Fréttablaðið - 12.12.2005, Side 17

Fréttablaðið - 12.12.2005, Side 17
MÁNUDAGUR 12. desember 2005 17 BRUSSEL Auðvelt er að finna atvinnu í Dublin og London en nánast vonlaust í Berlín og Nap- ólí samkvæmt nýrri könnun Evr- ópusambandsins. Könnunin var gerð til að kanna lífsgæði fólks í rúmlega þrjátíu borgum innan Evrópusambandsins. Niðurstöðurnar eru byggð- ar á svörum íbúanna sjálfra og eiga því að gefa tiltölulega glögga mynd af stöðu mála. Kemur meðal annars í ljós að líkurnar á að finna ódýrt og gott húsnæði eru minnstar í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Amsterdam en þykir auðvelt í Leipzig í Þýska- landi og Braga í Portúgal. München í Þýskalandi er öruggasta borgin að mati íbúa hennar. Þeir sem búa hins vegar í belgísku borginni Liege segja hana óörugga til búsetu. Lúxem- borg tekur fyrstu verðlaun fyrir þrifnað og hreinlæti en franska borgin Marseille þykir skítug- ust. Þá þykir langbest að búa á Malaga á Spáni. Stokkhólmur og Kaupmannahöfn þykja afbragð einnig meðan fátt þykir eftir- sóknarvert við búsetu í grísku höfuðborginni Aþenu og í Napólí á Ítalíu. - aöe BEST Í MALAGA Íbúar Malaga á Spáni eru ánægðir með borgina sína enda verðlag og veðurfar hagstætt auk þess sem hagsæld er á Spáni. AFP.NORDICPHOTOS/AFP Ný könnun um lífsgæði í borgum Evrópusambandsins: Best að búa á Malaga en verst í Napólí SÖFNUN Særún Sveinsdóttir er nú á hægum batavegi eftir að hafa misst af báðum fótum í bílslysi í Omaha í Nebraska-ríki í Banda- ríkjunum í síðasta mánuði. Skólasystkini Særúnar hófu söfnun til þess að hjálpa henni að takast á við lífið eftir slysið en Særún er eistæð móðir með þrjú börn á framfæri sínu. Þeir sem vilja leggja Særúnu lið er bent á söfnunarreikning númer 1150-05-414746 með kenni- tölu 010560-2689. - saj Særún Sveinsdóttir Williams: Á batavegi eftir bílslys SÆRÚN SVEINSDÓTTIR Líðan Særúnar er eftir atvikum góð. Hún missti fæturna í bílslysi í Bandaríkjunum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.