Fréttablaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 43
MARKAÐURINN 19MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Hlutabréf í stærstu líftækni- fyrirtækjum Bandaríkjanna eru í hámarki. Hækkunin hefur aðallega átt sér stað í fyrirtækjum sem hafa einbeitt sér að því að finna lyf gegn krabbameini og öðrum erfiðum sjúkdómum á síðustu árum. Hlutabréf í stórum líftæknifyrirtækjum hafa hækkað um 110 prósent síðan um mitt ár 2004, þar af um 25 prósent á árinu 2005. Miðað við Standard og Poors 500 vísitöluna hefur bandarískur markaður í heildina litið hækkað um fjögur prósent á árinu. Nasdaq-vísitalan sem mælir smærri líftæknifyrirtæki sýnir að þau hafa aðeins hækkað um þrjú prósent á síðasta ári. Líftæknifyrirtæki á uppleið NASDAQ-KAUPHÖLLIN Mörg líftæknifyrirtæki eru skráð í Nasdaq-kauphöllinni. Tíu af fimmtán löndum Evrópusambandsins sem skrifuðu undir Kyoto-samkomulagið munu ekki ná að uppfylla skuldbindingar sínar um minnkun á útbæstri gróðurhúsalofttegunda. Aðeins Bretar og Svíar eru á áætlun. Með Kyoto-samkomulaginu skuldbundu ríki sig til að minnka mengun af völdum gróðurhúsalofttegunda niður í 92 prósent af því sem hún var árið 1990. Margir vísindamenn segja að lítill tími sé til stefnu til að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda áður en skaðinn verði óafturkræfur. Bandaríkjamenn, sem búa til mest af gróðurhúsalofttegundum af þjóðum heims, hafa neitað að samþykkja Kyoto-bókunina, sem gerir samninginn að mati gagnrýnenda ótrúverðugan. Umhverfisstofnun Evrópusam- bandsins hefur gefið út viðvörun þess efnis að lönd innan sambandsins muni aðeins ná að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda um 2,5 prósent fyrir árið 2012 ef fram heldur sem horfir. Illa gengur að framfylgja Kyoto MENGUN Stór hluti gróðurhúsalofttegunda kemur frá bílum. Eftir að hafa verið ýtt til hliðar eru kol aftur orðin raunhæfur kostur í orkuframleiðslu heims- ins. Með nýrri tækni hefur tekist að minnka mengun sem kemur frá kolaorkuverum stórlega. Nýjustu kolaorkuverin nýta kolin allt að tuttugu prósentum betur og menga allt að 43 prósentum minna en eldri orkuverin. Kolin eru því orðin sambærilegt elds- neyti til orkuvinnslu og gas og olía. Hærra verð á olíu og gasi hefur valdið því að kol hefur orðið æ vænlegri kostur því mikið magn er til af þeim og verðið stöðugt miðað við aðra orkugjafa. Ókostur kolanotkunar hefur í gegnum tíð- ina verið mikil mengun en nú hefur tekist að leysa það vanda- mál að miklu leyti. Kol betri kostur á ný KOLAVINNSLA Stór hluti orkuvera Kínverja er knúinn með kolum. Amazon-vefurinn seldi að meðaltali 480 þúsund hluti á dag síðustu dagana fyrir jól í Bretlandi einu. Á alþjóðavísu voru lagðar inn 3,6 milljón pantanir þann 12 desember síðastliðinn. Þessi jól hafa slegið öll fyrri sölumet hjá þessum öflugsta verslunarvef heims. Árið 2005 hefur verið það besta frá upphafi fyrir verslanir á netinu en mest hefur söluaukningin orðið hjá fyrirtækjum sem eru með rótgrónar verslanir og netverslun samhliða þeim. Metsala á Amazon HEIMASÍÐA AMAZON Sala á netinu hefur aldrei verið meiri en í ár. Jón Skaftason skrifar Skammt er í að Kínverjar sendi ómannað geimfar á sporbaug um tunglið. Hafnar hafa verið prófanir á tunglfarinu sem ætlað er til verksins og er búist við að það verði tilbúið til flugtaks árið 2007. Geimfarið ómannaða er