Fréttablaðið - 04.01.2006, Side 26

Fréttablaðið - 04.01.2006, Side 26
MARKAÐURINN Vika Frá áramótum Actavis Group 0% 0% ATORKA GROUP 5% 0% Bakkavör Group -1% 0% DAGSBRÚN 8% 0% Flaga Group -6% 0% FL Group -5% 0% Íslandsbanki 2% 0% KB banki 2% 0% Kögun 1% 0% Landsbankinn -1% 0% Marel 2% 0% MOSAIC FASHIONS 0% 0% SÍF -2% 0% Straumur 2% 0% Össur 0% 0% *Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn G E N G I S Þ R Ó U N 4. JANÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Exista hefur selt öll stofnfjárbréf sín í SPRON en alls átti félag- ið um átta prósent stofn- fjár og var þriðji stærsti stofnfjáreigandinn fyrir söluna. Kaupandi bréf- anna er Tuscon Partners Corporation. Gera má ráð fyrir að þessi ákvörðun hafi verið tekin þegar Exista fór yfir 20 prósent í KB banka. Eigendur Exista eru meðal annars SPRON og KB banki, sem eiga samtals yfir fjórð- ung hlutafjár, og þá hafi gagn- kvæmt eignarhald verið orðið það hátt að kosið var að selja bréf- in. Miðað við að hluturinn hafi verið seldur á genginu 4,5 nemur söluandvirðið um 1,4 milljörðum króna. Exista selur í SPRON Avion Group hefur fest kaup á átta Boeing 777 fraktvélum eins og greint var frá í síðustu viku. Það er ljóst að vélarnar hafa hækkað í verði en listaverð frá Boeing hefur hækkað um 3,5 prósent frá því að Avion Group lagði inn pöntun, að sögn Hafþórs Hafsteinssonar, forstjóra Air Atlanta Icelandic. Heildarfjárfesting Avion Group, miðað við listaverð, nemur tveimur milljörðum Bandaríkjadala, sem samsvarar 126 milljörðum króna. Avion Group var meðal fyrstu kaupenda að þessari nýju framleiðslulínu og fékk því góðan afslátt. Stjórnendur félagsins gefa hins vegar ekki upp kaupverð vélanna. Talið er að dulinn hagnaður í þessum átta vélum sem Avion Group festir kaup á sé ekki undir fimm milljörðum króna. Boeing hefur selt um 130 vélar af gerðinni 777 á árinu. - eþa SKRIFAÐ UNDIR KAUPSAMNING Duldar eignir Avion í nýjum flugvélum af gerðinni Boeing 777 gætu numið fimm milljörðum króna. Duldar eignir í nýjum flugvélum Pálmi Haraldsson vill að sænski farmiðasalinn Ticket, sem hann er nú stærsti hluthafinn í, hefji á ný sölu á miðum fyrir flugfélagið Flyme sem er kjölfestueigandi. Pálmi segir í viðtali við Dagens Nyheter að þetta sé ekki beiðni heldur krafa. Ticket hætti sölu miða Flyme vegna þess að flugfélagið stóð ekki á traustum fjárhagslegum fótum. Fons sem er í eigu Pálma og Jóhannesar Kristinssona hefur lagt Flyme til nýtt hlutafé og styrkt með því fjárhagslega stöðu þess. „Það er því ekki lengur nein ástæða fyrir því að vinna ekki með Flyme,“ sagði Pálmi í samstali við DN. Pálmi vildi í samtali við sænska blaðið ekki segja neitt um hvort til stæði að auka hlutinn í Ticket, en útilokaði það ekki. Samkvæmt heimildum Markaðarins hefur Fons hug á að láta til sín taka frekar í félaginu. - hh PÁLMI HARALDSSON Ætlar sér örugglega meira með kaupunum á hlut í Ticket. Vill láta selja miða fyrir Flyme Björgvin Guðmundsson skrifar Íbúðalánasjóður gat ekki staðið við útgáfuáætlun íbúðabréfa á síðasta ársfjórðungi 2005, sem birt var endurskoðuð 10. nóv- ember. Síðasta viðskiptadag árs- ins, 30. desember síðastliðinn, var tilkynnt að hætt yrði við áætlaða útgáfu íbúðabréfa fyrir tæpa fjóra milljarða króna. Flyst útgáfan yfir á fyrsta árs- fjórðung þessa árs. Íbúðalánasjóður fjármagn- ar útlán sín með útgáfu íbúða- bréfa. Hallur Magnússon, sviðs- stjóri hjá Íbúðalánasjóði, segir að