Fréttablaðið - 12.12.2005, Page 82

Fréttablaðið - 12.12.2005, Page 82
 12. desember 2005 MÁNUDAGUR46 FÓTBOLTI Vorið 1990 fóru fjórir menn saman í fjallakofa í Sviss til þess að ræða og finna lausn á því hvernig hægt væri að breyta Evrópukeppnunum til að gera þær meira aðlaðandi. Fimmtán árum síðar er Meistaradeild Evrópu send út í sjónvarpi í 190 löndum og veltir um 55 milljörðum króna. Fyrir fimmtán árum voru þrjár Evrópukeppnir í gangi: meist- araliða, bikarhafa og félagsliða. Hvert lið átti sjónvarpsréttinn fyrir sig og því gekk að selja suma leiki en ekki aðra. Þá voru stóru deildirnar í Evrópu ósáttar við að eiga aðeins eitt lið sem fulltrúa í Evrópukeppni meistaraliða á sama tíma og smálönd eins og t.d. Ísland áttu þar einnig eitt lið. Lennart Johansson, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, segir að það hafi þurft að stokka upp fyrirkomulagið. „Við lokuð- um okkur af í fjallakofa í Sviss og fórum á flug,“ segir Johans- son við sænska blaðið DN en auk hans sátu fundinn þeir Gerhard Aigner, þáverandi framkvæmda- stjóri UEFA, og tveir þýskir markaðsmenn, Klaus Hempel og Jürgen Lenz. Þeir höfðu starfað fyrir Adidas en stofnuðu sitt eigin markaðsfyrirtæki. Niðurstaða fundarins í sviss- nesku Ölpunum var stofnun Meistaradeildar Evrópu. Grunn- hugmyndin var að Knattspyrnu- samband Evrópu myndi alfarið sjá um markaðssetningu Meistara- deildarinnar, selja sjónvarpsrétt- inn og einnig sjá um kostendur. Þannig yrði hægt að bjóða út einn pakka sem yrði mjög söluvænleg- ur, hægt yrði að auka sjónvarpsút- sendingar til muna og sýna leik- ina til fleiri landa. Einnig myndu stærstu þjóðir Evrópu fá 3-4 lið inn í Meistaradeildina. Ekki voru allir á eitt sáttir við þessa hugmynd, sérstaklega risaklúbbarnir en þeim leist ekki á blikuna að afsala sjónvarpsréttinum til UEFA. Lennart Johansson segir að til að mynda hafi Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, sem á AC Milan og allar stærstu sjón- varpsstöðvarnar á Ítalíu, verið mátulega hrifinn af hugmyndinni af Meistaradeildinni og þurfti sænski risinn að beita öllum per- sónutöfrum sínum til að sannfæra Berlusconi um að láta slag standa. Fyrsta árið gaf Meistaradeildin fimm milljarða í sjónvarpstekjur, tíu árum síðar hefur þessi upphæð tífaldast. Evrópukeppnir bikarhafa og félagsliða voru einnig sameinað- ir og eru eins konar B-keppni. Nú hefur fyrirkomulaginu verið breytt og búið að taka upp riðla- keppni sem hluta af keppninni. Félögin eiga enn sjónvarpsréttinn í þeirri keppni en hugsanlegt er að það breytist í náinni framtíð og UEFA sjái um sölu hans líkt og Meistaradeildina. Meistaradeildin er fyrir þá stóru Ekki eru allir á eitt sáttir um hvernig þróun Meistaradeildar- innar hefur verið undanfarin ár. Nú eiga stærstu löndin líkt og England, Spánn, Ítalía og Þýska- land fjögur sæti vís í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en tvö lið þurfa reyndar að fara í forkeppni. Minni þjóðum eins og Íslandi hefur verið gert erfiðara fyrir að komast áfram í keppninni og meira að segja lið eins og Rosen- borg þarf að fara í eina umferð í forkeppni til að komast inn í riðla- keppni Meistaradeildarinnar þrátt fyrir góða frammistöðu í gegnum árin. Rosenborg hefur komist þangað inn undanfarin áratug og liðið malað gull og hefur forskot á önnur lið á Norðurlöndunum því fjárhagslegur styrkur félagsins er mikill. Stærsta gagnrýnin beinist að tekjuskiptingunni því stærstu félögin hala inn langmestu tekj- urnar og bilið á milli þeirra ríku og fátæku eykst ár frá ári. Þetta er áhyggjuefni að mati margra. Lennart Johansson er meðvit- aður um þessa gagnrýni og segir að vissulega sé Meistaradeildin svolítið á kostnað minni landanna. Meistaradeildin sé hins vegar deild þeirra stóru og hún endur- spegli styrkleikann í fótboltanum í Evópu hverju sinni. „Það er samt alltaf