Fréttablaðið - 04.01.2006, Síða 16
4. janúar 2006 MIÐVIKUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI:
550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Bætir kjörin
Í jólablaði breska vikuritsins The
Economist birtast gjarnan greinar þar
sem mál eru skoðuð frá frumlegum
og óvæntum sjónarhornum. Í síðasta
tölublaði var meðal annars sagt frá
hagfræðikenningu um að kirkjusókn
bæti lífskjör fólks. Beint samhengi
sé á milli þess að fólk sæki kirkju
reglulega og að það fái hærri laun
en hinir sem ekki iðka trú.
„Wealth from worship“
nefnist greinin og hana
má einnig lesa á vefsíðu
tímaritsins, economist.
com. Segir þar frá
kenningum bandarísks
hagfræðings við
MIT-háskólann,
Jonathans
Gruber,
sem beitir
stærðfræðilegum útreikningum til að
rökstyðja tengsl kirkjusóknar manna og
hagsældar þeirra.
Borgar sig
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráð-
herra ræðir þetta í pistli á vefsíðu sinni,
ekg.is. „Niðurstaðan er sú að með því
að auka kirkjusókn manns um helming
sé hægt að bæta launin um 10%! Og
ekki bara það. Góð kirkju-
sókn stuðlar einnig að betri
menntun og minni líkum á
hjónaskilnaði. Þetta eru góðar
fréttir.“ Einar bætir við: „Við
sem alin erum upp í guðsótta
og góðum siðum töldum kirkju-
sókn góða í sjálfu sér. Við kristið
fólk sóttum og sækjum
kirkjur, án þess að
meta slíkt til þeirra
verðmæta sem
mölur og ryð fá grandað. En í veröld
aukinnar efnishyggju og auðsdýrkunar
hljómar það ábyggilega lokkandi að vita
að kirkjusókn borgi sig, í bókstaflegri
merkingu þess orðs.“
Ýmsar orsakir
Hvert gæti orsakasamhengið verið ef
kenning Grubers er rétt? Í Economist er
meðal annars stungið upp á eftirfar-
andi: gagnlegt tengslanet byggt á
trausti myndast milli kirkjugesta; trú-
arsannfæring gerir fólki auðveldara
að takast á við mótbyr í lífinu; hinir
kirkjuræknu afla sér frekar menntun-
ar en aðrir sem aftur bætir tekjurnar
og loks getur trúin aukið festu
og jafnvægi í lífi fólks
og þannig greitt götu
manna í hinum dag-
legu verkefnum lífsins.
gm@frettabladid.is
Deila Rússa og Úkraínumanna um verð á gasi frá Rússlandi hefur opnað augu marga fyrir því hve það er mikilvægt að ábyrg stjórnvöld hafi stjórn á orkulindum jarðar. Með
því að skrúfa fyrir gasstreymið til landa í Vestur-Evrópu gætu
óábyrg stjórnvöld í Moskvu valdið miklum usla hjá tugmilljónum
manna, stór framleiðslufyrirtæki gætu stöðvast, auk þess að
gasþurrð yrði á heimilum og þar væri hvorki hægt að elda mat
né hita upp húsakynni.
Þótt látið sé í veðri vaka hjá Rússum að deilan snúist fyrst
og fremst um verð á gasi til Úkraínu, þá fer ekki hjá því að
töluverður pólitískur keimur er af þessu máli. Hvers vegna
var skrúfað fyrir gasið einmitt nú um áramótin, þegar vetur
konungur ríkir á meginlandi Evrópu í öllu sínu veldi? Eru Rússar
að skapa sér betri stöðu í alþjóðamálum og sýna fyrrverandi
Sovétlýðveldum að þau skuli halda sig á mottunni, annars hafi
þau verra af? Þá má líka vera að Rússar séu að minna bæði
þjóðir Evrópusambandins og Atlantshafsbandalagsins á það
að þeim hugnast ekki að þessi samtök teygi sig sífellt lengra og
lengra í austurátt, og innlimi fleiri og fleiri lönd í raðir sínar.
Það var stór biti fyrir Rússa að kyngja því að Eystrasaltslöndin
þrjú gengju í ESB og Nató, og nú gæti verið að þeir ætluðu ekki
að láta Úkraínu að fara sömu leið.
