Tíminn - 28.11.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.11.1976, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 28. nóvember 1976 irámra Konungs-heimsóknin 1907 Konungur kemur úr landferðinni Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið 150 í gamla daga Alþingissetning i Reykjavik áriö 1905. fddur toíTtma h a.•yi $4>>w () Oddur tornmaöur, og Chr. konungur 1930. Konungsheimsókn 1907. „örvum skýt og atgeir legg, eldrauður á hár og skegg”, segir einhvers staöar i Odds- rimu eftir örn Arnarson. Og á öörum stað: „Læröi að taka lag og mið, lenda, stjaka, halda við, skorða baka, hitta hlið, hamla, skaka og andófið”. Og enn: „Stútaði sig og struntu skók, stórmannlega f nefið tók”. Þessi rimuerindi og brot lýsa mynda- hetju vorri i dag prýðilega. Þjóðhátiðarárið 1930 gekk Odd- ur sterki af Skaganum enn viga- legur um götur Reykjavikur, steig fast til jaröar og lét atgeir- skaftið mikla glymja við gang- stétt. Ekki stóð á sjólanum af grundu Gorms gamla að láta mynda sig með fornkappa. (Útg. A.G. Breiðdal Rvik.) Litum um 70 ár aftur i timann og virðum fyrir okkur tvær myndir (útg. Finsen og Johnson, og Johnson og Kaaber Rvik). A Alþingissetningar- myndinni árið 1905 gefur að lita margt stórmenni þess tima. Rosknir Reykvikingar þekkja eflaustýmsa þeirra, og kannski sum.t af hvitklædda liðinu, við konungsheimsóknina 1907, þá stendur sannárlega frið fylking framan við „Norðurpólinn”. Þegar það hús var byggt, þótti það svo langt utan við Reykja- vik, að talað var um f jallahótel, og vist er fjallasýnin þaðan fög- ur, eða var. Nú þrengja stærri byggingar að „Hverfisgötu- pólnum” nr. 125, og kominn er kvistur á grænt þakið, en húsið ernú brúntog sómir sér enn vel. Skyldi nokkurn dreyma konung i þvi húsi? 1 þættinum 14. nóv. hefur fallið niður lina, þar sem getið er fbúa hússins nr. 16 i Aðal- stræti i Rvik. árið 1914, en þá bjuggu þar frú Helga Andersen, ekkja Hans Andersen, og sonur þeirra Lúðvik, ásamt konu sinni Jörginu. 7. nóv. var sýnd fuglaveiði i Vestmannaeyjum. A það kort ritar 14/11. 1905 frú Anna kona Halldörs Gunnlaugssonar læknis til frk. Guðriðar dóttur séra Jóhanns Þorkelssonar i Reykjavik. Hverfisgata 125 (1. nóv. 1976.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.