Fréttablaðið - 19.01.2006, Page 6

Fréttablaðið - 19.01.2006, Page 6
6 19. janúar 2006 FIMMTUDAGUR MATVÆLANEFND Neytendasamtök- in lýsa yfir undrun og vonbrigð- um með að forsætisráðherra hafi ekki skipað fulltrúa samtakanna í tíu manna nefnd, auk þriggja starfsmanna, til að fjalla um helstu orsakaþætti á háu mat- vælaverði á Íslandi. Forsætisráðuneytið skipaði nefndina á mánu- daginn án fulltrúa neytendasamtak- anna, þó að þau hafi fyrirfram óskað eftir þátttöku. Steingrímur Ólafs- son, fjölmiðlafull- trúi forsætisráðu- neytisins, segir að ákveðið hafi verið að fulltrúi samtak- anna ætti ekki sæti í nefndinni heldur yrði haft náið samstarf við hann. Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtakanna, segir stóran mun á því að koma með sjónarmið inn í nefndina eða að taka þátt í stefnumótun- inni. „Að því leyti teljum við ekki nægilegt að haft sé samráð við okkur og teljum fráleitt að geng- ið sé fram hjá heildarsamtökum neytenda í landinu.“ Hann vonast til þess að ákvörðuninni verði breytt. Jóhannes bendir á að tólf þús- und félagsmenn séu í Neytenda- samtökunum. Þau hafi verið í fararbroddi við gerð kannana á verðmun milli Íslands og ann- arra Norðurlanda. - gag Í MATVÖRUVERLSUN Skoða á orsök á háu matvælaverði á Íslandi. Þrettán manna nefnd hefur verið skipuð án fulltrúa frá Neytendasamtökunum. Neytendasamtökin fá ekki að sitja í nefnd um matvælaverð: Vonbrigði að vera ekki með JÓHANNES GUNNARSSON ÞJÓNUSTA Sorphirða hefur tafist um tvo daga í höfuðborginni vegna snjóruðninga, þæfings og lélegs aðgengis að sorptunnum heimila. Helgi Helgason, flokksstjóri við sorphirðu hjá Reykjavíkur- borg, segir starfsmenn hafa verið afskaplega liðlega eftir að fór að snjóa. „Við höfum verið að plægja frá húsunum og fram á gangstétt. Við erum allir að vilja gerðir að hafa sorpgeymslur hreinar en fólk sefur á verðinum. Í fyrra- dag vorum við niðri í Lækjum og aðeins einn var búinn að moka frá sorpgeymslunni.“ Helgi segir að hann hafi ekki getað vikið úr leið svo bílar kom- ist framhjá í íbúðagötunum vegna snjóruðninga. Hann hafi mætt mikilli þolinmæði frá íbúum borg- arinnar. Sorphirða Reykjavíkurborgar hvetur íbúa til að moka frá sorp- geymslum og færa bifreiðar til að sorphirða geti farið fram. Gott aðgengi að sorpgeymslum sé for- senda þess að hægt sé að veita góða þjónustu. Helgi og flokkur hans tæmir til að mynda tunnurnar í Sundun- um í dag og Voga- og Heimahverfi á morgun. Biður Helgi fólk að taka tillit til starfsmanna sinna og hreinsa frá ruslageymslum sínum. - gag RUSLIÐ TÆMT Helgi Helgason og menn hans hafa tafist við sorphirðuna vegna þæfings og lélegs aðgengis að ruslatunnum borgarbúa. FRÉTTABLAÐIÐ/ Starfsmenn sorphirðunnar í Reykjavík hafa sjálfir þurft að moka gangstéttir: Snjórinn tefur sorphirðuna ÍRAN, AP Ráðamenn í Teheran full- yrtu í gær að það væri ólíklegt að Evrópuríkjunum og Bandaríkj- unum tækist að vísa deilunni um kjarnorkuáætlun þeirra til örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna. Hinn yfirlýsingaglaði forseti Írans sagði að Vesturlöndum væri hollara að haga sér „rökréttar“ í deilunni. Hinn storkandi tón var að heyra í ráðamönnum klerkastjórnarinnar er Frakkar höfnuðu beiðni Írans- stjórnar um að miðlunarviðræður um kjarnorkuáætlun hennar héldu áfram. Frakklandsstjórn svar- aði því til að fyrst yrðu Íranar að hætta vinnu við áætlunina. Condoleezza Rice, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, og Javier Solana, utanríkismálastjóri Evr- ópusambandsins, höfnuðu því einn- ig afdráttarlaust í gær að slíkar viðræður yrðu hafnar á ný. Solana sagði lítinn tilgang í því svo lengi sem „ekkert nýtt sé uppi á borðinu“. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Þýska- landi vilja að stjórn Alþjóðakjarn- orkumálastofnunarinnar komi saman til bráðafundar þann 2. febrúar og á þeim fundi verði ákveðið að vísa málinu til öryggis- ráðs SÞ. Hins vegar eru Rússar og Kín- verjar, sem ásamt Bandaríkja- mönnum, Bretum og Frökkum hafa neitunarvald í öryggisráðinu, meira hikandi í málinu. Enda eiga Rússar og Kínverjar hlutfallslega meiri hagsmuna að gæta í því að ekki komi til viðskiptaþvingana gegn Íran, sem er eitt stærstu olíu- og gasútflutningsríkja heims. „Það er ljóst að þetta á sér pólitískar rætur,“ sagði Mah- moud Ahmadinejad, forseti Írans, spurður um drögin að ályktun um að vísa málinu til öryggisráðsins sem Frakkar, Bretar og Þjóðverjar eru að vinna að. „Við biðjum þá um að stíga niður úr fílabeinsturnum sínum og haga sér af smá skyn- semi,“ tjáði hann blaðamönnum. Vesturveldin grunar að Íranar séu leynt og ljóst að vinna að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum, en því neita talsmenn Íransstjórnar. audunn@frettabladid.is Íranar sýna engin merki um eftirgjöf Ráðamenn í Teheran sýndu í gær engin merki þess að þeir væru á þeim buxun- um að láta undan í kjarnorkudeilunni sem Evrópuveldin og Bandaríkin vilja að öryggisráð SÞ taki fyrir. Rússar og Kínverjar halda sér til hlés. MAHOMUD AHMADINEJAD Forseti Írans ráðleggur ráðamönnum Evrópu að haga sér af meiri skynsemi gagnvart landi hans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJÖRKASSINN Óttast þú að vera ein(n) á ferli í miðborg Reykjavíkur? Já 57% Nei 43% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að gera jarðgöng frá Bolungar- vík að Vestfjarðagöngum? Deilur á Póllandsþingi: Forsetinn biður stjórninni griða PÓLLAND, AP Forseti Póllands, Lech Kaczynski, hvatti í gær þingmenn allra flokka til að reyna að mynda meirihlutastjórn og koma í veg fyrir að kalla þurfi kjósendur að kjörborðinu í fjórða sinn á hálfu ári. Minnihlutastjórn íhaldsflokks- ins Laga og réttlætis hefur ekki tek- ist að tryggja fjármálafrumvarpinu og fleiri mikilvægum frumvörpum brautargengi á þinginu. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar skoruðu á forsetann að hjálpa til við að leysa úr átökum á þingi sem þeir segja til komin vegna tilraunar for- ystu stjórnarflokksins til að treysta enn frekar tök sín á völdunum. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.