Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.12.2005, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 12.12.2005, Qupperneq 78
 12. desember 2005 MÁNUDAGUR42 Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Mánudagstilboð Ljúffengar ýsurúllur með rækjuostafyllingu. 890,-kr. kg Eigum einnig allar stærðir af humri, risarækjur, hörpuskel, saltsíld, kryddsíld og fleira og fleira Fiskbúðin Hafrún Skipholti Sími 553-0003 FÓTBOLTI Nú er talið líklegast að Roy Keane fari til spænska liðsins Real Madrid og muni skrifa undir stuttan samning við félagið. Sumir spænskir fjölmiðlar fullyrða að leikmaðurinn hafi þegar gengist undir læknisskoðun á Santiago Bernabeu. Keane er 34 ára en hann hefur legið undir feldi síðan hann hætti hjá Manchester United í síðasta mánuði. Fjölmörg félög hafa sýnt áhuga á þessum fyrrverandi landsliðs- manni Írlands, en flestir reikna með því að hann skrifi undir hálfs árs samning við Madridinga. Auk þess hafa West Ham, Bolt- on, Middlesbrough og Everton öll áhuga á að fá Keane í sínar raðir. Florentino Perez, forseti Real Madrid, er mikill aðdáandi leikmannsins en ef Keane fer til liðsins mun hann hitta fyrir David Beckham, sinn gamla samherja. - egm Real Madrid líklegast Roy Keane til Real Madrid? ROY KEANE Heyrist ekkert frá honum frekar en fyrri daginn. FÓTBOLTI Hörður Sveinsson, sókn- armaður Keflvíkinga, mun á morgun fara til Hollands þar sem hann mun æfa með RKC Waalwijk fram á næsta sunnudag en liðið er í fimmta sæti úrvalsdeildar- innar. „Þetta er lítið félag sem hefur verið að ná athyglisverðum árangri og ég er spenntur fyrir því. Áhugi þeirra hefur líklega kviknað þegar þeir sáu mig í Evr- ópukeppninni og svo með landslið- inu,“ sagði Hörður. Í byrjun síðasta mánaðar var Hörður til reynslu hjá danska úrvalsdeildarliðinu Mydtjylland og reiknar með að heyra í því bráðlega. „Mér gekk vel hjá þeim og mér líst rosalega vel á það félag. Það er með glænýjan völl, góðan þjálfara og marga unga leikmenn. Það er spennandi kost- ur og þá vil ég helst spila í vetrar- deild svo maður geti fengið sum- arfrí,“ sagði Hörður Sveinsson. „Ef ekkert gerist þá mun ég bara spila áfram með Keflavík og það er ekkert að því.“ - egm Hörður Sveinsson: Til Hollands á morgun HÖRÐUR SVEINSSON Sést hér í baráttunni gegn Val síðasta sumar. SUND Í gær lauk Evrópumeist- aramótinu í 25 metra laug en það fór fram á Trieste á Ítalíu. Jakob Jóhann Sveinsson varð í nítjánda sæti af 34 keppendum í undan- rásum í 200 metra bringusundi þegar hann synti á 2 mínútum og 12,45 sekúndum. Á laugardag setti Jakob Íslandsmet í 50 metra bringusundi á mótinu. Þá keppti Ragnheiður Ragnarsdóttir í und- anrásum í 50 metra skriðsundi á síðasta keppnisdeginum í gær og hafnaði hún í 24. sæti þar af 41 keppenda á 25.93 sekúndum. EM í 25 metra laug: Keppni lokið FÓTBOLTI Útlit er fyrir að Almir Cosic gangi ekki til liðs við úrvals- deildarlið Breiðabliks. Cosic er 29 ára en hann komst í fréttirna snemma á þessu ári þegar hann gekk til liðs við Leikni Fáskrúðs- firði sem leikur í 3. deildinni. Fyrir nokkrum árum var hann á óskalista Newcastle og var met- inn á um 300 milljónir íslenskra króna. „Þetta gekk bara ekki upp og málið er strand í bili þar sem samn- ingar náðust ekki. Hann er kominn aftur á Fáskrúðsfjörð en það gæti verið að við kíktum á hann aftur eftir jól. Hann sýndi alveg ágætis takta þegar hann æfði með okkur,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Breiðabliks, en Cosic æfði með félaginu fyrir skömmu. Bjarni segir að lítið sé að frétta af leikmannamálum Blika þessa dagana en eftir áramót verði lík- lega leitað liðstyrks erlendis. „Það liggur nokkuð ljóst fyrir að við munum leita út fyrir landstein- ana. Ég tel að við þurfum að fá okkur einn miðjumann og einn varnarmann eins og staðan er núna,“ sagði Bjarni. - egm Almir Cosic ekki í Breiðablik: Málið er strand BJARNI JÓHANNSSON Ekki sáttur við gang mála. FÓTBOLTI „Við hefðum átt að vinna þennan leik. Við fengum betri færi en markvörður þeirra átti stórleik,“ sagði Sir Alex Fergu- son, knattspyrnustjóri Manchest- er United, eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli á heimavelli sínum gegn Everton í eina leik gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni. Úrslitin gera það að verkum að Liverpool er í öðru sæti deildarinnar en United fellur niður í það þriðja og kætast stuðningsmenn liðsins lítið yfir því. Leikurinn fór mjög fjörlega af stað og einungis sex mínútur voru liðnar þegar vörn heimamanna opnaðist og James McFadden kom Everton yfir úr þröngu færi. Edwin van der Sar, markvörður Manchester United, hefði eflaust getað gert betur. Á fjórtándu mín- útu náði Ryan Giggs að jafna með góðu marki, hann kláraði vel eftir frábæra sendingu frá Paul Schol- es. Fleiri urðu mörkin ekki, United var nær því að skora en Richard Wright var í miklu stuði í marki Everton og varði oft vel. Wright hefur lítið spilað fyrir Everton en hann hefur glímt við erfið meiðsli og Nigel Martyn verið ofar í for- gangsröðinni. „Við ákváðum að notast við skyndisóknir og með smá heppni hefðum við getað tekið öll stig- in þrjú. Ég er hæstánægður með frammistöðu liðsins en það vill oft vera þannig að leikmenn mæti á Old Trafford og verði hræddir. Við höfum ekki verið nógu duglegir við að skapa okkur færi á tímabil- inu en nú er ég bjartsýnn á að það sé að breytast,“ sagði Phil Neville sem gekk í raðir Everton fyrir tímabilið frá Manchester United. Hann mætti bróður sínum, Gary, í leiknum í gær. Þetta voru klárlega ekki þau úrslit sem Manchester United vonaðist eftir en félagið datt út úr meistaradeild Evrópu með því að tapa fyrir Benfica síðasta mið- vikudag eins og öllum er kunnugt. Everton hefur valdið vonbrigðum á tímabilinu en stigið í gær gæti fært liðinu aukið sjálfstraust fyrir komandi átök en það er í fimmtánda sæti ensku deildarinn- ar eftir úrslit gærdagsins. elvar@frettabladid.is Áframhaldandi vandræða- gangur hjá Man. Utd Manchester United náði ekki að rífa sig upp eftir að hafa fallið út úr Evrópu- keppninni í síðustu viku og í gær náði liðið aðeins 1-1 jafntefli gegn Everton. MARKI FAGNAÐ Ryan Giggs fagnar jöfnunarmarki sínu gegn Everton í gær. United tókst ekki að skora fleiri mörk og þurfti að sætta sig við jafntefli. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.