Fréttablaðið - 04.01.2006, Side 21
[ ]
Ný verslun með skírnarkjóla og
sængurgjafir hefur verið opnuð
í Listhúsinu í Laugardal. Anna
Sigurjónsdóttir er eigandi
hennar.
Skírn heitir nýja verslunin og er
trúlega með mesta úrval lands-
ins af skírnarkjólum. Verslunar-
stjórinn Anna breiðir úr síðum
og glæsilegustu kjólum sem hún
fær frá Ameríku, Belgíu og Eng-
landi. Þeir eru fáan-
legir í nokkrum
stærðum og
n o k k r u m
verðflokk-
um líka
því verðið
er frá 10.000
upp í 36.000.
„Þetta eru
satín- og
silkikjól-
ar,“ segir
hún og sýnir
líka svokallað-
an eftirskírn-
arfatnað, bæði
stutta kjóla og
silkimatrósaföt
á stráka. „Sumir
vilja líka skíra börnin í svona
fötum, ekki síst ef athöfnin
er heima,“ bætir hún við.
Skírn selur líka amerískar
vöggur, bæði með hefðbundnu
lagi og líka kringlóttar. Þær
eru fallega skreyttar og
sumar eru með næturljósi,
leikfangi og músík.
„Það vantar ekkert
nema fjarstýringu á
snuðið,“ segir Anna
hlæjandi þegar bent er
á öll þægindin og segir
vöggurnar kosta frá
11.500 til 29.000.
Meðal þess sem
Anna er með til sængurgjafa
eru svokallaðir startpakkar
með fimm upp í fimmtán
stykki. Það eru bolir, sam-
fellur, teppi, handklæði
og þvottastykki. Annar
pakki er með fötum
til að klæða barn-
ið í þegar það fer
heim af fæðingar-
deildinni, í honum
eru teppi, húfa
sokkar og galli.
Nýja verslun-
in heitir Skírn
og er opin frá
12-18 á virk-
um dögum
og 11-15 á
laugardög-
um.
NFS ER Á VISIR.IS
NFS í beinni á VefTV og upptökur þegar þér hentar
Visir.is er stærsta fréttalind landsins. Þar miðla Fréttablaðið og Nýja
fréttastofan fréttum allan sólarhringinn og nú er NFS í beinni á VefTV
frá morgni til kvölds. Þú færð fréttirnar beint í æð í vinnunni eða heima
og upptökur af fréttum dagsins tryggja að þú missir ekki af neinu.
Laugavegi 51 • s: 552 2201
Útsalan
hófst í
morgun
40%
afsláttur
Laugaveg 53 s. 552 3737
Opið mán. - föst. 10 -18 • Laugard. 10 -16
Útsalan
er hafin
Eitt nýjasta tæknileikfangið er
80 cm löng risaeðla sem gerir
ýmsar kúnstir.
„Það eru milljón skynjarar í þessu
dýri,“ segir Steinar Sigurðsson í
heildversluninni Item þegar hann
byrjar að lýsa nýjasta tækniundri
í leikfangadeild Dótabúðanna.
Hann heldur áfram. „Risaeðlan
bregst við hljóðum og snertingu
og hún sér þannig að hún gengur
ekki á neitt heldur stoppar eða
beygir framhjá.
Þegar ekkert er að gerast og
hún stendur á gólfinu þá fer hún
í hvíld en ef einhver labbar fram-
hjá þá skynjar hún hreyfinguna
og gerir vart við sig. Sé gripið
hastarlega í skottið á henni þá
reynir hún að bíta en ef henni er
klappað undir hökuna þá verður
hún blíð og gælin og allt að því
malar.“ Risaeðlan kom á markað
í haust.
Eðla sem
heyrir og sér
Höfundur Paddingtons var Bretinn
Michael Bond og birtist fyrsta sagan
um þenna geðþekka björn árið 1958
og fyrsta bókin í íslenskri þýðingu kom
út árið 1971.
Í sögunni er sagt frá því að Brown-
fjölskyldan finnur þennan sérstæða
björn á Paddington-lestarstöðinni
í London. Björninn segist koma frá
Perú en að nafnið sé of flókið til þess
að bera fram og því ákveður Brown-
fjölskyldan að nefna björninn eftir
lestarstöðinni.
Paddington reynist blíður og góður
björn en virðist eiga létt með að koma
sér í vandræði þótt hann reyni allt
sem í hans valdi stendur til þess að
gera hlutina rétt.
Björninn Paddington
SÖGURNAR UM HINN SÆTA OG
MANNLEGA BJÖRN, PADDINGTON,
ERU HOLLAR ÖLLUM BÖRNUM
Risaeðlan ROBORAPTOR fæst í
Dótabúðunum Kringlunni, Smáralind,
Glæsibæ og Spönginni.
Hattar fylgja
með.
skírnar-
kjólunum.
Skírnarkjólar, sæng-
urgjafir og vöggur
Kennsla hefst aftur í dag í flestum grunnskólum landsins.
Vonandi eru allir nemendur búnir að hrista af sér jólaslenið
og komnir aftur í námsgírinn.
Anna selur meðal annars vel búnar
vöggur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Matrósafötin fást
líka í svörtu.
Stuttur „eftir-
skírnarkjóll“ með
tilheyrandi.
Drengirnir
eru fínir í
matrósaföt-
um úr silki.
Blúndur setja
svip á hvíta
kjólana.
bækur }
1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 1