Fréttablaðið - 27.11.2005, Side 2

Fréttablaðið - 27.11.2005, Side 2
2 27. nóvember 2005 SUNNUDAGUR ������ ����������� ������������ ������������������� ������������������� ��������������������� ���������������� �������������������� � ����������������������������������� ������������������������� ��������������� ���������� METSÖLULISTI EYMUNDSSON barnabækur / 9. nóv BERLÍN, AP Angela Merkel, kansl- ari Þýskalands, lét hafa eftir sér í gær að hún vonaðist til að sýna Þjóðverjum „ljósið við enda ganganna“ er hin nýja ríkisstjórn hennar einhendir sér í að snúa gangi efnahagslífsins aftur til betri vegar. Merkel tjáði götublaðinu Bild að hún ætlaðist til að stjórnin, samsteypustjórn íhalds- og jafn- aðarmanna, yrði dæmd af verk- um sínum, einkum hvernig henni tækist til við að draga úr atvinnu- leysinu, sem nú er um ellefu pró- sent í þessu mesta efnahagsveldi Evrópu. ■ Merkel um framhaldið: Ljós við enda ganganna „Í GÓÐUM HÖNDUM“ Merkel kanslari stappar stálinu í þjóð sína á iðnþingi í Düsseldorf á föstudag. MYND/AP GARÐABÆR Félagsmálaráðuneyt- ið hefur úrskurðað að ekki sé hægt að staðhæfa að Jón Ottó Guðmundsson, fulltrúi Sjálf- stæðisflokks í skipulagsnefnd Garðabæjar, hafi verið vanhæf- ur til að taka þátt í breytingu á aðalskipulagi í Urriðaholti, landi í eigu styrktar- og líknarsjóðs Oddfellow-reglunnar, í vor þó að hann sé virkur félagi í Oddfellow og hafi gegnt þar efstu embætt- um, meðal annars í umræddum sjóði. Ráðuneytið segir jafnframt að hagsmunir reglunnar tengist afgreiðslu skipulagstillögunnar. Það sé hlutverk skipulagsnefnd- ar að meta hvort seta mannsins í Oddfellow-reglunni og þátttaka hans í ákvörðunum skipulags- nefndar um Urriðaholt rekist á. Skipulagsnefndin hefði á fundi sínum átt að úrskurða um hæfi mannsins til að taka þátt í ákvörð- uninni áður en hún var tekin. Skipulagi í Urriðaholti var breytt með skömmum fyrirvara í vor þannig að bæjarvernd var felld niður og 27 hektara svæði, sem fram að þessu hafði notið bæjarverndar og verið skráð á náttúruminjaskrá, var breytt í þjónustusvæði. Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar, telur að afstaða Jóns Ottós hafi getað ráðið úrslitum í málinu en afgreiðsla málsins hafi mikil fjárhagsleg áhrif á styrktar- og líknarsjóðs Oddfellow-reglunnar. Þetta kemur fram í kæru Tryggva til félagsmálaráðuneyt- isins. Þar kemur einnig fram að skipulagið hafi verið afgreitt í bæjarstjórn Garðabæjar tveimur dögum eftir fund skipulagsnefnd- ar. Tryggvi telur því að bæjar- stjórn hafi ætlað sér skamman tíma til að setja sig inn í þær efnislegu athugasemdir sem hafi komið fram og því hafi öll efn- isleg umfjöllun um málið verið á forræði skipulagsnefndar ef marka megi fundargerð. Í Urriðaholti er fyrirhugað að reisa byggingar fyrir sex til sjö stórverslanir, þar á meðal Ikea-verslun og stærstu bygg- ingavöruverslun landsins, tólf þúsund fermetrar að stærð. Talið er að samningar við Byko séu á lokastigi en áður hafði verið gert ráð fyrir að þýska byggingavöru- verslunin Bauhaus yrði þarna með starfsemi sína. ghs@frettabladid.is Nefndarmaður sat báðum megin borðs Nefndarmaður í skipulagsnefnd Garðabæjar gæti hafa verið