Fréttablaðið - 04.01.2006, Síða 70
4. janúar 2006 MIÐVIKUDAGUR30
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
ÞRÍR SPURÐIR 130 MILLJÓNIR RAGNHILDAR GEIRSDÓTTUR HAFA VAKIÐ ATHYGLI
Hvað myndir þú gera við 130 milljónir?
LÁRÉTT
2 mjög 6 bardagi 8 skordýr 9 erf-
iði 11 skóli 12 eggjarauðu 14 spaug
16 dreifa 17 efni 18 frændbálkur 20
tónlistarmaður 21 þekkja leið.
LÓÐRÉTT
1 spjall 3 tveir eins 4 dagatal 5 sefa
7 ágiskun 10 sunna 13 besti árangur
15 svall 16 haf 19 tveir eins.
LAUSN:
LÁRÉTT: 2 afar, 6 at, 8 fló, 9 bis, 11
ma, 12 blóma, 14 glens, 16 sá, 17 tau,
18 ætt, 20 kk, 21 rata.
LÓÐRÉTT: 1 rabb, 3 ff, 4 almanak, 5
róa, 7 tilgáta, 10 sól, 13 met, 15 sukk,
16 sær, 19 tt.
HRÓSIÐ
...fær Quentin Tarantino fyrir
að skemmta Íslendingum yfir
áramótin með vel heppnaðri
bíóveislu.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Bart Cameron, ritstjóri tímaritsins Reykjavík Grapevine, íhugar að kæra
DV fyrir meiðyrði vegna skrifa þess um
Sindra Eldon, blaðamann á tímaritinu og
son Bjarkar Guðmundsdóttur. Bart segist í
yfirlýsingu sinni hingað til hafa staðið með
DV í opinskáum skrifum blaðsins en nú
verði ekki lengur við unað því greinin um
Sindra sé langt yfir öllum velsæmismörk-
um. Segist hann sjálfur hafa sloppið við
slæma umfjöllun þrátt fyrir að hafa skrifað
oft á tíðum harðorða
tónlistargagnrýni en
Sindra hafi aftur á
móti ekki verið hlíft,
einfaldlega vegna
þess að hann sé
Íslendingur. Bart
ber Sindra jafnframt
vel söguna og segir
hann afar færan
blaðamann þrátt
fyrir ungan aldur.
Glæný Ýsa
Hrogn
Lifur
Byrja á góðverki
Ég myndi byrja á
því að vinna eitt-
hvað góðverk og
svo myndi ég fara
að hugsa málið.
Sennilega myndi
ég eyða þessu í
eitthvað skynsam-
legt. Maður á nú í
rauninni allt sem
maður þarf en ég
myndi kannski endurnýja eitthvað. Það er erfitt að taka
svona ákvörðun að óyfirlögðu ráði en ég myndi láta
góðverkið ganga fyrir.
Signý Sæmundsdóttir söngkona.
Gæti keypt heiminn
Ég var reyndar
að hugsa þetta í
gærmorgun. Þessi
upphæð er eiginlega
það stór að mér
finnst eins og ég
gæti keypt allan
heiminn með henni.
En svona í alvöru þá
myndi ég helst vilja geta sinnt hönnunarvinnu minni af
fullum krafti án fjárhagsáhyggja. Sú vinna er ofboðslega
tímafrek ef maður ætlar að ná árangri en hún er aldrei
verðlögð og erfitt er að fá styrk eða fjármagn í hana,
eins nauðsynlegt og það er.
Ólöf Erla Bjarnadóttir leirkerasmiður.
Gítara og flygil
Ætli ég myndi ekki
bara algjörlega missa
mig. Nei ætli maður
myndi ekki reyna
að vera vitur og
setja meirihlutann
í banka og spara.
En auðvitað myndi
maður kannski
kaupa eitthvað sem
mann hefur alltaf
langað í. Persónulega myndi ég kaupa mikið af gíturum
og örugglega flygil í stofuna og eitthvað þess háttar.
Vignir Snær Vigfússon tónlistarmaður.
Skáksnillingurinn sérlundaði Bobby Fischer, sem fluttist hingað til lands
síðasta vor, hefur verið lítið í sviðsljósinu að
undanförnu. Farþegar með strætisvögnum
Reykjavíkur hafa þó orðið töluvert varir
við hann því nýverið keypti Fischer rauða
kortið sem veitir honum greiðan aðgang að
hvaða strætisvagni sem er. Þrátt
fyrir að vera vel stæður virðist
Fischer ekki hafa áhuga á
að aka eigin bíl eða taka
leigubíl fyrir ferðalög sín
um höfuðborgar-
svæðið og
þykir mörgum
þetta bera
vott um
sérvitringshátt
hans.
Leikstjórarnir Quentin Tarantino og Eli Roth fengu báðir úr hjá Gilberti
úrsmiði áður en þeir fóru heim til
Bandaríkjanna eftir eftirminnilega dvöl
hér á landi. Um sérstök úr af gerðinni
JS er að ræða sem eru sett saman hér
á landi og voru þeir félagar hrifnastir
af frumgerðinni.
Tarantino fékk
úr númer 35 og
Roth númer 34.
Tim Goldberg,
framleiðandi
hjá Ocean Park
Pictures í Holly-
wood, mætti
einnig til Gilberts
og fékk sér úr
númer 20.
A Little Trip to Heaven fór vel af
stað í kvikmyndahúsum borgarinn-
ar að sögn Guðmundar Breiðfjörð
hjá Senu sem sér um dreifingu
myndarinnar hér á landi. „Tæp-
lega átta þúsund manns komu á
hana á einni viku sem við teljum
nokkuð gott enda hafa íslenskar
kvikmyndir ekki haft tilhneigingu
til þess að byrja með hvelli eins og
bandarísku myndirnar,“ útskýrði
hann og sagði ennfremur að tón-
list Mugison úr myndinni hefði
einnig selst vel.
