Fréttablaðið - 04.01.2006, Síða 40
MARKAÐURINN
�������������
�����������������������������
����������������������
������������������������������������������ ���������������������������
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Björgvin Guðmundsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína
Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og auglysingar@markadurinn.is
VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu
á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í staf-
rænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
bjorgvin@markadurinn.is l hjalmar@markadurinn.is l eggert@markadurinn.is
haflidi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
4. JANÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR16
S K O Ð U N
Græðgi er góð
The Economist | The Economist segir græðgi af
hinu góða, í það minnsta fyrir eldri borgara.
Blaðið segir sérstaklega illa komið fyrir eldri
borgurum í pólitík og opinbera geiranum.
Nýkjörinn formaður breska Íhaldsflokksins, David
Cameron, sé aðeins þrjátíu og níu ára gamall.
Telur greinarhöfundur að Cameron
megi fyrst og fremst þakka sigurinn
æskudýrkun samflokksmanna sinna. Þó virðist
sem æskudýrkuninni sé ekki fyrir að fara í hópi
auðjöfra og múltímilljónera. Þar virðist gamla
lögmálið um aldur og visku í fullu gildi. Ástralski
fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch er sjötíu og
fjögurra ára, gaf nýlega út ævisögu sína í annað
sinn. Tveir kappar til viðbótar, báðir á níræðisaldri,
eru nefndir til sögunnar; Kirk Kerkorian, oft
nefndur konungur Las Vegas, og Sumner Redstone,
forstjóri sjónvarpsrisans Viacom. „Af þessu má
draga þrenns konar lærdóm; í fyrsta lagi telja
hlutafjáreigendur peninga en ekki hrukkur. Í öðru
lagi eiga menn aldrei að setjast í helgan stein og
síðast en ekki síst er græðgi af hinu góða!“
Netbólan bólgnar á ný
BBC | Martin Webber segir á vefsíðu BBC
að á nýliðnu ári hafi fjárfestar loks lagt fé í
internetfyrirtæki á ný eftir netbóluna svokölluðu,
sem sprakk með háum hvelli árið 2000. Bendir
Webber á leitarvélina Google máli
sínu til stuðnings. Gengi bréfa í
fyrirtækinu rúmlega fjórfaldaðist á árinu 2005 og
situr nú í fjögur hundruð dölum á hlut. Yfir fjögur
hundruð milljónir manna nýta sér nú leitarvél
Google daglega. Þá setti fyrirtækið margar nýjar
afurðir á markað árið 2005. Þó virðast ekki allir jafn
sannfærðir um að netiðnaðurinn hafi loks rankað
við sér: „Vissulega hefur fyrirtækjum á borð við
Google, eBay og Yahoo vegnað vel. Gengi þessara
fyrirtækja mun sveiflast eins og annarra og því
mikilvægt að fjárfestar missi sig ekki í bjartsýni,“
sagði Henry Blodgett, internetsérfræðingur og
fyrrverandi starfsmaður Merrill Lynch banka.
U M V Í Ð A V E R Ö L D
Mikill kraftur og útrás einkenndi síðasta ár í íslensku viðskiptalífi.
Kaup Íslendinga á fyrirtækjum erlendis hafa aldrei verið meiri og
íslenskt athafnafólk var óhrætt við að grípa þau tækifæri sem gáfust
á árinu.
Árið í ár byrjar með krafti. Þegar hefur verið tilkynnt um frekari
kaup íslenskra fjárfesta erlendis í upphafi árs. Það má búast við því að
framhald verði á sókninni á þessu ári.
Eitt er að kaupa fyrirtæki og annað er að reka þau með góðum
árangri og móta skynsamlega framtíðarstefnu fyrir þau. Árið í ár verð-
ur sérlega mikilvægt hvað það varðar. Á þessu ári mun líklega koma
skýrar fram en áður hvernig mönnum gengur að sigla þeim skipum
sem þegar hafa verið keypt. Risafjárfestingar Actavis, Bakkavarar,
Baugs og bankanna munu fá á sig skýrari mynd á þessu ári. Oft er það
metið sem svo að tólf til átján mánuði taki að innleiða þær breytingar
sem menn ætli sér að gera þegar fyrirtæki eru keypt eða sameinuð. Á
þessu ári eru einmitt mörg stórverkefni innan þess tímaramma sem
gjarnan er settur fyrir verkefni af þessu tagi.
Þegar líða tekur á árið mun liggja fyrir hvort og hvernig áætlanir
muni standast. Ekki er ástæða til neinnar
svartsýni í þeim efnum. Þau fyrirtæki
sem fremst hafa farið hafa náð að byggja
upp umtalsverða reynslu af því að yfir-
taka fyrirtæki og innleiða sína fyrirtækja-
menningu. Munurinn nú er að fyrirtækin
hafa aldrei verið stærri eða jafn miklir
fjármunir í húfi.
Takist mönnum vel upp á árinu við
að vinna úr þessum stóru fjárfestingum
mun það verða til mikilla heilla fyrir
íslenskt efnahagslíf. Þegar koma umtals-
verðar tekjur af erlendri starfsemi hing-
að til lands. Velheppnaðar fjárfestingar
skila miklum gjaldeyristekjum. Þannig
má gera ráð fyrir að af áætluðum hagnaði
KB banka upp á ríflega fjörutíu milljarða
komi ríflega þrjátíu milljarðar frá útlönd-
um.
