Tíminn - 28.11.1976, Blaðsíða 26
26
Sunnudagur 28. nóvember 1976
y
Sálgæzla á neyðarstundum
Ljós mér skein.
Endurminningar Sabinu Wurm-
brand. Skráðar af Charles
Foley. Þýðingu gerði Sigurlaug
Arnadóttir Hraunkoti i Lóni.
Sabina Wurmbrand er upp-
runnin i Rúmeniu. Foreldrar
hennar voru Gyöingar og hún
ólst upp við trú og siði feðra
sinna. Ung að árum giftist hún
Richard Wurmbrand, sem lika
var Gyðingur. Hann veiktist af
berklum, fór á hæli, fékk þar
bata og kynntist kristinni trú,
sem þau hjón snerust bæði til. 1
framhaldi af þvi gerðist hann
prestur.
Þessi saga hefst, þegar þátta-
skil verða i Rúmeniu á þann
veg, að Rússaher hrekur naz-
ista úr landi. Kristin kirkja var
ekki hátt skrifuö hjá nazistum
og starfsmenn hennar nánast
.vargar i véum. En það skipti
ekki um til bóta, þegar komm-
únistar komu i stað nazista.
Hvorir tveggja voru fjandsam-
legir kirkju og kristinni trú.
Wurmbrandhjónin dvöldu
lengi i fangabúðum og Richard
þó miklu lengur. Eftir að hann
var látinn laus, störfuöu þau að
kirkjumálum á laun, en lifðu i
stöðugum ótta hvort um annað
ogson sinn. Þau voru ekki frjáls
að fara úr landi en komust það
þó um siðir með þeim hætti, að
kristnir menn erlendis skutu
saman fé til að leysa þau Ut.
Rúmenia selur Israel fólk af
Gyðingaættum með þeim hætti,
og svo var látið heita, að
Isrealsriki greiddi lausnar-
gjaldið. Siðan eru þau Wurm-
brandhjón búsett i Banda-
rikjunum, þó að Richard hafi
farið viða um lönd sem prédik-
ari og meðal annars komið
hingað til lands. Þess er rétt að
geta, að Norðmenn áttu góðan
hlut að þvi að kaupa hjónin út.
Þetta er ekki venjuleg fanga-
búðasaga. Þetta er saga um
það,hvernig trúin heldur þjak-
aðri manneskju uppi, svo að hún
kemstóskemmd frá hinum ægi-
legustu kjörum. Vel má segja,
að við höfum fengið nóg af sög-
um um ofbeldi, kúgun og
grimmd lögreglurikja einræðis-
ins. En sögur um viðbrögð i
mannraunum og sigra i hörm-
ungum eiga alltaf erindi. Og það
er ýmislegt snjallt og lærdóms-
rikt i þessari bók.
Sabina minnist þess, að hún
leyndi þremur þýzkum foringj-
um i húsum sinum eftir að
Rússar höfðu náð borginni.
Kvöld eitt, er hún færði þeim
mat, sagði foringi þeirra:
,,Þér vitið, að það er dauðasök
að veita þýzkum hermanni skjól
og fela hann. Samt sem áður
gerið þér þetta — og þér eruð
Gyðingur. Ég verða að segja yð-
ur það hreint og beint, að þegar
þýzki herinn tekur Búkarest aft-
ur, sem hann mun vissulega
gera, þá mun ég aldrei gera
neitt þvilikt fyrir yður sem þér
hafið gert fyrir okkur.”
Sabina kvaðst vera gestgjafi
þeirra og reyna að vernda þá
fyrir lögreglunni þó að þeir
heföu drepið fjölskyldu hennar,
enhún gæti ekki verndað þá fyr-
ir reiði guðs. Samtali þeirra
lauk með þvi, að foringinn
sagði:
„Náðuga frú. Ekki veit ég,
hvortégskilyður.Eftil vill — ef
engum væri léð að launa illt með
góðu, eins og þér talið um, þá
væri óhugsandi, að nokkurn
tima yrði lát á manndrápum.”
Þetta er sýnishorn af þvi,
hvernig Sabina Wurmbrand rak
trúboð sitt, en það gerir bókina
fróðlega og skemmtilega i senn
að sjá hvernig hún varði og rök
studdi trú sina og siðfræði.
Þeirri baráttu er öllum gott að
kynnast.
Starfsemi kirkjunnar i ein-
ræðisrikjunum og barátta henn-
ar þar er þáttur mannkynssög-
unnar, fróðlegur þáttúr og
merkur.
Samt finnst mér meira til um
hið mannlega, persónulega i
sögu Sabinu, sálgæzlu hennar. I
sambandi við hjónaskilnaði seg-
ir hún: „Það verður aldrei
hjónaskilnaður né vináttuslit, ef
þú rifjar upp öll fallegu atvikin,
sem komið hafa fyrir. En of oft
er þeirra ekki minnzt.”
