Tíminn - 28.11.1976, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.11.1976, Blaðsíða 14
14 Sunnudagur 28. nóvember 1976 (JT ER KOMIN hjá Bókaútgáf- unni örn & örlygur bók um 30. marz 1949, eftir þá Baldur Guð- laugsson og Pál Heiðar Jónsson, en þar er fjallað um inngöngu lslands i Atlantshafsbandalagið og óeirðirnar á Austurvelli. llöfundar byggja frásögn sina á miklum fjölda skráðra og ó- skráðra heimilda og hafa m.a. rætt við nær 100 manns, sem komu bcint og óbeint við sögu þessara atburða. Bókin er 290 blaðsiður að stærð, en auk þess eru f henni 40 blaðsiður með ýmsum ljós- myndum og hafa fæstar þeirra komiö fyrir almenningssjónir áður. Blaðið hefur fengið leyfi út- gefanda og höfunda til þess aö birta hér kafla úr bókinni, og cru þeir valdir sinn úr hvorum hluta hennar. „Áþeimárum, semhérerutil umræðu, var eins og nú, þing- sköpum samkvæmt, kosin sér- stök utanrikismálanefnd Al- þingis, og skyldi hún vera utan- rikisráðuiieytinu til ráðuneytis um utanrfkismál og þau undir hana borin. Nokkur misbrestur vildi þó verða á þessu, og gilti þetta ekki hvað sizt um öryggis- mál. Leikur ekki vafi á þvi, að ein meginástæða fyrir þvi, að rikisstjórnir sniðgengu utan- rikismálanefnd að þvi er varð- aði umræður um öryggismál, var ótti við að fulltrúar Sósial- istaflokksins i nefndinni gættu ekki tilskilins trúnaðar. Hér, sem annars staöar i Vestur-Evrópu, var sá ótti mjög útbreiddurá umræddu timabili, að kommúnistar gengju erinda Sovétrikjanna. Má sem dæmi nefna, að norska rikisstjórnin beitti sér fyrir breytingum á skipulagsreglum um utanrikis- málanefnd norska Stórþingsins veturinn 1948-49, sem útilokuðu kommúnista frá umræðum nefndarinnar um öryggismál. Visbending um áþekk viðhorf islenzkra stjórnvalda sést greinilega i ummælum Stefáns Jóhanns Stefánssonar forsætis- ráðherra á þingi 14. marz 1949. Þá urðu umræður utan dag- skrár um för þriggja ráðherra til Bandarikjanna, eins og betur verður vikið aö siðar. Einar 01- geirsson gagnrýndi, að ákvörö- unin um vesturförina skyldi ekki hafa verið borin undir utanrikismálanefnd eins og þó væri skylt samkvæmt lögum. Forsætisráðherra taldi enga skyldu bera til þess að ræða við utanrikismálanefnd, þótt rikis- stjórnin óskaði eftir og vildi afla sér vissra upplýsinga með sendiferðum til erlendra rikja. Hann bætti við, að hitt væri svo annað mál, að rikisstjórnin hefði ekki sérstaka tilhneigingu til að bera ráð sin saman við þá menn, sem tiíheyröu „þeim al- þjóðasamtökum, hvers forustu- menn hafa lýst þvi yfir hver i kapp við annan, að þeir mundu berjast gegn sinum þjóðum, ef annars vegar séu Rússar. Við slika flokka er i rauninni h'tið semjandi og litið undir eigandi i utanríkismálum yfirleitt.” Veturinn 1948-49 var ekki mik- ið um fundahöld i utanrikis- málanefnd Alþingis. Hinn 3. desember 1948 kvaddi Einar 01- geirsson sér hljóðs utan dag- skrár á Alþingi og kvartaði und- an þvi, að enn væri ekki farið að kveðja saman fund i nefndinni. Utanríkisráðherra sagði það ekki sitt hlutverk, heldur for- manns að kalla nefndina sam- an, og Ólafur Thors, sem var formaður i nefndinni, sagði að ástæðan fyrir þessu væri ein- faldlega sú, að engin mál lægju fyrirnefndinni. Hins vegar væri Einari i lófa lagið að óska eftir fundi i' nefndinni og myndi þá við þvi orðið, eins og