Fréttablaðið - 04.01.2006, Page 42

Fréttablaðið - 04.01.2006, Page 42
MARKAÐURINN B E S T A R Á Ð I Ð 4. JANÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR18 F Y R I R T Æ K I Óttarr Proppé, verslunarstjóri Máls og menningar, fékk besta ráðið frá bandarísku söng- stjörnunni Huey Lewis: „Ég var á hóteli í Þýskalandi og mætti Huey í lyftunni. Við tókum spjall saman og hann ráðlagði mér að dressa mig ávallt upp fyrir tilefnið, hvað sem ég tæki mér fyrir hendur.“ Huey Lewis var, ásamt hljómsveit sinni the News, feikivinsæll á níunda áratugnum og samdi meðal annars lagið The Power of Love fyrir kvikmyndina Back to the Future. Hljómsveitin var síðar gerð ódauðleg í bók Bret Easton Ellis, American Psycho. Þar var Huey Lewis and the News tileinkaður heill kafli og taldi söguhetjan, brjálæðingurinn Patrick Bateman, hana bestu hljómsveit níunda áratugarins. Óttarr segir Huey Lewis ávallt hafa verið fínan í tauinu og að ráðið hafi reynst sér vel gegnum tíðina: „Í fyrsta lagi missir enginn af manni þegar maður mætir á svæðið og í öðru lagi getur maður alltaf notað þá afsökun að maður þurfi að rjúka eitthvað mikilvægara.“ - jsk Klæddu þig fyrir tilefnið ÓTTARR PROPPÉ, VERSLUNARSTJÓRI MÁLS OG MENNINGAR Óttarr mætti Huey Lewis, einni af hetjum níunda áratugarins, í lyftu á hóteli í Þýskalandi: „Hann ráðlagði mér að dressa mig ávallt upp fyrir tilefnið, hvað sem ég tæki mér fyrir hendur.” Eftir nám við Arizona State háskólann í Bandaríkjunum gerðist Einar rekstrarstjóri Hard Rock Café á Íslandi. Hard Rock var þá í eigu Gaums, sem er eitt af fyrirtækjum Jóhannesar Jónssonar í Bónus og fjölskyldu. Eftir að hafa rekið Hard Rock með ágætum árangri í eitt ár fannst Einari kominn tími á sjálfstæðan rekstur og fór að líta í kringum sig. Áhugasvið Einars var á skemmtana- sviðinu og fyrstu verkefni sem hann tók að sér voru sýningar sem haldnar voru á Hótel Borg. Sýningarnar gengu vel og með því má segja að boltinn hafi farið að rúlla. Einari hefur tekist vel að koma fyrirtæki sínu á framfæri og er í margra augum að verða umboðsmaður Íslands. Aðspurður um umboðsmennskuna segir Einar þó að aðeins 5- 8 prósent tekna fyrirtækisins komi í gegnum hana. Aðaltekjulindin er tónleikahald þar sem fyrirtækið flytur inn fræga erlenda listamenn. Fyrir þá sem muna eftir síðasta sumri hefur fjöldi tónleika aldrei verið meiri. Í dag eru fjórir fastir starfsmenn hjá Concert. Auk Einars eru það Helga Lilja Gunnarsdóttir, Bryndís Lúðvíksdóttir og Heba Júlíusdóttir en einnig kemur fjöldi verktaka að öllum tónleikum sem Concert heldur. Hin heimsfræga óperusöngkona Kiri Te Kanawa hefur tvisvar haldið tónleika á vegum Einars á Íslandi auk þess að hafa komið til landsins til að stunda laxveiði. Í einni af ferðum hennar hingað bauðst Einari að verða umboðsmaður hennar í Evrópu. Þegar Einar er spurður út í þetta verkefni segir hann það mikinn heiður og hann sé þegar byrjaður að undirbúa tónleikahald hennar næsta sumar. Plan B útgáfufyrirtækið var stofnað í byrjun síðasta árs og einbeitir sér að útgáfumálum. Plan B gaf út fimm plötur á árinu 2005 og meðal þeirra var söluhæsta plata síðasta árs, frumraun Garðars Thors Cortés. Platan seldist í átján þúsund eintökum, sem verður að teljast góður árangur. Aðrar plötur sem fyrirtækið gaf út voru plata þar sem Hjálpum þeim var endurútgefið, plata Skítamórals, önnur plata Nylon og plata Idolstjörnunnar Hildar Völu. Aðspurður segir Einar að salan á plötu Garðars sé ótrúlegur árangur, sérstaklega í ljósi þess að hér sé um að ræða plötu með klassískum söng. Einar segir einnig að salan á Nylon hafi komið skemmtilega á óvart en milli 6 og 7 þúsund eintök seldust af henni. „Platan náði þetta góðri sölu þrátt fyrir að hafa fengið litla spilun í útvarpi og að önnur plata hljómsveita hafi oft reynst erfið og fái oft verstu gagnrýnina. Það er ljóst að Nylon á sinn aðdáendahóp á Íslandi og miðað við að sex þúsund plötur seljist eru það ekki bara krakkar sem hlusta á hljómsveitina.