Fréttablaðið - 12.12.2005, Page 32

Fréttablaðið - 12.12.2005, Page 32
 12. desember 2005 MÁNUDAGUR 80% fleiri lesa fasteignablað Fréttablaðsins 35% 20% Er fasteignin þín að seljast? F ré tt a b la ð ið F ré tt a b la ð ið M b l. M b l. F í t o n / S Í A Um 150.000 lesendur Samkvæmt nýjustu fjölmiðlakönnun Gallup (okt. 2005) nærðu til um 80% fleiri Íslendinga með því að auglýsa í fasteignablaði Fréttablaðsins frekar en fasteignablaði Morgunblaðsins. Könnunin sýnir að 35% fólks á aldrinum 25 - 54 ára á höfuðborgarsvæðinu les Allt – fasteignir, sem berst frítt með Fréttablaðinu á mánudögum, á meðan einungis 20% lesa fasteignablað Morgunblaðsins. Allar eignir eru einnig skráðar á visir.is. Þegar horft er á allar staðreyndir málsins ætti að vera einfalt að sjá hvar borgar sig að auglýsa. Hvar birtist auglýsingin þín? – mest lesna fasteignablaðið Notkun rafmagnstækja hefur aukist á heimilum síðustu árin. Sérstaklega eykst rafmagns- notkun í desembermánuði þegar húsið er skreytt bæði að innan sem utan. Hér koma nokkur ráð sem gott er að grípa í. Eldhústækin Fyllið uppþvottavélina og notið sparnaðarhnappinn (E) eins oft og kostur er. Skolið af matarleifarnar því þá nægir styttra þvottakerfi og lægra hitastig. Sama gildir um þvottavélarnar. Hafið þær fullar. Lágt hitastig sparar 30 prósent orku og ef forþvotti er sleppt sparar það 20 prósent orku. Þegar matreitt er í örbylgjuofni sparast bæði tími og orka. Flestir þurfa þó að eldavélinni að halda um jólin og þá er best að hafa pott sem er hæfilega stór á helluna. 20 prósent orkunnar fara til spillis ef potturinn er tveimur sentimetrum minni í þvermál en hellan. Einnig þarf tvisvar til þrisvar sinnum meiri orku að glóðarsteikja í ofn- inum en að steikja á hefðbundinn hátt. Kælitækin Frystikistan notar fimm prósent- um minna rafmagn fyrir hvert stig sem hitinn er lægri og því gott að hafa hana á köldum stað. Hæfilegt hitastig er um 18 gráður. Sjáið til þess að kæliristin sé hrein og nóg loft komist að henni. Innilokuð og rykug kælirist getur eytt 30 pró- sentum meira rafmagni. Hæfilegt hitastig í ísskápum er fjórar til fimm gráður og eykst rafmagnsnotkun um fjögur pró- sent fyrir hvert stig sem hitinn er lækkaður. Léleg loftræsting bak við ísskápinn getur valdið fimm til tíu prósentum meiri rafmagns- notkun. Réttur ljósgjafi og rétt notkun Ekki nota stærri perur en þið þurfið og reynið að lýsa umhverf- ið með ljósum litum þar sem það hefur áhrif á hversu mikla lýsingu þarf. Slökkvið á ljósum sem ekki er verið að nota, það bæði sparar og dregur úr eldhættu. Ekki hafa heimilistækin á „stand by“, eins og sjónvörp, hljómtæki og þess háttar. Tækin nota rafmagn þó þau séu ekki í gangi. Þar að auki stafar eld- hætta af tækjum sem eru í gangi allan ársins hring og því nauð- synlegt að slökkva alveg á þeim endrum og eins. Ekki láta jólaseríurnar lýsa þegar enginn er til að njóta þeirra. Spennar fyrir amerísk 110 volta heimilistæki nota orku þó svo að þau séu ekki í gangi. Þá er rétt að átta sig á því að ýmis tæki gætu verið tengd án þess að við munum eftir því eins og loftnetsmagnar- ar, rafmagnsklukkur og klukkur í ýmsum tækjum eins og í örbylgju- ofnum, eldavélum og útvarps- klukkum. Lækkum rafmagns- kostnaðinn

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.