Tíminn - 28.11.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.11.1976, Blaðsíða 3
Sunnudagur 28. nóvember 1976 3 ÍSLAND Uppdráttur Ferðafélags Islands VEGAKORT Vegalemiíltr Vepmimer Austurland: UIA hvetur fólk til útivistar — gefur út kort yfir skemmtilegar gönguleiðir Mó-Reykjavik. — Ahugi á al- menningsiþróttum er mjög mikill hjá forráðamönnum Ung- menna- og iþróttasambands Austurlands og hefur samband- ið nú m.a. beitt sér fyrir útgáfu á kortum yfir skemmtilegar gönguleiðir á Austurlandi. Til- gangur með útgáfu kortanna er margþætturog m.a. sá að stuðla að aukinni útivist fólks og hvetja það til að kynnast landi sinu og náttúru þess betur. Þá getur útgáfa slikra korta stuðl- að að söfnun örnefna og þar með bjargað þeim frá glötun. Ungmenna- og iþróttasam- band Austurlands eru samtök 20 ungmenna- og iþróttafélaga á Austurlandi. í sambandinu eru um 1200 félagar, 16 ára og eldri, og iðkendur iþrótta eru um 2.500. Nýlega setti sambandið á fót skrifstofu á Egilsstöðum og ýmsar nýjungar eru á döfinni hjá sambandsstjórn. Aformað er að halda 10 fé- laesmálanámskeið á sam- bandssvæðinu i vetur og verða þau haldin á vegum Félags- málaskóla UMFl. Þá eru nú i gangi þrjú iþróttanámskeið á vegum Grunnskóla ÍSÍ. Meö þvi stefnir sambandið að þvi að koma sér upp eigin iþróttaþ jálf- urum, en aðkeyptir þjálfarar hafa þótt nokkuð dýrir, auk þess sem þeir hafa verið misjaf nir að gæðum, segir i frétt frá sambandinu. Mótahald er komið i nokkuð fastar skorður hjá sambandinu og eru Austurlandsmót haldin i sjö iþróttagreinum árlega. Stærsti iþróttaviðburðurinn ár hvert er Sumarhátið OIA, sem haldin er að Eiðum. Samskipti sambandsins og skólanna hafa farið vaxandi hin siðari ár, og UÍA hefur skipu- lagt nokkur mót, sem ætluð eru nemendum skólanna. Nú eru iþróttakennarar skólanna að stofna með sér samtök, og er ætlunin með þeim að tryggja, að allir skólarnir geti verið með i þessum mótum. Nokkrar gönguleiðir á Austurlandi. wmmmmmmmKmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmrnmmmmmmmmm Nýtt íslandskort frá Ferðafélaginu ÚT ER KOMIÐ nýtt Islandskort F.l. Kortið er i mælikvarða 1:750 þús. og er þetta 17. útgáfa af upp- drætti íslands, sem F.l. gefur út. A þessu korti eru ýmsar upplýs- ingatöflur, sem ekki hafa verið á kortum áður, svo sem nokkrar vegalengdir á milli fjarlægra staða, t.d. er hringvegurinn 1416 km langur. Ennfremur er tafla um hæð nokkurra fjallvega yfir sjó. Þá er og skrá yfir helztu virk- ar eldstöðvar á Islandi og þekkt gos i þeim eftir að land byggðist. Eins og á undanförnum útgáf- um er vegakort á bakhlið Islands- kortsins, þetta vegakort er nú i mælikvarða 1:600 þús., en það er nýjung, áðurhafa vegakortin ver- ið i sama mælikvarða og Islands- kortin. A þessu korti eru allir aðalvegir númeraðir samkvæmt núgildandi vegamerkingum. Vegakortið er yfirfarið af Vegamálaskrifsofunni, segir i frétt frá Ferðafélaginu, en Is- landskortið hafa Landmælingar Islands endurskoðað. Agúst Böðvarsson frv. forstöðumaður Landmælinga hafði yfirumsjón með útgáfu á kortinu. Kortið er prentað i Grafik hf. eftir uppdráttum Geodætisk Institut. Kápan er gerð i Offsett- myndun sf., forsiðuna á henni prýðir mynd af Eystrahorni og Hvalnesi, en myndina tók Páll Jónsson. Siressless-stóllinn Framleiöandi grindar: Stálhúsgögn Skúlagötu 61 Bólstrun: Bæjarbólstrun Skeif uhúsinu Akranes: ísafjöröur: Sauðárkrókur: Akureyri: Neskaupstaður: Seyðisf jörður: Reykjavík: Sölustaðir: Verzlunin Bjarg h.f. Húsgagnaverzlun ísafjarðar Verzlunin Hátún Vörubær h.f. Höskuldur Stefánsson Höröur Hjartarson Hibýlaprýði, Hallarmúla. k Hvíídarstóll fiúSkéjumi er vegleg gjöfog vönduÓ. SMIDJUVEGI6 SÍMI44544 IUÖRGARDI SÍMI16975 Slappió af í ressless stólnum og látió þreytuna íóa úr sál og líkama. í hvaóa stöóu sem er-Stressless er alltaf jafn þægilegur. Þaó er engin tilviljun aó Stressless er vinsælasti hvíldarstóllinn á Noróur- löndum. Stresslesserstílhreinn stóll meó ekta leóri eóa áklæói aó yóar vali. Meó eóa án skemils. Þeir, sem ætla aó velja góóa og vandaóa vinar- gjöf, ættu aó staldra vió hjá okkur í Skeifunni og sannprófa gæói Stressless hvíldarstólsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.