Fréttablaðið - 10.12.2005, Side 60

Fréttablaðið - 10.12.2005, Side 60
 10. desember 2005 LAUGARDAGUR36 Gætið ykkar Þegar jólabókaflóðið skall á skerj- um landsins í fyrra lá Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur á sjúkrabeði að jafna sig eftir skurð- aðgerð á öxl. Á meðan hann var rúmfastur gafst honum tækifæri til að fylgjast vel með íslenskri menningarumræðu. Fullvel, að mati Eiríks Guðmundssonar, bókmenntafræðings og umjón- armanns menningarþáttarins Víðsjár á Rás eitt til langs tíma. Afrakstur sjúkralegunnar birtist í lokakafla nýútkominnar bókar Sigurðar Gylfa, Sjálfssögur – Minni, minningar og saga. Þar gagnrýnir hann íslenska menn- ingarumfjöllun harðlega, sér í lagi téðan Eirík. „Mér finnst menningarrýnin hafa orðið undir hér á landi, eins og hún hafi lent í einhvers konar hringiðu sem hún ræður ekki við,“ segir Sigurður Gylfi. „Það eru sérkennilegir hlutir að gerast í umfjöllun um rit og bækur og mikil átök um athyglina og það hvarflar ekki að mér annað en að menningarrrýni sé hluti af þeim átökum og valdablokkum sem hafa myndast. Eiríkur brást Í Sjálfssögum er Sigurður Gylfi á svipuðum slóðum og í Fortíð- ardraumum, sem kom út í fyrra, þar sem fjallað er um sjálfsbók- menntir eins og sjálfsævisögur, endurminningarit, samtalsbækur, ævisögur þær settar í margvíslegt samhengi, til dæmis menningar- legt, pólitískt og efnahagslegt. Í Fortíðardraumum fjallaði Sigurður Gylfi um „Stóra-Hann- esarmálið“, sem hann kallar svo og vísar til umræðunnar um fyrsta bindi ævisögu Halldórs Laxness eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. „Í því var tekist á um Nóbelsskáldið og þar komu inn fjölmargir þættir sem höfðu ekk- ert með verkið sem slíkt að gera, til dæmis að Hannes Hólmsteinn er pólitísk fígúra og í vinfengi við þáverandi forsætisráðherra. Inn í þetta blandast líka fræðileg sjón- armið sem vissulega skipta mál, en þegar litið er á „Stóra Hannes- ar-málið“ og meðferð þess er ljóst að það sprakk í höndunum á menn- ingarrýnunum.“ Sigurður veltir því fyrir sér hvers vegna Eiríkur Guðmunds- son hafi lýst því yfir opinberlega í fyrra að Hannesarmálið væri orðið óáhugavert og í raun dautt. „Á sama tíma var ævisaga Halldórs Laxness eftir nafna hans Guðmundsson að koma út – mótvægi við bók Hannesar. Bók Halldórs var hafinn upp til skýj- anna og fékk lof sem hún stóð engan veginn undir að mínu viti. Þetta er dæmigerð íslensk ævi- saga; vissulega vönduð, en fjarri því að vera tímamótaverk eins og haldið var fram. Þarna var verið að takast á um hvernig maður eins og Halldór Laxness varð til, hvernig mann við vildum lesa um og hvernig hans yrði minnst. Þá lýsir Eiríkur Guðmundsson því yfir að málið sé steindautt, þegar það var sprellifandi bara í þessum tilteknu atriðum.“ „Bravó Bragi!“ Þá er umfjöllun um skáldsögu Braga Ólafssonar, Samkvæmi- sleiki, sem kom út í fyrra, Sigurði hugleikin og enn beinir hann spjót- um sínum að Eiríki. „Menningar- rýni á að hefja sig yfir dægurþras um þýðingarlaust fyrirbæri á borð við markaðsverðlaun bókaútgef- enda og beina henni inn á ný svið. Eiríkur gerðist hins vegar sérleg- ur málsvari þess að bók Braga ætti skilið tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og mætti í spjallþætti þar sem hann sparaði ekki lýsingarorðin.“ Sigurður kveðst ekki gera att- hugasemdir við það að Eiríkur hafi verið hrifinn af Samkvæmi- sleikjum; umfjöllunin hafi hins vegar ekki verið gagnrýnin. „Umfjöllunin gekk öll út á upp- hrópanir á borð við „Bravó Bragi!“ og hneykslan yfir að hún skyldi ekki vera tilnefnd til verðlauna. Eiríkur átti að fjalla um verkið á krítískum nótum því það býður upp á mikla umræðu um menn- ingarlegt, fagurfræðilegt og bók- menntafræðilegt efni hennar. Það var látið vera en umræðunni hins vegar beint í undarlega farveg.