honum væri mæta vel kunnugt um. Þrem'.dögum siðar, eða 6. desember var siðan haldinn fundur i nefndinni og annar 13. desember. A hvorugum fundin- um komu öryggis- og varnar- mál eða gerð Norður-Atlants- hafssáttmála til umræðu. Þriðji fundur nefndarinnar var svo haldinn 2. febrúar 1949. A fundinum kvaddi Einar 01- geirsson sér hljóðs og kvaðst vilja spyrja „hvort rikisstjórnin hefði fengið tilmæli frá stjórn Bandarikjanna um þátttöku i hinu mjög umtalaða Atlants- hafsbandalagi og hvort rikis- stjórninni þættiekki tilefni til að láta fara fram athugun á þvi, hvaða afstöðu Island ætti að taka til þessa máls”. Bjarni Benediktsson svaraði og sagði samkvæmt fundargerð, að „rikisstjórninni hefði ekki bor- izt boð um slika þátttöku. Hins vegar hefði stjórnin fengið nokkra vitneskju um þá samn- inga, sem fram fara vestan hafs um málið, en ekki svo mikla, að stjórnin gæti tekið afstöðu til málsins. Hins vegar taldi ráð- herrann réttathugað hjá Einari Olgeirssyni, að flokkarnir hug- leiddu hvaða afstöðu þeir ættu að taka til þessa máls. Stjórnin vissi að efni til ekki annað eða meira um málþetta en það, sem blaðafréttir hefðu sagt, en menn gætu athugað og gert upp við sig, hvort þeir gætu principielt verið við þvi búnir að taka af- stöðu til þessa bandalags. Ráð- herrann taldi, að að athuguðu máli, mætti tala um, hvort senda ætti menn vestur um haf til að fá nánari upplýsingar um þau samtöl, sem þar fara fram. Hann kvaðst einnig geta sagt frá þvi i þessum hóp, að hann hefði rætt við menn i nýafstað- inni Noregsför sinni, og hefðu þeir ekki virzt vita meira um bandalagið en menn hér á landi, og yfirleittvissu menn ekki ann- að en það, sem blöðin haf a skrif- að, og hefðu ekki tekið neina af- stöðu til málsins.” Einar Olgeirsson sagði, að sér skildist að rikisstjórnin væri að búast við að fá tilmæli um þátt- töku og sagðist álita, að ef stjórnin byggist við slikum til- mælum, þyrfti hún að fara að gera undirbúningsráðstafanir. „Við vitum ekki hve mikinn tima vér fáum til að athuga málið. Afgreiðslu þess gæti orð- ið flýtt og þyrfti þvi undirbún- ingurinn að vera góður, svo frekar væri hægt að átta sig á skömmum tima,” sagði Einar Olgeirsson. Utanrikism ála- nefnd þyrfti að fá að fylgjast með öllu, sem hægt væri að fá upplýsingar um. A þessum fundi utanrikis- málanefndar uröu einnig nokkr- ar umræður um hlutleysi Is- lands, og gildi hlutleysisyfirlýs- ingarinnar frá 1918. Einar 01- geirsson kvaðst álita, að ekki væri hægt að fella hlutleysis- yfirlýsinguna niður nema með annarri yfirlýsingu og kvaðst ganga út frá þvi, að hún væri enn i gildi, þar sem engin slik yfirlýsing eða ákvörðun af hálfu þjóðarinnar hefði verið tekin. Bjarni Benediktsson, ólafur Thors og Stefán Jóhann Stefáns- son töldu á hinn bóginn, að hlut- leysisyfirlýsingin og hlutleysið sjálft væri úr gildi fallið fyrir margvislegar aðgerðir siðustu ára, t.a.m. gerð herverndar- samningsins við Bandarikin 1941, a.m.k. eftir að Bandarikin hófu þátttöku i striðinu og með inngöngu iSameinuðu þjóðirnar 1946. Ekki verður af gögnum ráðið, að fundað hafi verið i utan- rikismálanefnd á ný fyrr en að kvöldi 29. marz 1949 og þá á mjög stuttum fundi.” Við hverju var búizt? „Hingað til hefur aðeins kom- ið fram, að þeir, sem fyrir hin- um mikla liðssafnaði stóðu, bjuggust