Tíminn - 28.11.1976, Blaðsíða 23

Tíminn - 28.11.1976, Blaðsíða 23
Sunnudagur 28. nóvember 1976 23 Jónsson um heima og geima. 20.00 Sinfóníuhljómsveit ts- lands leikur i útvarpssal. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. a. Polonaise og vals Ur óper- unni „Évgeni Onégin” eftir Tsjaikovski. b. „Stúlkan frá Arles”, svita eftir Bizet. c. Blómavals úr „Hnetu- brjótnum” eftir Tsjaikov- ski. 20.35 „Mestu mein aldarinn- ar”. Fyrsti þáttur Jónasar Jónassonar um áfengismál. Lesarar: Sigrún Sigurðar- dóttir og Gunnar Stefáns- son. 21.30 André Watts leikur pianósónötur eftir Domenico Svarlatti og Són- ötu i D-dúr op. 10 eftir Beet- hoven. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Heiðar Astvaldsson dans- kennari velur lögin og kynn- ir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Sunnudagur 28. nóvember 16.00 Húsbændur og hjú Breskur myndaflokkur i 13 þáttum. 4. þáttur. Skyldan kallar Þýðandi Kristman Eiðsson 17.00 Mannlifið Kanadiskur myndaflokkur i 14 þáttum um manninn á ýmsum ævi- skeiðum og lifshætti hans i nútimaþjóðfélagi. 2. þáttur. IijúskapurÞýðandiog þulur Óskar Ingimarsson 18.00 Stundin okkar I Stund- inni okkar i dag er mynd um Matthias og Molda mold- vörpu. Siðan er sagt frá hirðingu gæludýra, og i þetta sinn fugla, Spilverk þjóðanna leikur nokkur lög og að lokum er þáttur um kommóðukarlinn. Umsjónarmenn Hermann Ragnar Stefánsson og Sigriður Margrét Guð- mundsdóttir. Stjórn upp- töku Kristin Pélsdóttir. 19.00 Enska knattspyrnan Kynnir Bjarni Felixson. Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Þar eru komnir gestir EddáAndrésdóttir ræðir við Fjólu Bender, þjóðgarðs- vörð i Nepal, og Kristinu Snæhólm, yfirflugfrey ju, fyrstu islensku flugfreyj- una. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.20 Saga Adams-fjölskyld- unnar Bandariskur fram- haldsmyndaflokkur i 13 þáttum. 4. þáttur. Sendi- herrann John Adams Efni þriðja þáttar: John Adams lætur til leiðast að áeggj- an þingsins að fara til Evrópu að reka erindi stjórnarinnar. Hann heldur til Frakklands, og með hon- um fer elsti sonur hans, John Quincy. Adams ofbýð- ur brátt baktjaldamakk Benjamins Franklins við frönsku hirðina. Hann leitar þvi á náðir Hollendinga og fær hjá þeim hagstætt bankalán og stuðningsyfir- lýsingu. John Quincy er nú 14 ára gamall. Hann fer til Pétursborgar og gerist rit- ari fyrsta bandariska sendi- herrans i Rússlandi.Á árunum 1782 og 1783 er endanlega gengið frá friðar- samningum við Breta. Þýð- andi Dóra Hafsteinseóttir. 22.20 Skemmtiþáttur Sandy Duncan Sandy Duncan syngur og dansar og tekur á móti gestum: Gene Kelly, Paul Lynde, John Davidson og Valorie Armstrong. Jón Skaptason. 23.10 Að kvöldi dags Stina Gisladóttir kennari flytur hugleiðingu. 23.20 Dagskrárlok Hinrik konung konur hans Eftir Paul Rival sjálfan eins og hvern annan kirkjuvörð, honum fannst íþróttir þær er hann stundaði, vera sveitalegar og þung- lamalegar og veizlugleði hans minnti helzt á f ylliraft. Til þess að þóknast Hinrik, lýsti einhver yfir því að Francis hefði ekki nærri eins fallega fótleggi og Hinrik, að Fran- cis hefði of granna og vöðvalitla leggi. Hinrik reyndi að láta bera sem mest á þrýstnum kálf um sínum og feitum lærum, hann laut jafnvel svo lágt að spyrja sendiherr- ann: ,, Er Francis raunverulega eins hár og