Fréttablaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 2
2 27. nóvember 2005 SUNNUDAGUR ������ ����������� ������������ ������������������� ������������������� ��������������������� ���������������� �������������������� � ����������������������������������� ������������������������� ��������������� ���������� METSÖLULISTI EYMUNDSSON barnabækur / 9. nóv BERLÍN, AP Angela Merkel, kansl- ari Þýskalands, lét hafa eftir sér í gær að hún vonaðist til að sýna Þjóðverjum „ljósið við enda ganganna“ er hin nýja ríkisstjórn hennar einhendir sér í að snúa gangi efnahagslífsins aftur til betri vegar. Merkel tjáði götublaðinu Bild að hún ætlaðist til að stjórnin, samsteypustjórn íhalds- og jafn- aðarmanna, yrði dæmd af verk- um sínum, einkum hvernig henni tækist til við að draga úr atvinnu- leysinu, sem nú er um ellefu pró- sent í þessu mesta efnahagsveldi Evrópu. ■ Merkel um framhaldið: Ljós við enda ganganna „Í GÓÐUM HÖNDUM“ Merkel kanslari stappar stálinu í þjóð sína á iðnþingi í Düsseldorf á föstudag. MYND/AP GARÐABÆR Félagsmálaráðuneyt- ið hefur úrskurðað að ekki sé hægt að staðhæfa að Jón Ottó Guðmundsson, fulltrúi Sjálf- stæðisflokks í skipulagsnefnd Garðabæjar, hafi verið vanhæf- ur til að taka þátt í breytingu á aðalskipulagi í Urriðaholti, landi í eigu styrktar- og líknarsjóðs Oddfellow-reglunnar, í vor þó að hann sé virkur félagi í Oddfellow og hafi gegnt þar efstu embætt- um, meðal annars í umræddum sjóði. Ráðuneytið segir jafnframt að hagsmunir reglunnar tengist afgreiðslu skipulagstillögunnar. Það sé hlutverk skipulagsnefnd- ar að meta hvort seta mannsins í Oddfellow-reglunni og þátttaka hans í ákvörðunum skipulags- nefndar um Urriðaholt rekist á. Skipulagsnefndin hefði á fundi sínum átt að úrskurða um hæfi mannsins til að taka þátt í ákvörð- uninni áður en hún var tekin. Skipulagi í Urriðaholti var breytt með skömmum fyrirvara í vor þannig að bæjarvernd var felld niður og 27 hektara svæði, sem fram að þessu hafði notið bæjarverndar og verið skráð á náttúruminjaskrá, var breytt í þjónustusvæði. Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar, telur að afstaða Jóns Ottós hafi getað ráðið úrslitum í málinu en afgreiðsla málsins hafi mikil fjárhagsleg áhrif á styrktar- og líknarsjóðs Oddfellow-reglunnar. Þetta kemur fram í kæru Tryggva til félagsmálaráðuneyt- isins. Þar kemur einnig fram að skipulagið hafi verið afgreitt í bæjarstjórn Garðabæjar tveimur dögum eftir fund skipulagsnefnd- ar. Tryggvi telur því að bæjar- stjórn hafi ætlað sér skamman tíma til að setja sig inn í þær efnislegu athugasemdir sem hafi komið fram og því hafi öll efn- isleg umfjöllun um málið verið á forræði skipulagsnefndar ef marka megi fundargerð. Í Urriðaholti er fyrirhugað að reisa byggingar fyrir sex til sjö stórverslanir, þar á meðal Ikea-verslun og stærstu bygg- ingavöruverslun landsins, tólf þúsund fermetrar að stærð. Talið er að samningar við Byko séu á lokastigi en áður hafði verið gert ráð fyrir að þýska byggingavöru- verslunin Bauhaus yrði þarna með starfsemi sína. ghs@frettabladid.is Nefndarmaður sat báðum megin borðs Nefndarmaður í skipulagsnefnd Garðabæjar gæti hafa verið vanhæfur