álitið fyrsta skref Kínverja í átt að því markmiði sínu að senda mannað geimfar til tunglsins fyrir árið 2020: „Sérfræðingar okkar hafa leyst öll þau vandamál sem á vegi þeirra hafa orðið. Engra meiriháttar tæknilegra örðugleika hefur orðið vart og tilraunir okkar hafa flestar heppnast sem skyldi,“ sagði Luan Enjie, yfirmaður tunglferðaáætlunar Kínverja. Kínverjar hafa unnið að tunglferðaáætlun sinni síðan snemma árs 2004. Fyrsta kínverska geim- flaugin fór á loft árið 2003 og seint á síðasta ári skutu þeir fyrsta mannaða geimfari sínu á loft. Kínverjar eru þó ekki þeir einu sem stefna hátt; George W. Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrir skömmu að hann hygðist veita rúmum 6.000 milljörðum króna í að koma Bandaríkjamönnum til tunglsins á ný en þar steig Bandaríkjamaðurinn Neil Armstrong niður fæti fyrstur manna árið 1969. Þá hafa Japanar sett sér það markmið að lenda á tunglinu fyrir árið 2025. Nýtt kapphlaup til tunglsins virðist því í upp- siglingu, í líkingu við það sem Bandaríkjamenn og Sovétmenn háðu sín á milli á sjöunda áratug síðustu aldar. Tunglkapphlaupið hafið að nýju Kínverjar hyggjast senda mannaða geimferju til tunglsins fyrir árið 2020. Bandaríkjamenn og Japanar láta ekki sitt eftir liggja. NEIL ARMSTRONG Svo virðist sem fleiri muni brátt feta í fótspor Neils Armstrong og ferðast til tunglsins. Kínverjar, Bandaríkjamenn og Japanar hafa slíkar ferðir á dagskránni. S Ö G U H O R N I Ð Fríverslunarsamband Evrópu (EFTA) Sáttmálinn um stofnun Frí- verslunarbandalags Evrópu, EFTA, var undirritaður í Stokkhólmi 4. janúar árið 1960. Stofnþjóðirnar voru sjö; Austurríkismenn, Portúgalar, Svisslendingar, Bretar, Norðmenn, Danir og Svíar. Finnar bættust í hópinn árið 1961 og Íslendingar árið 1970. Upphaflega var EFTA hugs- að sem eins konar mótvægi við Evrópubandalagið, valkostur fyrir þjóðir sem af einhverjum ástæðum gátu ekki eða vildu ganga í bandalagið. Fljótlega fór þó að kvarnast úr EFTA. Þjóðirnar gengu hver á fætur annarri í Evrópubandalagið og eru aðild- arríkin aðeins fjögur í dag; Ísland, Noregur, Liechtenstein og Sviss. Auk þess að tryggja fríversl- un milli aðildarríkjanna hefur EFTA undirritað fríverslun- arsamninga við lönd víða um heim. Sá allra mikilvægasti er þó samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið sem gefur löndum EFTA, að Sviss undan- skildu, aðgang að innri markaði Evrópubandalaganna. Með EES-samningnum er leitast við að samræma reglur EFTA-ríkjanna og aðildarríkja bandalaganna á sviði viðskipta, þannig að til verði einsleitur markaður. Aðalatriði samnings- ins lýtur að fjórfrelsinu svo- kallaða; að tryggð séu frjáls vöruviðskipti, frjáls þjónustu- starfsemi, frjáls för vinnuafls og frjáls flutningur fjármagns. Í samningnum er gert ráð fyrir að EFTA-ríkin lögleiði mikinn hluta af rétti bandalag- anna. Var það gert á Íslandi með lögum um Evrópska efnahags- svæðið sem tóku gildi 13. janúar árið 1993, en auk þess eiga mörg lög og reglugerðir rætur að rekja til Evrópubandalaganna. Stofnanir EFTA eru þrjár mikil- vægastar; Eftirlitsstofnunin, EFTA-dómstóllinn og Fastanefnd EFTA. Höfuðstöðvar EFTA eru í svissnesku borginni Genf. - jsk FRÍVERSLUNARBANDALAG EVRÓPU EFTA var stofnað fyrir 46 árum og hefur á þeim tíma breyst gríðarlega. Aðildarríkin eru í dag fjögur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.