Baltasar Kormákur leikstýrir,
skrifar handritið og er annar
aðalframleiðandi myndarinnar
og hann var að vonum sáttur við
viðtökurnar. „Það hefur yfirleitt
ekki gengið vel þegar íslenskar
myndir hafa verið á ensku,“ sagði
hann. „Þetta hefur hins vegar
gengið vonum framar enda er
samkeppnin mikil um jólin og
þetta er ekki auðveldasti tíminn
til að frumsýna mynd,“ bætti hann
við. Framundan hjá honum eru nú
æfingar á leikritinu Pétri Gaut
sem hann leikstýrir en svo tekur
við ferðalag til Bandaríkjanna
þar sem A Little Trip verður sýnd
á Sundance-hátíðinni. „Það er gott
að fara með þetta veganesti í slíkt
ferðalag.“
A Little Trip gerist í smábæn-
um Hastings og segir frá því
þegar tryggingarrannsóknarmað-
urinn Holt mætir á svæðið til að
rannsaka dularfullt andlát manns
sem skilur eftir sig eina millj-
ón dollara í líftryggingu. Sú á að
falla í skaut Isoldar en við rann-
sókn málsins kemst Holt að því að
ekki er allt sem sýnist. Með helstu
hlutverk í myndinni fara þau For-
est Whitaker og Julia Stiles. -fgg
8000 manns á Himnaförina
WHITAKER OG STILES Hollywood stjörnurnar Forest Whitaker og Julia Stiles eru í aðalhlutverk-
um í kvikmyndinni A Little Trip to Heaven sem fékk prýðisgóða aðsókn yfir jólin og áramót.
[ VEISTU SVARIÐ ]
1 Hann var sleginn til riddara
2 Kolbeinn Gunnarsson
3 Pólverjar
Senn fer hver að verða síðastur til
að berja Sölku Völku augum á sviði
Borgarleikhússins - á þessu leikári
að minnsta kosti. Svo er mál með
vexti að aðalleikkonurnar, Ilmur
Kristjánsdóttur, sem leikur Sölku,
og Halldóra Geirharðsdóttir, sem
leikur Sigurlínu móður hennar,
ganga eru báðar með barni og
verður sýningum því hætt mun
fyrr en gert var ráð fyrir.
„Þetta kemur sem betur fer
til af góðu, þær eru svo frjósam-
ar hjá mér konurnar,“ segir Edda
Heiðrún Backman, leikstjóri Sölku
Völku og kveðst síður en svo hugsa
Ilmi og Halldóru þegjandi þörfina.
„Alls ekki, ég er svo ánægð þegar
gott fólk fjölgar sér.“
Eddu finnst það býsna
merkilegt að frjósemin virðist
elta hana á röndum: auk Ilmar
og Halldóru varð Jóhanna Vigdís
Arnardóttir aðstoðarleikstjóri líka
ófrísk, tvær leikonur í Mýrarljósi
sem Edda Heiðrún leikstýrði fyrir
skemmstu urðu ófrískar á meðan
sýningum stóð, og brátt leikstýrir
hún Átta konum þar sem fjórar
leikkonur eru ófrískar. Er nema
von að sú spurning vakni hvort
Edda Heiðrún sé frjósemisgyðja
leikhússins? „Það vona ég að
minnsta kosti,“ svarar hún og
hlær.
Hún segist ennfremur dást að
aðalleikonunum sínum „Þetta eru
svo ótrúlega sterkar konur og það
hefur ekki þurft að breyta neinu
eða taka sérstakt tillit til þeirra
hingað til, en það fer að breytast
því þær eru gengar svo langt. Það
byði reyndar upp á nýjar túlkanir
að hafa mæðgurnar kasóléttar á
sviðinu; þetta eru nefnilega dálít-
ið dónalegar stelpur,“ segir Edda
og hlær.
Þetta eru ekki einu
breytingarnar sem hafa orðið
á sýningunni; um jólin æfði
Edda Heiðrún þær Hildigunni
Þráinsdóttur og Kristjönu
Skúladóttur í rullur Höllu
Vilhjálmsdóttur og Margrétar
Helgu Jóhannsdóttur, sem hurfu
til annarra starfa. „Þetta minnir
mann á það að það er ekki hægt
að sleppa höndunum af verkinu
sama hvað líður á sýninguna,“
segir hún. „Þetta er eins og að ala
upp ungling; maður þarf að vera
í stöðugu sambandi, fylgjast vel
með og vera tilbúinn að grípa inn
í ef með þarf.“
Þeir sem vilja sjá Sölku Völku
á þessu ári þurfa að hafa hraðann
á, aðeins þrjár sýningar eru eftir í
janúar og óvíst er hvort þeim verð-
ur haldið áfram í febrúar. „Það
veltur allt á líðan Halldóru en hún
er komin á síðustu metrana,“ segir
Edda. „Kannski verður hægt að
bæta við aukasýningum ef það blæs
í seglin sem ég vona að gerist.“
Þar sem sýningar hætta fyrr en
ráðgert var segir Edda hins vegar
ekki loku fyrir það skotið að þær
verði teknar upp að nýju í haust.
BORGARLEIKHÚSIÐ: FRJÓSEMISGYÐJA Í LEIKSTJÓRASTÓL
Salka Valka í fæðingarorlof
SIGURLÍNA OG SALKA Halldóra Geirharðsdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir í hlutverkum mæðgnanna MYND/ BORGARLEIKHÚSIÐ
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI