Tíminn - 28.11.1976, Blaðsíða 36

Tíminn - 28.11.1976, Blaðsíða 36
36 Sunnudagur 28. nóvember 1976 TÍMA- spurningin Hvað ér bezt við að búa hér i Stykkishólmi? Þorsteinn Aóalsteinsson málarameistari: — Mjög fjölbreytt félagslif og góö aðstaBa til ýmiskonar útiveru eins og t.d. eyja- feröa. Guörún Hjálmarsdóttir starfsstúlka á sjúkrahúsinu: — Hér er fallegt og hér er maöur fljótur aö kynnast góöu fólki. Sigriöur Jóhannesdóttir húsmóöir: — Annars hagir eru hér eng- um óviðkomandi og þvi getur maöur veriö óhræddari um börnin en annars staöar. Þuriöur Glsladóttir húsmóöir: — Hér er víösýnt og heilnæmt sjávarloft og allir ibúar staöarins alúölegir. Andrés Kristjánsson pipulagningarmaöur og ritari hestamanna- félagsins: — Noröaustanáttin sem hér blæs 364 daga á ári, svo maöur er oröinn vindþurrkaöur um áramót. lesendur segja Enn um Alviðru Iframhaldi af skrifum i fyrri viku um Alviðru hefur Helgi Þórarinsson sent Timanum eftirfarandi: Þann 27. mai 1975, kom ég til að sækja laun min fyrir mai- mánuö og eftirstöðvar frá vetrinum, þvi þessar kaup- greiðslur höfðu engan veginn farið reglulega fram. Var mér þá tilkynnt, að Alviðru-nefndin hefði komizt að þeirri niður- stöðu að hætta að borga mér, fékk ég þvi ekkert i þetta skipti. 1 upphafi ábúðar 1974 samdist munnlega um fria oliu, sem fyrirvaralaust var tekið af þann 1. sept. Aldrei kom til tals að hætta oliuúttekt af þeirra hálfu og kom þetta þvi mér illa á óvart, enda er ibúðarhúsið afar dýrt i kyndingu, u.þ.b. 56.000.00 á mánuði, og algjörlega óeinangrað. 1 upphafi voru mér settar skorður i bústofnskaup- um, vegna þess að þeir ætluðu að vera með búfjártilraunir vegna beitarþols. En siðan kom sú staða upp, að friða skyldi landið fyrir sauðfé. Þá ætluðu þeir að vera með fóðurtilraunir á mjólkurkúm, og átti ég að sjá um þær að Laugardælum. Sat ég þá fund á Búnaðarskrifstofu Suðurlands, hafði þetta þá aldrei borið á góma, eins og framkvæmdastjóri Landvernd- ar vildi vera láta. Eftir þetta ákvaö fram- kvæmdastjórinn, að ég skyldi reka eigið bú, þvi að jörðin yrði aðvera byggð. Varmérþá heit- ið fullum stuðningi. Fyrir- greiðslan sem ég fékk var tryggingavixill um mánaða- mótin mai-júni 1975. Þessi vixill fór sem trygging fyrir bústofns- kaupaláni. Einnig ætluðu þeir að baktryggja mig þegar lánið kæmi, þvi ekki mátti veðsetja jörðina. Gekk ég fast eftir þessu frá þvi i júni þar til i ágúst, en varð þá að leita annað. Þó var búið að segja þetta tilbúið hjá sýslumanni, og er þangað kom hafði hann heyrt þessa getið. Þetta kallast vist fyrirgreiðsla hjá þeim. Þegar ég svo var búinn að fá aðstoð frá öðrum aðiljum kom framkvæmdastjóri Landvernd- ar með hávaðasömum svi'virðingum um mig og mina, svo ég sá þann kost vænstan að visa honum á dyr. Hann hefði sjálfsagt átt að taka þáttigrein þeirra Páls og Hákonar, þar sem hann sá um allar Vlðræður við okkur. En Páll og Hákon komu þar hvergi nærri. Þótt svo að Hákon og Páll hafi heyrt það á skotspónum, að ég væri fluttur frá Alviðru hefði þeim verið það i lófa lagt að at- huga það nánar, með þvi að ræða við mig. Ibúðarhúsið er eins