Fréttablaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 18
[ ] Ath skráning er hafin í vinsælu námsferðirnar fyrir 12-15 ára Uppl. og skráning í síma 8917576 og erlaara@simnet.is Enskuskóli Erlu Ara Enskunám í Hafnarfirði • Enska fyrir fullorðna • 10 getustig • Áhersla á tal Enskunám í Englandi • Fyrir fullorðna og unglinga • Hópar og einstaklingar Skráning hafin Kennsla hefst 9. janúar enskafyriralla.is elcyork.com kentschoolofenglish.com 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Bergþóra Reynisdóttir býður upp á sjálfsstyrkingarnám- skeið fyrir konur austur í Fljótshlíð. Námskeiðið tekur eina helgi og styrkir bæði lík- ama og sál. ,,Námskeiðið gengur fyrst og fremst út á að kenna konum grunnþekkingu í sjálfsstyrkingu og sjálfsþekkingu,“ segir Berg- þóra Reynisdóttir geðhjúkrunar- fræðingur. ,,Námskeiðin standa yfir heila helgi, frá föstudegi til sunnudags, og eru haldin austur í Fögruhlíð í Fljótshlíð. Þarna eiga konurnar heima meðan á nám- skeiðinu stendur og er boðið upp á notalega gistingu og grænmetis- fæði.“ Námskeiðin byggjast fyrst og fremst á fyrirlestrum. ,,Konurn- ar setja sér ákveðin markmið, til dæmis að vera öruggari í sam- skiptum, reyna að staðsetja sig sem einstaklinga eða leysa ágrein- ingsmál við vinnuveitanda, eig- inmann eða börn. Síðan eru þær að vinna að þessum verkefnum alla helgina undir minni leiðsögn ásamt fyrirlestrum.“ Bergþóra segir konurnar ekki fela neitt hver fyrir annari. ,,Ég ræði við konurnar í einrúmi ef þær óska eftir því en það hefur aðeins gerst í undantekningartilfellum. Konurnar eru aðeins sex til átta talsins og fara strax að treysta hver annarri. Samstaða myndast í hópnum og frá konunum stafar óskaplega mikill kraftur.“ Bergþóra segir þátttakendurna vera á aldrinum 18 til 70 ára. ,,Þeir eru í raun þverskurður af flórunni á Íslandi, koma alls staðar að af landinu og eru af öllum stéttum og stigum. Það er svo skemmti- legt að þrátt fyrir að konurnar séu svo ólíkar eiga þær sameiginlegt tungumál sem allar skilja.“ Bergþóra kveðst hafa séð mik- inn árangur. ,,Ég hef séð konur hætta að nota róandi lyf og þung- lyndislyf. Þær hafa losnað gjör- samlega við kvíða, eru sterkari og ákveðnari í samskiptum og fá stöðuhækkanir á vinnustöðum vegna þess að þær hafa getað fylgt þeim eftir. Ennfremur hefur sumum þeirra tekist að skapa alveg nýtt andrúmsloft á heimil- inu enda er konan mikill áhrifa- valdur innan fjölskyldunnar, hún er svo mikill klettur,“ segir Berg- þóra hlæjandi. Annar þáttur í námskeiðunum er útivist og hreyfing. ,,Við förum í léttar gönguferðir milli fyrir- lestra og höfum gengið allt að 20 kílómetra yfir eina helgi. Hreyf- ing, næring og hvíld eru náttúr- lega þessir grundvallarþættir fyrir andlega og líkamlega heilsu. Ef þáttunum er fullnægt er fólk oft í þokkalega andlegu og líkam- legu jafnvægi. Karlmenn verða ekki alveg útundan á námskeiðunum. ,,Í mars verð ég með hjónanámskeið og fæ Halldór Reynisson með mér sem leiðbeinanda. Þar verður áhersla lögð á siðfræði og samskipti milli hjóna.“ Nánari upplýsingar um nám- skeiðið er að finna á vefsíðunni www.liljan.is eða í síma 863 6669. mariathora@frettabladid.is Tungumál sem allir skilja Skrautlegir pennar geta gert heimanámið meira spennandi fyrir þá sem yngri eru. Litríkir penn- ar gera glósur þeirra sem eldri eru aðgengilegri og auðveldari yfirferðar. Bergþóra Reynisdóttir hefur séð mikinn árangur af námskeiðum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Konurnar gista heila helgi í Fögruhlíð í Fljótshlíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.