Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.12.2005, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 12.12.2005, Qupperneq 20
UNGFRÚ HEIMUR Allt um Unni Birnu – 8 síður í DV í dag Uppfyllti hinstu ósk ömmu DV2x15 11.12.2005 19:59 Page 1 12. desember 2005 MÁNUDAGUR20 fréttir og fróðleikur Síðustu vikur hafa uppreisnarmenn í Írak rænt sjö Vesturlandabúum. Fjórir starfsmenn kristinna hjálparsamtaka eru í haldi samtaka sem kalla sig Herdeildir hinna réttlátu sverða, þýskur fornleifafræðingur er í gíslingu hóps mannræningja svo og franskur hjálparstarfsmaður. Fyrir helgi lýsti svo hinn svonefndi Íslamski her því yfir að hann hefði tekið af lífi bandarískan gísl, sem talið er að sé Robert Schulz sem hvarf í landinu fyrir nokkru. Mannræningjar eru því aftur farnir á kreik eftir að hafa látið lítið fyrir sér fara undanfarið ár eða svo. Hvernig gerist þetta? Dæmigert mannrán á útlendingi í Írak fer fram um hábjartan dag þegar fórnarlömbin eru á ferð í bíl með ökumanni og túlki - en engum öryggisvörðum. Önnur bifreið ekur í veg fyrir þá, vopnaðir menn stíga út og nema útlendinginn á brott. Af hverju hafa mannránin færst í vöxt? Eflaust líta sumir uppreisnarhópar á mannrán sem ágætis fjáröflunar- leið en sé litið til þess hversu algengt er að mannræningjarnir séu ekki til viðræðu um lausn á fórnarlömbum sínum gegn gjaldi má gera ráð fyrir að sókn í sviðsljós sé aðalástæðan fyrir þeim. Uppreisnarmenn leita stöðugt að nýjum aðferðum til að koma málstað sínum í sviðs- ljósið. Eftir því sem bílsprengjuárásum fjölgar fækkar dálksentimetrunum sem undir slíkar fréttir eru lagðir og því er líklegt að rykið hafi verið dustað af mannránsaðferðinni þar sem hún var til skamms tíma óvenjuleg. Annars má vera að Bruce Hoffmann hjá bandarísku RAND-stofnunni hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann sagði í viðtali við AP- fréttastofuna á dögunum að sennilega „væri framboð á fórnarlömbum til mannrána“ aðal- ástæða fjölgunar á mannránstilfellum í Írak. FBL GREINING: MANNRÁN Í ÍRAK Athyglin er aðdráttaraflið Svona erum við 2000 2001 2002 2003 2004 2.455 2.210 1.864 1.868 Fram hefur komið í fréttum að spurn eftir vinnuafli á Austfjörðum er svo mikil að skortur er orðinn á fólki í ýmsum starfs- greinum. Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, segir þetta vissulega vandamál en fyrst og fremst sé þetta verkefni til að leysa. Hvaða störf eru það sem gengur illa að manna? Þetta eru aðallega störf eins og almenn verkamannastörf og ýmis störf iðnaðarmanna. Við áttum allatf von á að þetta ástand kæmi upp því íslenska menntakerfið leggur fyrst og fremt áherslu á bóklegt nám og háskólanám en iðngreinar og verklegt nám situr á hakanum. Það þarf því ekki að koma á óvart að samfélag sem menntar tiltölulega fáa til starfa í iðn- greinum en lögfræðinga og viðskipta- fræðinga hundruðum saman lendi í skorti á iðnaðarmönnum. Hvaða leiðir sjáið þið til lausnar á þessu? Menn leysa þetta í verulegum mæli með því að flytja inn erlent vinnuafl. Síðan hafa verktakafyrirtæki utan svæðisins komið hingað og bjarg- að miklu. Samt eru ansi margir sem þurfa að bíða eftir iðnaðarmönnum til starfa og það er mikil vöntun á fólki til almennra verkamannastarfa. SPURT & SVARAÐ VINNUAFL Á AUSTFJÖRÐUM Verkefni ekki