Fréttablaðið - 04.01.2006, Síða 67

Fréttablaðið - 04.01.2006, Síða 67
MIÐVIKUDAGUR 4. janúar 2006 27 18% 38% A Í S / n o t í F Yfir 111% fleiri lesendur að atvinnublaði Fréttablaðsins! Um 150.000 lesendur Samkvæmt nýjustu fjölmiðlakönnun Gallup (okt. 2005) nærðu til rúmlega tvöfalt fleiri Íslendinga á aldrinum 20 – 40 ára með því að auglýsa í atvinnublaði Fréttablaðsins frekar en atvinnublaði Morgunblaðsins. Könnunin sýnir að 38% af þeim lesa Allt – atvinnu, sem fylgir frítt með Fréttablaðinu alla sunnudaga. Aðeins 18% lesa hins vegar atvinnublað Morgunblaðsins og því eru 111% fleiri sem sjá auglýsinguna í Fréttablaðinu. Þegar horft er á allar staðreyndir málsins ætti að vera einfalt að sjá hvar borgar sig að auglýsa. Hvar birtist auglýsingin þín? Vantar þig starfskraft? – mest lesna atvinnublaðið Enska Úrvalsdeildin ARSENAL - MAN. UTD 0-0 STAÐAN: CHELSEA 21 19 1 1 46-10 58 MAN. UTD. 21 13 5 2 40-17 45 LIVERPOOL 19 12 5 2 28-11 41 TOTTENHAM 20 10 7 3 29-18 37 WIGAN 21 11 1 9 25-26 34 ARSENAL 20 10 3 6 27-15 34 BOLTON 19 9 5 5 25-20 32 BLACKBURN 20 9 3 8 26-25 30 MAN. CITY 20 8 4 8 27-22 28 WEST HAM 21 7 5 9 27-30 26 NEWCASTLE 20 7 5 8 20-23 26 ASTON VILLA 21 6 7 8 25-30 25 CHARLTON 19 8 1 10 24-30 25 FULHAM 21 6 5 10 25-30 23 EVERTON 21 7 2 12 14-31 23 M´BROUGH 20 5 7 8 25-30 22 WBA 21 5 4 12 20-31 19 PORTSMOUTH 21 4 5 12 16-33 17 BIRMINGHAM 20 4 4 12 15-29 16 SUNDERLAND 20 1 3 16 15-38 6 LEIKIR GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Jose Mourinho, knatt- spyrnustjóri Chelsea, var svo ánægður með frammistöðu Eiðs Smára Guðjohnsen í leiknum gegn West Ham í fyrradag að hann líkti honum við sjálfan Diego Marad- ona eftir leikinn. Eiður Smári kom inn á á 13. mínútu fyrir Michael Essien og lagði meðal annars upp síðasta mark liðsins fyrir Didier Drogba. „Ég sagði honum eftir leikinn að hann væri hinn ljóshærði Mar- adona. Utanfótar sendingar hans voru stórkostlegar,“ sagði Mour- inho við enska fjölmiðla í gær og bætti við að Eiður Smári gæti leyst allar þær stöður sem hann væri í vandræðum með að fylla. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli Ess- ien eru en auk þess tognaði Hern- an Crespo lítillega í leiknum og þá eru Geremi og Drogba á leið á Afríkumótið. „Hann spilaði frábærlega gegn Man. City og Birmingham svo að hinn ljóshærði Maradona getur vel spilað framherja er þörf kref- ur,“ segir Mourinho. - vig Eiður Smári Guðjohnsen: Ljóshærði Maradona EIÐUR OG MOURINHO Portúgalski þjálf- arinn hefur greinilega ekki misst trúna á sínum Maradona. KÖRFUBOLTI Leikmenn New York Nicks og Phoenix Suns í NBA- deildinni skoruðu samtals 273 stig í sannkölluðum maraþonleik í fyrrinótt þar sem úrslit réðust ekki fyrr en eftir þrjár framlengingar. Það voru að lokum heimamenn í New York sem fögnuðu sigri, 140- 133. „Þetta var ótrúlegur sigur í ótrúlegum leik. Ég er mjög þreyttur,“ sagði Stephon Mar- bury, leikmaður New York, eftir leikinn en hann skoraði 32 stig og gaf 10 stoðsendingar í leiknum sem var sá lengsti í NBA það sem af er leiktíð, en alls stóð leikurinn yfir í rúmar þrjár klukkustundir. Jamal Crawford bætti við 29 stig- um fyrir New York, en þetta var aðeins annar sigur liðsins í síð- ustu 12 leikjum. Frábær leikur Steve Nash, leikstjórnanda Pheonix, dugði ekki til að þessu sinni en hann skoraði 28 stig og gaf 22 stoðsendingar. Stighæstur Phoenix var þó Shawn Marion en hann skoraði heil 39 stig. - vig Maraþonleikur í NBA: Þrjár framleng- ingar og 273 stig SOL CAMPBELL OG RUUD VAN NISTELROOY Campbell og Nistelrooy börðust oft harka- lega um knöttinn í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Arsenal byrjaði betur leikinn á heimavelli sínum í gær og ógnaði marki Man. Utd í tví- gang, án þess þó að skapa mikla hættu upp við mark andstæðing- ana. Manchester United komst svo smám saman inn í leikinn og ógn- uðu ungu mennirnir Wayne Roon- ey og Cristiano Ronaldo sérstak- lega mikið. Ronaldo fékk besta færi fyrri hálfleiks þegar hann skaut langt yfir markið úr vítateignum eftir að Jens Lehmann, markvörður Arsenal, hafði varið skot frá Ruud van Nistelrooy. Manchester United kom svo ákveðið til leiks í seinni hálfleik og hafði ágætis tök á leiknum framan af hálfleiknum. Heima- menn gáfust þó ekki upp og settu leikmenn Man. Utd mikla pressu í þrígang á andstæðingana, en sterk vörn Man. Utd stóð vaktina vel og varðist öllum áhlaupum. - mh Leikur Arsenal og Man. Utd í gærkvöld: 0-0 Baráttujafntefli á Highbury

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.