Fréttablaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 18
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 37.900kr. miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman. Netverðdæmi: 4., 11. og 18. janúar, 7 nætur Innifalið er flug, gisting á Paraiso, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. –frábær tilboð NetPlús til Kanarí Þeir karlmenn sem vilja alltaf vera vel snyrtir til höfuðsins fara til rakara á þriggja til fjögurra vikna fresti. Jólaösin er byrjuð á Rakarastofu Ragnars og Harðar við Vesturgötu 48. Í rauða húsinu við Vesturgötu hefur hár verið klippt og skegg rakað síðan 1957 þegar Hörður rakari Þórarinsson opnaði stof- una sína. Ári síðar fæddist Ragn- ar sonur hans og má segja að sá stutti hafi alist upp á stofunni. Hann fetaði enda í fótspor föður síns og hafa þeir feðgar klippt og rakað hlið við hlið síðan 1974. „Það er alltaf mikið að gera í desember og nú er þetta farið að þéttast,“ segir Ragnar rakari. Hann merkir þó þá breytingu á háttum karla að ekki leggja allir jafn mikið upp úr að vera nýklipptir um jólin. „Ef menn komast ekki fyrir jól þá koma þeir bara fyrir áramót. Annars eru núorðið flestir alltaf snyrti- legir enda koma menn reglulega í klippingu.“ Þeir karlar sem vilja teljast snyrtilegir til höfuðsins þurfa að huga vel að sínum málum og gæta þess að hárið vaxi ekki um of. Árvekni er mikilvæg. „Til að flokkast undir að vera alltaf vel snyrtur þarf karlmaður að koma á fjögurra vikna fresti, jafnvel þriggja vikna fresti eins og sumir gera,“ segir Ragnar. Á það helst við um þá sem eldri eru en yngri kynslóðin er rólegri í tíðinni og þarf sjaldnar að koma í klippingu. „Ungir piltar vilja hafa það sítt,“ segir Ragnar, sem jafnan gerir það sem fyrir hann er lagt og leyfir viðskiptavinunum að ráða síddinni. bjorn@frettabladid.is KLIPPT OG RAKAÐ AF HJARTANS LIST Feðgarnir Ragnar og Hörður eru samrýmdir í störfum sínum og hafa rakað og klippt hlið við hlið á Vesturgötunni síðan 1974. Fastir og tryggir viðskiptavinir sátu í stólunum þegar myndin var tekin. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Svo undarlegt sem það nú er hefur ekki verið til Íslensk-færeysk orðabók fyrr en nú þegar bók Jóns Hilmars Magnússonar, kennara og prentsmiðjustjóra á Akureyri, kemur út. Jón Hilmar kynntist ungur færeysku þegar hann sniglaðist í kringum færeyska sjónmenn sem komu inn til löndunar á Akureyri. Síðar giftust dætur hans fjórar Færeyingum og hefur hann því haft mikil samskipti við Færey- inga um ævina. Í bókinni eru rúmlega 50 þús- und uppflettiorð og fjöldi orða- sambanda, notkunardæma og skýringa. Guðrún Kvaran, ritstjóri Oðra- bókar Háskóla Íslands, segir lengi hafa verið þörf fyrir íslensk-fær- eyska orðabók. „Færeyingar og Íslendingar eru nánar vinaþjóð- ir og er í raun ótrúlegt að ekki skuli fyrr hafa verið til orða- bók af þessu tagi. En nú hefur loksins verið bætt úr og er bókin hin vandað- asta og höfundi til sóma. Elja hans og áhuga hafa gert mikið verk að veruleika.“ Hið íslenska bókmenntafélag gefur bókina út og afhenti Sigurð- ur Líndal, formaður þess, Hall- dóri Blöndal, alþingismanni og formanni Íslandsdeildar vestnor- ræna þingmannaráðsins, fyrsta eintak hennar á dögunum. TEKIÐ VIÐ GÓÐU RITI Halldór Blöndal tekur við fyrsta eintaki íslensk-færeysku orðabókar- innar úr hendi Sigurðar Líndal. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Íslensk-færeysk orðabók eftir Jón Hilmar Magnússon gefin út: Auðveldar öll samskipti frændþjóðanna Þröng staða „Valgerður er minn gamli yfirmaður og Árni Magnús- son er minn núverandi yfirmaður og ég vil ekki tjá mig eða túlka dóminn með neinum hætti.“ MARGRÉT MARÍA SIGURÐARDÓTT- IR, FRAMKVÆMDASTJÓRI JAFN- RÉTTISSTOFU, UM HÆSTARÉTT- ARDÓMINN Í MÁLI VALGERÐAR BJARNADÓTTUR GEGN ÁRNA MAGNÚSSYNI. FRÉTTABLAÐIÐ. Gömul saga og ný „Við hefðum alveg getað unnið þennan leik en fórum illa með dauðafærin og þá sérstaklega í hornunum.“ ALFREÐ GÍSLASON, ÞJÁLFARI MAGDEBURG, EFTIR TAPLEIK Í EVR- ÓPUKEPNNINNI. FRÉTTABLAÐIÐ. Sumir láta snyrta hár sitt á þriggja vikna fresti 12. desember 2005 MÁNUDAGUR18 nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Ég hef nóg að gera þessa dagana við að ganga frá lausum endum þar sem um áramót læt ég af starfi sem umboðsmaður íslenska hestsins,“ segir Jónas R. Jónsson. Í hann náðist í Bændahöll- inni við Hagatorg í Reykjavík þar sem umboðsmaðurinn hefur enn aðstöðu. Jónas segir nýjan umboðsmann hestsins ekki verða ráðinn. „Sennilega verður þetta að mestu fært yfir til Útflutningsráðs, en með því hef ég unnið töluvert og gengið mjög vel,“ segir hann og bætir við að helstu verkefni snúi nú að því að byggja upp markaði fyrir hestinn erlendis auk fleiri hluta. „Búið er að opna fyrir ýmsa möguleika fyrir sýningar og atvinnuleyfismál knapa og reiðkennara í Bandaríkjun- um og spurning hverju verður fylgt eftir í þeim hlutum. En útrásin er nánast í allar áttir. Svíþjóð er mjög vaxandi markaður og sá sterkasti í dag, en um leið og slíkum markaði er sinnt er nauðsynlegt að byrja að plægja og undirbúa aðra markaði. Sá dagur kemur á Svíþjóðarmarkaði, eins og til dæmis gerðist í Þýskalandi, að þeir verða sjálfum sér nógir hvað varðar reiðhesta fyrir hinn almenna hestamann.“ Jónas segir að þegar sú staða kemur upp þurfi að vera búið að vinna íslenska hestinum í haginn á öðrum mörkuðum og því verður að líta í aðrar áttir. „Bretland er aðeins að byrja að taka við sér og ef haldið verður áfram að vinna í Bandaríkjamarkaði þá kemur hann til með að stækka, en það ger- ist ekki öðru vísi en í hann sé lögð mark- aðsvinna,“ segir Jónas hinn hressasti í Bændahöllinni. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? JÓNAS R. JÓNSSON, FRÁFARANDI UMBOÐSMAÐUR ÍSLENSKA HESTSINS Er að ganga frá lausum endum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.