til að taka þátt í breytingu á aðalskipulagi í Urriðaholti, sem er í eigu sjóðs Oddfellow- reglunnar. Um það er þó ekki hægt að fullyrða, þó hann sitji í stjórn sjóðsins. URRIÐAHOLT Bæjarvernd í Urriðaholti var felld niður í vor og svæði sem hafði verið skráð á náttúruminjaskrá var breytt í þjónustusvæði. Framkvæmdastjóri Landverndar telur það hagsmunaárekstur að virkur félagi í Oddfellow-reglunni, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í skipu- lagsnefnd, hafi tekið þátt í ákvörðun nefndarinnar en svæðið er að níutíu prósentum í eigu Oddfellow.������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� SPURNING DAGSINS Magnús Geir, hvað gerir Full- komið brúðkaup? „Fimm þúsund ánægðir brúðkaups- gestir.“ Leikfélag Akureyrar sýnir nú leikritið Full- komið brúðkaup við gríðarlegar vinsældir nyrðra og hafa nú fimm þúsund manns séð uppsetninguna. Magnús Geir Þórðarson er leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og jafn- framt leikstjóri verksins. ELDRI BORGARAR Fimm Alþingis- menn sátu undir kraftmiklum ádeilum eldri borgara á afar fjölmennum fundi um kjara- og hagsmunamál eftirlaunaþega í Reykjavík gær. „Þetta var góður fundur, það var fullt út að dyrum, fólk kom með mjög mikið af fyrirspurnum og deildi mikið á stjórnvöld fyrir háa skatta, skerðingar á lífeyri, lágar lífeyrisgreiðslur, slæman aðbúnað á heimilum aldraðra og svo framvegis,“ segir Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, en félagið og Landssamband eldri borgara efndu til fundarins. Alþingismennirnir Ásta Möll- er, Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir, Guðjón Kristjáns- son, Sæunn Stefánsdóttir og Ögmundur Jónasson mættu á fundinn og kom fátt á óvart í svörum þeirra við fyrirspurnum fundarmanna. „Mér fannst þeir nú ekki gefa nein loforð beinlínis, en stjórnar- andstaðan taldi skatta vera allt of háa og skerðingar allt of mikl- ar, og það þyrfti að bæta hag aldraðra almennt. Þeir sem sitja í stjórn reyndu auðvitað að bera í bætifláka fyrir sinn málstað, eins og gengur,“ segir Margrét. - smk Fundað um kjara- og hagsmunamál eldri borgara: Yfir 200 eldri borgarar funda Stútar við stýri Tveir ölvaðir öku- menn létu til sín taka á Húsavík og nágrenni í fyrrinótt. Annar þeirra ók út af í Fnjóskadal þar sem hann var handtek- inn en hinn hélt sig innanbæjar. Ekið á í hálku Tveir minniháttar árekstrar urðu á Akureyri á laugardag enda er lúmsk hálka á götunum. Sem betur fer urðu ekki slys á fólki og öku- tækin eru lítið skemmd. Ók ölvaður úr sumarbústaðnum Einn var tekinn fyrir ölvunarakstur í sumarbústaðalandinu Einarsstöð- um skammt frá Egilsstöðum. Sá var stöðvaður í reglubundnu eftirliti en aðrir ökumenn voru til fyrirmyndar. Brotist inn í bíla Mikið var um innbrot í bíla í Reykjavík í gær og var tilkynnt um átta slík tilvik vítt og breitt um bæinn. Ránsfengurinn var aðallega hljómflutningstæki og geisladiskar. Veifaði hnífi í annarlegu ástandi Karlmaður var handtekinn Í Árbæn- um í fyrrakvöld þar sem hann veifaði hnífi innandyra í samkvæmi. Hann var í annarlegu ástandi og var fluttur í fanga- geymslur og yfirheyrður seinnipartinn í gær. Bakkaði á lögreglubíl Einn