Fréttablaðið - 12.12.2005, Síða 24

Fréttablaðið - 12.12.2005, Síða 24
 12. desember 2005 MÁNUDAGUR24 Nú fer í hönd tími jólahátíðarinn- ar og fylgir henni jafnan mikið flóð gjafa. Athygli Ungra jafnað- armanna, ungliðahreyfingar Sam- fylkingarinnar, hefur verið vakin á því að það tíðkist meðal ýmissa hagsmunaaðila að senda ráðamönn- um í landinu góðar gjafir í tilefni jólanna. Ungir jafnaðarmenn telja mikilvægt að upplýsingar um með- ferð slíkra gjafa séu uppi á borðinu til að tryggja gegnsæi og að enginn vafi leiki á um hvort slíkar gjafir hafi áhrif á einstakar ákvarðanir eða stefnumótun. Ungir jafnaðarmenn hafa því sent öllum ráðherrum ríkisstjórn- arinnar, forseta Alþingis og borg- arstjóranum í Reykjavík bréf þar sem óskað er eftir lista yfir allar þær gjafir sem þeir hafi þegið frá fyrirtækjum, hagsmunaðilum og einstaklingum á árinu 2005 og áætlað verðmæti þeirra. Jafnframt óskuðu Ungir jafnaðarmenn eftir upplýsingum um hvaða reglur gildi um slíkar gjafir hjá viðkomandi embættum. Séu engar sérstakar reglur í gildi hafa Ungir jafnaðar- menn óskað eftir því að fá að vita hvaða hefðir hafi ríkt um meðferð slíkra gjafa sem ráðherrar, forseti Alþingis og borgarstjóri veita við- töku í krafti embætta sinna. Það væri reyndar ástæða til að hvetja aðra kjörna fulltrúa, t.d. alþingismenn og borgarfulltrúa til að birta slíka lista sömuleiðis. Og hvað með forseta Íslands? Hvað verður um allar gjafirnar sem hann fær? Sérstaklega þarf jafn- framt að beina þessum kröfum að formönnum allra stjórnmálaflokk- anna, enda eru þeir jafnan valda- mestu menn í landinu. Rétt er að taka fram að við höfum afmarkað kröfu okkar um upplýsingar við þær gjafir sem gefnar eru til ráðamanna í krafti embættis þeirra. Þetta á að sjálfsögðu ekki við um hefðbundnar tækisfærisgjafir, svo sem afmælis- eða jólagjafir milli fjölskyldu og vina. Síðan mætti einnig velta fyrir sér hinu gagnstæða, þ.e.a.s. eru alþingismenn, svo dæmi sé tekið, að gefa kjósendum sínum gjafir til að reyna að afla sér fylgis? Hvað með það þegar alþingismenn senda jólakort á kostnað alþingis? Stjórn- málaflokkar gefa líka stundum gjafir - er þetta eðlilegt? Markmið Ungra jafnaðarmanna er ekki að gefa í skyn að um spill- ingu að ræða, það er að stórfyr- irtæki séu í raun að múta stjórn- málamönnum. Hér er aðeins verið að leita upplýsinga sem eðlilegt er að liggi á borðinu - það er listi yfir gjafir sem ráðamenn fá í krafti embætta sinna. Þetta er sömuleið- is ekki spurning um flokkapólitík. Ungir jafnaðarmenn gera sömu kröfur til sinna eigin flokksmanna í þessum efnum og allra annarra. Ætlunin er heldur ekki að standa á móti hófstilltum gjöfum - miklu frekar er hugmyndin að upplýsing- ar liggi á borðinu, að minnsta kosti gagnvart starfsmönnum hins opin- bera og kjörnum fulltrúum. Eins beri að velta fyrir sér, ef gjafirnar eru verðmætari en eitthvað ákveð- ið, að þær renni þá til samfélags- legra nota. Mér finnst persónlega eðlilegt að miðað sé við ákveðið hámark á verðmæti slíkra gjafa sem kjörnir fulltrúar og aðrir opinberir starfs- menn megi veita viðtöku og nýta í eigin þágu. Það væri vissulega hressandi tilbreyting ef slíkar til- lögur kæmu fram frá stjórnmála- mönnunum sjálfum. Ég vil að lokum skora á viðkom- andi aðila að koma fram sem fyrst og upplýsa um verðmæti og umfang þessarar gjafastarfsemi. Um er að ræða mál sem varðar hagsmuni almennings. Um það held ég að flestir hljóti að vera sammála. Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna. Jólapakkar ráðamanna Jólin eru á næsta leiti. Í gamla daga var sagt að þá færu börnin að hlakka til. Jólin eru tími barn- anna og fjölskyldunnar allrar. Hvernig sem menn líta á þessa tíma í dag er sannleikurinn samt sá að á aðfangadag kemur heimil- isfólkið saman og á sameiginlega stund það sem eftir lifir kvölds. Þetta er siður sem ennþá er í heiðri hafður í landinu sem í raun er gulls ígildi. Að vísu er það rétt að margir eyða miklu og sumir ganga í gegnum alls konar erfiðleika í desember. En allur fjöldinn á góðan tíma sem hann ver með sínum nánustu. Þannig að réttnefni er að nefna jólin sem tíma fjölskyldunnar. Kannski eru jólin einu dagarnir á almanakinu sem tileinkaðir eru samveru fjölskyldunnar þar sem allt heimilisfólkið, eða þeir sem hafa möguleika, eru heima og deila með öðrum heimilismönn- um í nokkrar klukkustundir. Í dag er mikið um að menn séu að dunda sér einir, einn hér og annar þar. Oft eru einu tjá- skiptin sem fram fara í gegnum gsm-símana, sms-skilaboð og á spjallrásum tölvanna. Þessi nauðsynlegu samskipti, þar sem fólk nýtur stundarinnar og að gera hlutina með fólkinu sínu heima, eru allir á stöðugu und- anhaldi vegna ýmissa aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu. En á jólum brúast þetta bil svolítið aftur og mönnum hefur blessun- arlega tekist að halda að minnsta kosti í þennan þátt heimilis- lífsins. Og jólaboðin eru í fulli gildi enn þann dag í dag þar sem stórfjölskyldan hittist og drekkur saman kaffi og fær sér tertusneið og spyr frétta. Sumir hittast aðeins einu sinni á ári. En gleymum ekki því að þeir hittast þá og ákveðinn kunningsskapur helst við sem er verðmætur þó svo að samgangurinn sé kannski ekki mikill þess á milli og gæti vitaskuld verið meiri. En það er hlutur sem hver og einn verður sjálfur að rækta og vinna í og betrumbæta, standi vilji hans eða hennar í þessa átt. Andi jólanna, þessi kristi- lega kærleikshugsjón svífur yfir vötnunum á jólum. Þessu kemur til vegar frelsarinn sjálfur í samfélaginu og allt þetta biðj- andi fólk sem hann á víðs vegar á Íslandi. Jesús elskar fólk og veit hvernig hann á að gera hlutina til að snerta hjörtun. Í áraraðir hefur Hjálpræðis- herinn í Reykjavík boðið fólki í mat á aðfangadag. Þeir vilja ná til þeirra sem eru einir um jólin. Í gegnum tíðina hefur mikil fjöldi fólks þegið boð samtak- anna og komið og borðað veislu- mat og verið þjónað til borðs. Mér er að vísu ekki kunnugt um hvaða aðilar fleiri bjóða einstæð- ingum í mat þetta árið. En svona eru jólin og svona eiga jólin líka að vera. Þau ná enn að kalla fram góða hluti í fólki og er siður sem vert er að viðhalda í þessu landi alsnægtanna. Guð gefi okkur að svo megi áfram vera og fara vax- andi. Gleðileg jól. Höfundur er ráðgjafi í Byrg- inu. Jólin! Já, jólin Að undanförnu hefur verið vax- andi þungi í umræðu um málefni aldraðra í okkar þjóðfélagi. Þá umfjöllun má ekki síst rekja til málefna Sólvangs, sem komust rækilega í kastljósið fyrir nokkru. Þá sást glöggt hversu enn er skammarlega staðið að húsnæðis- og dvalarmálum aldraðra og ekki aðeins í Hafnarfirði, heldur víða um land. Dapurlegast er ráðaleysið sem opinberir aðilar sýna í þessum