Tíminn - 28.11.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 28.11.1976, Blaðsíða 12
12 Sunnudagur 28. nóvember 1976 Speglarnir Sigurður Guðjónsson: t LEIT AÐ SJALFUM SÉR. Iðunn. Reykjavik 1976 176 bls. Fyrsta bók höfundar, Truntu- sól.kom fyrst út fyrir þrem ár- um og vakti þá talsverða at- hygli. Meginefnið var frásögn af sjúkrahúsvist höfundar vegna geðrænna vandkvæða. Sú bók var persónulegt og lifandi fram- lag og eftirtektarverð sjálfslýs- ing. Það hefur raunar aild!rei farið leynt að Þórbergur Þórð- arson er hin mikla fyrirmynd Sigurðar, jafnt að stil sem hugs- unarhætti. En Þórbergsáhrifin i Truntusól voru þó ekki meiri eða djúptækari en svo að höf- undurinn reis undir þeim. Sagan var að visu i langdregnara lagi, en ýmsir kaflar hennar voru skrifaðir af verulegum myndugleik. Þetta verður tæpast sagt um syrpu þá sem nú er komin i bók frá hendi Siguröar Guðjónsson- ar og nefnist t leit að sjálfum sér. Greinarnar hafa margar birzt á prenti hér og hvar. Þær eru „spegilmynd” að sögn höfundar i formála, „saga hug- mynda hans, reynslu og siöast en ekki sizt skynjunar”. A bók- ina má lita sem ósamstæð drög að stefnuskrá eða leit að lifs- stefnu, eins og raunar felst i nafni hennar. Og þessi leit höfundar ber geðþekkan og ein- lægnislegan blæ: þvi verður ekki neitað. En hér skrifar hann þrátt fyrir allt undir oki læri- meistara sins. Ekki er nóg með það að still hans og hugmynda- leg afstaða sé af sama toga og Þórbergs Þórðarsonar, heldur eru skoðanirnar sóttar i smiðju hans. Og þessar skoðanir setti meistarinn fram fyrir hálfri öld. Það er undarlegt að sjá slikar hugmyndir i nýrri bók ungs höfundar, auk heldur orðfærðar með nauðalikum hætti. Sigurður Guðjónsson er ádeilugjarn höfundur eins og ráða má af ofanskráðu. Hann deilir á „nútimaþjóðfélagið”, auðvald og samkeppni, kirkju og kristindóm. En lausnarorð hans virðist þó ekki vera þjóð- félagsbylting heldur mýstisk reynsla og allifsskynjun. Hann skýrir fikniefnaneyzlu á þann veg að hún sé uppreisn gegn „þjöðfélagsmaskinunni”. Það er raunar einkennilegt að and- staða gegn kapitalismanum skuli falla i slika farvegi. Og ósköp er óliklegt að slikir „and- ófsmenn” verði nokkru sinni háskalegir. Það einkennir málflutning Sigurðar Guðjónssonar að hann er stóryrtur og mjög almennur., Hann ihugar ekki málin, heldur fullyrðir og alhæfir. Þetta getur verið læsilegt, liðlega stilað. En oftar en ekki hjaðnar textinn niður eins og froða. Höfundur virðist ekki átta sig á að það er óráðlegt að skjóta á allan heim- inn i einu. Og stórar fullyrðing- ar verða oft illilega afvelta þeg- ar á þær er blásið. Kristni og kirkja verður höf- undi áleitið viöfangsefni. En það er allsendis ljóst að þekking Sigurður Guðjónsson Sigurðar Guðjónssonar á þessu sviði er sáralitil. A hann það raunar sapieiginlegt með ýms- um öðrum sem hátt hafa um. það. Hugleiðingar um kristnar kennisetningar verða þvi að mestuút i bláinn. Auðvitað bera kirkjunnar menn sjálfir veru- lega sök af fáfræði almennings um trúarkenningar kristin- dómsins. En sú vanræksla rétt- lætir ekki algert þekkingarleysi manna sem vilja taka til máls opinberlega. Annars eru stað- hæfingar Sigurðar Guðjónsson- ar allar gamalkunnar. Hann kallar kirkjuna „eitt harðasta og hættulegasta vigi afturhalds i heiminum, alls staðar og á öll- um timum” og „málpipu og leigutól rikustu og voldugustu stéttanna”. Af þessari gerð eru margar fullyrðingar höfundar. Annars á Sigurður Guðjóns- son eitt sameiginlegt þjónum kirkjunnar sem hann hrakyrðir svo mjög: Hann hefur gaman af að predika. Og það er einmitt einkenni predikara að tala al- mennt, abstrakt, reka áróður sem engin leið er að festa hend- ur á. Þetta einkennir Sigurð Guðjónsson. Hann getur stund- um magnað upp nokkra stemn- ingu, tilfinningalega lyftingu. En auðvitað kann að bregða til beggja vona um áhrifin. Ég tek sem dæmi, nánast af handahófi, lok greinarinnar Uppruni — Land — Þjóð. „Það getur enginn afneitað uppruna sinum og ættjörð frem- ur en móður sinni. Landið sem örlögin gáfu okkur allt til enda veraldar og hugsun og menning forfeðra okkar og formæðra mun móta hverja hugsun okkar og sérhvert starf handarinnar. Ef við ekki virðum það land og það fólk sem gaf okkur lif mun okkur aldrei auðnast að bera vinarþel til framandi landa og kynþátta. Sá sem elskar af hreinu hjarta mun ekki hata. Þess vegna er hugheil ást og virðing á sinni eigin þjóð og sögu tryggasta vörnin gegn ein- hverri svörtustu villu ófullkom- inna manna: þjóðernisrembing og hatri á óþekktum þjóðum.” Þetta er fallega sagt og hefur þann eiginleika góðrar predik- unar að það kallar ekki á nein andmæli. En það hefur ekki snefil af einkennum frumlegrar ritmennsku sem kenna mætti við bókmenntir. Persónulega návist höfundar vantar. — Sjálfsmyndir Sigurðar eru ólikt skemmtilegri, en einnig þar eru tillærðar stilbrellur of áberandi til að lesandinn geti fyllilega tekið frásagnirnar gildar. Helzt er gaman að ferðasögu til Akur- eyrar. 1 ávarpi til ungs fólk i Reykja- vik hvetur höfundur það fólk til að magna með sér ást á lifinu: „Það er eina leiðin til sigurs á þeim öflum sem ganga erinda hinna svörtu krafta”. í formála áskilur höfundur sér rétt til að skrifa seinna bók um ferðalag sitt um „riki ljóss og skugga i Reykjavik.” Vonandi magnast ást á lifinu i höfuðborg vorri m eð tið og tima, hversu sem að þvi skal farið að efla hana. En i þessu samhengi verður lesandanum efst i huga sú von að Sigurður Guðjónsson magnist að frumleika og per- sónulegu viðhorfi þegar hann tekur að lýsa ferð sinni um Reykjavik. Annars er hætt við að sú lýsing verði litilvæg. Gunnar Stefánsson bókmenntir GERIST EIGINN TÍSKU TEIKNARI YF/R 100 ÚRVALS rATAEFN/ Ultima KJÖRGARÐ ASÍ minnist 60 ára afmælis síns með sögusýningu F.I. Rvík. —I tilefni 60 ára af- mælis Alþýðusambands Is- lands hefur verið ákveðið að efna til Sögusýningar verka- lýðshreyfingarinnar 1976. Mun sýningin verða haldin i húsa- kynnum Listasafns ASl aö Laugavegi 31 og mun hún standa 28. nóv.-12. des. nk. Sýningin mun einkum bregða upp svipmyndum úr baráttusögu alþýðusamtak- anna og ljósmyndum frá verk- menningu fyrri ára. Þá eru á sýningunni myndir, er lýsa hfbýlaháttum alþýðufólks fyrr og nú og útgáfustarfsemi verkalýðssamtakanna gerð nokkur skil. Tilgangur sýningarinnar er að vekja áhuga verkalýðsfé- laga og almennings á gildi sögulegra heimilda um verka- lýðsbaráttuna. 1 sýningarnefnd eiga sæti Helgi Skúli Kjartansson frá Alþýðuflokknum, Hjörleifur Sigurösson frá MFA, Ólafur R. Einarsson frá Alþýðu- bandalaginu og Stefán ögmundsson frá MFA. AAúrarar mótmæla „valda- níðslu" ASÍ A FÉLAGSFUNDI i Múrarafé- lagi Reykjavikur 24. nóvember 1976, var samþykkt eftirfarandi ályktun: Félagsfundur haldinn i Múr- arafélagi Reykjavikur miðviku- daginn 24. nóvember 1976 mót- mælir harðlega misrétti og vald- niöslu, sem miðstjórn ASl hefur sýnt gagnvart inntökubeiðni Múr- arasambands Isiands I ASI, frá 18. september 1973. Inutökubeiðni Múrarasam- bands Islands, sem er samband 6 múrarafélaga, eða allra starfandi múrarafélaga á landinu fékkst ekki afgreidd fyrr en 18. nóvem- ber 1976, rúmlega þremur árum eftir aö hún var lögð fram, og þá er inntökubeiöninni hafnað á þeirri forsendu, aö hún stangist á við lög ASt, en það telur fundur- inn tylliástæðu, ella hefði hún átt að koma fram strax og leggjast tafarlaust fyrir Félagsdóm til úr- lausnar. Þá itrekar fundurinn mótmæli félagsfundar frá 29. nóvember 1972, vegna þeirrar ólýðræðislegu meðferðar, sem kjörbréf fulltrúa Múrarafélags Reykjavikur fengu á 32. þingi ASI 1972, sem leiddi til þess að fulltrúar félagsins gengu af þingfundi eftir að hafa setið á þriðja dag án atkvæðisréttar. Siik vinnubrögð eru ekki sæmandi hjá þeim aðilum, sem stjórna heild- arsamtökum launþega i landinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.