vandamál SMÁRI GEIRSSON Forseti bæjarstjórn- ar í Fjarðabyggð. Ráðuneytin fá samtals 21 milljarð króna í aukafjár- veitingu samkvæmt nýsam- þykktum fjáraukalögum. Hlutfallslega er minnst aukning hjá heilbrigðis- ráðuneyti og mest í forsæt- isráðuneyti. Aukafjárveit- ingu ráðuneytanna má að miklu leyti rekja til aukinna fjárráða ríkisins eftir sölu Landssímans og aukinna skatttekna. Í nýsamþykktum fjáraukalögum fá ráðuneytin um 21 milljarð króna. Heimildir umhverfisráðuneytis til útgjalda lækka um 161 milljónir, en heimildir annarra ráðuneyta hækka. Mest hækka heimildir fjár- málaráðuneytisins, um ellefu millj- arða. Landbúnaðarráðuneyti fær rúma þrjá milljarða, heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti fær rúma tvo milljarða og samgönguráðu- neyti rúman 1,7 milljarð. Önnur ráðuneyti fá minna. Tryggvi Þór Herbertsson, for- stöðumaður Hagfræðistofnunar, segir að hæpið sé að tala um að ríkið skili hagnaði á þessu ári því að það sé fyrst og fremst spurning um sölu á eignum. „Ég er meira á því að menn eigi að skoða grunn- afkomu ríkisins og helst þegar búið að leiðrétta hagsveifluna. Það er ekkert sérstaklega merkilegt að selja bílinn sinn,“ segir hann og á þar við áhrifin af Landssímasöl- unni. Hann bætir við að auðvitað sé afkoma ríkissjóðs mjög góð. „Rekstur ríkisins virðist vera í góðu horfi en þó hefði mátt vera meira aðhald út af öllum þessum framkvæmdum.“ Til forsætisráðuneytisins rennur rúmlega 851 milljón í aukafjár- lögum. Þar af er gert fyrir tíu milljónum til að ráða lögfræðing á aðalskrifstofuna. Einkavæðingar- verkefni ríkisstjórnarinnar kosta 750 milljónir, störf stjórnarskrár- nefndar og sérfræðinganefndar hennar kosta 22 milljónir. Fjárheimild utanríkisráðuneytis- ins er aukin um rúmar 529 milljón- ir og fer stærsti hlutinn, 276 millj- ónir, í aukin framlög til sendiráða. Kostnaður vegna hjálparflug fyrir Nató til Afganistans og Íraks 2004- 2005 nemur 87 milljónum króna. Aðalskrifstofa ráðuneytisins hefur safnað halla og fara 50 milljónir til að mæta honum. Landbúnaðarráðuneytið fær aukna fjárheimild sem nemur tæpum 3.250 milljónum króna. Stærsti liðurinn er 120 milljónir til embættis yfirdýralæknis vegna uppsafnaðs halla og til að mæta töpuðum kröfum á hendur slátur- leyfishöfum við heilbrigðiseftirlit með sláturafurðum. Níutíu millj- ónir fara í rekstrarhalla Hólaskóla og til að kaupa reiðskemmu. Menntamálaráðuneytið fær aukna fjárheimild sem nemur rúmum 975 milljónum króna. Stærstur hluti, 376 milljónir, fer til viðhalds og endurbóta á menningarstofn- unum. Háskólinn á Akureyri fær 110 milljóna aukafjárveitingu til að koma til móts við uppsafnað- an rekstrarvanda. Veitt er 104 milljóna króna aukafjárveiting í Ritlauna- og rannsóknasjóð prófessora og framhaldsskólar fá 100 milljónir. Sjávarútvegsráðuneytið fær aukna fjárheimild upp á 65 milljónir og fer stærstur hlutinn, 44 milljón- ir, í vísindaveiðar á hrefnu og til útgjalda vegna loðnuleitarleið- angra. Dómsmálaráðuneytið fær 248 milljónir aukalega á þessu ári og er stærsti liðurinn 38 milljónir til embættis Ríkislögreglustjóra vegna sólarhringsvakar sem var við Kárahnjúka í sumar, aukafram- lag vegna fjögurra sérsveitar- manna á Akureyri og ferð ríkislög- reglustjóra til Taílands í janúar. Félagsmálaráðuneytið fær aukna fjárheimild sem nemur tæpri 691 milljón króna. Stærsta verk- efnið, upp á 200 milljónir, er undirbúningur og uppbygging búsetuúrræða fyrir geðfatlaða. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneyti fær aukalega ríflega 2.310 milljónir króna. Tæplega 660 milljóna króna aukafjárveiting fer til Landspítala - háskólasjúkra- húss, meðal annars vegna erf- iðrar fjárhagsstöðu spítalans frá fyrri árum. Þá fara 300 milljónir í byggingu hátæknisjúkrahúss á lóð Landspítalans. Gert er ráð fyir ríflega 11.264 milljónum til fjármálaráðuneytis- ins. Þar skiptir mestu að fjárheim- ild fjármagnstekjuskattsliðarins verður hækkuð um tæpa 6,4 millj- arða. Gert er ráð fyrir 500 milljóna fjárheimild vegna fjármagnstekju- skatts af arðgreiðslu frá Landssím- anum. Samgönguráðuneytið er í hópi þeirra ráðuneyta sem fá hvað mesta aukningu, tæpa 1.761 millj- ón króna. Stærsti liðurinn er rekst- ur Umferðarstofu en gert er ráð fyrir tæplega 237 milljónum króna meiri umsvifum en í fjárlögum. Þá er lagt til að 1.000 milljónum króna verði varið til uppbyggingar á sviði fjarskiptamála. Iðnaðarráðuneytið fær aukna fjár- heimild sem nemur 405 milljónum króna og vegur þar þungt 275 millj- óna króna fjárveiting vegna kvik- myndagerðar á Íslandi. Þá fara 100 milljónir króna líka í niðurgreiðsl- ur á rafhitunarkostnaði. Fjárheimild umhverfisráðuneyt- isins er lækkuð um tæplega 161 milljón króna samkvæmt fjárauka- lögum og er þar fyrst og fremst verið að draga fyrri áætlanir til baka. FRÉTTASKÝRING: GUÐRÚN HELGA SIGURÐARD. ghs@frettabladid.is Ráðuneytin fá 21 milljarð Ráðherra: Halldór Ásgrímsson Fjárlög 2005: 1.136 milljónir Fjárauki: 851 milljón Aukning: 75 prósent Forsætisráðuneytið Ráðherra: Þorgerð- ur K. Gunnarsdóttir Fjárlög 2005: 36.684,6 milljónir Fjárauki: 975,4 milljón Aukning: 2,6 prósent Menntamálaráðuneytið Ráðherra: Geir H. Haarde Fjárlög 2005: 6.909,7 milljónir Fjárauki:529,3 milljón Aukning: 7,6 prósent Utanríkisráðuneytið Ráðherra: Guðni Ágústsson Fjárlög 2005: 12.298,4 milljónir Fjárauki: 3.247,4 milljónir Aukning: 26,4 prósent Landbúnaðarráðuneytið Ráðherra: Einar K. Guðfinnsson Fjárlög 2005: 2.522,6 milljónir Fjárauki: 65 milljónir Aukning: 2,5 prósent Sjávarútvegsráðuneytið Ráðherra: Björn Bjarnason Fjárlög 2005: 15.888 milljónir Fjárauki: 248 milljónir Aukning: 1,5 prósent Dóms- og kirk.ráðuneytið Ráðherra: Árni Magnússon Fjárlög 2005: 26.686 milljónir Fjárauki: 690,8 milljónir Aukning: 0,6 prósent Félagsmálaráðuneytið Ráðherra: Sturla Böðvarsson Fjárlög 2005: 17.952,3 milljón Fjárauki: 1.760,7 milljónir Aukning: 9,8 prósent Samgönguráðuneytið Ráðherra: Jón Kristjánsson Fjárlög 2005: 119.127,5 milljónir Fjárauki: 2.310 milljónir Aukning: 0,2 prósent Heilbr.- og trygg.ráðuneytið Ráðherra: Árni Mathiesen Fjárlög 2005: 28.742 milljónir Fjárauki: 11.264,4 milljónir Aukning: 39,2 prósent Fjármálaráðuneytið Ráðherra: Valgerð- ur Sverrisdóttir Fjárlög 2005: 3.786 milljónir Fjárauki: 405 milljónir Aukning: 10,7 prósent Iðn.- og viðsk.ráðuneytið Ráðherra: Sigríður Anna Þórðardóttir Fjárlög 2005: 4.551,4 milljónir Fjárauki: -150,7 Lækkun: 3,3 prósent Umhverfisráðuneytið > Fjöldi nemenda á raungreinabrautum í framhaldsskólum Karlar Konur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.