málum. Í tímans rás hafa samtök fólks sem vandinn brennur á, lyft grett- istaki. Minna má á SÍBS, SÁÁ, Sjálfsbjargarfélögin og mikinn fjölda félaga aðstandenda, sem tengjast sjúkdómum og fötlun. Sum þessara félaga tengjast einstökum dvalarheimilum fyrir aldraða og svo má ekki gleyma félögum eldri borgara. Enn það hafa ekki verið stofnuð nein félög eða samtök aðstandenda aldraðra; fólks að stærstum hluta milli fimmtugs og sjötugs til að berjast fyrir bættum aðstæðum foreldra og nákominna ættingja. Hver og einn hefur háð sitt einka- stríð í umhverfi, þar sem eftir- spurnin er mun meiri en framboð- ið. Með hverju ári versnar ástandið með vaxandi fjölda aldraðra. Nú hefur orðið til lítill en áhuga- samur hópur í Hafnarfirði, sem boðar til undirbúningsfundar um stofnun félags aðstandenda aldr- aðra og verður fundurinn í Álfa- felli við Strandgötu, fimmtudag- inn 15. desember klukkan 20.00. Sá kunni Hafnfirðingur, Jóhann G. Bergþórsson verður fundar- stjóri og frummælendur verða: Margrét Margeirsdóttir, formað- ur Félags eldri borgara í Reykja- vík, Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands- ins, Sigþrúður Ingimundardóttir, hjúkrunarforstjóri Sólvangs, Guð- jón Baldursson, læknir slysa- og bráðadeildar Fossvogsspítala, Margrét Guðmundsdóttir, innan- hússarkitekt og myndlistarmaður og Reynir Ingibjartsson, sem þess- ar línur festir á blað. Vonandi vilja ýmsir tjá sig á fundinum og síðan á að kjósa undirbúningsnefnd til að ganga frá formlegri stofnun félags eftir áramótin. Vonandi er flestum að verða ljóst að þörf er þjóðarátaks í málum aldraðra hér á landi. Bráð- ast vantar hjúkrunarheimili, en mikill skortur er á hentugu hús- næði sem miðast við aðstæður hvers og eins. Slíkt húsnæði er hins vegar ekki efst á lista bygg- ingaraðila og hvergi er tiltækt nægt fjármagn svo hægt verði að flýta framkvæmdum. Svo virðist að það eigi að bíða eftir lausninni í kirkjugarðinum og önnur úrræði bíði ekki millistríðskynslóðarinn- ar svokölluðu. Við viljum hvetja sem allra flesta sem eiga aldraða foreldra, að sýna hug sinn í þessu máli og koma á fundinn þann 15. desem- ber. Og ekki sakar að foreldrarnir komi með, eigi þeir þess kost. Þá kæmu saman, kynslóðir milli- stríðs og eftirstríðs og það færi vel á því að kynslóðir sem kennd- ar eru við stríð, sigrist á þessu ástandi og kvitti fyrir sofanda- háttinn, mitt í öllum allsnægtun- um. Kannski gefum við okkur litla jólagjöf í leiðinni og lítum upp úr núinu, sem gleymir bæði fortíð og framtíð. Sjáumst sem flest í íþróttahús- inu við Strandgötu - Álfafelli. Höfundur er kortaútgefandi. Oft var þörf en nú er nauðsyn UMRÆÐANKJÖR ALDRAÐRA REYNIR INGIBJARTSSON UMRÆÐAN GJAFIR TIL STJÓRN- MÁLAMANNA ANDRÉS JÓNSSON Ungir jafnaðarmenn hafa því sent öllum ráðherrum ríkis- stjórnarinnar, forseta alþingis og borgarstjóranum í Reykja- vík bréf þar sem óskað er eftir lista yfir allar þær gjafir sem þeir hafi þegið frá fyrir- tækjum, hagsmunaðilum og einstaklingum á árinu 2005 og áætlað verðmæti þeirra. UMRÆÐAN JÓLAHALD KONRÁÐ RÚNAR FRIÐFINNSSON Kannski eru jólin einu dagarn- ir á almanakinu sem tileinkað- ir eru samveru fjölskyldunnar þar sem allt heimilisfólkið, eða þeir sem hafa möguleika, eru heima og deila með öðrum heimilismönnum í nokkrar klukkustundir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.