Fréttablaðið - 12.12.2005, Side 8

Fréttablaðið - 12.12.2005, Side 8
F í t o n / S Í A Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00 SKIPT_um landslag VEGLEGI PAKKINN 200.000 kr. jólaafsláttur! Tegund Ver› me› afslætti Pathfinder XE beinskiptur 3.590.000,- Pathfinder SE beinskiptur 3.950.000,- Pathfinder SE sjálfskiptur 4.090.000,- Pathfinder LE sjálfskiptur 4.590.000,- Pathfinder LE IT 4.790.000,- N†R PATHFINDER ME‹ TVÖ HUNDRU‹ fiÚSUND KRÓNA AFSLÆTTI OG HUNDRA‹ fiÚSUND KRÓNA JÓLAGJÖF Í KAUPBÆTI. NÚ ERU SÍ‹USTU FORVÖ‹, A‹EINS ÖRFÁIR BÍLAR EFTIR! PATHFINDER JÓLA–NISSAN 300.000 KALL Í JÓLAGJÖF! SÍ‹USTU FORVÖ‹!ÖRFÁIR BÍLAR EFTIR! KAUPAUKI100.000 kr.GJAFABRÉF HJÁ 8 12. desember 2005 MÁNUDAGUR EGYPTALAND Bræðralag múslima sexfaldaði þingsætafjölda sinn í egypsku þingkosningunum sem staðið hafa yfir undanfarnar vikur og kostað hafa tíu mannslíf. Á miðvikudaginn var endahnút- urinn bundinn á egypsku kosn- ingarnar þegar kosið var um þau þingsæti sem enginn frambjóð- andi hafði fengið meirihluta til að skipa. Að sögn egypskra embætt- ismanna eru endanleg úrslit kosn- inganna á þá leið að Þjóðarflokkur Hosnis Mubarak forseta fékk 73 prósent atkvæða, frambjóðendur Bræðralags múslima 19 prósent en aðrir minna. Þingsætafjöldi Bræðralagsins hefur því sexfald- ast, þeir höfðu áður 15 sæti en nú eru þeir með 88. Átök og ofbeldi settu hins vegar svo mikinn svip á kosningarnar að AP-fréttastofan segir óháða eftir- litsmenn líta svo á að vart sé mark takandi á úrslitunum. Svo virðist sem stjórnvöld hafi skipað lög- reglu að loka kjörstöðum á þeim slóðum þar sem Bræðralagið átti hvað mestu fylgi að fagna og handtaka nærfellt þúsund manns. Til átaka kom á fjölmörgum stöð- um vegna þessa og féllu tíu kjós- endur fyrir hendi lögreglu. Bræðralagið hefur verið bann- að af stjórnvöldum um áratuga skeið en vegna þrýstings frá Vest- urlöndum hefur Mubarak veitt því meira frelsi og hafa liðsmenn þess fengið að bjóða sig fram sem óháðir frambjóðendur. Bræðra- lagið kveðst berjast fyrir löggjöf byggðri á íslam en samt segjast formælendur hennar tala fyrir mun hófsamari trúaráherslum en til dæmis þeim sem sádiarabísk stjórnvöld hafa innleitt. Bandaríkjastjórn hefur hing- að til verið treg til samskipta við Bræðralagið, bæði vegna þess að Mubarak er því svo andsnúinn og vegna hermdarverka sem liðs- menn þess eru taldir hafa staðið fyrir í gegnum tíðina. Al-Jazeera sjónvarpsstöðin hefur hins vegar eftir einum af formælendum bandaríska utanríkisráðuneytis- ins að í ljósi úrslitanna komi til greina að endurskoða þá stefnu, hugsanlega verði komið á sam- skiptum við einstaklinga innan samtakanna þótt formleg tengsl við Bræðralagið verði ekki tekin upp. Málið þykir sýna þá klemmu sem bandarísk stjórnvöld standa andspænis þegar kemur að því að eiga við hópa, eins og Hamas og Hizbollah, sem staðið hafa fyrir hryðjuverkum en vegnar jafn- framt vel á stjórnmálasviðinu og njóta lýðhylli. sveinng@frettabladid.is Sigur Bræðra- lags múslima Bráðabirgðaniðurstöður egypsku þingkosninganna benda til að Bræðralag múslima hafi hlotið fimmt- ung atkvæða. HITI Í KJÓSENDUM Þessar konur í Alexandríu fóru í kröfugöngu til stuðnings Bræðralagi múslima á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍRAN, AP Utanríkisráðuneyti Írans bauð Bandaríkjamönnum að taka þátt í byggingu kjarnorkuvers, til að slá á andstöðu við umdeilda kjarnorkuáætlun sína. „Bandaríkjamenn geta tekið þátt í alþjóðlegu útboði á