möguleiki fyrir minni lið að komast inn í riðlakeppni Meistaradeildinn- ar. Ef UEFA hefði ekki farið út í stofnun Meistaradeildarinnar á sínum tíma gæti landslagið verið allt öðruvísi og minni þjóðirnar dottnar alfarið út. Mér sýnist t.d. að fyrirætlanir stóru félaganna að stofna eigin súperdeild hafi lagst af í bili,“ segir Johansson. Ævintýrin tekin af íslenskum liðum Geir Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri KSÍ, segir að Meistaradeild- in hafi haft mjög jákvæð áhrif fyrir knattspyrnuhreyfinguna í Evrópu. Knattspyrnusamböndin og félögin hafi fengið meiri tekjur. Meistaradeildin hefur hins vegar einnig sínar skuggahliðar. „Það er nánast úr sögunni að íslensk lið dragist gegn stórum liðum í Meistaradeildinni. Knatt- spyrnulega hafa þessi ævintýri verið tekin af okkur. Aftur á móti fá íslensk lið bætur og allar götur frá því KSÍ tók á móti greiðslum frá UEFA vegna Meistaradeild- ar Evrópu hafa þær runnið til íslenskra félagsliða. Fyrsta árið fékk KSÍ reyndar bætur líka sem við notuðum til þess að taka yfir allan dómarakostnað í öllum deild- um en félögin þurftu áður að sjá um það. Félögin fá allar tekjur af Meistaradeildinni í dag en KSÍ tekjur vegna landsliðsins. Farið er eftir ákveðnum reglum en mér telst til að íslensk félagslið fái um 50 milljónir íslenskra króna í bætur frá UEFA á ári sem er ansi góð búbót,“ segir Geir. Snobbið yfirtekur fótboltann Peningaæðið sem gripið hefur um sig í fótboltanum undanfarin ár er farið að dreifa sér eins og krabbamein um fótboltann. Sið- ferðisvitund allt of margra knatt- spyrnumanna virðist því miður á hraðri niðurleið. Þetta eru nýríkar og ofdekraðar knattspyrnustjörn- ur sem baða sig í sviðsljósinu. En gæfan er fallvölt og reglulega ber- ast fréttir þar sem þeir missa sig í hinu ljúfa lífi. Lái þeim hver sem vill því margur verður af aurum api. Knattspyrnan er því miður að fá á sig einhvers konar snobbblæ þar sem ríka og fræga fólkið ferð- ast á einkaþotum til að sjá ríku og frægu knattspyrnumennina. Áður fyrr var knattspyrnan íþrótt verkafólksins en krikkett og veð- reiðar fyrir ríka fólkið. Nú er orðið það dýrt á völlinn að hinir ríku eru að taka yfir knattspyrnuvellina. Í íslenskri knattspyrnu virðist launaskrið hafið og félögin teygja sig eins langt og vasarnir leyfa. Knattspyrnulið á Norðurlöndun- um og minni félög í Evrópu standa stóru liðunum að sjálfsögðu langt að baki hvað varðar sjónvarpstekj- ur. En eitt eiga öll knattspyrnufé- lög, stór sem smá, sameiginlegt. Flest eru þau rekin með tapi því allir vilja jú vinna. Eigendur og forsetar félaganna vilja einnig baða sig í sviðsljósinu með knatt- spyrnustjörnunum og helst að hafa David Beckham á boðslistan- um í næsta kokkteilpartíi. Heimildir: Guardian, Göteborgs- Posten, Independent, Dagens Nyheter, BBC, Reuters, DN, Skynews o.fl. Meistaradeildin er umdeild gullnáma Umfang Meistaradeildar Evrópu hefur tífaldast á rúmum áratug og hefur haft byltingarkennd áhrif á knattspyrnuna í Evrópu. Stóru félögin mala gull en önnur berjast í bökkum. Hinir ríku yfirtaka knattspyrnuvellina og fótbolti er að verða snobbíþrótt. ALLIR VILJA BAÐA SIG Í SVIÐSLJÓSINU Hinn útbrunni leikari Luke Perry hefur ekki gefist upp á draumnum að verða súperstjarna. Hann vingaðist við Beckham-hjónin í teiti á dögunum og er ekki einn um að reyna að komast í mjúkinn hjá þeim hjónum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI FYRIR FÍNA FÓLKIÐ Það er af sem áður var þegar verkafólkið var eitt á knattspyrnuvöllunum. Nú er snobb komið í boltann og fræga fólkið flykkist á völlinn. Ólafur Ragnar og Dorrit sáu Chelsea leika í boði eiganda félagsins, Roman Abramovich. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP ÍÞRÓTTIR ÞORSTEINN GUNNARSSON Knattspyrna í nýju ljósi – 5. hluti

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.