og áður hefur komið fram óibúðarhæft, og flúði ég úr þvi af illri nauðsyn og yfir á næstu jörð, og sér vel á milli bæja. Það hefur lengi þekkzt, að skepnum hafi verið gegnt af annarri jörð en búið er á. Þar við bætist, að húsið er af- ar dýrt i kyndingu, eins og áður greinir, og varð ég þvi að stunda aðra vinnu með búskapnum, og hefur það ásamt votviðrasamri tið tafið mig i heyskap. Það er af sá timi, að klæða börnin vettlingum og húfum fyrir svefninn, en þetta gæti ég lagt á mig ef ég væri einn, en þvi er ekki fyrir að fara. Þar að auki liggur klóakiö beint ofan i grunn hússins, og getur hver hugsandi maður imyndað sér þann að- búnað i timburhúsi. Rétt er það, að 3 kálfar eru i fjósinu,þviaðkýrnar urðum við að selja vegna uppsagnar 1. júni 1977. En það hefur ekki verið stundlegur friður með blessaða kálfana fyrir sýslumanni, sem sendir lögreglu til.að fylgjast með þeim, þó svo ég sé á staðn- um við vinnu. Haustið sem ég kom að Al- viðru var um það talað, að ég fengi áburð á túnin eins og ég teldi mig þurfa. En Landvernd fær úthlutað áburði frá rikinu, að sögn framkvæmdastjórans, og er það ekki eftir mér haft að Landvernd fái hann fritt, það er mál, sem ég tel mig ekki þurfa að kanna. Þar við bætist, að ég fékk 8 tonn en ekki 4 tonn, eins og fram kemur i umræddri grein. Varðandi samning, átti hann að liggja fyrir þegar við flúttum að Alviðru. En þrátt fyrir itrek- aðar tilraunir i þá átthefur hinn upprunalegi samningur aldrei litið dagsins ljós. Margar ferðir gerði ég mér til Reykjavikur i þvi augnamiði að samningurinn lægi fyrir, og varð ég loks að fá mér mann til aðstoðar sem bú- settur er i Reykjavik, þvi þetta tók frá mér mikinn dýrmætan tima. Loks i júli i sumar birtist upp- kast að samningi, ef samning mætti kalla, þvi hann liktist einna helzt tjaldstæðisleigu, og ekkert skyldur þeim samningi, sem um var talað i upphafi og gátu þeir samkvæmt þessum samningi tekið svo og svo mikið af landi, bæði ræktuðu og órækt- uðu undan ábúð þegar þeim sýndist svo. Það skrif'ár enginn undir slikt og þvilikt. Að lokum skal tekið fram, að við úttekt á jörðinni mætti aldrei nema ann- ar úttektarmaðurinn — sem er hreppstjóri. Neitaði hann öllum óskum okkar um aðstoðog einn- ig neitaði hann að kalla til odda- mann eftir okkar ósk, á þeirri forsendu, að sýslumaður væri þegar á staðnum til að varð- veita eignir sinar. Sér til vernd- ar höfðu þeir kvatt til lögreglu. Það skal skýrt tekið fram, að um viðskilnað er ekki hægt að tala, þvi hann hefur ekki átt sér stað. Þegar við fluttum að Alviðru stóðu allar vélar úti, óvarðar og i hirðuleysi og hey-ruddi á tún- um, i húsagarði og i skurðum. Þeir hafa sjálfsagt tekið vélarn- ar af jörðinni til þess að stoppa mig af við haustverkin, til þess að úthrópa skussaskap af minni hálfu og til að reyna að finna af- sökun fyrir hegðun sina. Helgi Þórarinsson Alviðru Gærumálið Svohljóðandi grein um „gærumáliö” birtist i Degi „Gærumálið”, er svo mætti nefna, er gott dæmi um það, hvernig óvönduö umræða getur snúið einföldum staðreyndum upp I andstæðu þess, sem kunn- ugir vita sannast og