Rússneska gasið getur því verið mjög beitt pólitískt
vopn, sem auðvelt er að beita eða misbeita, eftir
því hvernig á það er litið. Efnahagslegur ávinningur
Rússa af sölu á gasi til Vesturlanda er líka gífurlegur
og getur átt stóran þátt í því að rétta við efnahag
landsins og bæta lífskjör þegnanna.
Rússneska gasið getur því verið mjög beitt pólitískt vopn, sem
auðvelt er að beita eða misbeita, eftir því hvernig á það er litið.
Efnahagslegur ávinningur Rússa af sölu á gasi til Vesturlanda er
líka gífurlegur og getur átt stóran þátt í því að rétta við efnahags
landsins og bæta lífskjör þegnanna. En það er ekki aðeins gasið
í iðrum Rússlands sem getur haft mikið að segja varðandi völd
og stöðu Rússa í heiminum, heldur eiga þeir líka gífurlegar
olíulindir, sem duga munu í mörg ár í framtíðinni. Hátt verð
á olíumörkuðum heimsins hefur líka orðið þess valdandi að
olíufyrirtæki Rússa hafa hagnast um milljarðatugi og átt sinn
þátt í því að bæta efnahag landsins.
Fram til þessa hafa Úkraínumenn notið mjög góðra kjara
á gasi frá Rússum, svo segja má að það sé sanngirniskrafa að
verðið hækki eitthvað. Það er nú um 50 bandaríkjadalir á hverja
1000 rúmmetra, en á að hækka í 230 dali að kröfu Rússa. Verðið
verður þá nánast það sama og til landa Evrópusambandsins.
Langmest af gasinu sem fer þangað er leitt í leiðslum um
Úkraínu. Því hefur verið haldið fram að Úkraínumenn taki sinn
hluta af gasinu úr leiðslunum sem liggja um land þeirra og það
er kannski þess vegna sem Rússar hafa uppi áætlanir um að
leggja nýja leiðslu á botni Eystrasaltsins beint til Þýskalands.
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Moskvustjórnin ræður yfir miklum olíu og gaslindum.
Gasdeilan og
pólitík Rússa
Menn fara ekki langt í leigubíl
í Reykjavík fyrir þúsund krón-
ur. Þó eru bílstjórar ekki í hópi
vel launaðra manna á Íslandi. Ég
þekki hins vegar persónulega til
eins starfsbróður þeirra austur á
Filippseyjum sem þyrfti að vinna
frá morgni til kvölds í heila viku
til þess að eiga fyrir stuttum rúnti
í Reykjavík. Þetta er þó vaskur
maður og bílinn hans oftast yfir-
fullur af fólki því þarna tíðkast
að taka marga farþega í einu sem
eiga leið í sömu átt. Fyrir vinnu-
dag sem þætti bæði of langur og
erfiður hér vestar í heiminum fær
þessi ágæti fjölskyldufaðir venju-
lega innan við 200 krónur. Fyrir
þann pening fæst meira þar eystra
en í reykvískri búð en þó ekki
nánda nærri nóg til þess að gera
lífið viðunandi. Þessi kunningi
minn er í hópi milljarðs manna
sem lifir af tekjum af þessu tagi.
Hann er betur settur en flestir
menn í Afríku og nær bjargáln-
um en þorri þess fólks sem býr í
þorpum á Indlandsskaga. Á tímum
hnattvæðingar skiptir enn mestu
máli fyrir efnahag flestra manna
á jörðinni hvar forsjónin réði þeim
fæðingarstað.
Þetta er hægt að breytast og
í þeim breytingum er að finna
stærstu sögu okkar tíma. Heimur-
inn hefur ört verið að opnast og því
fylgja byltingarkenndar breyting-
ar í atvinnulífi, þjóðlífi og stjórn-
málum. Bílstjórar á Vesturlöndum
þurfa ekki að óttast samkeppni frá
Filippseyjum en stór hluti fólks í
Evrópu vinnur störf sem allt eins
má vinna annars staðar á hnettin-
um þar sem laun eru öllu lægri.
Fólk sem kunningi minn keyrir í
vinnu á morgnana svarar í sím-
ann fyrir verslanir í Bandaríkj-
unum, aðrir skrifa sjúkraskýrsl-
ur fyrir breska spítala, enn aðrir
sýsla með tjónaskýrslur fyrir
evrópsk tryggingafyrirtæki eða
vinna við rekstur tölvukerfa sem
eru einhvers staðar hinum megin
á hnettinum. Það er ekki aðeins
að stór hluti af iðnaði heimsins
sé kominn til Kína eða á leiðinni
þangað, þjónustustarfsemi og
vöruþróun streymir til Asíu.
Margt það mikilvægasta í
samtímanum er hluti af þessari
sögu. Eins og til dæmis ört vax-
andi ójöfnuður innan samfélaga á
Vesturlöndum. Ástæðu fyrir stór-
auknum launamun er að finna í
tveimur hliðum þessa sama máls.
Annars vegar í því að stór hluti
íbúa Vesturlanda er kominn í sam-
keppni við vinnuafl í löndum þar
sem laun eru lág vegna pólitískra
og tæknilegra breytinga sem hafa
breytt rökum um staðsetningu á
atvinnustarfsemi. Þetta þrýstir
niður launum þess vaxandi fjölda
fólks sem er í störfum sem unnt er
að vinna annars staðar. Hins vegar
hafa ný og áður óþekkt tækifæri
opnast fyrir einstaklinga og fyr-
irtæki sem geta litið á heiminn í
heild sem sitt athafnasvæði. Þetta
hækkar tekjur þeirra sem kunna
sæmilega vel að nýta sér nýjar
aðstæður í atvinnulífi heimsins.
Þeir eru miklu færri en hinir sem
eru lentir í samkeppni við fólk
í Asíu. Aukin og bætt menntun
getur hins vegar breytt því.
Á Íslandi hafa menn lítið fund-
ið fyrir áhrifum samkeppni við
vinnuafl í Asíu. Við höfum hins
vegar notið mikils ábata vegna
lækkunar á framleiðslukostn-
aði varnings sem við flytjum
inn í miklum mæli. Nú finnum
við fyrir þeirri alþjóðlegu þróun
að laun stjórnenda fyrirtækja
hækka miklu mun hraðar en laun
annarra manna í samfélaginu.
Í sumum tilvikum eru þessar
hækkanir beinlínis vegna árang-
urs fyrirtækjanna á alþjóðlegum
markaði. Umbun stjórnenda KB
banka fyrir að margfalda hagn-
að bankans þættu til dæmis ekki
umtalsverð vestan hafs eða aust-
an enda greinilega um að ræða
eftirtektarverða snilld við að nýta
nýjar aðstæður í alþjóðlegum við-
skiptum. Annað sem athygli hefur
vakið á Íslandi að undanförnu
virðist hins vegar frekar eiga
rætur í ábyrgðarleysi en lögmál-
um markaðarins. Umræða um ört
vaxandi launamun á sér nú stað
um öll Vesturlönd. Best væri ef
hún vekti athygli á lykilhlutverki
menntunar í að búa til ný tækifæri
í hnattvæddum heimi. Umræðan
hefur þó orðið til þess að draga úr
áhuga manna á auknu frjálsræði í
alþjóðlegum viðskiptum. Það gæti
haft mjög alvarlegar afleiðingar á
næstu árum. Ekki síst fyrir menn
eins og kunningja minn á Filipp-
seyjum.
Minnkandi munur og vaxandi
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Mest lesna
vi›skiptabla›i›
G
al
lu
p
kö
nn
un
f
yr
ir
36
5
pr
en
tm
i›
la
m
aí
2
00
5.
Í DAG
LAUNAMUNUR
JÓN ORMUR HALL-
DÓRSSON
Umræða um ört vaxandi
launamun á sér nú stað um öll
Vesturlönd. Best væri ef hún
vekti athygli á lykilhlutverki
menntunar í að búa til ný
tækifæri í hnattvæddum heimi.
Ofurlaun á Íslandi Halldór
Ásgrímsson með hærri
laun en Stoltenberg
og Persson
Þingmenn og
ráðherrar á Íslandi
fá hærri laun en
kollegar í Svíþjóð
og Noregi
DV2x10 3.1.2006 20:31 Page 1