ökumaður var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt grunaður um ölvunarakstur. Ekki þurfti að stöðva þann ökumann eða eltast við hann um götur borgarinnar þar sem hann bakkaði í ógáti á lögreglubíl. Við nánari athugun reyndist maðurinn ölvaður. LÖGREGLUFRÉTTIR HOLLAND, AP Snjó kyngdi niður víða um Evrópu í gær. Almenningssam- göngur lömuðust auk þess sem þó nokkrir fórust í bílslysum vegna mikillar hálku. Skíðabrekkur í Belgíu og Þýska- landi voruðu opnaðar á ný eftir hátt í þrjátíu sentimetra snjófall yfir nóttina. Eiffel-turninn í París var jafnframt lokaður ferðamönnum í fjórar klukkustundir vegna þess að þrepin upp turninn þóttu of hál. - fb Veðurhamur í Evrópu: Eiffel-turninn lokaður DUBAI, AP Tuttugu og tveir samkyn- hneigðir arabískir karlmenn voru handteknir í fjöldabrúðkaupi sam- kynhneigðra í Dubai, höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæm- anna. Verði þeir fundnir sekir eiga þeir yfir höfði sér hormóna- meðferð, fimm ára fangelsisvist og hýðingu fyrir athæfi sitt. Samkynhneigð hegðun á almannafæri er bönnuð sam- kvæmt lögum í Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum. Yfirvöld í landinu óttast að fjöldabrúðkaup samkynhneigðra séu orsök auk- inna vestrænna áhrifa í landinu og reyna þau nú allt til að stöðva þessa þróun. - fb Brúðkaup samkynhneigðra: Fjöldi homma handtekinn HITI Í FÓLKI Rúmlega 200 eldri borgarar mættu á almennan fund sem Landssam- band eldri borgara og Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni efndu til í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM TRYGGVI FELIXSON Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar, sendi kæru til félagsmála- ráðuneytisins vegna svæðis á náttúru- minjaskrá. Úrskurður liggur nú fyrir. MENGUN Mikil rykmengun hefur mælst í Reykjavík síðustu daga, að sögn Lúðvíks Gústafssonar hjá mengunarvarnasviði Umhverfis- sviðs. Mest varð mengunin á álagstímum í umferðinni, en þá fór hún yfir 500 míkrógrömm á rúm- metra. Veður hefur verið þurrt og stillt og margir á nagladekkjum sem auka enn á mengunina. „Ástandið í kringum helstu umferðaræðar borgarinnar var ekki gott þegar umferðin var sem mest enda sást mengunin greini- lega,“ segir Lúðvík. Hún fór þó ekki yfir hættu- mörk, enda var aðeins um tíma- bundna toppa að ræða. Síðasta sólarhringinn eða svo hefur loftvogin staðið hátt hér á landi, að sögn Einars Sveinbjörns- sonar verðurfræðings. Þannig mældist loftþrýstingur 1.048 hektó-pasköl í Bolungarvík á miðvikudagskvöld. Er það hæsta staða loftvogar hérlendis síðan í apríl 1991, en þá sýndu loftvogir allt að 1.050 hPa. Hár loftþrýstingur að þessu sinni er af völdum öflugs og víð- áttumikils háþrýstisvæðis sem undanfarna daga hefur verið suð- vestur og vestur af Íslandi. Það er nú farið að gefa sig og eftir helgi er því spáð að öllu hefðbundn- ari lægðir verði búnar að leysa háþrýstisvæðið af hólmi, sam- kvæmt upplýsingum Einars. - jss Nagladekk og stillur hafa sín áhrif í þéttbýlinu: Mikil rykmengun í borginni UMFERÐ Í REYKJAVÍK Á álagstímum hefur rykmengun í Reykjavík farið yfir 500 míkró- grömm á rúmmetra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.