réttast. Ekki mun um þaö deilt, að IBn- aðardeild Sambandsins hefur unniðmerkt brautryðjandastarf á sviði fullvinnslu ullar- og skinnaafuröa. Þegar skinna- verksmiðjan Iðunn eyðilagðist I eldi fyrir nokkrum árum báru forráðamenn Sambandsins gæfu til þess að láta reisa stærri verksmiðu og betri á rústum hinnar fyrri. Meö framtaki þessu var stefnt að fullvinnslu innanlands á öllum tiltækum gærum. Nú er svo að sjá sem þessu marki sé náð. Er það von- um fyrr og kannski ekki fyrir það að synja, að fleiri hafi viljað taka þátt i endasprettinum, en■' rúmast gátu á brautinni. A.m.k. er nú I fullri alvörú talað um skort á hráefni til handa islenzkum sútunarverk- smiðjum. En það er gömul saga, að margir vilja feta í slóð þeirra brautryðjenda, sem i upphafi báru gæfu til þess að velja sér rétta leið og rétt verk- efni. Þá er að vikja að Pólverjum, sem löngum hafa verið stór- tækir i kaupum á islenzkum gærum. I ár höfðu þeir sett það skilyrði fyrir umfangsmiklum viðskiptum I sútuðum gærum, að þeir fengju einnig keypt 100.000 stk. af ósútuðum gærum. Þegar þetta skilyrði var fram sett, mun enginn hafa séð fyrir þann hráefna skort hjá innlend- um sútunarverksmiðjum, sem nú er talað um. Þótti þvi sjálf- sagt að selja Pólverjum þessar 100.000 ósútuðu gærur. Eins og ráðuneytisstjóri viðskiptaráðu- neytis hefur séð sig knúinn til þess að taka fram' opinberlega, var gengið frá málinu I fullu samráði við ráðuneyti hans, og kom það i hlut Búvörudeildar Sambandsins að annast af- greiðslu til Pólverja á hinu til- greinda magni. Hér eru þá komnir frum- drættir „fréttarinnar” og’ „fréttin” verður eitthvað á þessa leið: Hinn voldugi auð- hringur SIS vill heldur selja Pólverjum óunnar gærur en selja þessar sömu gærur til sútunarverksmiðju á Sauðár- króki, sem á i samkeppni við sútunarverksmiðju auðhrings- ins á Akureyri. Sá aðili, sem lengst og meö beztum árangri hefur unnið að fullvinnslu is- lenzkra skinnaafurða, er þannig stimplaður frammi fyrir alþjóð sem sérstakur fjandmaður is- lenzks iðnaðar. Ekki er að efa, að þeim, er settu „fréttina” saman, hafi þótt dagsverkið gott. Þeim, sem fylgzt hafa með starfsemi Iðn- aðardeildar Sambandsins mun kunnugt, að forráðamenn deildarinnar hafa jafnan iagt stund á góð samskipti við önnur iðnfyrirtæki. Munu þess dæmi, að leitað hafi verið til deildar- innar um tækniaðstoð til handa iðnfyrirtækjum einkaaðila, sem áttuierfiðleikum og sú tækniað- stoð þá að sjálfsögðu látin i té. Efalitiö mundi það gleðja alla, sem bera hag islenzks iðnaðar fyrir brjósti, og þá ekki hvað sist forráðamenn Sam- bandsins, ef hægt væri að koma málum svo fyrir, að Sútunar- verksmiðjan á Sauðárkróki yfirtæki þessar 100.000 gærur af Pólverjum. En þeir sem vilja lita á málin af sanngirni verða að skilja, að hér er ekki lengur við að eiga Búvörudeild Sam- bandsins. Eina lausnin er aö fá Pólverja til þess að falla frá þvi skilyrði, sem þeir settu i upp- hafi. Eðlilegir forgöngumenn i sliku máli eru að sjálfsögöu þeir, sem telja sig þurfa á þess- um gærum að halda. Hafliði Guðmundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.