Tíminn - 28.11.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.11.1976, Blaðsíða 13
Sunnudagur 28. nóvember 1976 FLÓTTAMENN í ARGENTÍNU í STÖÐUGRI LÍFSHÆTTU „Bróðir minn var skotinn til bana og grafinn i ómerktri gröf i kirkjugarði. Af aðferðunum má ráða, að argentiskir öfgasinnar voru þarna að verki. Fyrir stuttu réðst lögreglan inn i hús, sem var undir eftirliti Flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóð- anna og þeir sextiu og fimm menn, er þar voru, handteknir. Flestir þeirra voru siðan látnir lausir,en aðrir hurfu, og við vit- um ekki hver urðu örlög þeirra.” Þannig hljóðaði frásögn tutt- ugu og sex ára gamals pólitisks flóttamanns Chile. Fyrir rúm- um þrem árum, þegar herfor- ingjaklikan steypti stjórn All- ende af stðli, flúði hann land á- samt konu sinni og þremur börnum. Við getum kallað hann Senor Ramirez. Hann er aðeins einn af mörg- um þúsund pólitiskum flótta- mönnum, sem flúið hafa til Argentinu af þvi þeir voru i and- stöðu við stjórnvöld i heima- landi sinu og áttu stöðugt hand- töku og jafnvel liflát yfir höfði sér. ICEM, alþjóðleg stofnun, (Intergovernmental Committee for European Migration), sem meðal annars hefur haft það verkefni með höndum að útvega þróaða tækniaðstoð til latnesku Ameriku, sér um það i sam- vinnu við argentinsku stjórnina að flytja þessa flóttamenn til þeirra landa, sem þeir hafa fengið hæli hjá. Ekki alls fyrir löngu sendi argentiski fulltrúinn i Flótta- mannahjálpinni frá sér skýrslu, þar sem lýst er áhyggjum varð- andi öryggi þeirra tuttugu þús- und pólitiskra fanga sem um þessar mundir eru i Argentinu. Þar er meðal annars skýrt frá þvi að rúmlega fjörutiu menn hafi ráðizt inn á nokkur hótel i Buenos Aires, þar sem flótta- menn héldu til. Tuttugu og fimm manns var haldið föngnum i rúmlega sólarhring og voru grátt leikin. Sumum hafði verið hótað lifláti og allmargir voru rifbeinsbrotnir. Þegar Peron lézt, féll úr gildi loforð, sem hann hafði gefið um verndun pólitiskra flóttamanna I Argent- inu. Stefna nýju stjórnarinnar erað gefa eingöngu timabundna vegabréfsáritun þar i landi. Af þessum sökum, auk annarra, eru um það bil tólf hundruð pólitiskir flóttamenn frá Chile i bráðri hættu og verða að fá hjálp segir fulltrúi nefndar S.Þ. fyrir flóttamenn i Argentinu. Talsmaður flóttamanna i Argentinu segir, að þrátt fyrir loforð um, að skráðir chileansk- ir flóttamenn yrðu ekki sendir tilbaka,hefur það samtsem áð- ur verið svikið og margir verið sendir heim, beint i klærnar á andstæðingum sinum. Það hef- ur hent að flóttamenn hafi fund- izt dauðir i Argentinu áður en skilriki þeirra voru viðurkennd. Margir Chilebúar og flóttamenn af öðrum þjóðernum hafa séð menn, sem þeir kannast við úr yfirheyrslum frá heimalandi sinu, bregða fyrir á götu, og eitt eru þeir vissir um — þessir menn eru ekki þarna i frii. Það er þvi harla vel skiljanlegt að þeir séu hræddir og óöruggir með sig, segir talsmaðurinn. Gleymd og yfirgefin. „Okkur finnst við yfirgefin og gleymd. Eftir innrásina i hús Flóttamannahjálparinnar I Bu- enos Aires var hvorki henni né öðrum undirnefndum S.Þ. til- kynnt um málið. Það er oft, aö slikar innrásir eru gerðar og fjöldi mannsdrepinn.ánþessað við höfum sönnur á þvi hverjir hafi staðið þar á bak við. Fjöl- skylda min og margir aðrir flóttamenn frá Chile sofa aldrei lengur en eina nóttá sama stað. Lif okkar er orðið stöðugur flótti”, segir Ramirez. Skipi með pólitiska flótta- væri of ótrúlegt til að vera satt. Nokkrum dögum siðar fékk skrifstofa ICEM kort frá Ung- verjalandi. Undirskriftin var ó\ læsileg, en starfsmennirnir gátu sér auðveldlega til um hver sendandinn væri, þvi á þvi stóð, — Ég trúi þessu ekki enn. önnur saga er mun alvar- legri, og gefur hún tilefni til eft- irþanka. Hópi manna frá Urug- uay, sem