“ Á þessum tímapunkti fannst Sigurði Eiríkur vera farinn að ganga erinda einhverra ótiltekinna afla í samfélaginu. „Það er algengt að menn falli í þessa gryfju og það geta verið mörg sjónarhorn sem ráða, fagurfræði, pólitík eða hagsmunir bókaforlaga svo fátt sé nefnt, en það þýðir að tiltek- in verk eru lesin með ákveðnum gleraugum og útkoman kemur lesandanum ekkert endilega við.“ Hvað er í gangi? Það er ekki ofrausn, að mati Sigurðar, að persónugera íslenska menningarrýni í Eiríki Guðmunds- syni. „Ég geri það vegna þess að ég hef mesta trú á honum. Ég varð hins vegar fyrir vonbrigðum með Eirík á þessum tímapunkti og hugsaði með mér að ef hann væri að bregðast væri kominn tími til að standa upp og benda á það.“ Enn nefnir Sigurður bók Hall- dórs Guðmundssonar um Laxness máli sínu til stuðnings. „Ég get skilið að að margir hafi hrifist af bókinni, en hún stóð ekki undir miklu af því lofi sem hún fékk og þegar ekki heyrist ein gagnrýnisrödd vil ég að maður á borð við Eirík staldri við og spyrji; Hvað er í gangi? Við þurf- um menningarrýni sem þorir að taka á hlutunum og sneiða fram hjá valdabaráttunni, hvar sem hún liggur. Þess vegna finnst mér mikilvægt að gera kröfu til manns eins og Eiríks um að hann skapi sér sjálfstæða rödd eins og hann hefur gert lengst af. Ég er ekki rétti maðurinn til að koma með praktíska lausn á vandanum. Ég er bara að segja: Gætið ykkar! Ekki lenda í hringiðu sem þið ráðið ekki við.“ Tebollaskjálfti „Mér finnst þetta óttalegur tebollaskjálfti,“ segir Eiríkur Guðmundsson bókmenntafræð- ingur. „Ég skil ekki alveg hvað hangir á spýtunni því ef Sigurð- ur Gylfi hefur einhvern áhuga á því sem mestu skiptir, ætti hann að vita að íslensk samtímaum- ræða í fjölmiðlum er ekki nær- ingaríkasta fæða í heimi. Það er dapurlegt ef hámenntaður maður eins og Sigurður hefur ekki áhuga á öðru en menningarlegum yfir- ráðum og hann vera kominn býsna langt frá bræðrunum á Ströndum, þeim Halldóri og Nilla, hverra dagbækur hann gaf út fyrir fáein- um árum, og var sómi af. Þar var sannarlega eitthvað sem skipti máli.“ Það er ekki öfundsvert hlut- skipti að fá ævisögu eftir Hannes Hólmstein á heilann, telur Eiríkur. „Það var búið að sýna fram á að vinnubrögðum Hannesar var ábótavant og ríflega það og hann meira að segja sjálfur búinn að viðurkenna mistök. Það var til einskis að þjarka áfram á opinber- um vettvangi um aðferðir, hugtök og heiti í sagnfræði. „Stóra-Hann- esarmálið“, sem Sigurður Gylfi kallar svo – nafngiftin ein og sér er pínulítið hlægileg – var dautt þegar ég sagði að það væri dautt. Háskólinn átti að taka á því máli og leiða það til lykta en það er ekki hægt að segja að um ævi- sögu Hannesar hafi sprottið frjó umræða.“ Það sem máli skiptir Eiríkur viðurkennir að hafa vissu- lega þótt leitt að Samkvæmisleik- ir Braga Ólafssonar skyldu ekki hafa verið tilnefndir til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í fyrra. „Það er auðvitað fánýt umræða út af fyrir sig að karpa um slíkt, en það er ekki hægt að líta fram hjá því að verðlaunin fá mikla athygli. Það er bagalegt að horfa upp á afglöp eins og í fyrra við veitingu verðlauna sem kenna sig við Íslensku bókmenntaverðlaun- in og til vitnis um að þau skipta ekki lengur miklu máli í íslensku bókmenntalífi. Á það vildi ég benda.“ Eiríkur minnir á að hann vinni á fjölmiðli og það sé hluti af hans starfi að taka þátt í umræðu dags- ins og hann líti á það sem skyldu sína að benda hlustendum á það sem honum þyki vel gert. „Mér finnst að menningarum- fjöllun eigi að snúast um það sem máli skiptir, að greina kjarnann frá því hismi sem fjölmiðlum er svo gjarnt að hampa, stundum í fullgóðri samvinnu við bókaút- gefendur. Í þeim efnum styðst ég við eigin dómgreind og er engum háður, hvorki bókaútgefendum né öðrum, engum bundinn nema minni eigin sannfæringu.