Tíminn - 28.11.1976, Blaðsíða 40

Tíminn - 28.11.1976, Blaðsíða 40
LEIKFANGAHÚSIÐ Skoíovördustig 10 • Simi 1-48-06 Fiiher Price leikfong eru heimsfrag Póstsendum __________ Bruðuhús Skólar Benzinstóðvar Sumarhús Flugstoðvar Bilar /•ALLAR TEGUNDIR FÆRIBANDAREIMA FYRIR Einnig: Færibandareimar úr rS,° ryfifrlu og galvaniserufiu stáli Arni ólafsson & co. — 40068 B 40098 ___ V/«Lr í i N V IK 1 lýrdo >lsj Auka þarf ____ raforkuna og skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið - Cr Prjónastofunni Kötlu. Prjóna- og saumastofurnar, sem reknar eru viös vegar um iand, eru gott dæmi um iönaö, sem hentir vel smærri stööum. Slfkan iönafi þarf aö auka, og hreppsnefnd Vfkur er aö ieita sér aö fleiri fvrirtækjum af þeirri stærö. PALLI OG PÉSI Mó-Reykjavik. — Eitt brýnasta málið hjá okk- ur þessa stundina er að fá meiri og öruggari raf- orku, sagði Sr. Ingimar Ingimarsson oddviti i V& i Mýrdal i samtali við Timann nú i vikunni Einnig þarf að tryggja , að þeir, sem nú starfa við lóranstöðina á Reynisfjalli fái hér at- vinnu við sitt hæfi, þegar stöðin verður lögð niður eftir rúmt ár. Að öðrum kosti er hætta á, að allt að 16% ibúanna flytji burt, og slikt er meiri blóðtaka en unnt er að þola. íbúafjöldinn hefur stað- ið i stað. 1 Vik búa nú um 280 manns, en Vikurkauptún er i Hvamms- hreppi. Alls búa i hreppnúm 520 manns, og hefur ibúafjöldinn staðið i stað hin siðari ár. Heldur hefur þó faékkað i sveitinni, en fjölgað að sama skapi i þorpinu. Aðalvinnuveitandinn i Vik er kaupfélagiö, og rekur það öfluga trésmiðju og bifreiðaverkstæði. Einnig er þar unnið aö járnsmiði. Sl. ár keypti kaupfélagið allar eignir Verzlunarfélags V.-Skaft- fellinga og batnaöi húsakostur félagsins mikið við það. 85% af götum með bundnu slitlagi Sr. Ingimar sagði, aö sveitar- félagið hefði lagt verulega áherzlu á það á undanförnum árum að leggja götur bundnu slit- lagi, og væri sú framkvæmd ann- að tveggja stórra verkefna sem sveitarfélagið hefur unniö að á undanförnum árum. Nú er búið að steypa aðalgötuna, en oliumöl er lögð á aörar götur. Þegar hafa um 85% af götum i þropinu verið lagðar bundnu slitlagi. Jafnhliða gatnagerðinni hefur allt holræsakerfið veriö endur- nýjað. Sr. Ingimar sagði, aö þetta mikla átak i gatnagerðinni hefði þessa húss batnar öll aðstaða læknisins í Vik til mikilla muna, en þar hefur sami læknirinn starfað um margra ára skeið við mjög lélega starfsaðstöðu. Þá eru tvær leiguibúðir i bygg- ingu á vegum hreppsins, sem eiga að verða tilbúnar á næstaári, og á vegum einstaklinga eru fjögur einbýlishús i byggingu. Skortur er á húsnæði i Vik eins og viða ann- ars staðar. Æskan og ellin una vel saman Dagheimili hefur verið rekið i Vik um nokkurra ára skeið. I fyrstu bjó það við lélega aðstöðu, en nú hefur starfsemin verið flutt upp i Suður-Vik, en það er gamalt hús, sem hreppurinn keypti 1973, um leið og fest voru kaup á landi þvi, sem þorpið stendur á. Dagheimilið er á neðri hæð hússins, en á efri hæðinni er visir að dvalarheimili fyrir aldraða. Þar eru fjórir dvalargestir. Sagði sr. Ingimar, að mikill samgangur væri milli barnanna og gamla fólksins, og það væri mjög gaman að finna, hve mikla ánægju gamla fólkið hefði af börnunum og talaði mikið um þau og það sem þau væru að aðhafast. Ekki væri siður ánægjulegt að finna, hve börnin sæktu mikið til gamla fólksins og yndu sér vel i návist þess. Tvær konur sjá um alla starf- semina, sem fer fram í Suður- Vik, og kvaðst sr. Ingimar vonast til þess, að sú starfsemi, sem þar færi fram, mætti aukast i fram- tiðinni, enda væri reynslan af þessu fyrirkomulagi mjög góð. Frh. á bls. 39 haft óbein áhrif á umgengni fólks og það hefði lagt mikla áherzlu á aö snyrta lóðir sinar eftirað allar götur voru orðnar með slitlagi. Nýr skóli Arið 1974 var byrjað á að byggja skóla i Vik, og var hann tekinn i notkun sl. haust. Hlutur Hvammshrepps i bygg- ingarkostnaði er um 30 millj. kr. Skólinner830m á stærð og sækja um 100 nemendur þangað nám. Þar eru kenndir allir 9 bekkir grunnskólans. Auk barna úr Hvammshreppi er gert ráð fyrir, að börn úr Dyrhólahreppi sæki sjöunda til niunda námsár grunn- skóla i skólann i Vik. Næsta stig i byggingafram- kvæmdum -við skólamannvirki i Vik veröur að byggja sundlaug, ogsiðar er ráðgert aö byggja þar kennarabústaði. Áður en nýi skólinn var tekinn i notkun, var kennt i félagsheimil- inu. En með tilkomu skólans verður hægt að taka félagsheim- ilið algerlega undir félagsstarf- - semi, og sagði sr. Ingimar, að nú væri mikil hreyfing hjá félögum i Vik, eins og t.d. ungmennafélag- inu, að auka sina starfsemi. Heilsugæzlustöð fyrir þrjá hreppa Nú er að verða fokheld heilsu- gæzlustöð i Vik, og á hún að þjóna Vikurlæknishéraöi, sem nær yfir þrjá hreppa. Þetta er 400 fm hús næði, og er ráðgert að það verði tilbúið á næsta ári. Við tilkomú rætt við sr. Ingimar Ingimarsson, oddvita

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.