“ EKKI ALLTAF JÓLIN Alice Cooper kom hingað til lands síðasta sumar á vegum Concert til að halda tónleika. Miðasalan var vægast sagt dræm og tap var í kringum sex milljónir fyrir þessa einu tónleika. Að sögn Einars er það áhættusamur rekstur að flytja inn fræga tónlistarmenn og þeir sem séu í þessum bransa geta alltaf búist við að tapa töluverðum fjármunum. „Ef ekki hefði verið fyrir Alice Cooper-tónleikana hefði orðið ágætis hagnaður af árinu umfram ásættanleg laun. Hinir tónleikarnir sem við vorum með í ár gengu hins vegar ágætlega þannig að árið í heild kemur þokkalega út.“ Spurður hvað hafi klikkað í sambandi við Alice Cooper-tónleikana segir Einar að menn hafi einfaldlega misreiknað sig og ofmetið þá hylli sem Cooper nyti á land- inu. Einar bendir einnig á að á svipuðum tíma og Alice Cooper tónleik- arnir voru haldnir hafi verið boðið upp á nokkra tónleika sem höfðuðu til sama hóps og það sé ekki lengur svo að menn fari á alla tónleika sem í boði eru því úrvalið sé það mikið. „Ég var kannski með hugann við að Alice næði að trekkja álíka mikið og Deep Purple sem var með tónleika sumarið áður en þar var uppselt á báða tónleikahljómsveitarinnar hér á landi. Ég grínast stundum með það að ég hirti bol hjá honum og að það sé sex milljón króna bolurinn minn.“ METNAÐARFULLT VERKEFNI Nú í vor fékk Einar Bárðarson hóp fjár- festa í lið með sér til að stofna plötuútgáfu í Bretlandi. Ástæðan fyrir því er metnað- arfull tilraun til að flytja út stúlknasveitina Nylon. Einari hefur tekist að fá umboðs- mann hljómsveitarinnar Atomic Kitten í lið með sér en það er önnur stærsta stúlkna- sveit Bretlandseyja fyrr og síðar. Af þessum sökum hefur Einar eytt töluverðum tíma í Bretlandi til að koma þessu verkefni á stað. Þegar Einar fór út í að stofna stúlknaband hristu margir höfuðið og héldu því fram að slíkt gæti aldrei gengið á Íslandi. Annað hefur komið á daginn því samanlögð sala fyrstu tveggja platna Nylon er um fjór- tán þúsund eintök. „Ég hafði oft verið fenginn til að dæma í söngvakeppnum þar sem ég sá mikið af hæfileikaríku fólki sem tók kannski þátt í einni keppni og síðan heyrðist ekkert meira frá því. Mér fannst íslenskt tónlistarlíf frekar staðnað því þar voru sömu listamennirnir ár eftir ár sem gáfu út plötur og lítil endurnýjun.“ VANTAR RAMMA Í KRINGUM TÓNLEIKAHALD Í dag eru engar reglur í gildi í sambandi við tónleikahald og telur Einar það til mikilla vansa fyrir greinina. „Það getur hver sem er leigt Laugardalshöllina til að halda tónleika það eina sem þarf er leyfi frá Lögreglustjóra sem kostar 5.000 krónur. Það er margt sem þarf að hafa í huga þegar stórir tónleikar eru haldnir, til dæmis þarf að vera öflug gæsla. Ef það brjótast út slagsmál, einhver slasast eða eitthvað álíka slæmt gerist leiðir það af sér slæmt umtal sem getur minnkað aðsókn á tónleika í framtíðinni sem bitnar á öllum tónleikahöldurum, þannig að einn maður sem veit ekki hvað hann er að gera getur skemmt fyrir öllum sem eru í þessum bransa.“ Gróskan í tónleikahaldi aldrei verið meiri Concert er eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa sprottið upp á síðustu árum í kringum skemmtanaiðnaðinn á Íslandi. Ágúst Agnarsson settist niður yfir kaffi- bolla með Einari Bárðarsyni og ræddi við hann um verkefni fyrirtækisins. EINAR BÁRÐARSON Concert er ungt fyrirtæki sem hefur flutt inn marga heimsfræga tónlistarmenn til tónleikahalds. Concert ehf. Eigandi: Einar Bárðarson Starfsmenn: Fjórir Velta síðasta árs: Um 100 milljónir Starfsemi: Tónleikahald 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.