjar. Fyrir utan Ingemar Stenmark auðvitað.“ -Það vefst ekkert fyrir löggutuddanum Guðna í Blóðbergi Ævars Arnar Jósepssonar. > Bók vikunnar Auður Eir - Sólin kemur alltaf upp á ný. Edda Andrésdóttir ræðir við Auði Eir Vilhjálmsdótt- ur, fyrstu konuna sem hlaut prestsvígslu á Íslandi, í þessari bráðskemmti- legu bók. Það er óhætt að segja að Auður Eir kunni að segja frá þannig að saga hennar rennur ákaflega ljúflega. Bókin um Harry Potter og Blendingsprinsinn er mest selda bókin á Íslandi þessa dagana en í síðustu viku velti galdrastrákurinn sjálfum Arnaldi Indriðasyni og Vetrarborginni úr efsta sæti sölulista Félagsvísindastofnunar og Morgunblaðsins sem byggir á könnun á öllum helstu bóksölustöðum landsins. Bókaútgáfan Bjartur greinir frá þessu á heimasíðu sinni og þar á bæ ríkir vitaskuld mikil gleði þar sem það er vissulega meira en að segja það að skáka Arnaldi. Harry Potter ógnar þó Arnaldi ekki á aðallista sölubóka hjá Penn- anum - Eymundssyni og Máli og menningu en ástæðan er einfaldlega sú að barna- bækur eru ekki teknar inn á aðallistann. Harry er þó að sjálfsögðu á toppi barna- bókalistans en nú þegar er búið að dreifa 10.000 eintökum af bókinni í verslanir. Það á svo væntanlega ekki eftir að draga úr eftirspurn- inni að fjórða bíómyndin um Harry, Harry Potter og eldbikarinn, var frumsýnd á Íslandi um helgina. Gagn- rýnendur eru almennt sammála um að hér sé á ferðinni besta Harry Potter myndin hingað til sem þarf ekki að koma á óvart þar sem doðrantur J. K. Rowling um Harry og eldbikarinn er ákaflega safarík og bitastæð lesning. Hvað áðurnefndan aðallista sölubóka hjá Pennanum snertir er Arnaldur Indriðason enn í efsta sæti með Vetrarborgina en á hæla honum kemur ævisaga Jóns Ólafssonar skráð af Einari Kárasyni og því næst ævisaga Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur eftir Eddu Andrésdóttur. Hallgrímur Helgason er í fimmta sæti með Rokland og Yrsa Sigurðardóttir fylgir honum með spennusögunni Þriðja tákninu. Harry Potter tekur flugið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.