ég, haf ið þér tekið eftir fótleggjunum á honum? lítið á mig," sendi- herran laut þá niður og birti fyrir sér þessa undra fót- leggi, sem klæddir voru níðþröngum sokkum. Hinrik gætti þess að ganga gleiðfættur, svo allir mættu dáðst að leggvöðvum hans, hann hélt að þetta göngulag gerði hann tíginmannlegan, en það varð eingöngu til þess að hann vaggaði eins og önd. Eitt var það, sem Hinrik gramdist mest í fari Francis, en það var að Frakkakonungur hafði gaman af hernaði og virtist algjörlega ónæmur fyrir hættum þeim er voru samfara hernaði þessi vitf irringur þorði jafnvel að fara yfir Alpafjöllin og honum heppnaðist að endurheimta norðurhluta ítalíu. Hann sigraði einnig Svisslendinga við Marignano, þetta voru helgispjöll, Svisslendingar voru siðavandir og alvörugefnir, þeir héldu aga, jafnvel þeg- ar þeir rændu í hernaði, það var því óviðeigandi að hinir ósiðlegu Frakkar réðust að þeim. Þar að auki hafði Francis 1. farið mjög heimskulega að og það á sjálfum vígvellinum, hann sigraði aðeins vegna ofdirfsku og vegna hlægilegs skeytingarleysis um áhættu og herregl- ur. Hinrik taldi sjálfan sig ófæran um slíkt kæruleysi, til þess var hann of vitur, að sjálf síns dómi. En maðurinn er ekki ávallt stoltur af því að vera vitur. Francis átti ekki til hógværð, hann lét meira að segja slá sig til ridd- ara. Þessi áhrifaríki sjónleikur særði Hinrik. En hvernig var hægt að sýna þessum hviklynda manni hvar hann átti heima? Hvernig var hægt að stöðva hann, án per- sónulegrar áhættu? Það var orðið nauðsynlegt að endur- skoða hið forna bandalag við Frakka, hér varð að koma á kænlegum samningum, en hver gat gert það? Ráð eða nefndir eru aldrei árangursríkar. Nú varð einhver ein- staklingur að taka í taumana, Hinrik gat það ekki, því féllu framkvæmdirnar í hlut Wolseys. Wolsey forsætisráðherra. Wolsey veittist létt að ráða fram úr og stjórna málum annarra, þó hann missti aldrei sjónar á eigin hag, ein- valdar álf unnar voru honum enginn leyndardómur, hann þekkti þá vel. Það var aðeins Vatikanið, sem var honum hulinn dómur, hann hafði verið svo f ramsækinn að hann hafði hvorki öðlazt nægan þroska né haft tíma til að kanna aðferðir hinna rauðklæddu undirhyggjumanna, sem réðu ráðum sínum þar í Róm. Hinn drungalegi enski himinn hafði gert hann of ruddalegan, hann hafði líka alizt upp á of miklu þungmeti í húsi föður sins, naut- gripakaupmannsins í Ipswich. En páfinn hafði nú samt sem áður gert hann að kardinála og Hinrik hafði slegið hann til riddara og fengið honum riki sitt til umráða. Wolsey þá allar nafnbætur af ákefð, hann var að reisa sér höll. Hann hafði heilan her fylgismanna og ógrynni f jölda þjóna. Hinir æðstu aðalsmenn komu til hans og kysstu á hönd hans og buðu horium syni sína til þjóns- starfa. Þegar kardinálahattur Wolseys kom frá Róm, lét hann hattinn á borð og safnaði saman öllum ensku her- togunum, svo þeir mættu veita hattinum lotningu, slíka tilbeiðslu á hatti hafði enginn augum litið síðan í f yrnsku i Sviss, á dögum þeirra Gessler og Vilhjálms Tell. En nú stóð ekki á hneygingum hinna tignustu ensku aðals- manna, ekki einn einasti þeirra neitaði að hneygja sig f yrir hattinum, hvað þá að þeim dytti í hug að beina boga að Wolsey. Hinrik taldi sér enn trú um að hann væri húsbóndinn, Wolsey var afar háttvís og miklaði ætíð