Fréttablaðið - 12.12.2005, Page 2
„... er opinská, leiftrandi og
heillandi ... Hér er vissulega
um eigulega bók að ræða,
ekki aðeins fyrir aðdáendur
Lennons, heldur alla þá sem
... láta sig sögu dægurtón-
listar einhverju varða.“
Sveinn Guðjónsson, Mbl.
Frábær bók sem varpar
nýju ljósi á eina helstu
rokkstjörnu 20. aldar.
„... leiftrandi og heillandi“
SKRUDDA
Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík
s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is
www.skrudda.is
������ ��������� ���� ������
��������� �� ���������� ������ ��
������������������������������
������������������������������
���� ������ ������ ������ �����
�����������������������������
�������� ���� ��������� �������
��� ������� ��� ������� ������ ����
���� ����� �������� �������� ���
���������������������� �����
������������������������������
��� ��� ������ ����������� ������
������� �������������� ��� ����
����������������������������������
�������� ��� ���������� ���� ����
���������������������������������
������������������������������
�� ����� ��������� �����������
����� ������ �������������� �����
������������������ ����� ����
��������
���������
ALÞINGI Nú að loknu haustþingi
hefur sá þingmanna sem talað
hefur lengst staðið í ræðustól í
rúman hálfan sólarhring. Sá er
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður Vinstri hreyfingarinnar
- græns framboðs.
Ekki er loku fyrir það skotið
að kominn verði heill sólarhring-
ur hjá honum í ræðustól þegar
vorþinginu lýkur, en á föstudag
var þingfundi frestað fram til
17. janúar. Bjarni Ármannsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokks er
hins vegar sá þingmaður sem
minnst talaði á vorþinginu.
Á þeim rúmu tveimur mánuð-
um sem þingmenn höfðu til að
koma málum sínum á framfæri í
haust héldu þeir ræður úr ræðu-
stól alþingis í rúmar 180 klukku-
stundir. Þingmenn stigu rúm-
lega þrjú þúsund sinnum í pontu,
ýmist til að flytja ræður eða gera
athugasemdir við ræður annarra
þingmanna.
Steingrímur talaði í rúm-
lega 13 klukkustundir, tveimur
tímum meira en næstu menn á
listanum. Bjarni Ármannsson
talaði hins vegar í samanlagt í
20 mínútur á haustþinginu.
Mestur tími fór í að ræða fjár-
mál ríkisins, eða um 60 klukku-
stundir, en nýlokið er fjárlaga-
umræðu og þarf því ef til vill
ekki að undra þótt talað hafi
verið um peninga.
Þingmenn töluðu í rúmar 180 klukkustundir á haustþinginu:
Steingrímur talaði mest
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
Formaður vinstri grænna hefur á yfir-
standandi þingi verið duglegastur við að
stíga í pontu.
UPPLÝSINGATÆKNI „Auðvitað vilj-
um við ekki missa þessi fyrir-
tæki úr landi, það er augljóst,“
segir Valgerður Sverris dóttir
iðnaðar- og við skipta ráð herra um
að stæð ur há tækni fyrir tæk ja, en
þeim stend ur til boða marg vís leg
fyrir greið sla í öðr um lönd um vilji
þau flyt ja sig. Ný verið grein di
Jón Ágúst Þor steins son, for stjóri
Mar orku og for mað ur Sam taka
sprota fyrir tæk ja frá því að hann
hafi gef ist upp á skiln ings leysi
stjórn val da hér og ætli á nýja
árinu að flytja hluta starf semi
fyrir tæk is síns til Hali fax í Kan-
a da. Þá hefur kom ið fram að CCP,
sem framleiðir töl vu leiki, og
bú ist er við að velti um millj arði
á næsta ári, hug leiði alvar lega að
flyt ja alla sína starf semi héðan.
Við það myndu tapast 80 störf í
há tækni iðn aði.
Valgerður bendir á að nefnd
um fjár mögn un ný sköp unar fyr-
ir tæk ja sem starfi á veg um iðn að-
ar ráðu neytis ins sé við það að
skila áliti sínu. „En auð vit að veit
ég að þetta eru glæsi leg til boð
sem þessi fyrir tæki eru að fá frá
Kanada og víðar og ekki auð velt
að keppa við það. „Tillagn anna
er að vænta á næstu dög um. Ég
segi ekki að það breyti öllu, en
þá verð ur eitt hvað til á blaði um
hvernig þeir sem best þekk ja
til telja skyn sam leg ast að fara í
þessi mál,“ segir hún, en vill ekki
vera með frek ari vanga velt ur
um mögu leg ar að gerð ir fyrr en
nefnd in hefur lok ið störf um.
