Fréttablaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 22
[ ]Janúarútsölurnar er hafnar víða um land. Um að gera að gefa sér góðan tíma til að grúska þegar á útsölurnar er komið. Ekki gera neitt í flýti, betra að vera skynsamur. Verslunin Whistles var ein þeirra sem hóf útsölu fyrir áramót. Útsölurnar hófust af fullum krafti um áramótin og sumar verslanir tóku meira að segja af skarið fyrir áramót. Verslunin Whistles í Kringlunni er tiltölulega ný af nálinni og var ein af fyrstu verslununum til að bjóða vörur sínar á útsöluverði þetta árið. Strax var boðið upp á 30% aflsátt af öllum vörum, og úr ýmsu að moða, peysur og pils í ýmsum litum, fallegir kjólar og kápur, skór og töskur í ótal útfærslum, belti, treflar og fleira og fleira. Það er nauðsynlegt að gefa sér góðan tíma ætli maður að gramsa á útsölunum og í Whistles er hægt að finna virkilega flottar samsetningar og gera góð kaup fyrir það sem eftir er af vetri vorið. Fjölbreyttar samsetningar Pils kr. 10.990. Húfa kr. 5.990. Munstruð svört mussa kr. 8.990. Stígvél kr. 28.990. Taska kr. 16.990. Kjóll kr. 15.990. Fingravettlingar kr. 5.990. Græn peysa kr. 7.990. Trefill kr. 14.990. Munstrað pils kr. 13.990. Jakki kr. 19.990. Kjóll kr. 16.990. Ilmvatnið Chanel #5 er án alls vafa langfrægasta ilmvatn sem til er. Ekkert ilmvatn á sér eins langa og farsæla sögu og enn þann dag í dag selst það eins og heitar lummur. Hin goðsagnakennda Gabriella ,,Coco“ Chanel opnaði sína fyrstu verslun í París árið 1910. Áhrif hennar og tískukeðju hennar á menningu og tísku eru slík að tímaritið Time taldi Coco vera eina af 100 áhrifamestu einstaklingum tuttugustu aldarinnar. Árið 1924 gerðist Pierre Wertheimer viðskiptafélagi Coco og í dag stjórna eftirlifendur Wertheimer fyrirtækinu. Coco Chanel lést árið 1971, þá 87 ára gömul. Ilmvatnið sjálft kom á markað í maí árið 1921. Nafnið fékk það vegna þess að gerðar voru nokkrar ilmvatnsblöndur sem Coco valdi svo á milli. Reyndist blanda númer fimm hlutskörpust eins og kannski frægt er orðið. Ilmvatnið var einstakt að mörgu leyti. Aldrei áður hafði til dæmis ilmvatnsflaska skartað nafni skapara ilmvatnsins á flöskunni. Efnasamsetning ilmvatnsins var einnig mjög óhefðbundin. Þessi efnasamsetning hefur gert það að verkum að þrátt fyrir aldur ilmvatnsins hefur það nær aldrei farið úr tísku og alltaf verið jafn vinsælt. Er til eitthvert ilmvatn sem vitað er að þrjár eða jafnvel fjórar kynslóðir hafa notað? Fyrstu þrjátíu ár ilmvatnsins voru reyndar ekki eins gífurlega farsæl og seinna varð. Árið 1953 fékk ilmvatnið nefnilega bestu auglýsingu sem það hefði nokkru sinni getað fengið og það án þess að borga krónu fyrir. Þessi örlaga- valdur Chanel #5 var leikkonan Marilyn Monroe. Hún var eitt sinn spurð að því hvaða ilmvatn hún notaði í rúminu og hún svar- aði að bragði: ,,Nú, Chanel #5 að sjálfsögðu!“ Eftir þessi ummæli hefur Chanel #5 aldrei fallið af stallinum sem vinsælasta ilmvatn heims en þess má til gamans geta að að meðaltali selst ein flaska af ilmvatninu á 30 sekúndna fresti. Fjölmargar frægar leikkonur eins og Catherine Deneuve og Nicole Kidman hafa einnig verið frægir boðberar ilmvatnsins. Von Coco var að konur notuðu ilmvatnið hvenær sem þær vonuðust eftir kossi. Sú ósk Coco hefur svo sannarlega ræst. steinthor@frettabladid.is Saga Chanel #5 Ilmvatnið Chanel #5 er tákn um kvenleika og glæsileika. Coco Chanel hafði gríðarleg áhrif á tískustrauma 20. aldarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.