alla dóma og úr- skurði þá, er konungur felldi i hverju máli. Wolsey bauð konungi ofttil valinna kvöldsamkvæma, þeir fóru sam- an á veiðar og Wolsey var sýnt um að draga f ram minn- ingar frá Oxfordárunum, þá fékk Hinrik tækifæri til að ræða um guðfræði' Wolsey hét Hinrik paradísarvist um sama leyti og hann beindi honum inn á blómstráðar brautir alsælu þessa heims. Þegar Hinrik átti í stríði við hin veraldlegu vandamál, veitti Wolsey honum huggun. I janúar 1516, eignaðist Katrin, enn eitt barn, dóttur, sem var óneitanlega veikluleg, en Wolsey beið ekki boðanna að minna Hinrik á að á Englandi gengi krúnan einnig í arf í kvenlegg, og að sá maður er hafði eignazt dóttur gæti gert ráð fyrir að sonur fylgdi á eftir. Hinrik varð svo hrærður vegna samúðar Wolseys, að hann bauð hon- um að vera guðfaðir prinsessunnar. Francis I var enn í Lombardy að skemmta sér með hinum kátu ítölsku konum. Þegar voraði, 1516, gerðu þeir Hinrik og Wolsey sér vonir um að hinn aldni keisari Maximillian, mundi ráðast að Francis. Keisarinn kallaði saman herinn og hélt niður úr Tyrol, en þegar hann kom til Lombardy og sá útverði Frakkanna, hjaðnaði áhugi hans. Þá birtist honum lika sýn af himnum, hann sá tvo aldna engla, sem ráðlögðu honum eindregið að hverfa heim aftur, og þar sem það er óviðeigandi að mótmæla helgum verum, þá hlýddi Maximillian, en hann sendi Hinrik boð, þar sem hann bauðst til að gera Hinrik að erfingja að riki sínu, ef hann vildi fara með her manns, og ráðast að Frökkum. Hinrik taldi þessa uppástungu f jarstæðu, hann haf ði líka um annað að hugsa heima. Uppreisn hinna atvinnulausu. Verkamennirnir i London voru atvinnulausir, þeir misstu þvi þolinmæðina og kröfðust að útlendingum yrði vísað úr landi, krafa þeirra var: ,,England fyrir Eng- lendinga." I maí gerðu verkamennirnir uppreisn, sólin og hitinn hef ur sjálfsagt gef ið þeim þrótt, þeir handtóku útlendingana og börðu þá, þeir kröfðust einnig lausnar- gjalds fyrir þá. Verkamennirnir réðust líka að lögregl- unni og jaf nvei fólki, sem var áhangandi hirðinni. Hinrik fannst þetta háttalag ósvífið, hann lýsti yf ir því, að vor- loftið í London væri óheilnæmt og fluttist því til hinnar víggirtu Richmond-hallar, til þess að hressast innan hinna öruggu virkisgarða. Hinn ómissandi Wolsey gerði allt sem gera þurfti. Hann leyfði hinum atvinnulausu að ganga fram af sér með hávaða og hrópum, síðan sigaði hann lögregIuliðinu á þá og lét handtaka nokkur hundruð fáráða, sem voru svo óvarkárir að ganga f ylktu liði um göturnar, úr þess- um hópi valdi hann svo fjörutíu menn, sem hann fékk böðlinum til að hengja, þeir voru limaðir í sundur og leifarnar hengdar upp, fyrir ofan borgarhliðin. Að þessu loknu, skrifaði Wolsey Hinrik, og tjáði honum að nú væri allt með kyrrum kjörum og að brýn þörf væri á nærveru konungs í London til að taka þátt í lokaþætti uppreisnar- innar. Hinrik kom þá aftur í allri sinni hátign, eiginkona hans og systur komu með honum, þau héldu til Westminster Abbey. Wolsey lét hermenn standa með f ram öllum göt- um, síðan lét hann leiða fyrir konung fjögur hundruð uppreisnarmenn, sem enn voru i fengelsi. Föngunum „Hlauptu nú og sýndu frú Wilson nýju fötin þin”. „Gamli Wilson sagði að ég liti nærri þvi út eins og manneskja.” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.