Fréttablaðið - 04.01.2006, Page 41

Fréttablaðið - 04.01.2006, Page 41
MARKAÐURINN Þeir hljóta að ná miklum árangri forstjórarnir sem fá 130 milljónir fyrir fimm mánaða starf. Það eru 26 milljónir á mánuði - meira en Róbert Wessmann hjá Actavis var með í mánaðarlaun í fyrra. Hann var bara með tuttugu milljónir á mánuði; og þó var hann ekki einu sinni rekinn. Raunar finnst Aurasálinni ekkert stórmál að Ragnheiður Geirsdóttir fái meira en hundrað milljónir fyrir að láta af störfum hjá FL Group. Það hefur áreiðanlega ekki verið tekið út með sældinni að sitja á þessum forstjórastóli með hinn ofvirka stjórnarformann sífellt að taka allar ákvarðanir sem samkvæmt hefðinni heyra undir forstjórann. Við áramótin ákvað Aurasálin að eyða úr huga sínum bæði öfund og afbrýðisemi á þessu ári en samgleðjast af meiri móð en áður þeim mikla árangri sem íslenska yfirstéttin hefur náð við að skammta sjálfri sér fáheyrð lífskjör. Samtryggingin í pólitíska kerfinu er auðvitað bara algjört grín miðað við samheldnina sem ríkir í við- skiptalífinu. Eftir að menn verða forstjórar einu sinni eru þeir komnir inn um hið gullna hlið fjármálahimnaríkidæmisins. Fyrrum forstjórar fá milljónir þegar þeir eru reknir en geta venjulega gengið umsvifalaust inn í nýtt forstjórastarf sem borgar þeim milljónir á mánuði. Þetta er draumastaða - að vera á fullum launum á einum stað fyrir að vinna og á margföldum launum frá öðrum stað fyrir að vinna ekki. Þetta er ekki ósvipað þeirri draumastöðu sem sumir eiginmenn komast í varðandi heimilisstörfin - að eina krafan sem til þeirra er gerð er að þeir þvælist ekki fyrir. Þannig fá þeir hreint hús og dýrindismat gegn því að gera ekkert annað en að láta lítið fara fyrir sér og borða svo duglega af matnum. Svo uppskera þeir þakklæti fyirr aðgerðarleysi sitt. Það er vart hægt að komast hærra í fæðukeðjunni. Aurasálin hefur aldrei verið sérstaklega hrifin af hefðbundinni vinnu, sem felur í sér mætingu á skrifstofu, mælanleg afköst og þess háttar óþægindi. Aura- sálin hefur löngum laðast að óáþreifanlegri vinnu eins og hugmyndavinnu og stefnumótun. Þetta virðist einmitt vera það sem forstjórarnir fá borgað svo mikið fyrir að gera - og gera ekki. Ályktun Aurasálarinnar er því sú að hún sé sniðin í forstjórastéttina íslensku. Það er því heppilegt að Aurasálin skuli vera hætt að öfundast út í nýríku forstjórana á Íslandi - enda mun hún að líkindum ganga til liðs við þá stétt innan skamms. Og þá mun ríða á að skipta nógu oft um vinnu og gera nægilega snjalla starfsloka- samninga. Kaupmáttur hefur vaxið undanfarin misseri og þjóðin naut þess í fyrra að laun hækkuðu töluvert umfram verðlag. Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að kaupmáttur vaxi áfram á þessu ári þó í minna mæli en á því síðasta. „Útlit er fyrir að aukning kaupmáttar launa verði minni í ár en á síðasta ári. Á nýliðnu ári jókst kaupmáttur launa um nálega 3% sé miðað við þróun launavísitölu og vísitölu neysluverðs en útlit er fyrir að aukningin í ár verði ríflega 1%. Undanfarinn áratugur hefur verið launþegum hagfelldur og hefur kaupmáttur launa aukist um rúmlega 30% frá ársbyrjun 1996 til nóvemberloka 2005. Í því ljósi er kannski ekki furða að aðeins hægi á vextinum í ár. Einnig er rétt að hafa í huga að skattalækkanir sem til framkvæmda komu um nýliðin áramót og hin síðustu verða til þess að kaupmáttur ráðstöfunartekna eykst hraðar en ofangreindar tölur gefa til kynna.“ „Samkvæmt launavísitölu hækkuðu heildarlaun landsmanna að meðaltali um 7,3% milli nóvembermánaða 2004 og 2005. Verðbólga á sama tímabili var 4,2% og kaupmáttaraukningin því u.þ.b. 3%. Horfur eru á að launahækkanir verði nokkuð örar á því ári sem nú er nýhafið. Atvinnuleysi er lítið og skortur á starfsfólki í ýmsum atvinnugreinum, þótt vaxandi innflutningur vinnuafls hafi bætt úr skák í sumum geirum atvinnulífsins. Allt bendir til þess að svo verði áfram á þessu ári. Aukin spenna á vinnumarkaði hefur valdið þrýstingi á laun og virðist launaskrið nú vera umtalsvert. Ólíklegt er að úr því dragi að marki fyrr en framleiðsluspenna í hagkerfinu minnkar verulega, en samkvæmt mati okkar nemur hún nú u.þ.b. 4% umfram þá framleiðslugetu sem samrýmist þjóðhagslegu jafnvægi. Framleiðsluspenna og launahækkanir umfram aukningu á framleiðni vinnuaflsins mynda þrýsting til hækkunar verðlags, og gerum við ráð fyrir töluverðri verðbólgu á þessu ári. Hækkandi verðlag mun því vega gegn launahækkunum á vinnumarkaði að verulegu leyti, en þó gerum við ráð fyrir að kaupmáttur launa aukist allt að 1% á þessu ári að jafnaði. Hins vegar eru líkur á að mikil verðbólga árið 2007 verði til þess að kaupmáttur launa minnki það ár,“ segir í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka. Þ J Ó Ð A R B Ú S K A P U R I N N 17MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006 S K O Ð U N Milljónir fyrir að þvælast ekki fyrir Hægir á aukningu kaupmáttar A U R A S Á L I N Samkvæmt launavísitölu hækkuðu heildarlaun landsmanna að meðaltali um 7,3% milli nóvember- mánaða 2004 og 2005. Verðbólga á sama tímabili var 4,2% og kaupmáttaraukningin því u.þ.b. 3%.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.