„En auð vit að höf um við ver ið
að legg ja okkur fram við að styð ja
við nýj ungarn ar í at vinnu líf inu,“
segir Val gerð ur og nefn ir í því
sam ban di bæði Ný sköp un ar sjóð
og Tækni þróun ar sjóð sem sett ur
var á lagg ir nar á kjör tíma bil inu.
Sá síðar nefn di hefur til um ráða
milli 400 og 500 millj ónir króna,
en hinn um 2,5 millj arða „Sem
gætu orðið 4 millj arð ar með
auka fram lagi frá fyrir tækj um.
Þetta er svona við leit ni í þá átt að
standa með þess um nýj ung um og
sprot um sem eru að vaxa upp. En
mið að við þess ar frétt ir sem við
fá um nán ast dag lega virð ist þurfa
meira til og við verð um bara að
fara yf ir það í full ri al vöru hvort
vil ji sé til að gera það.“
Þá bendir Val gerð ur á að hér
sé starfs um hverfi fyr ir tæk ja
á marg an hátt gott, mið að við
18 pró sen ta tek ju skatt og fleiri
hluti. „En auð vit að þarf, eðli
þess ara sprota fyr ir tæk ja vegna,
dá lít ið mik ið til að koma þeim
yfir þenn an erfiða fyrsta hjalla
og gam an að fylgj ast með hversu
margt skemmti legt er að ger ast
á þessu sviði. Það myn du all ir sjá
mik ið eftir þess um fyrir tækj um
ef þau létu sig hverfa, það er ekki
nokk ur spurn ing.“ Val gerð ur
seg ir hátt gengi krón unn ar
einn ig vega þungt hvað varð ar
rek str ar að stæð ur há tækni fyr-
ir tæk ja. „Krónan er eitt hvað að
veikjast og gerir áfram, en hvað
það gerist hratt veit enginn.“
olikr@frettabladid.is
Ráðherra bíður eftir
niðurstöðu nefndar
Nefnd sem fjallar um stöðu hátæknifyrirtækja er við það að ljúka störfum.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra vill bíða með yfirlýsingar um aðgerðir
þangað til. Hún segir þó ljóst að staðan sé alvarleg þegar fyrirtæki flýja land.
VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Valgerður, sem er iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir ljóst að
fyrstu skrefin séu sprotafyrirtækjum oft erfið. Myndin var tekin í lok síðasta mánaðar þegar
hún prófaði nýjan dælulykil Atlantsolíu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SLYS Bílvelta varð norðan við
vegasjoppuna Baulu rétt fyrir
klukkan þrjú í gær. Ökumann og
barn sem var í bílnum sakaði ekki
en bifreiðin er talin vera ónýt.
Vegurinn á þessum slóðum er
mjög illa farinn og þá var einnig
mikil hálka þegar slysið varð.
Bíllinn lenti í holu á veginum og
varð það til þess að ökumaður-
inn missti stjórn á bílnum og fór
hann tvær veltur.
Þá var tilkynnt um útafakstur
um klukkan tíu í gærmorgun á
Vesturlandsvegi rétt við Grund-
artanga en ökumann sakaði
ekki. - fgg
Bílvelta norðan við Baulu:
Maður og barn
sluppu ómeidd
Bílvelta í Ólafsvík Bílvelta varð á
Útnesvegi við Breið í Ólafsvík rétt fyrir
miðnætti á laugaradagskvöld. Bíllinn er
talinn vera ónýtur en ökumaðurinn var
fluttur á heilsugæslustöðina þar sem
hann fékk plástur á skurð. Hann var
síðan útskrifaður eftir rannsókn. Mikil
hálka var á veginum þegar slysið átti
sér stað.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Ölvaðir ökumenn í Reykjavík
Sjö voru teknir ölvaðir undir stýri á
götum Reykjavíkur, þrjár konur og
fjórir karlar. Sá síðasti var tekinn um tíu
leytið í gærmorgun, á leið heim eftir
næturskrallið.
ÍRAK, AP Fjölmargir Írakar sem
eru búsettir utan heimalands síns
fá á þriðjudag að kjósa í þingkosn-
ingum landsins.
Kosningarnar fara fram í Írak á
fimmtudag en atkvæði verða greidd
erlendis á þriðjudag og miðviku-
dag. Atkvæðagreiðslan fer fram
í fimmtán löndum, þar á meðal í
Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi og
Bandaríkjunum. Um ein og hálf
milljón Íraka býr utan heimalands
síns. - fb
Þingkosningar í Írak:
Brottfluttir eru
kosningabærir
LÖGREGLA Hann var nokkuð bí ræf-
inn náunginn sem stal hraða-
hindrun í Búðardal aðfaranótt
laugardags en henni var síðan
raðað upp á graskant fyrir fram-
an stjórnsýsluhús bæjarins.
Hraðahindranir sem þessar
eru enginn smásmíði því þær eru
settar saman úr fjórtán hlutum
sem eru boltaðir niður í malbakið.
Þetta hefur því verið ansi mikið
þolinmæðiverk. Lögreglan hefur
ákveðinn einstakling grunaðan
um verknaðinn og hyggst ræða
við hann á næstu dögum. -fgg
Mótmæli í Búðardal:
Hraðahindrun
flutt úr stað
LÖGREGLA Hún var heldur ófögur
sjónin sem blasti við Daða Hreins-
syni þegar hann lagði bílnum sínum
á bílastæði við húsnæði sem eitt
sinn hýsti veitingastaðinn Glóðina í
Keflavík um tvö leytið á föstudag-
inn. Sprautur og áhöld, sem notuð
eru við fíkniefnaneyslu, smokkar
og sleipiefni lágu þar fyrir allra
augum.
„Ég hringdi auðvitað strax á lög-
regluna enda var þetta slysa gildra
og hefði getað farið illa ef einhverj-
ir óvitar hefðu komist í þetta,“ segir
Daði. Viðbrögðin hjá lögreglunni
voru þó ekki eins og hann hafði
vonast eftir. „Þeir sögðust bara
ætla að skoða þetta,“ útskýrir hann.
Þegar Daði leit aftur við um kvöld-
ið var hrúgan enn á sínum stað en
morguninn eftir hafði lögreglan
loksins látið verða af því að fjar-
læga sprauturnar en smokkarnir og
sleipiefnin voru enn á sínum stað.
Hjá lögreglunni í Keflavík
fengust þær upplýsingar að mikið
hefði verið að gera þennan dag og
tilkynningin því misfarist. Þeir
hefðu tekið sprauturnar en það
væri síðan á ábyrgð húseiganda að
fjarlæga „ruslið“. -fgg
Íbúi í Reykjanesbæ er ósáttur við sein viðbrögð lögreglunnar:
Fann sprautur á bílastæði
LJÓT SJÓN Sprautur, rafmagnssnúra og
skeið var meðal þess sem Daði fann á bíla-
stæði í Keflavík. Það tók lögregluna dágóða
stund að koma og fjarlægja þetta þó um
augljósa slysagildru væri að ræða.
Jerúsalem, AP Shaul Mofaz, varn-
armálaráðherra Ísraels, hefur
sagt skilið við Likud-flokkinn og
gengið til liðs við miðflokk Ariels
Sharon forsætisráðherra.
Mofaz segir að hægri öfgamenn
hafi rænt Likud-flokknum og því
hefði hann ekki getað unað. Mofaz
var einn öflugasti leiðtogi Likud-
flokksins. Ákvörðun hans um að
breyta til kemur nokkrum vikum
eftir að skoðanakannanir sýndu
að hann væri langt á eftir Benja-
min Netanyahyu, fyrrverandi for-
sætisráðherra, og Silvian Shalom
utanríkisráðherra í baráttunni um
að verða næsta forsætisráðherra-
efni Likud-flokksins.
Varnarmálaráðherra Ísraels:
Genginn til
liðs við Sharon
SHAUL MOFAZ Varnarmálaráðherra Ísraels
hefur gengið til liðs við miðflokk Ariels
Sharon, forsætisráðherra Ísraels.
2 12. desember 2005 MÁNUDAGUR
SPURNING DAGSINS
Ólafur, er ekki komin pressa á
þig að verða herra heimur?
Tja, þegar stórt er spurt verðurw fátt
um svör.
Ólafur Geir Jónsson er herra Ísland en ung-
frú Ísland, Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, var
valin ungfrú heimur á laugardaginn.