Fréttablaðið - 04.01.2006, Síða 35

Fréttablaðið - 04.01.2006, Síða 35
MARKAÐURINN Fyrir um fjórum árum síðan hrundi efnahagur Argentínu og þúsundir fyrirtækja fóru á hausinn í kjölfarið. Þetta varð einnig til þess að helmingur þjóðarinnar fór undir fátæktarmörk í þessu landi sem áður var efnahagslega sterkast í Suður-Ameríku. Eitt af þeim fyrirtækjum sem varð gjaldþrota var glerverksmiðjan San Justo. Starfsmenn fyrirtækisins höfðu ekki fengið borgað í marga mánuði og þegar átti að fara að hirða vélar og tæki verksmiðjunnar komu fyrrverandi starfmenn fyrirtækisins í veg fyrir það. Í ár á eftir vöktuðu starfsmennirnir verksmiðjuna allan sólarhringinn til að koma veg fyrir að tækin væru numin á brott. Þetta gerðu þeir í ljósi þess að þeir höfðu átt inni margra mánaða ógoldin laun og töldu sig þess vegna eiga forgangskröfu í verðmæti verksmiðjunnar. Einu ári seinna samþykkti dómstóll sjónarmið þeirra og starfsmennirnir hófu framleiðslu í verksmiðjunni að nýju. Í dag er fyrirtækið í það góðum rekstri að hægt er að borga starfsmönnum 500 dali í laun á mánuði en það jafngildir því sem best gerðist áður en verksmiðjan fór í þrot. Reksturinn hefur gengið það vel að tekist hefur að endurnýja framleiðslutækin að hluta. Glerverksmiðjan er ekki eina tilfellið þar sem starfmenn hafa tekið málin í sínar hendur og komið fyrirtækjum í rekstur á ný. Í dag eru slík fyrirtæki um hundrað talsins og sjá þau um tíu þúsund manns fyrir vinnu. 11MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006 E R L E N T Fyrir um áratug eyðilagðist uppskera í Norður-Kóreu tvö ár í röð vegna flóða. Síðan þá hafa Sameinuðu þjóðirnar sent matvæli til landsins fyrir meira en milljarð Bandaríkjadala. Nú hefur leiðtogi landsins bannað erlenda matvælaaðstoð og segir uppskeruna í ár nógu góða til að fæða 23 milljónir íbúa landsins en sérfræðingar efast um að þetta sé satt. Líklegri ástæða sé að Kim Jong-il vilji einangra landið enn meira til að koma í veg fyrir erlend afskipti. Norður-Kórea á nú í viðræðum við Suður-Kóreu, Kína, Japan, Rússland og Bandaríkin um að Norður-Kóreumenn hverfi frá kjarnorkuvopnaáætlun sinni en takmarkaður árangur hefur orðið af viðræðunum. Kínverjar og Suður-Kóreumenn óttast upplausn Norður-Kóreu sem myndi leiða til þess að flóttamenn flykktust yfir landamærin í milljónavís. Það að Kim Jong-il hefur hafnað erlendri aðstoð mun líklega leiða til þess að íbúar landsins neyðist til að fara út í skóg í leit að hnetum og fræjum til að forðast að deyja úr sulti eins og gerðist fyrir áratug. Þá er talið að meira en milljón manns hafi dáið úr hungri í landinu. Norður-Kórea hafnar aðstoð FORSETA N-KÓREU MÓTMÆLT Kim Jong-il hefur líf milljóna samlanda sinna á samviskunni. Olíuvinnslufyrirtækið Petrobras, sem er í eigu brasilíska ríksins, hefur greint frá nýjum olíufundi. Olían fannst undan ströndum borgarinnar Rio de Janeiro á svipuðum slóðum og helsta olíuvinnslusvæði Brasilíu er á. Petrobras áætlar að þessi nýja olíulind hafi að geyma um 700 milljón tunnur af hráolíu, sem er einn tíundi af olíulindum landsins. Talið er að hægt verði að vinna olíu á nýja svæðinu árið 2011. Ríkistjórn Brasilíu hefur gert áætlun um að gera landið sjálfu sér nægt um olíu og með þessum olíufundi aukast líkurnar til að það muni ganga eftir en síðan 2003 hefur 91 prósent af olíu landsins verið unnið innanlands. Á svæðinu þar sem olíulindin fannst eru nú þegar framleiddar 1,1 milljón tunna af olíu á dag. Sérfræðingar telja að um 75 prósent olíubirgða landsins séu á yfir 400 metra djúpu vatni. Petrobras hefur því sérhæft sig í djúpvinnslu og hefur yfir flestum olíuborpöllum að ráða af olíufyrirtækjum heimsins. Olía finnst í Brasilíu OLÍUBORPALLUR Stutt er í að Brasilíumenn verði sjálfum sér nógir um olíu. Plötusala dróst saman um sjö prósent á milli áranna 2004 og 2005. Tónlist sem halað var niður af netinu tvöfaldaðist hins vegar á milli ára sem vegur upp á móti m i n n k a n d i p l ö t u s ö l u fyrir tónlistar- iðnaðinn. Lög sem halað var niður af netinu gegn greiðslu voru tæplega 333 milljónir talsins á móti 134 milljónum árið 2004. Geisladiskar: Sala geisladiska fer minnkandi Síðan Verkamannaflokkurinn tók við völdum í Englandi hafa styrkir til Skotlands hækkað um helming. 