byggingu nýs kjarnorkuvers, fari þeir eftir eðli- legum stöðlum og gæðaeftirliti,“ sagði talsmaður Íransstjórnar. Óvíst er hvernig Bandaríkjamenn svara boðinu í ljósi einhliða við- skiptabanns Bandaríkjanna á Íran. Bandaríkjamenn óttast að Íranir séu að reyna koma sér upp kjarn- orkuvopnum sem Íranar þvertaka fyrir. Samningaviðræður Evrópu- landa og Írans, þar sem markmiðið er að stöðva frekari kjarnorkupp- byggingu landsins, hefjast aftur 21. desember, en þær leystust upp í ágúst síðastliðnum. ■ Kjarnorkuáætlun Írana: Bandaríkjamenn eru velkomnir GHOLAMREZA AGHAZADEH Formaður kjarnorkusamtaka Írans segir að Íransstjórn muni ekki stöðva starfsemi sína þrátt fyrir utanaðkomandi þrýsting ÍTALÍA, AP Stjórnvöld á Ítalíu vís- uðu tveimur Norður-Afríkubúum sem þau töldu hættulega úr landi um helgina. Þar á meðal var einn sem tvisvar hefur verið sýknaður af ákærum um hryðjuverk, Mar- okkóbúinn Mohamed Daki. Daki og Túnisbúanum Gharsell- aoui Mohamed Akremi var vísað úr landi í samræmi við nýja hryðjuverkalöggjöf Ítala, sem heimilar tafarlausan brottrekstur þeirra sem innanríkisráðuneytið metur hættulega, þótt sekt þeirra sannist ekki fyrir dómstólum. Daki var handtekinn í bænum Reggio Emilia á laugardag og flogið með hann til Casablanca í Marokkó, en hvorki þarlend fjöl- skylda hans né nokkur á Ítalu hafa heyrt frá honum síðan. Daki var í fréttum í janúar þegar hann og tveir Túnisbú- ar voru sýknaðir af sökum um alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi og dæmdir skæruliðar í stað- in. Málið vakti mikið umtal og ítalskir saksóknarar hafa kvartað yfir því að hryðjuverkalögin séu klaufalega orðuð og erfitt að fá menn dæmda eftir þeim. Grunaðir hryðjuverkamenn handteknir á Ítalíu: Tveimur vísað úr landi DANMÖRK Ekki kemur til greina að innheimta gjöld í heilbrigðis- kerfinu eins og velferðarnefnd sem skipuð var í Danmörku leggur til. Þetta segja talsmenn bæði stjórnar og stjórnarand- stöðu. Velferðarnefndin kynnti í fyrradag yfirgripsmikla skýrslu þar sem lagðar eru fram ýmsar tillögur að umbótum á danska kerfinu til þess að tryggja vel- ferð í landinu til framtíðar. Tillagan um gjaldtöku í heil- brigðiskerfinu gerir ráð fyrir að almenningur borgi hluta kostnaðar við læknisheimsókn- ir og sjúkrahússinnlagnir. ■ Gjaldtaka í heilbrigðiskerfinu: Útilokuð af öllum flokkum MOHAMED DAKI Hér í viðtali í Mílanó eftir að hafa verið sýknaður tvívegis. DALLAS, AP Heimasíðan Happy- News.com nýtur vaxandi vin- sælda í Bandaríkjunum um þessar mundir. Á tímum þegar hryðju- verkamenn og ýmiss konar stríðs- rekstur, þar á meðal í Írak, er áberandi í daglegum fréttum þar í landi vill sífellt fleira fólk heyra glaðlegri fréttir sem fær það til að gleyma öllum hörmungunum sem eiga sér stað allt í kringum það. „Hvað eru fréttir?“ spyr Byron Reese, stofnandi heimasíðunnar. „Fréttir eiga að gefa þér mynd af heiminum eins og hann er. Frétta- miðillinn, eins og hann hefur þró- ast, gefur mjög brenglaða mynd af heiminum með því að ýkja slæmu fréttirnar, þjáningarnar og eymd- ina. Við erum að reyna að koma á jafnvægi í þessum fréttaflutn- ingi,“ segir glaðlyndi Bandaríkja- maðurinn Byron. -fb Ný bandarísk heimasíða: Hamingjan í fyrirrúmi VEISTU SVARIÐ 1 Hver var í öðru sæti fegurðasam-keppninni Ungfrú heimur? 2 Hvað heitir fyrrverandi fram-kvæmdastjóri Jafnréttisstofu? 3 Hvað hefur Liverpool leikið marga leiki án þess að fá á sig mark?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.