Skyldi það ekki lika eiga við i
frjálsu landi á venjulegum tim-
um, að okkur sé holltog gottað
muna hið fallega og góða innan
hjönabands og utan?
H.Kr.
bókmenntir
Heyrt, séð og lesið
Verðbólgan kvelur me
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA FIMMTUDAGINN 28. OKTÓBER 1976
THE ANTI-INFLÆnON PROGRAM
Yfirlit yfir verðbólguherferðina
Where we are
and where weVe going.
Hvar við erum og hvert við stcfnum
1.
Eftir eitt ár hefur verðbólguherferðin áorkað þvi,
sem henni var ætlað i upþhafi.
Mikilvægasti árangurinn er auðvitað sá, að veröbólgan
hefur minnkað. Fyrir ári síðan hæikkaði vöruverð að jafnaði
um 10,8'/. 1 ágúst 1976 hafði þessi þróun snúist við og
vöruhækkanir námu 6,2%. 1 haust munu óhjákvæmilegar
hækkanir á orkuverði og sköttum hafa einhver áhrif á
verðbólguna. Þrátt fyrir það mun fyrsta árs takmarkinu —
verðbólgan niöur fyrir 8%, — verða náð.
Einnig hefur verið kleift að halda hinum ýmsu
kauphækkunum í skefjum t.d. tímakaupi, mánaðarlaunum,
gjaldi sérfræðinga, gróða og arði.
Að meðaltali hefur kaup hækkað meira en vöruverð
þetta árið. Þetta léttir að sjólísögðu fyrir landsmonnum,
kaupmáttur okkar er sterkari nú,
en áður en verðbólguherferðin hófBt.
2.
A öðru ári veröbólguherferðarinnar er takmarkið
að halda verðbólgunni innan við 6%.
Þessu marki verður aðeins nóð eí dregið er úr
öllum hækkunum.
1 markaðsflcerfi eins og okkar, verður verðlagið
að hafa nokkura svigrúm — til að hækka eða lækka.
En verðbólguheríerðin eetur verðhækkunum áhrifamikil
höft með sterku eftirliti með gróða. A öðru árinu verður
verð og gróða eftirlhi breytt til að gera reglumar
eiufaldari og einnig þannig, að höftum verði beitt á
réttlátari hátt meðal hinna ýmsu fyrirtækja.
Breytingamar fela einnig í sér mikilvæga hvatningu til
aukinna fjárfestinga, sem þjóðin þarfnast til aukins
hagvaxtar og atvinnuKfs fyrir landsmenn.
Nýjar reglur um fjárfestingu munu leggja áherzlu á
að fyrirtæki verji gróða til írekari upphyggingar
fyrirtækisins, sem hefur í för með sér
aukna framleiðslu og framleiðni.
■ Ju Government Gouvernement
■ t of Canada du Canada
Verðbólguauglýsingin var heilsiða í Lögbergi
Hvað snertir mánaðar og timakaup, þá munu annars árs
verðbólgureglumar takmarka hækkanir við
,grundvallarprósentu, sem er 6%, og 2% í viðbót sem hluta af
aukningu þjóðarframleiðslunnar.
Reglur þessar eru settar til að halda jafnvægi milli
kauphækkana og verðhækkana.
Markmiðið er að vemda og bæta rauntekjur
hins vinnandi mpnns.
Allar rikisstjórnir leggja sig fram við að draga úr
opinberum útgjöldum. Ríkisstjómin okkar hefur dregið
úr vexti útgjalda þannig að vöxtur opinberra útgjalda sé í
samræmi við hagvöxt þjóðarbúsins. Þetta leiðir af sér,
að hvern dag veröur að taka erfiðar ákvarðanir til að
skera niður fjárveitingar til ýmissa mála og minnka
íramlög til verkefna, sem þegar hafa verið hafin.
Þessar ákvarðanir verða ekki teknar sársaukalaust,
síður én svo, en þær eru nauðsynlegar ef ríkisstjómin á að
geta dregið úr opinberum útgjöldum og með
þvi móti unnið á verðbólgunni.
3.
öll vildum við vera laus við höft. Sérstaklega þau
okkar sem höftin bitna á daglega og einnig rikisstjómin,
sem verður að sjá um að haftunum sé framfylgt.
En höft vorti og eru nauösynleg, til að draga úr verðbólgu
og til að sjá um áframhaldandi hagvöxt.
Verðbólguherferðin tekur enda seint á árinu 1Q78.
A meðan á herferðinni stendur mun ríkisstjómin gera allt
sem í hennar valdi stendur til aö sjá svo um að heríerðin
beri árangur, það er að segja
áíramhaldandi samdrátt verðbólgunar.
