Fréttablaðið - 04.01.2006, Síða 64

Fréttablaðið - 04.01.2006, Síða 64
Hin goðsagnakennda hljómsveit The Smiths, sem lagði upp laupana árið 1987, hefur ákveðið að koma aftur fram - eða helmingur hennar að minnsta kosti. Þetta kemur fram á tónlistarvefnum dotmusic. com. Johnny Marr, gítarleikari sveitarinnar og bassaleikarinn Andy Rourke hafa ákveðið að snúa bökum saman og leika opinberlega saman í fyrsta sinn í tæpa tvo áratugi. Munu þeir fara fyrir fríðu föruneyti tónlistarmanna frá Manchester á góðgerðartónleikum sem ætlað er að safna fé fyrir sjúkrahús í borginni. Marr kveðst hafa viljað óður og uppvægur taka þátt þegar hann heyrði af tónleikunum sem Rourke skipuleggur. Á heimasíðum sem helgaðar eru hljómsveitinni hafa verið miklar bollaleggingar þess efnis að jafnvel muni söngvarinn sjálfur, Morrissey, stíga á svið með félögum sínum, en því neita aðstandendur tónleikanna. Hljómsveitin Smiths gaf út fjórar plötur á fimm ára ferli á 9. áratugnum. Tónleikarnir verða haldnir 28. janúar og meðal þeirra sem koma fram eru New Order, Badly Drawn Boy og Doves. MORRISEY Aðdáendur hljómsveitarinnar gera sér vonir um að hann komi líka fram en því neita skipuleggjendur. Helmingur Smiths aftur saman á svið Árið 2005 hófst með fréttum af skilnaði Brads Pitt og Jennifer Aniston. Það er því ekki úr vegi að hefja árið 2006 með fréttum af Brad Pitt og Angelinu Jolie en breska götublaðið News of the World heldur því fram að Jolie gangi með barn undir belti. Fréttin birtist í nýárshefti blaðs- ins og hafa blaðamenn þess, þau Rav Singh og Jane Atkinson, eftir nánum vini skötuhjúanna að þau séu í skýjunum yfir þessum fréttum. „Það er of snemmt að gefa einhverjar yfirlýsingar en allir sem eru í kringum þau sjá hversu hamingjusamt parið er,“ sagði náinn vinur stjörnuparsins og heldur áfram. „Angelina getur ekki hætt að brosa og Brad gerir allt fyrir hana. Hún var smá veik í fyrstu en það er að mestu liðið hjá,“ sagði hann. Samkvæmt heimildum blaðsins á Jolie að hafa farið í „leynilega“ ómskoðun á Santa Monica heilsu- gæslustöðinni í Kaliforníu. „Hún var með gleraugu og hatt þannig að enginn myndi þekkja hana. Þau fara að öllu með gát,“ sagði annar heimildarmaður News of the World. Angelina lauk nýverið tökum á myndinni The Good Shepherd með Matt Damon og Robert De Niro. Starfsmenn á tökustað tóku eftir því að hún var komin með kúlu því þegar hún sneri aftur eftir smá frí komst hún ekki í upphaflega búninginn vegna bumbunnar. Pitt hefur þegar gengið ætt- leiddum börnum Jolie í föðurstað þannig að ný ofurfræg fjölskylda er senn að verða til. Brad hefur þegar tilkynnt fyrrverandi eig- inkonu sinni, Jennifer Aniston, um að hann verði bráðum pabbi til að koma í veg fyrir að hún heyrði af því í gegnum einhvern annan. Eins og flestum ætti að vera kunnugt skildu Aniston og Brad og sagði Pitt ástæðuna vera að hann vildi eignast fjölskyldu. Honum virðist nú ætla að verða að ósk sinni. „Þau eru yfir sig ástfangin og það að Jolie skuli ekki lengur vera kona einsöm- ul er rúsínan í pylsuendanum,“ hefur blaðið eftir heimildar- manni sínum. Það er þó ekki bara óléttan sem ber hæst í fréttum af parinu hjá News of the World því blaðið greinir einnig frá því að Brad Pitt hafi keypt tvo hringa hjá Cartier skartgripasala. Samkvæmt heim- ildum blaðsins hefur parið þó ákveðið að fresta brúðkaupinu fram yfir fæðingu barnsins. - fgg PITT OG ZAHARA MARLEY Ákveðið hefur verið að stúlkan fái nafnið Zahara Marley Jolie Pitt þar sem „foreldrarnir“ vilja ekki mismuna börnunum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES Ofurfjölskylda í fæðingu BRAD OG ANGELINA Frægasta par kvikmyndaborgarinnar er loksins komið út úr skápnum en News of the World greinir frá óléttu Jolie í nýársblaði sínu. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES SMS LEIKUR 11.HVER VINNUR ! 9 9 kr /s ke yt ið . Sendu SMS sk eytið JA BHF á númerið 1900 og þú gætir unnið m iða fyrir tvo! Vinningar eru bíómiðar fyri r tvo • DVD my ndir • Magic • Tölvuleikir • Varningur ten gdur myndinn i og margt flei ra. HUGSAÐU STÓRT SÍMI 564 0000 Yndisleg jólamynd fyrir alla fjölskylduna ���1/2 - MMJ Kvikmyndir.com ��� - Topp5.is Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 ���� - ÓÖH DV Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Lúxus kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 14 ára 20% afsláttur af miðaverði fyrir viðskiptavini KB banka Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12 ára Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 4 og 6 ÍSLENSKT TAL „Persónurnar eru trúverðugar og leikurinn í flestum tilvikum fyrsta flokks“...„Baltasar finnur smjörþefinn af Hollywood“ ���� - Dóri DNA - DV ���� - Toronto Sun Stórkostleg ævintýramynd frá meistara Terry Gilliams byggð á hinum frábæru Grimms ævintýrum með Matt Damon og Heath Ledger í aðalhlutverkum SÍMI 551 9000 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu Sýnd kl. 6 Íslenskur texti Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 B.i. 14 ára 20% afsláttur af miðaverði fyrir viðskiptavini KB banka „...líklega besta kvikmyndatónlist Íslendings til þessa“ VG - Fréttablaðið Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12 ára ��� 1/2 - MMJ Kvikmyndir.com ��� - Topp5.is Sýnd kl. 8 og 10.20 Sýnd kl. 6, 8 og 10 ...áhugaverð og fáguð kvikmynd sem veitir ferskum straumum inn í íslenska kvikmyndagerð ���� - HJ MBL Stórkostleg ævintýramynd frá meistara Terry Gilliams byggð á hinum frábæru Grimms ævintýrum með Matt Damon og Heath Ledger í aðalhlutverkum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.