Fréttablaðið - 12.12.2005, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 12. desember 2005 7
– stærsti fjölmiðillinn
Hvort sem þú ert einstaklingur í atvinnuleit eða stjórnandi að
leita að góðum starfskrafti er allt – atvinna lausnin fyrir þig.
allt – atvinna er dreift með Fréttablaðinu
inn á 95 þúsund heimili alla sunnudaga .
ATVINNULEITIN
HEFST HÉR!
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
4
6
2
9
Ármúla 10 • Sími: 5689950
Jólatilboð
Með hverri sæng
fylgir 50x70 gæsadúnskoddi frítt með
að verðmæti kr. 11.800
Duxiana Royal
Gæsadúnsængur
140x200 kr. 34.980
140x220 kr. 39.360
150x210 kr. 30.360
220x220 kr. 58.880
260x220 kr. 68.640
Mörgum brá í brún síðastliðin
þriðjudag þegar rafmagnið
fór af Garðabænum. Jólaljós-
in hættu að glóa, stofurnar
myrkvuðust og Garðbæingar
kveiktu á kertum til að sjá
handa sinna skil.
Í rafmagnsleysinu hugsuðu margir
með hryllingi til þess tíma þegar
rafmagnið fór iðulega af á aðfanga-
dag. Fyrir fáum áratugum síðan
þótti það jafn víst og klukknahljóm-
ur klukkan sex að rafmagnið færi af
rétt fyrir kvöldmat á aðfangadag.
Rafmagnsleysið í Garðabænum
kveikti neista í landanum og marg-
ir spurðu sjálfan sig „ætti ég að
elda steikina fyrr í ár? Bara til að
vera viss.“
Helgi Pétursson hjá Orku-
veitu Reykjavíkur segir þó enga
ástæðu til að óttast myrkvaðan
aðfangadag eða kalt jólahlaðborð.
Helgi segir ástæðu rafmagnsleys-
isins í Garðabænum vera bilun
í háspennustreng. „Strengurinn
er kominn til ára sinna þannig
þetta er einfaldlega venjubund-
ið viðhaldsmál,“ segir Helgi og
bætir við að hvorki Garðbæingar
né aðrir landsmenn þurfi að kvíða
því að rafmagninu slái út í desem-
ber mánuði. „En auðvitað veit
maður aldrei hvað getur gerst,“
segir Helgi. „Álagið er jafnt og
þétt. Það kemur ekkert oftar fyrir
að rafmagn fari í desember held-
ur en á öðrum árstímum. Oftast
þegar um rafmagnstruflanir er
að ræða eru þær vegna óhappa við
verklegar framkvæmdir.“
Helgi segir það sem betur fer
vera liðna tíð að rafmagnið fari
á aðfangadag. „Nú er álagstopp-
urinn nokkrum dögum fyrir jól
þegar allar skreytingar eru komn-
ar upp og allar stofnanir, skólar og
verslanir eru opnar,“ segir Helgi.
„Þegar fólk fer í frí minnkar álag-
ið. Og þó að allir séu að elda á sama
tíma á aðfangadag þá er það ein-
faldlega eins og alla aðra daga.“
Því ættu landsmenn ekki að
fá lost þó að nokkrar perur hafi
ekki lýst í Garðabænum í síð-
ustu viku. Myrkvaður Garðabær
boðar ekki dimman aðfanga-
dag. Sá dagur verður bjartur
og fallegur og steikin sjóðandi
heit, það er jafn víst og klukkna-
hljómur klukkan sex, sjö, níu,
þrettán!
johannas@frettabladid.is
Verri eru jól án rafmagns
Upplýstar götur og fagrar jólaskreytingar eiga stóran þátt í því að koma fólki í jólaskapið og því er rafmagnið dýrmætt í desembermánuði.