við átökum, og að „Al- þingi yrði hindrað i störfum”. En á hvaða hátt töldu menn, að það yrði reynt? Þeirri spurn- ingu var beint til ýmissa manna, og verða hér á eftir til- færð svör nokkurra þeirra: Barði Friðriksson hæstarétt- arlögmaður var einn þeirra, sem kvaddir voru i liðið fyrir framan þinghúsið og var kom- inn „á sinn stað” um klukkan 1.30 e.h.: „Maður hugleiddi það náttúr- lega, og maður vissi, að þeir ætluðu sér að gera aðsúg að þinginu og þingmönnum, og maður var búinn að heyra, að þeir ætluðu sér að lumbra á for- sætisráðherra sérstaklega (! ] Við ætluðum að reyna að passa, að þeir kæmust ekki inn i þingið —við vorum ákveðnir i þvi...,.”. Raunar varaldrei „lumbrað á forsætisráðherra” i þeirri merkingu, sem hér er notuð, og enginn þeirra, sem rættvar við, minnist þess að hafa heyrt um slikt. Eyjólfur Konráð Jónsson komst svo að orði: „Við trúðum þvi alveg, að þetta væri alvörustund I lifi þjóðarinnar, og það gæti hvað sem var gerzt — við trúðum þvi, að þeir mundu reyna að hindra störf Alþingis, sem þýddi vitan- lega byltingarástand — og ég held, að það sé ekki nokkur vafi á þvi, að hefðu þeir haft mátt til, hefðu þeir áreiðanlega gert til- raun til þess að ráðast inn i hús- ið — það átti að koma i veg fyrir að þetta yrði samþykkt og við tókum það bókstaflega....” Már Jóhannsson skrifstofu- stjóri Sjálfstæðisflokksins: „Ég get ekki imyndað mér annað en að þeir hafi ætlað sér með góðu eða illu að hindra þetta — en að þeir hafi planlagt það i einstökum atriðum er ég ekki viss um....” Svar Asgeirs Péturssonar sýslumanns var á þessa leið: „Ég var einn þeirra, sem kannski var það friðsamur og þá um leið vantrúaður á það, að islendingargengjuaf göflunum, en ég reiknaði alltaf með þvi að það gætu orðið óspektir, slags- mál, grjótkastog þess háttar og ennfremur með þeim mögu- leika, að þetta gæti þróazt i ann- að og verra. Þarna voru þús- undirmanna, og það gat svo illa farið, að þinghúsið yrði lostið höggi og þá i sliku upplausnará- standi gæti landið hreinlega orðið stjórnlaust. Við höfðum ekkert vald til þess að halda uppi lögum i landinu og höfum það tæpast enn. Við gerðum okkur grein fyrir þvi þá, að þetta væri hættan. t minum huga, var einnig óttinn við það, að þetta gæti magnazt upp I ein- hvers konar byltingarástand — jafnvel valdarán...” Mundi þá verða þarna hópur manna, sem bundizt hefði sam- tökum um einhverjar aðgerð- ir?: „Sjálfur var ég sannfærður um það, að sá sami hópur, sem hafði sýnt sig kvöldið áður við Sjálfstæðishúsið, hann mundi koma og einnig vegna þess, að Þjóðviljinn hafði hvatt fólk til þess að veitast að þinghúsinu og ennfremursá égi Þjóðviljanum að verið var að kenna fólki að varast táragas (Leturbr. höf.). Af öllu þessu leiddi, að hver sæmilega skynsamur maður hlaut að draga þá ályktun, að það ætti að efna til árásar á Al- þingi og með þvi hugarfari kom ég þarna niðureftir...” En hvert taldi Asgeir að mundi verða takmarkið?: „Ótti minn var sá, að þessir ofbeldismenn hefðu i reynd ekki það takmark, hvorki 30. marz né neinn annan dag að taka völdin, en hins vegar var ég þeirrar skoðunar, að sú stað- reynd, að mennimirvoru marg- ir og að hressilegt lið, sem væri sæmilega skipulagt og ofstækis- fullt, gæti stigmagnað ákveðna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.