Verðbólguna verður að yfirbuga til að vemda kaupmátt
almennings, sparifé, lífeyrir og síðast en ekki sízt vinnu
fyrir landsmenn. Ef verðbólguskrúfan, sem einkenndi
seinast liðið ár, hefði haldið áfram væri þess ekki langt
að bíða þar til vörur framleiddar í Kanada yrðu ekki
samkeppnisfærar á erlendum mörkuðum.
Innfluttar vörur gætu þá auðveldlega undirboðið vörur
framleiddar hér heima. Það er sérstaklega mikilvægt
fyrir okkur að geta haldið verði og framleiðslukostnaði
samkeppnisfæru við Bandarikin, en sem stendur standa
Bandaríkin betur að vígi í hworutveggja.
Að lokum, verðbólgan hefur einnig slæm áhrií á fjárfestingu
Þegar fjárfestíngin minnkar, fer atvinnuleysið upp á yið.
Eftir eitt ár í höftum. verðbólgan hefur dregist saman.
Arangur hefur náðst í að varðveHa kanadiskt atvinnulíf
og auka á velferð landsmanna. Arangur
verðbólguherferðarinnar til þessa hefur að miklu leyti
oltiö á samvinnu allra Kanadamanna. Með áframhaldandi
samvinnu getum við ÖH litið framtiöina bjartari augum
hvað snertir efnahagsleea velmeeun.
— Heimskringlu.
I Kanada stendur nú yfir
tveggja ára veröbólguherferð.
Áhrifa þessarar herferðar. gætir
eflaust viða, þó lengri tima en
þá tvo mánuði, sem ég hef dval-
izt hér þurfi áreiðanlega til
þess að skilja eða gera sér grein
fyrir þessum málum, svo vel sé.
Eitt fer þó ekki fram hjá nein-
um, þótt skamma viðdvöl hafi
hafthér i landi, en það eru aug-
lýsingar frá stjórnvöldum um
það, hvernig staðan sé varðandi
verðbólguna. Heilsiðuauglýs-
ingar birtast annað slagið i
blöðunum, og bera þær yfir-
skriftina The Anti-Inflation Pro-
gram „Where we are and where
we’re going.” Þessar auglýs-
ingar fjalla sem sagt um verð-
bólguherferðina og „Hvar við
erum og hvert við stefnum.”
Sem islenzkum blaðamanni
hefur mér dottið i hug, að þarna
væri góð leið fyrir íslenzk
ferðin hófst, hafi verðbólgan
komizt i 10,8% yfir árið. Mikil-
vægur árangur hafi þegar náðst
þvi i ágúst hafi verðbólgan ekki
verið komin nema i 6,2% og
ekki sé búizt við, að hún komist
yfir 8% þetta ár. Sé þetta góður
árangurfyrsta árið. Herfefðin á
hins vegar að standa i tvö ár, og
takmarkið er 6% verðbólga
næsta ár, eða þaðan af minna.
Kanadastjórn segur verð
bólguauglýsingarnar i smáblöð
jafnt sem stærri blöð, og blöð
eins og Lögberg — Heims-
kringla, sem prentuð eru á öðru
máli en ensku, fá auglýsinguna
senda þýdda, af sérlegum
þýðendum stjórnarinnar.
I þriðja lið auglýsingarinnar
segirm.a.: Verðbólguna verður
að yfirbuga til að vernda kaup-
mátt almennings, sparifé,
lifeyri og siðast en ekki sizt
vinnu fyrir landsmenn. Ef verð-
Framleiðni in
minnkaro 9
vöruverðið hækkar
stjórnvöld að koma á framfæri
afdráttarlaust skoðunum sinum
— i borguðum heilsiðuauglýs-
ingum, sem áreiðanlega myndu
styrkja fjárhag islenzkra blaða
til mikilla muna ekki siður en
blaðanna hér i Kanada.
Úr 10,8% i 6%
á tveim árum
1 auglýsingunni sem birtist i
Lögbergi Heimskringlu fyrir
skömmu segir, að áður en her-
bólguskrúfan, sem einkenndi
seinasta liðið ár, hefði haldið
áfram, væri þess ekki langt að
biða, þartil vörur framleiddar i
Kanada yrðu ekki samkeppnis-
færar á erlendum mörkuðum.
Innfluttar vörur gætu þá
auðveldlega undirboöið vörur
framleiddar hér heima. Það er
sérstaklega mikilvægt fyrir
okkur að geta haldið verði og
framleiðslukostnaði sam-
keppnisfærum við Bandarikin,
en sem stendur standa Banda-
Fólk fer ti 1
Bandaríkji anna í leit
að ódýrum vörum