4.500 milljarðar runnu til Skotlands á meðan skatttekjur ríkisins þaðan voru 3.700 milljarðar. Mismunurinn nemur 250 þúsund krónum á hvern íbúa í Skotlandi. Hlutfall ríkisútgjalda af heildarefnahag landsins er 52,2 prósent, sem er hærra en meðaltal Norðurlandanna og kemur Skotlandi í fjórða sæti yfir þau lönd sem hæstu ríkisútgjöldin hafa. Aðeins í Svíþjóð, Frakklandi og Danmörku er hlutfall ríkisútgjalda hærra. Frá árinu 1997 hefur hagvöxtur í Skotlandi verið 1,7 prósent á ári að meðaltali á meðan vöxturinn hefur verið 2 prósent að meðaltali í Evrópusambandinu. Veikburða efnahagur ABERDEEN Skotar þiggja háa styrki frá Englandi. Kanadamenn berjast gegn því að togveiðar verði bannaðar á alþjóðlegum hafsvæðum. Lítið er fylgst með togveiðum á alþjóð- legum hafsvæðum. Nær engar togveiðar eru stundaðar innan 200 mílna lögsögu Kanada af þarlendum sjómönnum en troll- veiðar eru 28 prósent af þeim afla sem landað er í kanadísk- um höfnum. Togveiðar eru einnig mikið stundaðar á rækjumiðum rétt utan lögsögunnar, meðal ann- ars af Íslendingum, Færeyingum og Portúgölum. Bann Sameinuðu þjóðanna á togveiðum er ekki bindandi en töluverður þrýsting- ur er á að þeim sé framfylgt. Greenpeace hefur, ásamt fimmtíu öðrum umhverfisverndar- samtökum, þrýst á Sameinuðu þjóðirnar að banna togveiðar á alþjóðlegum hafsvæðum. Umhverfisverndarsinnar líkja togveiðum við jarðýtur sem skafi upp botninn og eyðileggi kóralla og annað sem er mikilvægt í lífkeðju hafsins. Náttúruverndarsamtök halda því fram að 250-300 tog- skip séu að veiðum á alþjóðlegum hafsvæðum og valdi mikilli eyði- leggingu. Kanada styður ekki bann á veiðarfærum af neinni tegund fyrr en vísindaleg staðfesting fæst á skaðsemi þeirra að sögn talsmanns Kanadastjórnar. Kanada gegn togveiðibanni TORONTO Í KANADA Kanadamenn leggj- ast gegn banni Sameinuðu þjóðanna. Ágúst Agnarsson skrifar Kínversk stjórnvöld hafa í hyggju að láta gengi gjaldmiðils síns, yuan, ráðast meira á markaði en áður. Gagnrýnt hefur verið hingað til að með aðgerðum kínverskra stjórnvalda hafi gjaldmiðillinn verið stórlega vanmetinn. Kínversk stjórnvöld endurmátu viðskiptagengið síðasta sumar þegar gengi yuansins var hækkað um 2,1 prósent og fasttenging við dollarann var afnumin. Genginu hefur verið leyft að styrkjast eða veikjast gagnvart körfu gjaldmiðla sem nemur 0,3 prósentum á dag. Gengið hefur samt aðeins styrkst um 0,48 prósent frá því þessar nýju reglur tóku gildi því stjórnvöld hafa enn sterkt taumhald á gjaldmiðli landsins. Fréttir hafa borist af því að Citibank hafi fengið samþykkt tilboð sitt í 85 prósenta hlut í kínverskum ríkisbanka. Kínversk stjórnvöld þurfa hins vegar að gefa grænt ljós á kaupin þar sem kveðið er á um að erlend fyrirtæki geti ekki eignast meira en tuttugu prósenta hlut í kínverskum bönkum. Kínverjar sækja það fast að ganga í Alþjóða viðskiptaráðið en til þess að það gangi eftir verða stjórnvöld að afnema kvaðir sem takmarka erlenda eignaraðild í kínverskum fjármálafyrirtækjum. Aukið frjálsræði á kínverskum gjald- eyrismarkaði Tilslakanir í gengi yuansins og opnun fyrir erlenda fjárfestingu í fjármálafyrirtækjum meðal umbótaverkefna. KÍNAMÚRINN Stjórnvöld hafa enn sterkt taumhald á gjaldmiðli landsins. Starfsmenn grípa til sinna ráða MARADONA Besti knattspyrnumaður heims fyrr og síðar er argentískur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.