Stundum er talað um að útrásin og
árangur íslenskra fyrirtækja fari í vasa fárra. Þeir sem því halda fram
gleyma bæði umtalsverðum skattgreiðslum fyrirtækjanna og því að
útrásarfyrirtækin eru flest með hátt hlutfall velmenntaðra sérfræð-
inga á sínum snærum sem teljast til hálaunafólks. Þar við bætist að
meðal bakhjarla íslensku útrásarinnar eru lífeyrissjóðir landsmanna,
sem á þeim uppbyggingartímum sem nú eru hafa skilað ávöxtun langt
umfram markmið sín.
Hagvöxtur hér á landi hefur verið mikill, jafnvel svo að til vand-
ræða gæti horft ef ekki er vel á málum haldið. Við erum í hópi ríkustu
þjóða heims þegar horft er á þjóðartekjur á mann. Árið í ár mun ekki
færa okkur neðar á þeim lista. Ef vel tekst til og framrás íslenskra fyr-
irtækja heldur áfram mun það tryggja þá stöðu okkar um ókomin ár.
Það er því full ástæða til bjartsýni um þessi áramót. Vissulega mun
einhvern tímann í framtíðinni eitthvað mistakast af þeim verkefnum
sem íslensk fyrirtæki ráðast í. Það hefur gerst áður og mun gerast
aftur. Staða okkar hefur hins vegar aldrei verið sterkari, hvort heldur
litið er til styrks fyrirtækja, fjármálastofnana eða til þeirrar þekking-
ar, áræðni og krafts sem býr í atvinnulífinu.
Yfir því eigum við að gleðjast og ganga fram hnarreist og af bjart-
sýni, án þess þó að glata raunsæinu og almennri varúð.
Síðasta ár var kraftmikið í íslensku viðskiptalífi.
Árið framundan
verður spennandi
Hafliði Helgason skrifar
Ekki er ástæða
til neinnar svart-
sýni í þeim efnum.
Þau fyrirtæki sem
fremst hafa farið
hafa náð að byggja
upp umtalsverða
reynslu af því að
yfirtaka fyrirtæki og
innleiða sína fyrir-
tækjamenningu.
Árið sem nú er að líða hefur verið
viðburðaríkt á vettvangi viðskipta
og fjármála líkt og hin síðari ár.
Mikill vöxtur fjármálageirans,
útrás fyrirtækja og fjárfestingar
erlendis hafa öðru fremur einkennt
þróunina. Að sjálfsögðu er þetta
mjög jákvætt og m.a. afleiðing
þeirra skipulagsbreytinga
sem unnið hefur verið að í
efnahagskerfinu á undanförnum
árum. Í því ljósi þótti mér afar
skemmtilegt að heyra af því að
á aðalfundi danskra iðnrekenda í
haust, sem bar yfirskriftina „Meet
the Winners“, hafi verið fjallað
um það hvernig við Íslendingar
förum að því að ná þeim árangri
sem raun ber vitni. Umræðan frá
gömlu frændþjóðinni er þó ekki
eingöngu jákvæð eins og sjá mátti
í dönskum sjónvarpsþætti sem
sýndur var nýlega í Sjónvarpinu.
Mikilvægt er að slíkum röddum
verði svarað þannig að órökstuddar
fullyrðingar fái ekki að vaða uppi
og hlýtur að vera sameiginlegt
áhugamál stjórnvalda og
fyrirtækja að svo verði gert.
RÍKIÐ ÁÐUR RÁÐANDI
Ef litið er til innlends markaðar
þá hefur samkeppni aukist á
sviðum þar sem ríkisvaldið var
áður með ráðandi stöðu, s.s. hvað
varðar fasteignalán. Innkoma
bankanna þar sýnir glögglega að
þeir hafa aukið umsvif sín sem
endurspeglast nokkuð í hækkandi
gengi hlutabréfa þeirra og
væntingum um áframhaldandi
vöxt.
NEYTENDUR SÝNI ÁRVEKNI
Að mínu mati er aukin samkeppni
af hinu góða en hún má ekki
leiða til fákeppni og of mikillar
samþjöppunar. Að því þarf
að huga víða, ekki aðeins hjá
fjármálafyrirtækjum heldur
einnig á matvörumarkaði, fjölmiðla-
markaði, í samgöngum o.s.frv. Því
er mikilvægt að neytendur og
eftirlitsstjórnvöld haldi árvekni
sinni. Í því skyni voru fyrr á árinu
samþykkt ný samkeppnislög ásamt
lögum um Neytendastofu og tals-
mann neytenda. Með þeim hefur
eftirlit með samkeppnishömlum
á markaði verið eflt og störf
samkeppnisyfirvalda gerð skil-
virkari en áður. Á næsta ári á
ég von á að betra jafnvægi náist
í þjóðarbúskapnum og að dragi
úr einkaneyslu, verðhækkunum
íbúðarhúsnæðis og þar með
verðbólgu. Með því ætti efna-
hagslegur stöðugleiki að vera
tryggður.
Mikill vöxtur, útrás
og uppgangur
Valgerður
Sverrisdóttir
viðskipta- og
iðnaðarráðherra
O R Ð Í B E L G
Mikill vöxtur fjármálageirans, útrás fyrirtækja og fjárfestingar erlendis hafa
öðru fremur einkennt þróunina.