Fréttablaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 HEKLA, Laugavegi 174, sími 590 5000 www.hekla.is, hekla@hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur hf., Akureyri, sími 461 6020 · HEKLA, Borgarnesi, sími 437 2100 · HEKLA, Ísafirði, sími 456 4666 HEKLA, Reyðarfirði, sími 470 5100 · HEKLA, Reykjanesbæ, sími 420 5000 · HEKLA, Selfossi, sími 482 1416 600 þúsund bílar seldir Volkswagen Golf er langvinsælasti bíllinn í Evrópu. Á síðasta ári voru nýskráningar á Golf um 600 þúsund. Volkswagen er jafnframt með mestu markaðshlutdeild allra bílaframleiðenda í Evrópu samkvæmt European Automobile Association (ACEA). Vinsældir Golf og annarra tegunda frá Volkswagen koma okkur ekki á óvart þar sem framsækin hönnun á traustum grunni er aðalsmerki fyrirtækisins. Komdu og finndu sjálf(ur) hvað það er sem heillar Evrópubúa. Aus Liebe zum Automobil H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 3 2 9 4 Trendline-tilboð Golf 1,6 Trendline. Verð áður 1.890.000 kr. Tilboðsverð 1.790.000 kr. 10% útborgun og 23.990 kr. afborgun á mánuði* A uk ab ún að ur á m yn d; á lfe lg ur o g fá na sk re yt in g Volkswagen Golf Vinsælasti bíll í Evrópu * Miðað við bílasamning SP til 84 mánaða. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA ���������� ���������������� ������������ Í fyrsta sinn strengdi ég áramóta-heit nú á gamlárskvöld. Þótt ég hafi velt því fyrir mér áður hef ég alltaf gleymt mér í töfrum augnabliksins á miðnætti á gamlárskvöld og þess í stað óskað mér einhvers sem ég vildi að rættist á hinu nýja ári. ÉG veit að það er eintóm sjálfs- elska fólgin í því að óska sér ein- hvers. Það krefst einskis að vænta þess að maður fái eitthvað upp í hendurnar. Ármótaheitin fela hins vegar í sér jákvæða breytingu á lífi manns og krefjast þess að maður leggi eitthvað á sig til þess að halda þau. Ég ætla mér alls ekki að óska mér einhvers á áramótun- um, heldur bara gerist það. Tólfta högg kirkjuklukknanna dynur og algleymið nær yfirhöndinni. MÉR til varnar er að þessar óskir mínar eru ekki af veraldlegum toga spunnar heldur hef ég óskað heilbrigðis fyrir mig og fjölskyldu mína, hamingju, jákvæðni, lífsgleði og fleiru í þá áttina. Kannski er allt í lagi að leyfa sér það á annarri eins töfrastundu en samt sem áður ákvað ég að beita mig hörðu um þessi áramót. Þegar klukkan sló tólf og nýja árið gekk í garð hét ég því að ég skyldi leggja mig alla fram á þessu ári að verða betri manneskja. Ég skyldi gæta sérstaklega að því að koma vel fram við þá sem ég elska og minna mig á, dag hvern, hversu heppin ég er að eiga jafngóða ástvini og raun ber vitni. ÉG hét sjálfri mér því að leggja mig sérstaklega fram við að sýna ástvinum mínum þá ást, hlýju, umhyggju, þolinmæði, kurteisi, ein- lægni, hreinskilni og alúð sem þeir eiga skilið. Ég hef nefnilega staðið sjálfa mig að því að leyfa mér ýmsa framkomu við ástvini mína sem ég myndi aldrei leyfa mér gagnvart kunningjum eða starfsfélögum. Kannski er ég svo örugg um að ástvinirnir fyrirgefi mér miklu meira en þeir sem standa mér fjær, og því hef ég ósjálfrátt gengið á lagið með það. Leyft mér að pirrast, sýna ósanngirni eða óþolinmæði þegar enginn á það skilið frá mér. En það er einmitt það sem maður á ekki að gera. Því hvað er mikilvægara í lífinu en þeir sem standa manni næst? Og hví gerir maður ekki sömu kröfur til sín í samskiptum við þá eins og maður gerir í samskiptum sínum við ókunnugt fólk? ÞESSAR spurningar komu upp í huga mér nú um jólahátíðina og því ákvað ég að strengja þess heit um áramótin að á árinu 2006 skyldi ég gera meiri kröfur til mín í sam- skiptum mínum við ástvini mína og leggja mig fram við að koma enn betur fram við þá. Og vonandi verð ég betri manneskja fyrir vikið. ■ Heit og óskir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.