vanhæfur til að taka þátt í breytingu á aðalskipulagi í Urriðaholti, sem er í eigu sjóðs Oddfellow- reglunnar. Um það er þó ekki hægt að fullyrða, þó hann sitji í stjórn sjóðsins. URRIÐAHOLT Bæjarvernd í Urriðaholti var felld niður í vor og svæði sem hafði verið skráð á náttúruminjaskrá var breytt í þjónustusvæði. Framkvæmdastjóri Landverndar telur það hagsmunaárekstur að virkur félagi í Oddfellow-reglunni, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í skipu- lagsnefnd, hafi tekið þátt í ákvörðun nefndarinnar en svæðið er að níutíu prósentum í eigu Oddfellow.������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� SPURNING DAGSINS Magnús Geir, hvað gerir Full- komið brúðkaup? „Fimm þúsund ánægðir brúðkaups- gestir.“ Leikfélag Akureyrar sýnir nú leikritið Full- komið brúðkaup við gríðarlegar vinsældir nyrðra og hafa nú fimm þúsund manns séð uppsetninguna. Magnús Geir Þórðarson er leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og jafn- framt leikstjóri verksins. ELDRI BORGARAR Fimm Alþingis- menn sátu undir kraftmiklum ádeilum eldri borgara á afar fjölmennum fundi um kjara- og hagsmunamál eftirlaunaþega í Reykjavík gær. „Þetta var góður fundur, það var fullt út að dyrum, fólk kom með mjög mikið af fyrirspurnum og deildi mikið á stjórnvöld fyrir háa skatta, skerðingar á lífeyri, lágar lífeyrisgreiðslur, slæman aðbúnað á heimilum aldraðra og svo framvegis,“ segir Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, en félagið og Landssamband eldri borgara efndu til fundarins. Alþingismennirnir Ásta Möll- er, Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir, Guðjón Kristjáns- son, Sæunn Stefánsdóttir og Ögmundur Jónasson mættu á fundinn og kom fátt á óvart í svörum þeirra við fyrirspurnum fundarmanna. „Mér fannst þeir nú ekki gefa nein loforð beinlínis, en stjórnar- andstaðan taldi skatta vera allt of háa og skerðingar allt of mikl- ar, og það þyrfti að bæta hag aldraðra almennt. Þeir sem sitja í stjórn reyndu auðvitað að bera í bætifláka fyrir sinn málstað, eins og gengur,“ segir Margrét. - smk Fundað um kjara- og hagsmunamál eldri borgara: Yfir 200 eldri borgarar funda Stútar við stýri Tveir ölvaðir öku- menn létu til sín taka á Húsavík og nágrenni í fyrrinótt. Annar þeirra ók út af í Fnjóskadal þar sem hann var handtek- inn en hinn hélt sig innanbæjar. Ekið á í hálku Tveir minniháttar árekstrar urðu á Akureyri á laugardag enda er lúmsk hálka á götunum. Sem betur fer urðu ekki slys á fólki og öku- tækin eru lítið skemmd. Ók ölvaður úr sumarbústaðnum Einn var tekinn fyrir ölvunarakstur í sumarbústaðalandinu Einarsstöð- um skammt frá Egilsstöðum. Sá var stöðvaður í reglubundnu eftirliti en aðrir ökumenn voru til fyrirmyndar. Brotist inn í bíla Mikið var um innbrot í bíla í Reykjavík í gær og var tilkynnt um átta slík tilvik vítt og breitt um bæinn. Ránsfengurinn var aðallega hljómflutningstæki og geisladiskar. Veifaði hnífi í annarlegu ástandi Karlmaður var handtekinn Í Árbæn- um í fyrrakvöld þar sem hann veifaði hnífi innandyra í samkvæmi. Hann var í annarlegu ástandi og var fluttur í fanga- geymslur og yfirheyrður seinnipartinn í gær. Bakkaði á lögreglubíl Einn ökumaður var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt grunaður um ölvunarakstur. Ekki þurfti að stöðva þann ökumann eða eltast við hann um götur borgarinnar þar sem hann bakkaði í ógáti á lögreglubíl. Við nánari athugun reyndist maðurinn ölvaður. LÖGREGLUFRÉTTIR HOLLAND, AP Snjó kyngdi niður víða um Evrópu í gær. Almenningssam- göngur lömuðust auk þess sem þó nokkrir fórust í bílslysum vegna mikillar hálku. Skíðabrekkur í Belgíu og Þýska- landi voruðu opnaðar á ný eftir hátt í þrjátíu sentimetra snjófall yfir nóttina. Eiffel-turninn í París var jafnframt lokaður ferðamönnum í fjórar klukkustundir vegna þess að þrepin upp turninn þóttu of hál. - fb Veðurhamur í Evrópu: Eiffel-turninn lokaður DUBAI, AP Tuttugu og tveir samkyn- hneigðir arabískir karlmenn voru handteknir í fjöldabrúðkaupi sam- kynhneigðra í Dubai, höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæm- anna. Verði þeir fundnir sekir eiga þeir yfir höfði sér hormóna- meðferð, fimm ára fangelsisvist og hýðingu fyrir athæfi sitt. Samkynhneigð hegðun á almannafæri er bönnuð sam- kvæmt lögum í Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum. Yfirvöld í landinu óttast að fjöldabrúðkaup samkynhneigðra séu orsök auk- inna vestrænna áhrifa í landinu og reyna þau nú allt til að stöðva þessa þróun. - fb Brúðkaup samkynhneigðra: Fjöldi homma handtekinn HITI Í FÓLKI Rúmlega 200 eldri borgarar mættu á almennan fund sem Landssam- band eldri borgara og Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni efndu til í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM TRYGGVI FELIXSON Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar, sendi kæru til félagsmála- ráðuneytisins vegna svæðis á náttúru- minjaskrá. Úrskurður liggur nú fyrir. MENGUN Mikil rykmengun hefur mælst í Reykjavík síðustu daga, að sögn Lúðvíks Gústafssonar hjá mengunarvarnasviði Umhverfis- sviðs. Mest varð mengunin á álagstímum í umferðinni, en þá fór hún yfir 500 míkrógrömm á rúm- metra. Veður hefur verið þurrt og stillt og margir á nagladekkjum sem auka enn á mengunina. „Ástandið í kringum helstu umferðaræðar borgarinnar var ekki gott þegar umferðin var sem mest enda sást mengunin greini- lega,“ segir Lúðvík. Hún fór þó ekki yfir hættu- mörk, enda var aðeins um tíma- bundna toppa að ræða. Síðasta sólarhringinn eða svo hefur loftvogin staðið hátt hér á landi, að sögn Einars Sveinbjörns- sonar verðurfræðings. Þannig mældist loftþrýstingur 1.048 hektó-pasköl í Bolungarvík á miðvikudagskvöld. Er það hæsta staða loftvogar hérlendis síðan í apríl 1991, en þá sýndu loftvogir allt að 1.050 hPa. Hár loftþrýstingur að þessu sinni er af völdum öflugs og víð- áttumikils háþrýstisvæðis sem undanfarna daga hefur verið suð- vestur og vestur af Íslandi. Það er nú farið að gefa sig og eftir helgi er því spáð að öllu hefðbundn- ari lægðir verði búnar að leysa háþrýstisvæðið af hólmi, sam- kvæmt upplýsingum Einars. - jss Nagladekk og stillur hafa sín áhrif í þéttbýlinu: Mikil rykmengun í borginni UMFERÐ Í REYKJAVÍK Á álagstímum hefur rykmengun í Reykjavík farið yfir 500 míkró- grömm á rúmmetra.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.