ekki hafi verið þörf á að gefa út þessi íbúðabréf sem að var stefnt. Meðal annars hefði átt að lána til verktaka sem eru að byggja leiguíbúðir en vegna seinkunar færist útlánin yfir á þetta ár. Einnig hafi dregið almennt úr útlánum á árinu og því ekki þörf á eins miklum pen- ingum til að lána. Hallur bendir líka á að mark- aðurinn sé dauflegur milli jóla og nýárs og því hætta á að kjör Íbúðalánasjóðs versni. Komi til þess þurfi að hækka vexti á íbúðalánum, en ekki nú. Þrír sérfræðingar á greining- ardeildum viðskiptabankanna segja það skipta ekki höfuðmáli máli að hætt var við útgáfu íbúðabréfa á síðasta viðskipta- degi. Þetta hafi verið lítil upp- hæð miðað við útgáfu allt árið. Fáir hafi gert ráð fyrir að áætlun fyrir síðasta ársfjórðung 2005 gengi eftir þegar leið á desem- ber. Bæði hafi vextir íbúðalána farið upp og minni umsvif verið í fasteignaviðskiptum. Aðspurður hvort það skipti ekki máli að Íbúðalánasjóður haldi útgáfuáætlun sinni, sem er tiltölulega nýlega endurskoðuð, segir Hallur það vissulega rétt. Íbúðalánasjóður hafi alltaf reynt að standa við áætlun sína og tekist það ágætlega þrátt fyrir miklar sviptingar á fasteignamarkaði. Svava G. Sverrisdóttir hjá greiningu Íslandsbanka segist frekar setja fyrirvara við útgáfuáætlun Íbúðalánasjóðs á þessu ári, sérstaklega á fyrsta ársfjórðungi. Í sama streng tekur Lúðvík Elíasson hjá greiningardeild Landsbankans og Snorri Jakobsson hjá greiningu KB banka. Miðað við aðstæður á markaðnum sé ólíklegt að það gangi eftir að Íbúðalánasjóður auki útgáfu íbúðabréfa um tæpa fjóra milljarða. Heppilegra hefði verið að fella alveg niður áætlunina sem nemur þeirri upphæð. HALLUR MAGNÚSSON Minna var um útlán á síðasta ársfjórðungi en sérfræðingar Íbúðalánasjóðs höfðu áætlað, meðal annars vegna tafa á framkvæmdum verktaka. Fréttablaðið/Róbert Hætt við útgáfu íbúða- bréfa á síðastu stundu Íbúðalánasjóður breytti útgáfuáætlun sinni á síðasta degi ársins. Hefur ekki mikil áhrif segja sérfræðingar. Markaðsverðmæti KB banka fór í gær í fyrsta sinn yfir 500 milljarða króna. Á einu ári hefur verðmæti bankans aukist um 210 milljarða króna. Hlutabréf í KB banka hækkuðu um 69 prósent á síðasta ári. Landsbankinn er metinn á 285 milljarða, Íslandsbanki á 233 millj- arða, Actavis á 168 milljarða og Straumur-Burðarás á 165 millj- arða. Hlutabréf í bönkunum hækkuðu mikið á fyrsta viðskiptadegi árs- ins. Þannig hækkaði Íslandsbanki um meira en fjögur prósent, Landsbankinn um tæp þrjú og KB banki um tvö prósent. - eþa KB banki upp fyrir 500 milljarða RJÚFA 500 MILLJARÐA MÚRINN Markaðsvirði KB banka er komið yfir 500 milljarða. Leitarvél Fjölmiðla- vaktarinnar hefur verið uppfærð sem gerir hana mun hraðvirkari en áður var. Leitarvél Fjölmiðlavaktarinnar gerir notendum meðal annars kleift að fletta upp umfjöllun úr öllum dagblöðum, tímaritum auk þess að geta nálgast orðrétt handrit úr fréttatímum útvarps og sjónvarps. Orðrétt handrit úr ljósvaka- miðlum standa til boða frá okt- óber 2004 en rafrænt efni fjöl- miðla frá mars 2005. Á Fjölmiðlavaktinni er gert ráð fyrir að hefja vöktun á netmiðlum á árinu og þá koma bæði til greina fréttamiðlar og einstaka bloggsíður. Leitarvél FMV endurbætt DAGBLÖÐ Fjölmiðlavaktin hefur bætt þjónustu sína með uppfærslu á leitarvél sinni. EXISTA SELUR Í SPRON Þriðji stærsti eigandinn hefur selt stofnfjárbréf fyrir 1,4 milljarða króna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.