Fréttablaðið - 04.01.2006, Síða 57

Fréttablaðið - 04.01.2006, Síða 57
MIÐVIKUDAGUR 4. janúar 2006 17 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.654 +2,16% Fjöldi viðskipta: 607 Velta: 6.316 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 50,20 +0,80% ... Atorka 6,4 +0,00% ... Bakkavör 51,40 +1,00% ... Dagsbrún 6,03 +0,50% ... FL Group 19,40 +1,60% ... Flaga 4,61 +0,00% ... Íslandsbanki 18,00 +4,10% ... KB banki 763,00 +2,30% ... Kögun 61,40 +0,00% ... Landsbankinn 26,10 +3,20% ... Marel 65,00 +0,00% ... Mosaic Fashions 19,10 +1,60% ... SÍF 4,09 +0,30% ... Straumur-Burðarás 16,10 +1,30% ... Össur 116,00 +1,80% MESTA HÆKKUN Íslandsbanki +4,05% Landsbankinn +3,16% KB banki 2,28% MESTA LÆKKUN Icelandic Group -0,52% Umsjón: nánar á visir.is Þrátt fyrir að ná ekki í gegnum Bandaríkjaþing hafa 18 ríki nú þegar hærri lágmarkslaun en alríkislög kveða á um. Lágmarkslaun í Bandaríkjunum eru 5,15 dollarar á klukkutímann en þingið hefur ekki hækkað þau í tæpan áratug síðan launin voru hækkuð úr 4,75 í 5,15 dollara. Þingmenn úr hópi repúblikana hafa hingað til stoppað frumvörpin á leið sinni í gegnum þingið. Miklar deilur hafa staðið um lágmarkslaun í Bandaríkjunum síðan Franklin D. Rosewelt kom þeim á árið 1938. Íhaldssamir hagfræðingar og fyrirtækjasamtök halda því fram að lög um lágmarkslaun sé óæskilegt inngrip ríkisvaldsins sem skekki markaðinn fyrir vinnuafl. Lágmarkslaun hafi keðjuverkandi áhrif til hækkunar upp allan launaskalann. Lög um lágmarkslaun bitni verst á ófaglærðu og ungu starfsfólki án reynslu. Talsmenn þeirra sem vilja hækka lágmarkslaun segja að verðbólga hafi rýrt launin það mikið síðustu níu ár að kaupmáttur lágmarkslauna hafi ekki verið minni síðan 1955. Varðandi það að hækkun lágmarkslauna auki atvinnuleysi benda menn á Oregon fylki, en þar eru lágmarkslaun þau hæstu í landinu eða 7,25 dollara á klukkustund. Þar hafi störfum fjölgað helmingi meira en í öðrum fylkjum Bandaríkjanna. ■ Fylkin hækka lágmarkslaun

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.