voru pólitiskir flótta- menn i Argentinu, var rænt af hægrisinnuðum öfgahópi. Stuttu siðar fundust þeir drepnir i skurði. Það átti að senda ekkjur og börn hinna látnu til Stokk- hólms. A leiðinni til flugvallar- ins sagði ein kona: Þetta er gott land, og það að maðurinn minn skuli vera jarðsettur þar, gerir það miklu betra. — Hópurinn sem rænt var, gæti allt eins haf verið frá Chile. Það skyldi þvi engan furða að starfsmenn IC- EM skuli leggja nótt við dag til að telja stjórnvöld hinna ýmsu landa á að opna landamæri sin fyrir flóttamönnunum — áður en það er orðið of seint. (Þýtt JB) sem ekki sagði til sin. Vinur föð ur mins fór með honum, en hef- ur ekki sézt siðan. Enginn veit hvað varð af honum.” ICEM hefur gert gifurlegt á- tak í þvi að hjálpa flóttamönn- um, sem flúðu frá Chile eftir að herforingjarnir hrifsuðu völdln. Haustið 1973 hófu Flóttamanna- hjálp S.Þ., Rauöi krossinn og ICEM samstarf, og fram til þri- tugasta april i ár flutti ICEM i allt fimmtán þúsund fimm hundruð áttatiu og einn flótta- mann til fjörutiu og tveggja mismunandi landa i yfir níu hundruð ferðum. Nefnd frá viökomandi landi tekur á móti flóttamönnunum, þegar þeir stiga á land þar. Eft- ir það eru þeir algjörlega á hennar vegum, og sér hún um að útvega þeim húsnæði, at- vinnu og þar fram eftir götum. Kostnaður við þetta hefur hing- að til numið um fjórum milljón- um dala. A meðal þeirra landa, sem tekið hafa á móti mörgum flóttamönnum, má nefna Stóra- Bretland, Sviþjóð, Astraliu, Frakkland, Rúmenia, Banda- rikin, Italiu, Mexikó og Argent- inu. Þá hafa Ráðstjórnarrikin og Kína einnig tekið við all- mörgum flóttamönnum. Ná- grannariki Chile, Argentina og Peru, eiga við mikla efnahags- örðugleika að striða sem stend- ur og veita þess vegna i flestum tilfellum bara timabundið dval- arleyfi. „Biðlund hef ég næga” A skrifstofu ICEM i Buenos Airesi Argentinu vinna að jafn- aði tólf manns. Skrifstofan hef- ur skráð, að þrjú þúsund flótta- menn hafi yfirgefið Argentinu og að af þeim hafi ICEM aðstoö- að rúm tvö þúsund. 1 sambandi við þetta starf koma oft upp sög- ur sem ekki eru alveg lausar við kimni, þó að alvara sé yfirleitt undirtónninn. Meðal þeirra, sem fengu vegabréfsáritun til Rúmeniu, var fjörutiu og tveggja ára gamall maður og sextán ára sonur hans. Allar flugvélar voru fullbókaðar langt fram i timann, og var mannin- um tjáð, að hann yrði að hafa biðlund. — Biðlund hef ég næga, menn innanborðs var siglt með leynd frá Chile til Argentinu. Þegar það kom til hafnar þar, voru allir mennirnir handtekn- ir, þeir lýstir sakamenn og sendir aftur til sins heima, þar sem þeir voru meðhöndlaðir sem slikir. „Vinur föður mins var allt i einu stöðvaður á götu af manni, sem hann vissi engin deili á og sagði hann, — sonur minn og ég komum fótgangandi yfir Andes- fjöllin. Ung kona kom á skrif- stofu ICEM með tveggja ára dóttur sina til að athuga hvort stofnunin gæti hjálpað þeim til að komast til Ungverjaíands þar sem maður hennar var, ei hann var frá Chile. Konan, sen var argentinsk, fékk upplýsing ar um, hvernig hún gæti útveg að sér\egabréfsáritun og fjár- hagsaðstoð. Hún kvaðst skyldu fara eftir leiðbeiningunum, en áður en hún fór út úr skrifstof- unni sagði hún. — Ég trúi þvi nú samt sem áður ekki, að ég fái nokkru sinni að sjá manninn minn aftur. Meira að segja, þegar brottfararstundin rann upp og konan var komin út á flugvöll, sagði hún, að þetta Hópur flóttamanna við komuna til Noregs, en Noregur hefur tekið á móti ailmörgum flótta- mönnum. ddKD FATAEFNI ALLT EFTIR YÐAR Við höfum yfir 100 efnistegundir til að velja úr föt eftir máli. —Aðeins 2.800 kr. aukagjald fyrir sérsnið og mátun. Auk þess eitt mesta úrval tilbúinna karlmannafata. SMEKK Ultíma KJÖRGARÐI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.