“ Það skýtur hins vegar skökku við, að mati Eiríks, þegar Sigurður Gylfi sakar hann um að hafa hampað Samkvæmisleikjum án rökstuðnings, því sjálfur segi Sig- urður fátt markvert um þá sögu í sinni bók. „Hann talar um að í verkinu orki margt tvímælis, siðferðilega, fagurfræðilega og jafnvel bók- menntafræðilega, en fer ekki frek- ar út í þá sálma. Samkvæmisleikir er skáldsaga sem fjallar á mjög áleitin hátt um siðferðileg efni, um ofbeldi, misnotkun, og hún gerir það á þann hátt sem skáldskap- urinn einn getur gert – ekki sagn- fræðin – og hún er þess eðlis að það er erfitt að taka efni hennar til umfjöllunar án þess að eyðileggja reynslu væntanlegra lesenda. Mér finnst Sigurður Gylfi satt best að segja kominn á hálan ís ef hann þykist geta breitt þekkingu sína á þröngu sviði yfir óskyld svið til- verunnar. Hannes Hólmsteinn er auðvitað mjög gott dæmi um slíkt, þegar hann réðst í það að skrifa ævisögu Halldórs Laxness. Með afleiðingum sem ekki er þörf að ræða frekar.“ Svimandi ímyndunarafl Eiríkur er efins gagnvart þeirri vegtyllu Sigurðar Gylfa að per- sónugera menningarumfjöllun landsins í honum. „Sigurður Gylfi beitir þessum frábæru vopnum, það er aðferða- fræði póst-módernismans eða póst-strúktúrualismans sem snýst ekki síst um vald og valdabaráttu. En frumkvöðlar á því sviði hafa yfirleitt skrifað um vald á breiðari grundvelli en manns sem tekur stundum til máls í útvarpinu. Það er dálítið eins og að nota geimskip til að fljúga til Egilsstaða.“ Þá telur Eiríkur að á köflum láti Sigurður ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur. „Hann notar sem dæmi að það kom mynd af mér í Séð og heyrt löngu fyrr – hálfur út úr mynd ef ég man rétt – og segir líka að ég hafi gerst „viljugur talsmaður Braga Ólafssonar rithöfundar og einhverra ótilgreindra markmiða í menningunni“. Þá líkir hann mér við sjálfan Jón Steinar Gunn- laugsson og til þess þarf svim- andi ímyndunarafl! Ég hefði ekki starfað hjá Rás eitt í átta ár ef ég væri sjúkur í völd.“ Hann bendir líka á að Sigurður Gylfi hefji sig ekki svo auðveld- lega yfir valdabaráttuna sem er honum svo hugleikin. „Hann talar um að um þessar mundir séu átökin um menningar- leg yfirráð hér á landi harðari en nokkru sinni fyrr. Það er dálítið stór fullyrðing, og á kannski engar rætur aðrar en í því sjóngleri sem Sigurður Gylfi skoðar veröldina í gegnum. Hann segir að helsta áskorunin fyrir þá sem leggja eitthvað til málanna í samtíma- umræðunni sé að forðast skotlínu slíkra átaka. Sjálfur gengur hann beinustu leið fyrir næstu byssu- kúlu undir lok bókar sinnar, með umfjöllun sinni um mig, Halldór Guðmundsson og fleiri. Og það hvarflar ekki að mér að veitast að honum fyrir það. Menn eiga að segja eitthvað sem máli skipt- ir, og hafa fyrir því sannfæringu. Sú valdabarátta sem ég tek þátt í snýst um fagurfræðileg viðmið, ekki um aðferðarfræði í sagn- fræði. Hún snýst um að hampa bókmenntum, fyrirbæri sem virðist ekki eiga allt of auðvelt uppdráttar nú um stundir.“ ■ �������� ��������������������������� �������������������������� ����������� ��������������������� ��� ��������������������������� ������������������������������������������������������������������������ Af valdatafli og samkvæmisleikjum Íslensk menningarumfjöllun er á villigötum segir Sigurður Gylfi Magnússon og bendir á Eirík Guðmundsson, sem hristi höfuðið og svaraði fullum hálsi þegar Bergsteinn Sigurðsson atti þeim saman. Ég varð hins vegar fyrir von- brigðum með Eirík á þessum tímapunkti og hugsaði með mér að ef hann væri að bregðast væri kominn tími til að standa upp og benda á það.“ „Stóra-Hannesarmálið“, sem Sigurður Gylfi kallar svo – nafngiftin ein og sér er pínulítið hlægileg – var dautt þegar ég sagði að það væri dautt. Ég er bara að segja: Gætið ykkar! Ekki lenda í hringiðu sem þið ráðið ekki við. Ég hefði ekki starfað hjá Rás eitt í átta ár ef ég væri sjúkur í völd.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.